Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.11.1970, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 02.11.1970, Blaðsíða 1
\ Magnús, vínið og mjólkin FENGU VEITINGAHÚSIN BIRGÐIR? Leikfang Onassis Jackie Onassis er nú að verða flest um blaðales- endum hvimleitt lesefni, enda er hegðan hennar ekki til fyrirmyndar. — Sjálf virðist hún ekki glæsileg þegar hún þybbast við blaðaljósmynd- ara, eins og sjá má á myndinni. íslenzkar stúlkur Alvarlegt ástand íslenzkra unglinga í Höfn - Smyglari fangelsaður í ísrael Þá er það loksins komið fram, sem hér hefur verið haldið fram, að íslenzkar stúlkur í Kaupmannahöfn lifa ekki öllu því fyrirmyndarlifi sem sumir hafa viljað láta í veðri vaka. Sann- leikurinn er sá, að mjög stór hópur íslenzkra stúlkna á unga aldri, liggur í viðurstyggilegri spillingu i borginni, og eru eit- urlyfjaneyzla og vændi þar efst á baugi. Stúlkur þessar hafa undanfarin ár, farið sumar til vinnu í Höfn, venjulega eins- konar hótelstarfsfólk, en aðrar hafa farið á svokölluðum au pair samningum, ráðnar af aðilum ytra gegnum agenta hér heima. Nú er það auðvitað hvers manns eða konu mál hversu þau haga lífi sínu ytra. En gall- inn er bara sá, að margar þess ara telpna og pilta eru langt undir lögaldri og sendir út af fáfróðum foreldrum, sem hyggja að þær séu að mennta sig og skoða heiminn í þessu útstáelsi sínu. Hinsvegar er það staðreynd, eins og hér hefur verið bent á, að sumar þessara stúlkna hafa lagzt i megna óreglu á ýmsum svið- um og oftar en einu sinni kom- izt í kast við lögregluyfirvöld- in þar. Nú er komið upp, eins og vitað var, að eiturlyfjahringar eru farnir að taka þessa ung- linga í þjónustu sina við smygl eiturlyfja, en fyrsta málið, sem upp er komið birtist í nýlegu eintaki af Politiken, sem til- kynnti, að ein tvítug íslenzk stúlka hefði verið nöppuð í ísrael með hvorki meira né minna en 25 kíló af hassis, ó- blönduðu. Það neyðarlega er íslenzkt kæruleysi, mikil- mennska og peningafyrirlitn- ing kom upp um stúlkukind þessa. Brá hún sér hvergi þeg ar yfirvigt hennar í flugvélinni var „aðeins“ 100 dollarar, engin smásumma fyrir au pair stúlku á lágum launum. Blaðið hafði í vor tvö óstað- fest dæmi um, að íslenzkar stúlkur í Höfn gortuðu af því í vinahópi, að þær væru „smyglarar" fyrir „hring“ og væru sendar í ýmsar áttir til að sækja og koma á leiðarenda eitursölu talsverðu magni eiturlyfja. Þótti þeim þetta í senn spenn- andi og rómantískt enda gátu þær ekki þagað um þessa nýju atvinnugrein sína. Gera má ráð fyrir, að þessi stúlkukind fái að rotna í fangelsi um tals- vert langan tíma, eins og fjöldi ungra stúlkna liggja nú í fang- elsum víða í Evrópu, bæði Ítalíu, Grikklandi og enn fleiri löndum, sem þær hafa verið nappaðar í. Sú íslenzka, sem nú var tekin, verður fangelsis- félagi danskrar stúlku, sem eflaust var fyrir sama „hring- inn“ eða máske einn sam- keppnisaðila hans. Það skiptir máske ekki miklu máli þótt stelpugopi sé settur í fangelsi fyrir svona glæpi, en reyndar má segja, að það sé sjálfsagt að þær taki út harða refsingu fyrir af- brotið. Hinsvegar má minna á, að sumar af þessum stelpum sleppa alveg við refsingu og hyggjast ábyggilega færa út kvíarnar þegar hingað heim kemur, enda er mikiil markað- ur fyrir eiturlyf hér, einkum meðal æskufólks, eins og blöð in hafa sannað og eiturlyfja- nefnd dómsmálaráðherra kák- aði í nýlega. Má búast við að Framhald á 8. síðu. 22. árgangur Mánudagur 2. nóvember 1970 42. tölublað Hraksmánarleg viðreisn Fjögur félög krefjast kauphækkans Aldrei hefur útlitið verið glæsilegra en nú fyrir ríkisstjórn Jóhanns Hafstein. Starfsmenn ríkis og bæja eru að fá kaup- hækkun, kennarar hóta uppsögnum og landflótta verði kaup þeirra ekki lagfært og dómarar standa nú í „setu“-verkfalli vegna launa sinna. Jón Sigurðsson hefur lýst yfir verkföllum bátasjómanna fái þeir ekki fulla leiðréttingu sinna mála. Kaupmenn eru æfir og ýmsar smærri