Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.09.1970, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 14.09.1970, Blaðsíða 8
\ úr EINU+ ÍANNAÐ Mánudagur 14. september 1970 Veröld Vinstrimennsku — LÝÐRÆÐIÐ GEGN LÍFINU. 2. tilræði: „Maðurinn er kóróna skapunarverksins". Málakennsla MÍMIS — Samtök húsmæðra — Skemmti- þættir Sögu — Snilld Sverris — Gestum hent út MÁLAKUNNÁTTA er nú að verða öllum íslendingum nauð- synleg bæði vegna síaukinna ferðalagá og svo vaxandi straums ferðamanna til landsins. Málaskólar starfa a.m.k. hér í Reykjavík. Málaskólinn Mímir hefur um árabil starfað og á auknum vinsældum að fagna enda boðið upp á allskyns kennslu bæði málin sjálf og sérgreinar. Þá er og boðið upp á sérstakar kennslustundir fyrir húsmæður, síðdegistímar, sem koma ætti þeim einkar vel. Það er ekki lengur nein afsökun að kunna ekki eitt eða fleiri mál, að menn og konur séu ekki skólagengin. Kennslutækni eins og t.d. í Mími gefur öllum tækifæri. Leigubílstjórar eru margir ,,mállausir“ og tapa mörg- um túrum vegna þess arna. Þarna er þeirra tækifæri til að verða ,,altalandi“ næsta sumar, þegar túristarnir koma. ÞAÐ ER gaman að vita til þess, að húsmæður eru nú farnar að taka höndum saman, þótt skipulagslaust sé, og neita að kaupa varning, sem hækkaður er úr öllu hófi t.d. mjólk, kjöt o. s. frv. Sannleikurinn er sá, að húsmæður gætu, ef þær vildu, næstum ráðið hóglegu verði á þessum vörum, ef þær ynnu saman í stað þess, að láta teyma sig endalaust á asna- eyrunum. Þetta er þeim ólíkt göfugra hlutverk, en allt það rauðsokkabrölt, sem þær virðast sinna meira en þeim störfum, sem þeim eru ætluð af náttúrunnar hendi. SKEMMTIÞÆTTIR Hótels Sögu á föstudögum og sunnudög- um hafa orðið vinsælir. Nú er Jón Gunlaugsson hættur eftir margar vel sóttar helgar á þessum kvöldum, en við er tekinn Svavar Gests, og vekur ekki síður athygli. Svavar hefur sam- ið skemmtiþættina með aðstoð Ragnars Bjarnasonar og Hrafns, „Krumma", og var fyrsta skemmtikvöldið fyrir viku síðan. Til bragðsbætis er svo ung og lagleg þjóðlagasöng- kona, Kristín Ólafsdóttir, sem mikinn fögnuð vekur. Brand- arar Svavars eru löngu þjóðkunnir og þeir félagar Ragnar og Hrafn spara ekki sitt til þess, að allir geti skemmt sér í Súlnasal Sögu þessi helgarkvöld, föstudaga og sunnudaga. MIKILL SNILLINGUR er hann Sverrir Kristjánsson, sagnfræð- ingur, ef marka má hans eigin orð. ( afmælisgrein fyrir nokkru í Þjóðviljanum skýrir hann svo frá I upphafi afmælisgreinar um kunningja sinn, að dimm rödd Þjóðviljaritstjóra hafi hringt til sín og heimtað umsvifalaust afmælisgrein, og ekki stóð á sagnfræðingnum að hrista hana fram úr ermi sinni. Annars hefur Sverrir til þessa verið eini atvinnu-eftirmælahöfundur starfandi á íslandi og er það ekki lítið afrek fyrir mann, sem jafnan sinnir fjölmörgum öðrum verkefnum. LÖGMAÐur SKRIFAR: „Er ekki nokkuð rannsóknarefni fyrir lögregluna að athuga nánar starfsemi veitingahúss eins við Austurstræti. Veitinga- staður