Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.09.1970, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 14.09.1970, Blaðsíða 5
Mánudagur14. september 1970 Mánudagsblaðið 5 Úr sögu lands og /ýðs Framhald af 2. síSu. um bæri með réttu. Þessi siSur helzt við enn í dag. Böðvar í Böðvarsdal Landnáma getur þess, að Lýting- ur Arnbjarnarson hafi numið Vopnafjarðarströnd alla ena eystri, Böðvrsdal og Fagradal, en ekki, hver hafi búið í Böðvarsdal. Þar segja munnmæli, að Böðvar hafi búið, og sé þáttur af honum, sem nú er týndur. Þegar Böðvar fór að eldast, sótti hann surtarbrand út í lönd og byggði þar af haug mik- inn langt inn frá bænum í Böðv- arsdal, og er hann kallaður Böðv- arshaugur. Haugur þessi er hár og mikill og aflangur. Sagt er, að tjörn hafi verið sunnan undir haugnum. Fluti Böðvar þangað skip sitt og byggði hauginn með tveimur dætr- um sínum. Tvo næstu vetur eftir sótti hann jólaveizlu heim í Böðv- arsdal. Var veizlustofan byggð út frá bænum á túninu, altjölduð, og borið á borð vín og vistir. Enginn dirfðist að sitja þar jólaveizlu með þeim Böðvari, því það hafði hann bannað. Hin þriðju jól kom hann að sæka veizluna; en þó ætluðu menn, að Böðvar mundi þá dáinn og afturgenginn, því maður leynd- ist undir stofutjaldinu og sýndist Böðvar ógurlegur. Eftir það kom Böðvar ekki. Reynt hefur verið bæði að fornu og nýju að brjóta Böðvarshaug, en ekki hafa menn auðgazt af því. Fyrst var brotið gat á annan end- ann á honum; var þar fyrir skips- stafn, og lá silfurbúin öxi í skutn- um; maður einn ætlaði að þrífa öxina, en þá var höggvin af hon- um höndin. Maðurinn þreif hana þá með hinni hendinni, og var svo hætt við haugbrotið í það sinn. Pétur hét vinnumaður, sem var í Böðvarsdal löngu seinna, kallaður hökulangi. Hann var hugmaður mikill og ásetti sér fastlega að brjóta hauginn. En nóttina áður en hann ætlaði til þess, kom Böðvar til hans í svefni með reidda öxi og lét ófriðlega; sagðist hann mundi færa öxina í höfuð Pétri, ef hann hætti ekki fyrirætlun sinni. IKVOID IKVOID IKVOLD IKVOLD IKVOLD SEEMMTIKVGLD IHIÖT€L5A^A SÚLNASALUR Laxárvirkjun Mánudagsblaðið. Við sjáum sjaldan blaðið ykkar hér á Húsavík (það er selt þar, rit- stj.), en það var ánægjulegt að lesa leiðara yðar um átökin um Laxár- virkjun. Það er tímabært, að það komi fram, að þessi virkjun er ekki annað en hrein skemmdarstarfsemi á Iandi okkar og á engan hátt nauð- synleg varðandi rafmagnsnotkun hér nyrðra. Það skal ég segja ykk- ur, að svo mikil harka er hér í Mývatnssveitinni að ekki verður undan látið fyrr en í fulla hnefana. Þá getið þið ímyndað ykkur á- standið, er allur kjarni bænda hér í sveit verði fyrir sektum eða fang- elsi vegna ráðstafana, sem við vor- um neyddir til að gera til þess að veekja athygli á baráttu okkar til þess að halda þessari fögru sveit ó- skemmdri. Með þakklæti, Húsvíkingur. Þökkum bréfið og kveðjurnar, og viljum koma þevrri ósk fram við utsölumann okkar á Húsavík að hann stilli betur út blaðinu og reyni að láta sem flesta staðarmenn vita að það sé til sölu á staðnum. Það verður beggja gróði. — Ritstj. Dreka-eldspýtur hættulegar Hr. ritstjóri. Nú er ég vondur. Eg er fótbrot- inn ligg heima, þess vegna oft ber að ofan þegar ég staulast fram í stofu. Eg reyki en nú er það í fjórða skipti á tveim dögum, sem ég hef skaðbrennt mik á þessum helvítis DREKA-eldspýtum. Brenni steinninn er svo lélegur, að brenn- andi brot þeytist á bert hörundið og veldur miklum sársauka. Eitt slíkt kom á kinn mér og hvað hefði skeð ef hann hefði lent í auganu? Þetta er alveg óþolandi og ætti að banna þessi eldfæri með öllu. Sök- um heimasetunnar hefi ég rætt þetta í síma, sem ég tala mikið í, og margir hafa sömu sögu að segja. Má ekki banna þessa framleiðslu áður en eitthvert varanlegt slys hlýzt af? Reiður. Þetta er mjög algeng kvörtun manna á meðal, en þótt blöðin hafi rœtt hana þá hefur ekkert fengizt að gert Þessi vörutegund er óhccf til sölu en einokuninni helzt allt slíkt uppi meðan ekki er tekið mark á staðreyndum og gagnrýni. Ritstj. ENSKA Kvöldnámskeið fyrir fullorðna BYRJENDAFLOKKAR FRAMHALDSFLOKKAR SAMTALSFLOKKAR HJÁ EN GLENDIN GUM SMÁSÖGUR FERÐALÖG BYGGING MÁLSINS BUSINESS ENGLISH LESTUR LEIKRITA. Einnig síðdegistímar fyrir húsmæður. Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4, sími 1 000 4, kl. 1-7 e.h. Ný atríði Föstudags- og sunnudagskvöld „HAUSTREVÍA HÓTEL SÖGU“: Kristín Ragnar Hrafn Svavar „Gatan mín“ „Fegurðardrottningin" „Spurningaþáttur" og fleira. Flytjendur: Kristín Á. Ólafsdóttir, Hrafn Pálsson, Svavar Gests, Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans. Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. Enginn sérstakur aðgangseyrir. Aðeins rúllugjald kr. 25,—. Dansað til kl. 1. i KVÖLD ICTDLD ÍKYDLD ÍKVDLD ÍODLD, 30 þotuferðár á viku til Evrópu og Ameríku STYTTUR TÍMI —AUKIN ÞÆGINDI. Tilkoma Douglas DC-8 þotu Loftleiða eykur enn einum kafla í merka flug- sögu íslendinga. Loftleiðir hafa langa og góða reynslu af Douglas flugvélum, s.s. Dakota, Skymaster og Cloud- master, sem lengi voru stolt íslenzka flugfloians. Þessar vélar voru fyrirrenn- arar hinna nýju og glæstu DC-8 þota, sem þjóta á 3 klst. til Luxemborgar og 5 klst. til New York. DC-8 er talin meðal þægilegustu þc’.a, sem smíðað- ar hafa verið. FLUGFERÐ STRAX — FAR GREITT SÍÐAR. i 'OFTIEIDIR

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.