Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Blaðsíða 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 25. október 1971
Bl&é fyrir alla
Ritstjóri og ábyrgðarmaður. AGNAR BOGASON.
Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasimi: 13496.
Verð í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Hættan við menntunaræðið
Sú staðreynd er fyrir hendi, að nú þegar er mjög erfitt að
manna fiskiflota Islendinga. Eigendur nýrra báta eru uggandi
vegna þess, að ekki fást menn á skipin og jafnvel ekki þótt
ýms fríðindi séu í boði. I landi er saman ástandið. Svo er
komið að yfirborganir eru orðnar algengar og manneklu er
að finna í nær hverri atvinnugrein. Á Islandi ríkir nú enn einu
sinni klondæk-ástand og m.a. situr stjórnin í skjóli þeirra alls-
nægta, sem slíkt óeðli leiðir af sér.
Þrátt fyrir þetta eru uppi ýmsar ráðagerðir um feiknafram-
kvæmdir og nýungar. Auk allra framkvæmda á landi eru uppi
áætlanir um skipakaup, skuttogara, og ýmis önnur fiskiskip.
Rafvæðingin og nýting vatnsfalla er á næstu grösum í enn
stærri stíl, auk þess sem ríkið hefur á prjónunum allskyns
áætlanir í almennum framkvæmdum.
Allt er þetta gott og blessað. íslendingar geta allt og í vímu
peninga og manneklu á vinnumarkaðinum ræðst hið opin-
bera í fleiri og fleiri æfintýri án minnsta tillits til kostnaðar og
til þess hvort fyrir hendi er mannskapur til að inna af hendi
hin fjölmörgu störf, sem nauðsyn þykir að byrja á á næstu
mánuðum.
Það verður ekki lítið gaman að sjá hversu íslendingar verja
mannafla sínum. Nýlega gátu blöðin þess, að um 60 þúsund
íslendingar settust á skólabekk í haust. Þetta er hið sama og
ef í Bandaríkjunum settust 60 miljónir manna í skóla. Það
ætti að vera auðvelt fyrir menn að reikna út hverjir vinna verk-
in með því einfaldlega að reikna út hverjir er komnir yfir
starfsaldur, svo og hverjum hið opinbera bannar að vinna unz
þeir ná 16 ára aldri, svo og börn og óvitar allir. Það er stað-
reynd, að ekki einn þriðji íslendinga vinnur venjuleg störf í
þjóðfélaginu. Skólaæðið og menntunarsnobbið er orðið svo
gegndarlaust, að þjóðarhagur skaðast stórlega. Það er eins
og verið sé að ala upp einhvern hvítffibbalýð, einhverja bóka-
bésa, sem síðan hvorki mega né vilja dýfa hendinni í kalt
. .MdiaiyJtíUUij I j ” 1 ° ‘ ‘
vatn.
Spurningin er einfaldlega sú: Hve lengi halda spekingar
og leiðtogar þjóðarinnar, að þetta ástand geti varað? Halda
þeir virkilega, að með því einu að mennta allan lýðinn, þess-
ari líka miklu og gagnlegu menntun, sé öllum takmörkum náð?
Dæmin taka leiðtogarnir frá nágrönnum okkar og engin stað-
reynd, engin skýrsla getur sannfært þá um, að þessi lönd eru
að fara í rúst vegna allsnægtahugsjóna, sem ekki hafa stoð í
veruleikanum, hefur heltekið a.m.k. Svía og Dani. Þó er þess
að gæta, að það eina, sem bjargar Svíum enn, eru auðævi
landsins og Dönum er ekki samkvæmt alþjóðaskýrslum við
bjargandi.
íslendingar eiga aðeins auðug sjávarmið og þau geta sko
brugðizt. Síldin er sem betur fer ekki lengur eina úrræðið.
En annar fiskur getur lika brugðizt og geri hann það, þá er
upp á ekkert að hlaupa.
Beztu og farsælustu menn landsins hafa, að miklu leyti,
verið menn, sem ekki áttu langa skólavist að baki, en voru
menntaðir í öðrum og harðari skóla. Hvorki aflabrögð né
þurrkar spyrja að prófum, þótt menntun sé góð og full nauð-
syn að viss hluti landsmanna hafi menntun og þekkingu til
að bera. En menntun er ekki bundin aðeins við skóla og bæk-
ur. Hana er að fá annarsstaðar að og sú menntun svíkur ekki
fremur en bókvitið.