þessi er í skrifstofubyggingu og á ég oft leið á skrif- stofur þar. Æ ofan í æ, skeður, að verið er að henda ein- hverjum aumingjanum út af þessum stað í annarlegu ástandi, að mér sýnist bezt pilluáhrifum, en ekki svo mjög vegna áfengis. Starfsfólkið virðist ekki ráða við þennan ófögnuð, en staðurinn annars hinn vistlegasti." Eiturlyfjalíf íslenzkra stúlkna í Höfn 0G HVILIK „K0R0NA"! MILDI NÁTTÚRUNNAR — VENJULEGUR HUNDUR — GRIMMD BANKASTJÓRA — ÞAÐ RÝKUR AF „VELFERÐ- INNI“ — VERÐUR EKKI HÆGT AÐ GRÆÐA Á SÖLU AND- RÚMSLOFTSINS? Framhald af 1. síðu. Fleiri stúlkur (slenzkir ferðamenn hafa rekizt á þetta fólk, sem gjarn- an sníkir sér einhverjar krónur til að „eiga fyrir máltíð", en minni hluti þannig aflaðs fjár mun fara í matarkaup. Ýmsar alræmdar, en mjög ódýrar krár eru aðalaðseturstaður þessara unglingahópa, sem íslenzku „gestirnir" fylla, en þó mun gatan og ýmsir garðar vera vinsælustu dvalarstaðirnir. Það merkilega er, að það munu vera tiltölulega fleiri stúlkur en piltar, sem leggja í þennan lifnað og fylgir því stóðlíf og allskyns afþrigði eðli legra lífshátta. Þægilegra í Höfn Þetta er auðvitað eldci neitt nýtt og áreiðanlega ekki hægt að „gera neitt í því" meðan unglingar þessir fremja ekki afbrot í hinu frjáls- lynda landi, sem alræmt er fyrir umburðarlyndi í öllu því, sem.lýtur að ósóma og agalausum Jfnaðiarhátt um. Stúlkutetrunum mun og finn- ast öllu þægilegra að stunda þetta í „heimsborginni" en hér heima á Fróni, þar sem „allir þekkja alla". „Heimurinn er alls staðar fullkominn, þar sem maður- inn kemur ekki með kval- ræði.“ — Vriedrich von (síðan 1802) Schiller (1759—1805), þýzkt skáld. ,DIE BRAUT VON MESSINA', 2589/90 (kór). FRÁVIKALAUS SKILYRÐI Manneskjan hefir vissulega enga réttmæta ástæðu til þess að vera skaparanum vanþakklát fyrir þann heimanbúnað, sem hann hefir fylgt henni með úr hlaði. Hún liefir ekki heldur yfir neinu ranglæti að kvarta, að því er umhverfi og önn- ur lífsskilyrði varðar. Af náttúrunn- ar hendi hafa henni verið gefin öll innri og ytri skilyrði til þess að leita, finna og njóta hamingjunnar, með því meginskilyrði, að hún gerði sér grein fyrir, hvað hamingja er, eða m. ö. o. að hún þjónaði líf- inu. Það þýðir: hún verður að dýrka og tilbiðja sköpunarverkið í auðmýkt og undirgefni, og (2) hún verður að lúta aga og yfirdrottnun náttúrulögmálanna í einu og öllu, og hlýða þeim möglunarlaust. Báðum þessum skilyrðum verður manneskjan að fullnægja undan- tekningarlaust. Ekki bara stundum, heldur alltaf. Almættið hefir því ekki aðeins verið örlátt á gnægtar- gjafir. Það hefir einnig lagt rétt- Iátar kvaðir, sjálfsagðar skyldur á herðar mannkynsins, og til þess að því megi auðnast að rækja lilutverk sitt, hafa því verið lánuð skilning- arvit og skynsemi. En bregðist manneskjan lífsköllun sinni, ef menn gerast múgur, verður refsing náttúrunnar skelfileg, hún Iíður ekki þrjózku og undanbrögð, eða annað úr feninu neðst til vinstri, nema mjög takmarkaðan