Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Side 7
Mánudagur 25. október 1971
Mánudagsblaðið
7
Þjóðleikhúsið
Framhald af 3. síðu.
Richard vill ekki að Jenny vinni
úti, jafnvel hálfan daginn, til að
auka heimilistekjurnar. Freisting
^emur í spilið og Jenny fer að
sfinna. úti" og aflar gnótt fjár. Af
hreinni tilviljun þá kemst Richard
að þessarri óskaplegu tekjulind
konunnar, einmitt eftir að þau
hjónin hafa fangnað óvæntri pen-
ingasendingu, $ 4900, hvaðan þau
vita ekki hvar komu, en ákveða að
halda smá kokkteil-party í tilefni
dagsins. Ég rek ekki efnið lengur,
Jætta ættu menn að gera sér ferð
og sjá.
Leikstjórn Baldvins Halldórsson-
ar er snuðrulaus enda svo vendi-
lega gengið frá öllu umhverfi leiks-
ins, hraða og andrúmslofti, að leik-
stjórinn þarf þar lítið eða ekki að
hlutast til. Val leikara er yfirleitt
mjög svo prúðmannlegt en því
skeikar þó þar sem sízt skyldi þ.
e. í vali Jóns Viðars Jónssonar
(Rogers), ungs pilts með enga
reynslu, en þó í hlutverki, sem í
rauninni er veigamikið af höfundar
hálfu, því Roger er rödd hinnar
órólegu Ameríku, sem í dag og
reyndar undanfarin ár hefur verið
hávær og uggandi. Hins vegar er
yfir leikstjórninni blær öryggis, sem
eflaust verður að þakka hversu vel
skipið er upprunalega gert úr garði.
Gunnar Eyjólfsson, Richard,
leikur aðalhlutverk verksins, ekki
sérlega erfitt hlutverk, en þó verk-
efni nokkurra átaka og skapbrigða,
sem vel ætti að hæfa Gunnari og
hinum dramatísku tilþrifum, sem
j^fngn,; þg^a^verið aðalsmerki hans
á sviðinu hvort heldur tilefni eða
ekki. Gunnar gerir margt dável,
en hann leikur þungt, jafnvel í létt-
ustu atriðum og intónasjóminn
batnar ekki ár frá ári eins og von-
ir stóðu til. Þetta eru eins mistök
leikstjóra og leikara, því hann ætti
að hafa séð þau leiðu mistök sem
verða á hjá Gunnari er hann gerir
upp við konu sína, svo merkilegt
sem það uppgjör er. Hann er kátur,
án þess að vera glaður, illur án þess
að leiftra af innbyrgðri fyrirlitn-
ingu og hatri í garð „skækjunnar",
örmagna af mótlæti án sannfæring-
ar. Hins vegar fullnægir hann ósk-
um höfundar sem „laglegur mað-
ur", og oft þegar fremur hdu máli
skiptir afgreiðir hann verkefni sitt
þekkilega. Oðru máli gegnir um
Þóru Friðriksdóttur, Jenny. Þóra
hefur til þessa verið, almennt, það
sem kallað er traust leikkona, aldrei
brilliant og aldrei heldur valdið
vonbrigðum, svo teljandi sé. Hins
vegar er hér dáiítíll annar svipur á
leik Þóru. Hún er kankvís, bregð-
ur fyrir skemmtilegum svipbrigð-
um, einkum í fyrri liluta, skýr og
blæbrigðarík í tali og öllu sviðsfasi,
eins og henni er mögulegt. Þóra
verður hins vegar áður en það er
um seinan, að temja sér betra
göngulag, þ. e. kvenlegra, auka
mýkt í hreyfingum, því æda má,
að henni verði í framtíðinni skipað
í hlutverk, sem krefjast kyn- og
yndisþokka, sem reyndar konur að-
eins búa yfir. Þetta er að vísu ekki
í anda rauðsubbanna, en hver vill
rauðsubbu? Þóra sýndi beztan leik
kvöldsins. Jón Viðar Jónsson,
Roger, hafði allt útlit 15 ára skóla-
pilts og höfundur lagði honum
bæði skemmtilegt fas og skemmti-
legar spurningar í munn. Hvatvísi
og hreinskilni æskunnar er alltaf
sjarmerandi þó hún geti stundum
slegið mann, og því nauðsyn, ein-
mitt í þessu verki, að koma þessu
ferska kuli eins vel fram og mögu-
Iegt. Jón náði þessu ekki, því mið-
ur. Leikstjórinn hefur sýnilega van-
metið hlutverkið og, eins og oft
vill verða, jxígar misskilningur Ieik-
stjóra á hlutverkiun er annars veg-
ar, þá er þeim kastað í viðvaninga
til að „venja þá sviðinu". Þvílík
opinberun af leikstjórans hálfu.
