Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Blaðsíða 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 20. september 1971
ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS
Sagan af Axlar-Birni og Sveini skotta
(Framhald).
Þó miklar dylgjur væru um fram
ferði Bjarnar, þorði enginn að
kveða upp úr með það fyrir ríki
Guðmundar Ormssonar, en þó fór
vinátta þeirra Bjarnar heldur að
kólna um þessar mundir, og eru
ekki orsakir tilgreindar, nema ef
vera skyldi sú, að einu sinni reið
Guðmundur að heiman til Garða í
Staðarsveit og hafði tvo hesta til
reiðar. Seint um kvöldið kom hann
við í Oxl heim í leið og bað gefa
sér að drekka. Björn bauð honum
inn; en það þáði Guðmundur ekki.
Kom þá kona Bjarnar út með
blöndukönnu og réttir Guðmundi
á hestbak. En þegar hann ætlar að
fara að drekka, kemur Björn út i
stórri úlpu; sér Guðmundur, að
skaftendi stendur niður undan úlp-
unni; fleygir hann þá blöndukönn-
unni og ríður af stað. í því bregður
Björn öxinni undan úlpunni og
heggur til Guðmundar, en missti
hans og særir hestinn miklu sári,
svo Guðmundur komst ekki heim
á honum og tók þá hinn ósára.
Daginn eftir fór kona Bjarnar út
að Knerri og bað Guðmund fyrir-
gefningar á tilræði þessu. Guð-
mundur hét henni góðu um það,
en sagði, að upp mundi komast
ódæði Bjarnar, þótt hann þegði.
Miðvikudaginn í páskaviku sama
árið komu systkinin tvö að Oxl;
hlákuveður var og orðið framorð-
‘ið; beiddust þau gistingar, og var
það fúslega veitt. Voru dregin af
þeim vosklæði og fengin önnur föt
þurr. Síðan var þeim borinn matur.
Kerling sat þar í baðstofunni og
svæfði barn; sagt er, að hún hafi
viljað vara systkinin við hættu
þeirri, sem yfir þeim vofði, og
raulaði fyrir munni sér gamla vísu
í hvert sinn, sem kona Bjarnar fór
fram. Vísan er svo og þó höfð á
ýmsa leið:
„Gisti enginn hjá Gunnbirni,
sem klæðin hefijr góð;
ekur hann þeim í ígultjörn;*
rennur blóð
eftir slóð,
og dilla eg þér, jóð.”
Eða svo:
„Gisti sá enginn hjá Gunnbirm,
sem góð hefur klæði,
og dillidó;
svíkur hann sína gestina
sem úlfurinn sauðina,
og korriró."
Þegar þau systkin voru búin að
borða, fór stúlkan**) fram. En litlu
*) Á líklega. að verða „lglutjörn",
sem kvað vera skammt jrá Oxl.
**) Eftir. munnmcelum, sem gengu
í. Húnavatnssýslu um 1830, er sag-
an svo, að Björn hafi myrt piltinn,
en stúlkan komizt undan í fjós-
rangalann og falið sig þar um
stund upp á skammbita, meðan
Björn kannaði rangalann og pjakk-
aði með broddstaf um allt rang-
alarcefið. Fékk hún af því tvo eða
þrjá stingi í útlimina, en hafði áð-
ur troðið upp í sig hálsklút sínum,
svo að Björn heyrði hana hvorki
draga andann né hljóða, þó hún
síðar heyrði bróðir hennar hljóð,
og varð honum bilt við. Hleypur
hann þá út og inn í fjárhús. Björn
kom þegar á eftir; hleypur piltur-
inn þá upp í garðann, og þaðan
inr. í heytóft, sem var áföst við
húsið, og komst þar út, því torfið
var þítt. Björn kom enn á hæla
honum, en missti sjónar á honum
í myrkrinu; komst svo pilturinn í
hraunið og faldist í gjóm skammt
frá bænum, meðan Björn leitaoi.
Síðan fór pilturinn úr gjótunni og
komst um nóttina ofan að Hraun-
löndum. Bóndinn á Hraunlöndum
fylgdi honum út að Hellnum til
kenndi sársaukans. Þegar hann
fann hana ekki í rangalanum, fór
hann í bæinn eftir Ijósi; en hún
hljóp á meðan inn í fjósið og þar
út. En í því hún var að láta aftur
fjósið, sá hún, að Ijós var borið í
innri enda rangalans. Hún fleygöi
þá aftur fjóshurðinni og hljóp beint
af augum sem fœtur toguðu og
Björn á eftir. Stefndi hún niður til
tjarnar einnar (lglutjörn), sem þar
var ncerri, og af því frosið hafði um
kvöldið, frá því þau systkin komu
að Oxl, svo hundtyllingur var orð-
inn aðeins á tjörninni, hljóp stúlk-
an í dauðans ofboði út á hana, eins
og beinast horfði við, og varð með
því móti fljótari en Björn og gai
komizt í hraunið. En Björn varð
að. krcckja í kringum tjörnina og
missti við það sjónar á stúlkunni.