tíma, hún gefur að vísu aðvarnair, en hún semur aldrei, málamiðlun kemur ekki til álita — og einmitt í því er mildi hennar fólgin. DJÁSNIÐ MIKLA Allur hroki, en þó alveg sérstak- Iega smámennishrokinn, er viður- styggð, og hlýtur að teljast ein- hver lýðræðislegasta tegund vinstri- mennsku, sem nokkur múgstertur getur sýnt alveldinu. „Maðurinn er kóróna sköpunarverksins!" og „All- ir menn, jafnir' bornir,. eru aðals- kyn" (Heinrich Heine (Júði): „Bergidylle aus der Harzreise"), eru aðeins tveir blómvendir í þeim mikla sigurkransi, sem upprétti apamaðurinn, Pithecanthrophus erectus, hefir hnýtt sér til dýrðar sínu eigin, ímyndaða drottinvald1 vfir öllum öðrum þegnum náttúr- unnar ríkis og umhverfi sínu. Af slíku og þvílíku hefir hann ævinlega leitt, og leiðir ennþá, óvefengjanleg ar heimildir múgkyninu til þess að tortíma mannkyninu ásamt öllu Iifandi og dauðu innan gufuhvolfs jarðar, á jörðu og í, jörðinni sjálfri. VAÐIÐ í VILLU OG SVIMA Sú botnlausa vinstridella, að múgveran sé höfuðdjásn og aðdá- unarverðasti kraftbirtingarljómi al- heimsmyndarinnar, hefir oft verið grátt leikin, einkum af hendi hægrimanna, sem alltaf hafa átt fjarskalega auðvelt með að strekkja hana ad absurdum, sýna hana í leiftrandi endurvarpi hins inn- byggða fáránleika hennar. En það hefir engan veginn dugað til þess að draga úr henni máttinn til fulls. Hún nærist á áskapaðri tilfinninga- væmni fjöldans, sem heldur dauða- haldi í meirihlutasamþykktina, að sérhvert atkvæði sé óviðjafnanlegt meistarastykki, hvers ,velferð" hljóti að vera eina markmið tilver- unnar, og sé ,velferðin" því óhagg- anlega tryggð um alla framtíð. Allt annað, bæði lifandi og dautt, sem einnig á þegnrétt á jarðríki, á að hafa verið skapað til þess eins að standa undir og rogast með hina glæsilegu „kórónu". En auðvitað steinrotast hver hringavitleysan af snertingu við aðra í slíku óráði. Yfirleit er ekki sanngjarnt að hneykslast á hóflegu sjálfsáliti, ef það er á rökum reist. Og manneskj- an getur, eins og áður segir, leyft sér allnokkra hreykni af sjálfri sér og afrekum sínum í baráttunni fyr- ir tilverunní. En ég fæ ekki með nokkru móti skilið, að hún eigi hinn allraminnsta rétt á að lítils- virða og fótum troða allt, sem deil- ir lífinu með henni eða hún kemst í námunda við. Mér finnst liggja í augum uppi að sé lýðveran skoð- uð af öðrum sjónarhól heldur en henni er kærastur, og henni er tam- ast, þá eigi rýninn athugandi frem- ur auðvelt með að leiða sitt af hverju í Ijós, sem ekki er henni neitt sérstakt tilefni til yfirlætis. Með því að bera vissar hliðar henn- ar saman við ýmsa eiginleika ann- arra þegna dýraríkisins, get ég vel gert mér í hugarlund, að dómharð- ur gagnrýnandi teldi sér m.a.s. fært að fullyrða, og það ekki með svo ákaflega hæpnum rétti, að hún væri broslegt flaustursklastur, sem Guð hefði annað hvort skapað í ógáti ellegar til þess að vekja meðaum- kun hjá.