Mánudagsblaðið - 02.11.1970, Blaðsíða 8
úr EINU
Betl æskunnar — Nauðgun — Hótel Borg fjölsótt — Rjúpna-
skyttur — Mengun — Agfa og Kodak
ÞAÐ BER sannarlega ekki volæðinu í almenningi um féleysi
vott, að heita má að unglingar í skóla séu ófáanlegir til að bera
út blöð, þótt æskan gæti með þessu móti aflað sér nokkurs
skotfjár. Velferðaræskan, þrátt fyrir vöxtinn, virðist ekki að
sama skapi harðger en telur sig miklu betur haldna í húsum
foreldra og þiggja af þeim eyðslueyri. Það er þetta máske
fremur en annað, sem er ástæðan fyrir því, að unglingarnir
telja sér ekki annað samboðið en að fylla sig á skemmtistöð-
um, og hafa til þess fé, sem hrýtur af borðum aðstandenda.
ÞAÐ VAR fljótt að þagna yfir þeim efnisunglingum, sem
nauðguðu tólf ára stúlku hér á dögunum, drukknir, en fimmtán
ára að aldri. Ef þær blessaðar mæðra- og æskulýðsnefndir
enn trúa því, að æskan sé ekki farin að keyra úr hófi í hegðan
sinni, þá er eins gott að þessu fólki sé Ijóst, að þó máske
nauðganir séu fátíðar þá er fyllirí unglinga á þessum aldri
aldeilis ekki óalgengt fyrirbrigði. Það mætti benda þeim, sem
mestan yfirborðsáhuga hafa á æskunni, á að aka um borgina
um og eftir miðnætti laugardaga og föstudaga og horfa á þá
,,efnilegu“ æsku, sem hér er verið að ala upp.
HÓTEL BORG fyllir sali sína þessi kvöld með góðri skemmtan
en þar koma fram, utan hljómsveitar Óla Gauks, einstaklingar,
sem ganga vel í augu gesta þessi kvöld. Borgin býður aðeins
upp á innlenda skemmtikrafta og sannarlega eru sumir hverjir
íslenzkir miklu betri og skemmtilegri en það 3.—5. flokks rusl,
sem sumir veitingastaðirnir bjóða upp á og eru að sögn þeirra
„heimsfrægir". íslenzkum skemmtikröftum er Ijóst, að sam-
keppnin er hörð, ekki aðeins við útlenda, sem hafa á sér nokk-
urt nýjabrum, heldur og milli innfæddra listamanna, sem vaxa
nú að hæfileikum ár frá ári.
RJÚPNAVEIÐIN hófst í ár enn óhugnanlegar en undanfarin ár
en,þ.á hafa þeirAls§m.viJtet,hafa venjulega fundizt efiir.nokkra
leit og mikil útgjöld og dugnað hinna mörgu hjálparsveita.
Skátar hafa nú staðið fyrir námskeiði í meðferð áttavita, lestri
landabréfa og ýmsum öðrum þarfindum fyrir þá, sem ganga
á fjöll að vetrarlagi þegar misjafnra veðra er von. Rjúpna-
skytturhafa undanfarin árvaldið hjálparsveitum auknum höfuð
verk, enda hafa slag í slag verið gerðir út leiðangrar til að
hirða þá upp ráðvillta og illa á sig komna á heiðum uppi.
Neyðarskot, sem vel eru sjáanleg I mikilli fjarlægð, fást í ölI-
um sportbúðum, sem selja byssur og skot, en sannleikurinn
er sá, að flestir skotmenn láta þessi skot lönd og leið. Það er
kominn tími til aðskylda þessar skyttur til að hafa svona skot,
en sekta þá grimmilega, sem flækjast á fjöll og álpast villur
vega í óforsjálni og kæruleysi. Voðaskot og slys geta hent
alla, en kæruleysi er sálfskaparvíti, sem engum má um kenna
nema skotmanni sjálfum eru refsiverð.
ÍSLENZ YFIRVÖLD eru ennþá að semja við náttúruna, ef
marka á þær fáránlegu greinar, sem birzt hafa um mengun
og ráðum við henni svo ekki sé talað um þá bjartsýni, sem ríkir
hjá mönnum um að ísland sleppi við mengun, er skapast ytra.