Sannleikurinn er sá, að við erum að kafna í menntunar-
þorsta, þorsta sem er aðeins byggður á því einu að sleppa
við líkamserfiði og hlotnast hið Ijúfa líf skrifstofunnar. Ríkið
gerir mikið til að mennta menn, en menntunarbrjálæðið, eins
og það er nú, getur orðið þjóðhættulegt ef ekki er gripið í
taumana og öfgunum sleppt.
HERRADEILD
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNI SAGT
\
Þá er hinn sístarfandi út-
lánamaður, Margeir J., enn
kominn undir mannahendur og
þykja það, að vonum lítil tíð-
indi, svo geypilega sem um
starfsemi hans hefur verið ritað
undanfarin ár. Víxlari þessi hef-
ur í nær tvo áratugi auglýst að
hann sé boðinn og búinn til þess
að aðstoða þá, sem við neyð
búa fyrir lítið gjald en hald-
góða tryggingu. Ýmsir hafa Ieit-
að til hans, miklu fleiri að sögn,
en vilja með góðu móti játa
þessa hlið viðskiptalífs síns.
Okur og lög um okur orka
jafnan tvímælis. Margir telja, að
það sé vart hægt að kalla lán
okur þegar lánþeginn tekur
peninga að láni í þeim tilgangi
einum að ná inn skyndigróða
— gera coup — fyrirvaralaust
og oft hagnast um hundruð þús-
unda fyrir það eitt, að geta í
skyndi lagt út stóra summu og
jafnframt gert reyfarakaup. Það
yrði t. d. varla hægt að telja
það okurlán, þótt Jón Jónsson
fái lánaðar 200 þúsund krónur
með okurvöxtum ef hann getur
með því að skyndikaupa ein-
hverja vöru eða lóð, hús eða
annað verðmæti, þénað marg-
falda upphæðina fyrirhafnar-
laust og síðan greitt útlánaran-
um 30—50% vexti. Hér er um
að rasða gagnkvæm viðskipti,
sem báðum aðilum hentar vel.
Um þessi mál, eins og að ofan
getur, má rífast og deila enda-
laust án þess að nokkur niður-
Staða fáist.
önnur hlið þessa máls er
með öðrum hætti. Hin
gamla „cliche“ að leggja
bann við að nota sér „neyð
annarra" er gerð með það
eitt fyrir augum, að vand-
ræði, fjárhagslegs eðlis,
verði ekki að féþúfu manns
eða manna, sem sjá sér leik
á borði og efnast af þess-
um vandræðum. Þetta er
hins vegar mjög algengt á
íslandi og sennifega hvergi
rekið eins opinskátt og ein-
mitt hér. Fyrir nokkrum ár-
um voru þessi viðskipti svo
ferleg, að upp komst stór-
mál, sem sýndi glöggt, að
margir vel-efnaðir kaup-
sýsiumenn og aðrir ein-
staklingar voru orðnir áneíj-
aðir okurlánum svo mjög,
að þeir bæði töpuðu æru
og eignum, heil fyrirtæki,
sem almenningur hélt að
stæðu í blóma, voru raun-
ar í kreppu og undir járn-
hæl miskunarlausra fjár-
plógsmanna, sem einskis
svifust svo lengi, sem
hækkaði í gullkistum þeirra.
Þá upphófust stórmál, rétt-
arhöld og kom jafnframt í
Ijós, að okurlánastarfsemi
var ekki einkarekstursform
skuggalegra manna í
skuggalegum viðskiptum,
heldur aðalstarf metinna,
lærðra manna í þjóðfélag-
inu, sem til þess tíma máttu
ekki vamm sitt vita, opin-
berlega, og höfðu á ytra
borði ímugust á öllu því,
sem lyktaði af óheiðarlegri
fjáröflun. Þessi helgislepju-
mynd fékk áfall stórt, er
þessi mál komu í dagsins
Ijós, og segja má, að síðan
hafi almenningur komizt að
Okur og Morg-
unblsðið — Hvar
eru takmörkin?
lýsingafé — Að
dæma aðra —
Gul pressa, sen-
sssjónpressa og
kánstsn að þjóna
báðum — Málið
sem átti að fara
leynt _ Hinn
mjói vegur—125
krónur per dálk-
sentmetra —
Hvorki blaða-
menn né auglýs-
Svona eiga
sjentilmenn
að vera!
raun um, að það þarf fleira
en falleg föt, góðar ættir og
hlýlegt viðmót til að þræða
hinn mjóa veg dyggðarinn-
ar.