öðrum skepnum. RAUNALEG NIÐURSTAÐA Ef gerður yrði samanburður í þá átt, sem að framan er ymprað á, er alls ekki ólíklegt, að niðurstöður hans gætu m. a. hæglega orðið eitt- hvað á þessa leið, og má þá oftast einu gilda, hvort. hann er gerður við „manninn" yfirleitt eða hinar sérstöku tegundir hans: Venjulegur lnindur er gæddur skarpari skilningarvitum og marg- falt meiri dirfsku, og er auk þess miklu tryggari og ærlegri. Maur- arnir og býflugurnar koma samfé- lagslífi sínu fyrir með áberandi árekstralausari og skipulegri hætti. Ljónið er hnarreistara, virðulegra, hátignarlegra. Antilópan er frárri, steingeitin þokkafyllri. Allir heim- iliskettir eru hreinlegri. Hesturinn, jafnvel löðrandi í stritsvita, angar betur en þingþrasi á nefndarfundi. Bifurinn er fyrirhyggjusamari en nokkur fjármálaráðherra. Ollum górillamæðrum þykir óendanlega miklu vænna um afkvæmi sín en rauðsubbum um sín börn, sem þær vilja óðar og uppvægar koma í verksmiðjuuppeldi; og górillapabb- inn er maka sínum ólíkt trúrri en velflestir frjálslyndir eiginkonum sínum. Uxinn og asninn skara langt fram úr múgamanninum í dugnaði og þrautseigju. Ekkert hrafnaþing myndi nokkru sinni kjósa sér ein- hvern churchill í forsæti, og engin sauðahjörð myndi líta við forystu einhvers eisenhowers. Engri dýrategund verður meint af að falla hæð sína, fjöldi þeirra sprettur alheill upp eftir að hafa hrapað margtugfalda hæð sína, en „kórónan", hún hrósar happi, ef hún sleppur við að hálsbrotna eftir að hafa dottið tæpléga liálfa há- tignarlengd sína. Ekki er kunnugt um neina dýrategund, sem. jiðlast sælukennd af að valdaöðrum jarðar verum óbærilegri angist og drep- andi kvölum. Ekkert dýr étur sér viljandi til óbóta eða drekkur sig í hel. Ollum almennilegum svínum býður við tjöru, en „maðurinn" hámar í sig ókjörum af steinkola- tjöru í líki matarlitarefna — reynd- ar úr litskrúðugum umbúðum. Ennfremur mun lýðskepnan vera allra dýra kjarklausust. „Maðurinn" óttast ekki aðeins hnefa tegundar- systkina sinna, hann óttast ekki síð- ur munnverk þeirra og kokelju: rógur, baktal og aðhlátur valda honum óteljandi andvökunóttum og skelfilegú taugatjóni. Ef ein- hver mannar sig upp í að nefna hlutina réttum nöfnum, kallar t.d. atvinnulýðræðismenn nýtízku þjófa eða verkalýðsrekendur hvimleiðar afætur, þá er hann talinn „kaldur" — eða vitlaus. Engin heiðvirð hý- ena eða skikkanlegur héri myndi skjálfa af ótta við bankastjóra, tannlækni eða lögtaksmann — ég gæti betur trúað hinu gagnstæða —, en andspænis slíkum „ófreskj- um" hefir gyllingin fölnað af margri „kórónunni". Og ef allt það hrikalega tjón, sem múgmanneskjan vinnur allt í kringum sig, að mestu vegna hinn- ar ofboðslegu græðgi sinnar og hirðuleysis, er athugað þótt ekki sé nema lauslega, þá er fullkomið vafamál, hvort nokkur lífveruteg- und hefði sérstaka ástæðu til þess að sakna hennar átakanlega sárt eftir að ferli hennar lyki, að því auðvitað tilskildu, að honum lyki án þess að annað líf slokknaði sam- Framíhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.