Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Blaðsíða 8
úr GINU «
ÍANNAD
G-lögregla á þjóðvegum — Appelsínusafi á 70 kall — ,Sögu-
!egar“ fréttaskýringar — Samverji — Sumarbústaðir úreltir?
REIÐUR SKRIFAR:
„S.l. laugardag, um klukkan tvö átti ég leið um Hvalfjörð.
Talsverð umferð var í góða veðrinu, enda víst margir að
skreppa í sumarbústaði sína. í grófinni við Brúarland var stór
þungur vörubíll, sem ekkert komst úr sporunum, en um 20
bílar á eftir. Þriðji bíll frá vörubílnum var lögreglubíll, G-númer
— og í honum tveir lögregluþjónar. Alla leiðina að Korpúlfs-
stöðum hélt vörubíllinn röðinni fyrir aftan sig og ekki gerðu
lögregluþjónarnir minnstu tilraun að fara framúr og láta hann
hleypa hópnum fram hjá. Ég skaut mér framúr hérna megin
við Korpúlfsstaði, en sá í speglinum, að bílatrossan var enn
föst bak við vörubílinn og lögreglugreyin alsæl í hópnum.
Svo er talað um umferðarmenningu og lærða lögreglu'þjóna.
Þvílík smán, eða er ekkert eftirlit með fávísri vegalögregl-
unni?“
EF HÓTEL SAGA græðir ekki á neinu, eins og hótelmenn oft
kvarta yfir, þá er víst að ekki tapar veitingahúsið á appelsínu-
safanum. Eitt meðalstórt glas af appelsínusafa kostar litlar
kr. 70,00. Þetta er ekki hreinn safi, kreistur úr nýjum ávöxtum.
Onei, þetta er úr glerjum, kostar um kr. 100 hver flaska, en
úr henni má vinna ein tíu glös, því lítill safi (concentreraður)
er blandaður vatni. Hjón gáfu dóttur sinni svona glas með
morgunverði, fengu nótu og varðveittu, sendu blaðinu, sem
bar málið undir þjóna. Það yrði saga úti í heimi ef gervi-safi
eitt glas, kostaði næstum heilan dollar, jafnvel þótt dollara-
veldið sé minnkandi. En svona verzlunarhættir gera það eitt
að verkum, að menn óska eftir ströngu verðlagseftirliti.
f?A0 ER ekkert eins gaman og þegar blöðin reyna að gefa
lesendum sínum einskonar „inside dope“ í sambandi við dag-
legar fréttir. Þó er fátt öllu gleggra fyrir augum hins almenna
lesanda en þegar skýringar og sögulegar staðreyndir eru
látnar fylgja nútíma fréttum. Það var þess vegna ekki ónýtt
þegar skýrt var frá bankaráni í London, en lögreglan heyrði
..útsendingu" ræningjanna af ráninu, þegar Morgunblaðið gat
þess sérstaklega og t.d. Tíminn einnig, að þetta rán hefði
verið framið í Baker Street, skammt frá herbergjum Sherlock
Holmes, hins kunna rannsóknara í Doyle-sögunum. Það er
einmitt svona nákvæmni og haldgóð fréttaskýring, sem bætir
allar fréttir og gerir þær meira lifandi fyrir lesendur.
•------------------------
EKKI BER á því, að hann Margeir litli J. Magnússon sé I nokkr-
um vandræðum, því enn auglýsir hann hjálpsemi sína í garð
þeirra, sem eiga í stundarvandræðum. Þeir eru nú ekki orðnir
margir, sem leika hlutverk hins góða Samverja hér á íslandi
og gott að vita til þess, að ennþá er að finna einn og einn,
sem ekki hugsa einungis um veraldlegu auðævin, en hjálpa
og hugga gegn óverulegri umbun hérna megin en eiga inni
stórar upphæðir á himnum uppi.
SfÐAN HJÓLHÝSI og allskyns „vagntjöld" búin nýtízku þæg-
indum og bæði stór og rúmgóð komu almennt til sögunnar
er mjög farið að draga úr áhuga manna í að eignast sumar-
hústaði. Bæði hjólhýsin og vagnarnir eru mjög hentug til að
fara með í sumarleyfin og auðvelt að elta sólina, en þurfa
ekki að kúrast á sama stað hvernig sem viðrar. Sólin í sumar,
segja okkur fasteignasalar, er eina ástæðan til þess, að ekki
er taumláust framboð á sumarbústöðum, þar sem fólk gerir
sér Ijóst, að eigendur sumarhúsanna fara oft á mis við sól
nær allt sumarið vegna bústaðanna. Þá hafa ferðir til sólar-
landa dregið mjög úr þörfinni fyrir slík hús.
