Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.11.1970, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 02.11.1970, Blaðsíða 5
Mánudagur 2. nóvember 1970 Mánudagsblaðið 5 Opið bréf til Agnars Bogasonar Hr. ritstjóri, Agnar Bogason c/o Mánudagsblaðið. Ég sendi yður hér smápistil, sem upphaflega átti að vera lesendabréf, og má notast sem slíkux, ef dálkurinn er nógu langur, en hélzt vildi ég, að það kœmi sem sjálf- stœð grein, og þá undir fyrirsögninni: OPID BRÉF TIL AGNARS BOGASONAR. Eins og þér munuð sjá á bréf- inu eru mvið langt því frá sammála um pólitík og álit mitt á skrifum yðar um hana í lágmarki. Ég vona þó, aö það standi ekki í vegi fyrir birtingu bréfsins, — það vœri jú ekki lýðræði, eða hvað? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Haukur Már Haraldsson. Reykjavík, 26. okt. 1970. Ég veit ekki hvar þér hafið dvalizt undanfarin ár, en það hlýtur að hafa ver- ið langt utan okkar sólkerf- is, ef dæma má eftir ótrú- legri fávizku yðar um heimsmál almennt og van- hugsuðum dólgsyrðum um þau ríki og einstaklinga, sem ekki biðja Nixon forseta eða Agnar Bogason leyfis í hvert sinn, sem þau láta skoðun sína í ljós. Nú síð- ast kom þetta berlega í ljós í svari yðar við bréfi frá ,,Jonu“ í 41. tbl. blaðs yðar þetta ár. Þar segið þér m.a. að dýrðaróðurinn um græn- húfumorðsveitina hafi ver- ið „gerð löngu áður en at- burðimir voðalegu gerðust í Víet Nam“. Ég átti dálítið erfitt með að kingja þess- um stóra bita; hvernig var haagt að- gera kvikmynd um atburði, áður en þeir ger- ast. „Þessir voðalegu at- buröir“ -hófust þegar Banda- ríkjamenn neituðu að und- irrita samþykkt Genfarráð- stefnunnar um Víetnam 1954 og komu síðan með herafli sínu í veg fyrir að unnt væri að framkvæma þann lið sáttmálans, sem kvað á um þjóðaratkvæða- greiðslu um sameiningu landsins. Hvaða ástæðu Bandaríkin höfðu til slíks, má ráða af ummælum Eis- enhowers fyrrv. forseta í æviminningum sínum: „Ég hef aldrei rekizt á nokkum marm, kunnan vandamál- um Indó-Kína, sem ekki hefur hallazt að þeirri skoð- un, að 80% þjóðarinnar kynnu að hafa kosið Ho Chi Minh . . . “ Þessa þjóðar- atkvæðagreiðslu höfðu Bandaríkjamenn þó fallizt á á Genfarráðstefnunni og hétu að virða það ákvæði sáttmálans, sem og öll önn- ur atriði hans, þótt þeir neituðu að skrifa undir, aö undirlagi John Forsters Dulles, sem reyndi hvað hann gat að grafa undan þessari friðarráðstefnu meö undirferli og neikvæðri af- stöðu. Ég þykist vita, aö með „voðalegum atburðum“ eig- ið þér við múgmorðin í My Lay. Það er þýðingarlaust að einblína á þann atburð og ætla sér að einangra hann frá öðrum stríðsat- höfnum Bandaríkjamanna og leppherja þeirra í Víet- nam. Þetta var ekkert eins- dæmi. Öll afskipti Banda- ríkjamanna af málefnum Víetnam hafa einkennzt af ofbeldishneigð. Frá því að Kennedy forseti tók þá á- kvörðun að auka „þessa voðalegu atburði“ í Víet- nam, hafa víetnamskir bændur, konur þeirra og börn verið notuð sem til- raunadýr fyrir háþróuðustu drápstækjaframleiðslu sem um getur í sögu mannkyns. Þorp hafa verið brennd til ösku með bensínhlaupi, ökr- um eytt með eiturefnum, vatnsból eyðilögð og skóg- ar brenndir. Hroðalegar lýsingar á þessari iðju er að finna í bók eftir bandaríska lögfræðinginn Mark Lane, þar sem hann á viðtöl við bandarískar stríðshetjur, komnar heim úr frumskóg- um Víetnam. Bók þessi er komin út í norskri þýðingu, undir heitinu „Ikke bare Song My“ (Ekki aðeins Song My). Og Mark Lane verður seint sakaður um kommúnistakjaftæði. (Ég skal með ánægju senda yð- ur stuttan kafla, sem ég