Erlingur Gíslason, Jack, auðmaður
og happy-go-lucky heimsmaður,
jafnframt því að vera sögumaður-
inn, nær mjög skemmtilegum blæ
og Ieik úr verkefninu. Erlingur fær
einhvern veginn þegar í upphafi
hið kæruleysislega fas auðmannsins,
áhyggjuleysi hans og vissa fágun.
Hann tekur eftir, og ósjálfrátt gef-
ur persónan í skyn, að bak við
gljáandi yfirborð er maður með
eftirtekt, vonsvikinn maður, sem
tekið hefur sér hlutverk glaum-
gosans, steypt því yfir sig eins og
einskonar brynju. Leikur hans var
með hreinum ágætum, miklu fram-
ar því, sem hann hefur sýnt síðustu
árin. Satt bezt sagt er ekki annað
sjálfsagðara en komplimentera leik-
stjóra fyrir valið. Þá er Guðbjörg
Þorbjarnadóttir, frú Tooth „mynd-
arleg, glæsilega klædd kona um
fimmtugt" eins og stendur í leik-
skránni. Guðbjörg leysir verkefni
sitt Iýtalaust af hendi, skarar hvergi
framúr, sem er reyndar heldur und-
arlegt, því þarna eru reyndri leik-
konu gefin tækifæri. Hún leikur
„í lágum tóni", jafnvel dregur um
of úr möguleikum hlutverksins.
Hér er á ferð skemmtilegt leik-
rit og mjög eftirtektarvert, ekki
svo mjög að það sé stórkostlegt,
heldur hitt að það er mannlegt og
lýsir vandamálum, sem hent getur
fjölskyldur fjölbýlisins í stórborg-
um. Albee byggir þetta efni á þeim
staðreyndum sem fyrir hendi eru
og voru mikið til umræðu vestra
í blöðum fyrir 10—15 árum. Kom
þá upp, að ýmsar húsmæður, há-
skólastúlkur og jafnvel venjuleg
módel drýgðu tekjur sínar á þenn-
an hátt. Spruttu deilur af þessu og
töldu formæður rauðsokkanna, að
hér væri alls ekki um hjúskapar-
brot að ræða heldur tilraun til að
„hafa það af" í samkeppnis- og
allsnægtarþjóðfélagi þar sem konan
er bundin við heimilið, en fær
ekki að valsa að vild.
Kannski þetta sé framtíðin með
velferðarástandið á næstu grösum.
Og því ekki? — konan er, oftast
sú sama, a. m. k. að utan, og hvað
er einn sæðisprjónn milli vina?
A. B.
Símaskráin
1972
SÍMNOTENDUR I REYKJAVÍK, SELTJAPNARNESI,
KÓPAVOGI, GARÐAHREPPI OG HAFNARFIRÐI.
Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru símnotendur
góðfúslega beðnir að senda breytingar skriflega
fyrir 1. nóvember n. k. til Bæjarsímans auðkennt
símaskráin.
Bæjarsíminn.
-ý*
i \
f i i ;' ' ,t i
(i l.í;t I :M;
i Z - • ; 2 . • ‘ : K » • ? w
’j.
h
«. 4
frnpn
kemur
ITONE
ekki a ovart
Enda býður Bridgestone
snjónum byrginn hvenær sem er.
Bridgestone snjóhjólbarðar,
með hinu kunna Bridgestone
mynstri, eru gerðir þannig, að
hægt er að nota á þeim snjónagla.
Sterkir þverbitar á köntunum auka
aksturshæfni' í snjó og leðju.
Sérmynstur í miðju lækkar sóninn
þegar ekið er á auðum vegum.
Margra ára reynsla Bridgestone snjó-
hjólbarða hérlendis sannar gæðin.
BRIDGESTONE
SSHfESSS
hæfa íslenzkum aðsíæðum