SAUNA-BÖÐ
ÞANNiG GERiR SVITINÞ
YÐUR HEILSUHRAUSTA
Sánabað stendur yfir í
um það bil hálftíma, og fer
jafnan fram eftir vissri „dag
skrá“.
— Fyrst svitunartími: 10
til 15 mínútur. Maður byrjar
á því að leggjast á neðsta
bekkinn og bíður þar þang-
að til maður fer að svitna.
Síðan burstar maður líkam-
ann, eða ber hann með hris
vendi (það er jafnan gert í
finnskum baðstofum). Þetta
nudd eykur blóðrásina og
dregur úr áreynslu hjartans.
— Stuttur þvottur úr
köldu vatni. Nauðsynlegt ei
að byrja neðst á líkamanum
og halda síðan upp: þvo
fyrst hægri fót, síðan vinstri
fót, hægri handlegg, vinstri
handlegg, hnakka og bak,
kvið bringu og andlit. Menn
geta notað vatnsslöngu, en
ættu að forðast sturtubað
að ofan.
— Annar svitunartínii.
Maður setzt á miðbekkinn
og síðan á efsta bekkinn og
situr þar í átta til tíu mín-
útur.
— Að lokum venjulegur
þvottur úr köldu vatni.
— Nudd og síðan hvild í
a.m.k. hálftíma.
EFTIR
Dr. SIEGFRIED
GASSLER
Þegar minnst er á sána-bað skipt
ast menn gjarna í tvo hópa: þeir,
sem stunda slíkt gufubað, lofa það
hástöfum, en hinum rennur kalt
vatn milli skinns og hörunds. Þeir
sjá fyrir sér sjóðheita gufustróka,
sem hindra þá í að anda, og hlaup
út í ískalda vök, sem stöðvar hjart-
sláttinn næstum því.
Andstæðingar sána-baða, sem
eru reyndar oft.hræddir vegna þess
eins að þeir liafa aldrei ’reynt’ það
sjálfir, hafa ekki alveg rangt fyrir
sér. Áður en ég ráðlegg sjúkling-
um mínum að stunda sánu, rann-
saka ég nefnilega fyrst mjög vand-
lega blóðrás þeirra. Það er mjög
mikil áreynsla fyrir allan líkamann
að svitna í heitu lofti, og sá sem
er haldinn sjúkdómi eða hefur
hæga blóðrás ætti ekki að gera þaö.
Þegar Walter Peters, skattheimtu
maður um fertugt, kom til mín,
hikaði ég þó ekki. Hann kom dag
einn til mín í heimsóknartímanum
og kvartaði undan giktarverkjum.
Áður en ég gæfi honum lyf, vildi
ég þó gefa náttúrunni eitt tæki-
færi enn til að ráða fram úr sínum
eigin vandamálum. Eg spurði því
Petérs: „Hafið þér nokkurn tíma
reynt sánu?" Hann neitaði því. Eg
rannsakaði lrann vandlega, lét liann
gera nokkrar hnébeygjur, lilustaði
um leið á hjartslátt hans, og komst
að þeirri niðurstöðu að sánabað
myndi vera bezta lækningin fyrir
hann.
Menn uppgötvuðu kosti guíu-
baðs fyrir löngu. Meðal Rómverja
voru gufubaðstofur garðar heil-
brigðisins og auk þess eins konar
félagsmiðstöð, þar sem menn komu
saman. í Jiverri borg voru fjölmörg
baðhús, oft með miklum íburði.
Norðurlandabúar og Rússar hafa
þekkt heilsusamleg áhrif gufubaðs
í margar aldir.
Sánabað örfar ekki aðeins svita-
myndunina mjög, heldur hefur
einnig áhrif á efnaskiptingu og
blóðrás. Blóðið streymir fram í húð
ina. um vefina undir húðinni og
um vöðvana. Með svitanum losar
líkaminn sig við alls kyns eiturefni
Framlhald á 3. síðu.
Steingrímúr'. Sigurðsson.
SÝNING
STBINGRÍMS
Nú hefur málverkasýning
Steingríms Sigurðssonar stað-
ið yfir í Casa Nova og s.l. mið
vikudag höfðu 60% myndanna
selzt, en á 8. hundrað manns
skoðað sýninguna.
Á sýningu Steingríms eru
alls 50 nýjar myndir sem skipt
ast í fjóra flokka: landslags-
motiv, andlitsmyndir, abstrakt
expressionmyndir og fanta-
síur.
Þetta er 10. einkasýning
listamansins innanlands síðan
í desember 1966, en sú fjórða
hér í Reykjavík. Er hér um að
ræða óvenju hressilega að-
sókn og ágæta sölu listaverka.
Sýningunni lýkur sunnudags-
kvöld 19. sept. kl. 11.30.