stéttir hafa í hótunum ef þær fá ekki að fylgjast með hinum. Við yfirheyrzlur í sjónvarp- inu I síðustu viku, var Jóhann daufur I dálkinn enda gat hann á engin úrræði bent nema flökt andi verðstöðvun, sem hann taldi að verða myndi um miðj- an mánuð. Ekki hefur verið minnzt á einu orði að verð- stöðvun er gangslaus án verð bindingar. Stjórnin þorir ekki að minnast á slíkt, þótt jafnvel fyrirmyndir hennar Svíar og Danir, hafi séð að verðstöðv- un væri vonlaus án ráðstaf- ana um bindingu kaupsins. Hræðslan við kosningarnar í vor hefur algjörlega gripið þá sem stjórna eiga. Hver ein- stök samþykkt er gerð með til- liti til þess. Það er því ekki að ófyrirsypju, að litið er til nýs blóðs I forustuliði stærsta flokksins og vænzt, að nýir menn hafi kjark til að sjá hvað alþióð er fyrir beztu. Svona vinnubrögð eru ekki annað en hættulegur gálga- frestur. Heldur stjórnin það í alvöru, að hún geti skipað þeim þjóðum, sem við kaupum af, að meta verðgildi varnings síns eftir óskum hennar? Það er með öllu útilokað að stöðva hækkandi verðlag nema með algerri kúvendingu, bæði hjá hennar flokki og kaupsýslumönnum. Þjóðin, samkvæmt yfirlýsingu Jónasar Haralz, býr betur, rýmra og dýrar í húsakosti, heimilisvél- um, hreinum lúxus, en nokkuð annað þjóðfélag í heimi. Bog- inn hefur verið spenntur svo, að þanþolið er að bresta. Verð stöðvun, þar til að kosningum lýkur, er ekki bjargráð heldur Það hefur verið löngum vitað, að ,tryggingarnar" hafa verið einka- eign kratanna og valinn krati í hverju sæti, sem máli skiptir en afkvæmi kratanna skipa hinar smærri stöður og skrifstofustörf. Fyrirtæki þetta er eitt umsvifa- mesta í landinu og um um það fara geysilegar summur. Alltaf við og við hafa blossað upp sögusagn- ir um óreiðu þar en þær hafa jafn- an verið þaggað niður, enda ef- andi h'vort verulegur fótu'r háfi ver- ið fyrir þeim. svívirðileg blekking ráðþrota forustumanna. Einn neikvæður hnykkur í þjóðarframleiðslunni og strengurinn brostinn. menn innan fyrirtækisins væru að draga í búið,- kjöt, hunang og .A- vex.ti, eins og orðrómur þrálátur vill hafa það, og reiða sílkt á herð- um sér af vinnustað Mun hafa'geng ið algjörlega fram af endurskoðun- inni þegar þessi liður eyðslunnar kom í ló's. Á almenriingúr 'heimt- ingu á, að gert sé opinbert hvort um óhreint ínjöl í pokanum-sé að ræða eða aðeins sögusagnir. Eins og skýrt var frá í blað- inu fyrir þremur vikum, þá hækkaði Magnús Jónsson, fjár málaráðherra, brennivinið um 15% s.l. föstudag. Þessar hækkanir eru orðnar venjuleg- ur liður í fjármálastarfsemi ráðherra, þegar ríkisstjórnin er komin í vandræði á öðrum sviðum og núna verður hækk- unin látin greiða mjólkina og rjómann niður!!! Út af fyrir sig er hækkun á- fengis ekki alvarleg; bæði á- fengi og tóbak er ódýrt á ís- landi. Á hitt má benda, hvort talið sé upp hjá hinum mörqu vínsölustöðum, sem selja skammta, þannig að eigendur græði ekki á því, að selja vín keyptu á gamla verðinu, á nýia verðinu. Þá má benda á þá staðreynd að veitingamenn vissu gjörla um ætlanir Magn- úsar i þessum efnum og ólík- legt, að þeir hafi gleymt að byrgja sig upp. ★ Skyndihækkanir ríkisins eru oftast þannig að sérhags- munahópar og gæðingar vita gjarna um þær fýrirfram, bæði í þessu tilfelli og svo „verð- stöðvun“ Jóhanns Hafsteins, sem alræmd er orðin. Hinsvegar er því ekki að neita, að svo smáir sem kratar eru í eðli, þá trúðu fæstir að hinir betur settu Tryggingarnar / rannsókn? Það verður að fara að krefjast þess, að uppi verði látið hversvegna endurskoðun Tryggingarstofnunar ríkisins krefst skýringa á hinum miklu útgjöldum mötuneytis stofnunarinnar. Starfsfólkið hefur haft í flimtingum að yfirmenn sjáist tiðum með kiötlæri eða ávaxtadósir á herðum sér þegar úr vinnu er farið, og víst er að einn af höfuðpaurum þar varð að skila lyklum, næstum því „búrlyklum“, vegna óráðsíu mötuneytisins.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.