Var það talín mildi guðs, að hún
komst Mfs yfir tjörnina. nýskxnda
pg gat forðað $ér til að koiná.upp.
ódáðum Bjarnar. , ■ -
Ingimundar hreppstjóra í Brekku-
bæ, sem bæði var ríkur maður og
harðfengur.
A páskadaginn snemma tekur
Ingimundur tvo karska menn með
sér og ríður heim að Knerri. Fátt
var með þeim Guðmundi á Knerri
og honum; hafði Guðmundur, þó
ríkur væri og harðfengur, orðið
undir bæði í átökum og viðskint-
um við Ingimund. Þenna páskadag
skein sól í heiði, og stóðu menn
úti í góða veðrinu; þar var og kom-
inn Björn frá Öxl, og er mælt hann
hafi sagt við þá„ sem næstir stóðu;
„Nú eru sólarlitlir dagar, bræður.”*
Brátt gengur Ingimundur að Birni
og spyr, hvaðan honum komi
hetta**) sú, sem hann hafði á
höfði, hneppir síðan frá honum
.hempunni, sem hann var í yzt fata,
og spyr, hvaðan hann hafi fengið
silfurhneppta peysu og bol, sem
Björn hafði. Björn segir, að slíkar
spurningar séu heldur kynlegar og
muni hann engu þar til anza. Ingi-
mundur sagðist og ekki þess við
þurfa, kallaði á fylgdarmenn sína
Framhald á 7. síðu.
* Allar aðrar sagnir, sem ég hef
heyrt, hafa „piltar", en ekki „brceð-
ur."
** Fyrir norðan var sagt, að Björn
hefði haft hatt á höfði við Knarr-
arkirkju í þetta sinn og að stúlkan,
sem slapp áður úr höndum Bjarnar,
hafi fyrst gengið að honum og
sagt: „Of fallega skartar hatturinn
hans bróður rníns á hausnum á þór
í dag, bölvaður fanturinn," og hafi
aðrjr komið til og tekið Björn.
Einnar mínútu getraun:
Hve slyngur
rannsóknarí ertu?
Fa/skt sönnunargagn
Prófesor Fordney var í sérlega góðu skapi.
„Ég hefi oft tekið eftir því“ sagði hann gestum
sínum er hann hafði boðið til kvöldverðar, „hve erfitt
það er, að gefa fjarvistarskýringu án þess að nokkur
sé með í spilinu, eða jafnvel nota falskt sönnunar-
gagn“. Hann kveikti sér í vindli og hélt áfram:
„Mig grunaði sízt af öllu Werner, þegar ég rakst á
hann á Michigan Avenue, daginn eftir að vinur hans
hafði fundizt myrtur. Þegar ég spurði hann, ósköp sak-
leysislega hvar hann hefði verið milli fjögur og sex
daginn áður, þá skýrði hann frá eftirfarandi":
„Það var svo dásamlegur dagur, að um tvö-leytið
þá fór ég í smá siglingartúr. Þegar ég var um það bil
átta mílur út á vatninu — um klukkan 5.30 — þá lygndi
hann algjörlega. Það var ekki einu sinni smá kul. Með-
an mig var að reka, þá mundi ég eftir alþjóða-neyðar-
merkinu, sem er að flaggi er flogið á hvolfi, svo ég
flaggaði minu flaggi á mastrinu og beið í algjörlega
kyrrum sjó.
Stuttu eftir klukkan sex, þá kom fraktskipið Luella,
og ég fór um borð eftir að hafa bundið skútuna mína
við skipið. Skipstjórinn sagðist hafa séð neyðarflagg-
ið mitt í um það bil þriggja mílna fjarlægð. Hann setti
mig í land við Harvey-bryggjuna, og maður, sem var
að aka þar ók mér í. borgina. Þú getur ímyndað þér
undrun mína þegar ég las það í blöðunum í morgun,
að Luella hefði farizt í óveðrinu í gærkvöldi og öll á-
höfnin drukknað".
Prófessorinn dreypti á víninu sínu og hélt áfram:
„Þó að Luella hefði farizt og öll áhöfnin drukknað,
þá tók ég Werner þegar i stað fastan til frekari yfir-
heyrzlu. Ég vissi að sakleysistilraun hans var fölsuð."
Hversvegna? Svar á 6. síðu.