Samt er það svo, að ok-
urlán eru síður en svo horf-
á að dreypa á þessum veig-
málalífi. Okurstarfsemin
blómstrar enn með ágætum
og margir af virtustu borg-
urum þessa höfuðstaðar
yrkja þennan frjósama ak-
ur. En eins og glæpafélögín
vestra á Ítalíu, Frakklandi
o. s. frv. þá hafa íslenzku
aðilarnir lært af biturri
reynslu. Okurlánastarfsem-
in fer hljótt, yfirleitt, höfuð-
paurarnir telja ekkert verra
en umtal, pískur og dylgjur
í sinn garð. Þess vegna er
það talið til tíðinda, að
maður kærir nú þekktan
mann fyrir okurstarfsemi og
hefur til þess ýmsar ástæð-
ur ef dæma má eftir blöð-
unum, ekki sízt hinu grand-
vara Morgunblaði, sem án
þess þó að nefna nöfn,
færir lesendum sínum
„fréttina“ um þennan „ein-
stæða atburð“.
Fátt gleður mann meira
en þegar risar eins og Mbl.
verja plássi, endurgjalds-
laust, í að upplýsa hinn al-
menna borgara um „faux
pas“ samborgaranna. Að
vísu undrar þó þetta ekki
þá, sem nenna að gera sér
ómak og hugsa þetta mál
pínulítið — og svo hógværð
Moggans í að birta ekki
nafn þess, sem ákærður er.
Sannleikurinn er sá, að
það þarf ekki að fara lengra
en aftur á auglýsingasíður
Morgunblaðsins til að finna
við hvern er átt, því Morg-
unblaðið hefur, auðvitað,
óafvitandi verið milliliðurinn
í þessum viðskiptum.
Um árabil hefur auglýs-
ingasíða Morgunblaðsins,
sú sem mest er lesin, birt
nafn og hjálpartilboð þessa
einstaklings, sem hér er til
umræðu. Blaðamenn Morg-
unblaðsins, allir grandvarir
menn, hafa þar engu um
ráðið, enn síður auglýsinga
liðið, sem birtir allt það sem
greitt er fyrir svo lengi sem
það ekki gengur í berhögg
við almennt velsæmi. Fyrir
kr. 125,00 per dálksentimet-
er er hægt að auglýsa eftir
vændi, stúlku eða pilti til
skemmtiferða og í útilegu,
kynningu með hjónaband
fyrir augum og yfirleitt allt
milli himins og jarðar —
fyrir krónur eitt hundrað
tuttugu og fimm dálksenti-
meterinn.
Ef þessir aðilar, sem aug-
lýsa eftir stelpum, (fjörug-
um) strákum, (köldum)
kvenfólki (má hafa barn)
eða bara félaga (sama
hvers kynns) hafa svo ekki,
þegar allt kemur til alls, efni
á að dreypa á þessum veig-
um syndarinnar, þá er, á
næstu síðu auglýst skýrum
stöfum; þið sem eruð í
þröng (peningalegri) komið
til mín M. J. Þetta er ekki
dónalegt hlutverk fyrir lang-
víðlesnasta blaðið á íslandi,
sem birtir um hverja helgi
greinar eftir einn eða fleiri
presta um lífsins dyggðir
og takmark. Að vera vænd-
is- og peningamilliliður
fimm daga vikunnar, heilag-
ur hinn sjötta og halda svo
alveg kjafti einn daginn er
það, sem aðeins hinir beztu
geta leyft sér, aðeins þeir,
Framhald á 6. síðu.
I
I
\
\
\
\
\
\
!
i
!
í
\
\
\
\
b
Ta