Það þarf ekki að leita lengra en í verksmiðjureykinn og mistrið
svokallaða, sem hingað berst frá meginlandinu stundum og
skyggir á sól. Alveg eins verður með sjávarmengunina; hún
ratar sko i landhelgi okkar eins og annar óþverri og þýða ekki
annað en alþjóðaráðstafanir til að sporna við þessari voða-
hættu. Yfirlýsingar manna, eins og Styrmis litla stubbs eru
þess vegna því hættulegri þessum málum, sem blöð þau, sem
þeir skrifa í eru útbreiddari og víðlesnari. Mengun er það al-
þjóðavandamál, sem er öllu hættulegra en kjarnorkuhættan,
þó hún sé ekki góð.
KVIKMYNDUN einstaklinga fer nú mjög í vöxt hér á landi
enda fást nú hinar prýðilegustu kvikmyndavélar, sem eru
handhægar ólærðum mönnum til myndatöku. Það er furðu-
legt, að stærstu umboðin t.d. Agfa og Kodak skuli ekki splæsa
saman filmur, þótt þess sé óskað og auðvelt er að fá gert
ytra. Flestar filmur eru ekki nema 2—3 mínútur og flestir
óska eftir, að fleiri en ein filma sé límd saman svo hægt sé
að sýna í einu t.d. 20 mínútna mynd, hvort heldur um skyld
efni eða frá hinu og þessu. Þessi umboð hafa bæði mikla sölu
en þau hafa ekki enn sýnt nokkra viðleitni til að veita svona
sjálfsagða þjónustu og er það báðum til helzti lítils sóma.
Þó þau selji idiótatæki, þá er ekki þar með sagt að allir idiót-
arnir kunni að splæsa saman kvikmyndaafrek sín.
Kynferðisfræðsla
í Hafnarbíói
Stalín — Trotsky —
Ólafur Ragnar og
bankavaldið —
„Sjón er sögu ríkari“ gæti
veriö orötak myndarinnar
„Táknmál ástarinnar11 sem
Hafnarbíó sýnir um þessar
mundir, við metaðsókn. Og
eins og ofangreindur máls-
háttur gefur í skjm, þá er
hér um kynfræðslumynd aö
ræöa, sem sýnir viðhrögð
beggja kynjanna undir
þeim alg'engu kringumstæð-
um, sem venjulega eru
nefndar samfarir og eru,
samkvæmt vísindalegum
upplýsingum, næsta tíð-
ar í samskiptum manns og
konu.
Raunverulega sýnir
myndin fremur lítið, sem
venjulegur maður og kona,
hafa þegar ekki vitað, ef
ekki af reynslu, þá afspurn.
Sjálfsfróun einstaklinga,'
karla eða kvenna, lærir
mannfólkið snemma ævinn-
innar af eðlisávísun, eða
munn af munni, og vísind-
in hafa þegar fullyrt að
allt slíkt sé eðlilegt og sjálf-
sagt, án minnstu afleiðinga,
sem hættulegar mættu telj-
ast. Þá eru og sýndir hinir
ýmsu ástarleikir karls og
konu, jafnvel kynvilla, sem
hugmynd, forleikur að sam-
förum, afbrigði, sem kölluö
eru, í ástarleikjum, kyn-
færin sjálf grandskoðuð og
svo má lengi telja. Milli
kynferöissýninga ræöa
læknar við hjón,- allt sér-
menntað fólk í þessu máli,
gefa skýringar og benda á
ýms algeng, en engu síður
alvarleg misferli, ma. feimni
leti, uppburðaleysi, nátt-
úruleysi og annaö þvílíkt,
sem eflaust hrjáir sum
hjónabönd. Myndin slær
niöur þá algengu hugmynd
manna, að stærð kynfæra
karlsins hafi nokkur áhrif
á það, hvort konan geti not-
ið hans í samförum. Þetta
er alltaf nýr sannleikur og
því er enn haldið fram, að
stasrðin geri ,,útslagið“ um
hæfileika mannsins til ásta,
Negrar hafa mestan þátt
átt í þessari kenningu, en
það er löngu sannaö, að í
fyrsta lagi hafa þeir ekki
almennt stærri kynfæri en
aðrir kynflokkar, og svo,
að þeir eru almennt álitnir
lélegri, einskonar kanínur 1
þessum efnum. Hinar ýmsu
aðferðir til að æsa fýsnir
kynjanna eru og teknar til
meðferðar, karlmenn í að-
skornum buxum, sem sýna
hreðjar þeirra sem gleggst.
konur með útblásin og ó-
eðlileg brjóst, stuttklæddar
o.s.frv., allt algengt ráð
beggja kynja til að sýna
hæfileika sína og ástatæki.
Myndin víkur í lokin inn
á aðferðir til getnaöarvarna,
og læknir sýslar um kyn-
færi konu af persónulausri
Framhald á 2. síðu.