hef þýtt úr þessari bók, ef þér kærið yður um.) Barátta Bandaríkja- manna og fylgifiska þeirra í Víetnam er hagsmuna- pólitík — baráttan stendur um það, hvort auðæfi þau, sem fólgin eru í jörð og of- an hennar í Víetnam eigi að tilheyra landsmönnum og notast í þeirra þágu, eða hvort það eiga aö vera bandarískir auðhringir, sem njóta þeirra. Víetnam er auðugt af landsgæöum — kakó, gúmí, sykurreyr, auk málma og annarra lands- gæða. Því hefur veriö lýst yfir af háttsettum manni í bandarísku utanríkisþjón- ustunni, að „það væri fá- vizka, ef Bandaríkin létu þessi auðæfi ganga sér úr greipum.“ Það er því sama baráttan sem Bandaríkin heyja í Ví- etnam og þau hafa þreytt 1 rómönsku Ameríku. Bar- átta fyrir aðstöðu amerískra einokunarauðhringa, sem aflað skal, hvaö sem kosta viU, og meö slíkum efna- hagslegum afarkostum að efnahagsleg, atvinnuleg og menningarleg örbirgð er landlæg í hverju einasta landi Suður-Ameríku, sem bandarískir auðhringir hafa náð tangarhaldi á. Nægir í þvi efni að benda á lönd eins og Bólivíu, Kólumbíu og Chile. í rómönsku Am- eríku hafa Bandaríkin beitt fyrir sig gervistofnun, sem nefnd er því kátbroslega nafni „Framfarabandalag- ið“ og er þaö hráglettin kímni örlaganna, að einmitt sú stofnun hefur staðið í vegi fyrir hvers kyns fram- förum í Suður-Ameríku, ef þær hafa skert á einhvern hátt pyngju Sáms frænda. Þannig hefur umbótasinn- uðum ríkisstjórnum verið steypt umvörpum af stóli, að undirlagi CIA — leyni- þjónustu Bandaríkjanna — undir því yfirskini, aö þar hafi veriö um kommúnista- stjórnir að ræða. Sú afsök- un er talin réttlæta allt of- beldi — hvort sem er í As- íu, Ameríku eða Evrópu (Grikkland). Hvað viðvíkur ummælum yðar um Víetnamhreyfing- una þætti mér vænt um að þér fynduð þeim orðum stað, „að Víetnamhreyf- ingin . . . er ein ómerkileg- asta og svikulasta hreyfing sem hér er starfandi og flestir forkólfamir á laim- um rússneskra, og gildir þar einu hvort átt er við Þjóð- viljann eða þann skríl, sem blaðið lofar fyrir framtak- ið.“ Þetta eru stór orð og ég ráðlegg yður að sanna þau í blaöi yðar, en biðjast af- sökunar á notkun þeirra, ef þér getið það ekki, eða verða minni maður ella (lít- ið getur minnkað). Yður virðist fyrirmunað að skilja að fólk hafi ógeð á ofbeldi af friðarþrá, en ekki vegna stjómmálaskoð- ana. Það er a.m.k. furðuleg afstaöa, að kalla þá, sem mótmæla styrjöldum og yf- irgangi stórþjóða við smá- þjóðir, rennusteinslýð, lubbamenni, skríl og öðrum þaðan af verri svívirðingar- nöfnum. Þessi afstaða til þeirra, sem þora að láta skoðanir sínar í ljós hvenær sem er og undir hvaða kringumstæðum sem verk- ast vill, minnir óneitanlega á vangefin gölusstrák, sem hellir í öfund sinni svívirð- ingum og fúkyrðum yfir sér meiri menn. Að lokum langar mig að gefnu öðm tilefni, til að benda yður á þá staðreynd, að þótt Svíþjóö sé hlutlaust land og standi utan við hernaðarbandalagið NATO, þýðir þaö ekki, að Svíar megi ekki mynda sér skoð- Framhald á 6. síðu. hóte1 borg Á föstudags og sunnudagskvöldum bjóðum vér gestum vorum að taka þátt í glensi og gríni, söng dansi og njóta »kvöldgledi fyrir alla« Borðpantanir í síma 11440. —- Munið hinn glæsilega matseðil. AT- HUGIÐ AÐ PANTA BORÐ I TÍMA. DANS Dansmeyjarnar Fríða Svana, Hólmfríður og Rúna Maja sýna nýstárlega dansa, GO-GO-dans og Flakkaradans. DANSAÐ TIL KL. 2 JÖRUNDUR hinn þekkti grínisti flytur alls konar gam- anmál og skemmti- þætti.. FIÐRILDI söngtrió, sem nýlega vakti mikla athygli í sjónvarpinu. hótél borg

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.