Þá var mynd af valda-
baráttu þeirra Stalíns og
Trotzkýs skemmtileg lýsing
á hversu fer þegar slíkir
menn vegast vopnum
Myndin var liltölulega hlut-
laus, sýndi að Trotzký var
síður en svo betri maður en
fjöldamorðinginn Stalín,
sem lofsungin var hér í
Þjóðviljanum um áratugi
unz Krúsi varpaði minn-
ingu hans í yztu myrkur,
sverti hann og lýsti glæpum
hans eins og bezt var á kos-
ið, jafnvel svo, að hræ Stal-
íns var tekiö úr grafhvelf-
Framhald á 2. síðu.
íslenzkar stúlkur
Framhald af 1. síðu.
stelpur sem lært hafa listina
að smygla svona eitri eigi auð-
velt með að leika á íslenzkt
eftirlit, sem hvorki hefur þekk-
ingu né reynslu til mótleiks.
Það er vissulega tími til
kominn, að íslenzk yfirvöld
rannsaki allan hag þeirra ung-
linga, sem sitja í Kaupmanna-
höfn, sagðir í vinnu, og svo
þau fyrirbæri öll, sem ráða þá
þangað. Auðvitað er ekkert
við að gera þó fólk á ÍÖgaTcírl
velji sér iðju, en þegar ólög-
ráða unglingar eru komnir í
gagnið ytra, kemur það öllum
almenningi við.
Veröld Vinstrimennsku — 9. tilræði: „Peningarnir eru afl
LYÐRÆÐIÐ GEGN LÍFINU. þeirra hluta sem gera skal."
í NÁÐARFAÐMI
„VELFERÐARSNNAR
Grýttir vegir — Dýrir leiðsögumenn — Hluverk atkvæðisins
— Enginn man eftir Alexis Carrel — Stríðið gegn náttúru-
lögmálunum — Lærdómsríkt Tímatal — Dauði ruslfiskurinn.
„Helzta orsökin til þess, að
Franska byltingin varð frels
inu svo skaðvænleg, var
jafnræðiskenning hennar.
Frelsi var kjörorð millistétt-
arinnar, jafnræði var kjör-
orð undirstéttarinnar.“
— Lord Acton (John E. E. Dal-
berg) (1834—1902), enskur
stjórnmálamaður og rithöfund-
ur:
„THE HISTORY OF FREE-
. DOM AND OTHER ESSAYS",
(Macmillan & Co. Ltd., London
1922), bls. 88.
LEIT ÁN ÁTTAVITA
Þráin eftir lífshamingjij, og leit-
in að henni, er sérhverri lífveru
ásköpuð og því eðlileg. Þessi eilífa
þrá, þessi ævarandi leit, hefir að
líkindum ekki verið snarari eðlis-
þáttur og óskilyrtari örlagadóxnur í
Iífskennd neinnar lífverutegundar
heldur en manneskjtinnar. Ástæð-
urnar eru vitaskuld fyrst og fremst,
að manneskjan er eina Iífveran, sem
um er vitað með vissu að gædd er
hæfileikanum til þess að hugsa, og
hefir þess vegna frá náttúrunnar
hendi skilyrði til þess að gera sér
grein fyrir, hvað lífshamingja er,
og marka sér leið að settu rniði.
Þótt þessi skilyrði séu fyrir hendi,
þó að flestir eigi ekki, eða telji sig
ekki eiga, alltof erfitt með að vera
sáttir við sjálfa sig, og aðra í meg-
indráttum, en það fer þó mjög
eftir stað og stund og stöðu, um
það, hvert inntak hamingjunnar sé
og hvernig þeir kysu að njóta henn-
ar, er langur vegur þar frá, að þær
hugmyndir fengju eða fái alltaf
staðizt í reynd. Auk þess hafa menn
alltaf verið í vafa um leiðir að
hinu langþráða og oftast fjarlæga
takmarki, og'enn miklu fremur
hafa skoðanir í þessum efnum ein-
lægt verið nálega jafnmargar og
sundurleitar eins og einstaklingarn-
ir sjálfir innbyrðis.
Alkunna er frásögnin um mann-
eskjurnar, sem átu forboðna ávöxt-
inn, og voru fyrir bragðið gerðar
brottrækar úr Paradíös. Sú dæmisaga
er eldgömul og segir í djúpauðgri
vizku og spásagnarlegri glögg-
skyggni sögu mannkynsins frá upp-
hafi og cinnig e. t. v. til enda:
Framhald á 7. síðu.