Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Blaðsíða 6
6
Mánudagsblaðið
Mánudagur 25. október 1971
SJÓNVARP KEFLAVÍK
Vikan 24. —
Sunnudagur
12.30 The Answer
1.00 The Big Picture
1.30 Grambling Highlights
2.15 President Nixon Message
2.30 College Scoreboard
3.00 World Series — Game 1
5.20 This Week In Pro Football
6.05 Dr. Seuss’ Cat In The Hat
6.30 Dead Or Alive
7.00 The World Report
7.15 Sacred Heart
7.30 Wild Kingdom
8.00 Ed Sullivan
9-00 Wild Wild West
9.55 Glen Campbell
10.45 The Christophers
11.00 News Brief
11.05 Northern Lights Playhouse
— The Gift Of Love
Mánudagur
4.00 Emily’s Afternoon
4.10 Roger Ramjet
30. október
4.20 TV Schedule
4.25 Barbara McNair
5.10 All Star Theater
5.45 Theater 8 — Soldier In Love
7.00 The World Report
7.30 Bill Cosby
8.00 High Chaparral
9.00 Hawaii 5—0
10.00 Johnny Cash
10.55 Reflection
11.00 Final Edition News
11.10 The Tonight Show
Þriðjudagur
4.00 Emily’s Afternoon
4.10 Sesame Street
5.10 Favorite Martian
5.35 Bulletin Boatd
5.40 On Campus
6.10 Don Knotts
7.00 The World Report
7.30 Room 222
8.00 The World Of Harry
Piasecki
8.30 Tuesday Night At The
Movies — Body and Soul
10.05 Jim Nabors
10.55 Reflection
11.00 Final Edition News
11.10 Pro Boxing
Miðvikudagur
3.55 Emily’s Afternoon
4.00 Animal World
4-25 Dobie Gillis
4.55 Bulletin Board
5.00 Green Acres
5.25 Theater 8 — No Survivors
Please
7.00 The World Report
7.30 Daniel Boone
8.30 Play It Again Charlie Brown
9.00 Dean Martin
10.00 Mod Squad
10.55 Reflection
11.00 Final Edition News
11.10 Dick Cavett
Vimmtudagur
4.00 Emily’s Afternoon
4.10 TV Scedule
4.15 Perry Mason
5.10 Bulletin Board
5.15 Theater 8 — The Gift Of
Love (Repeat)
7.00 The World Report
7.30 Family Affair
8.00 Northern Currents
8.30 The Detectives
9.00 Andy Williams
9.55 Turned On Crisis
10.55 Reflection
11.00 Final Edition News
11.10 Northern Lights Playhouse
— Terror Street
Föstudagur
4.00 Emily’s Afternoon
4.15 Headlines
4.40 TV Schedule
4.45 Bill Anderson
5.10 Bulletin Board
5.15 Theater 8 — Body And Soul
(Repeat)
7.00 The World Report
7.30 My Three Sons
8.00 Laugh-In
9.00 60 Minutes
10.00 Conally Press Conference
11.00 Final Edition News
11.10 Northern Lights Playhouse
— Suicide Squad
12.20 Night Light Theater —
Soldier In Love (Repeat)
Laugardagur
10.30 Captain Kangaroo
11.15 Sesame Street
12.15 Cartoon Carnival
1.00 Hawaii Calls
1.25 Roller Game
2.20 Pro Bowlers Tour
3.30 CBS Golf Qassic
3.35 CBS Golf Classic
4.25 Lost In Space
5.20 Hee Haw
6.10 Country Carnival
6.30 Coronado 9
7.00 The World Report
7.15 Warren Miller
7.30 Mayberry RFD
8.00 Carol Burnett
9.00 Gunsmoke
10.00 The Defenders
10.55 Chaplain’s Corner
11.00 News Brief
11.05 Northern Lights Playhouse
— No Survivors Please
(Pepeat)
Magnús Kjartanss.
Framliald af 1. síðu.
þegar innreið Rússa hæfist,
yrði innan tíðar einn veiga-
mesti sendimaður rússnesku
utanríkisþjónustunnar og þakk
létur handhafi Lenínorðunnar
— ásamt tilhlýðilegri viður-
kenningu handa þeim íslenzk-
úm ráðherra, sem þar hefði
unnið skítverkin að tjaldabaki.
JÁ, JÁ — NEI, NEI
Það er undarlegt, að rétt
eftir að kjarni Eramsóknar-
flokksins sparkar vinstra arm-
inum með öllu úr unglinga-
hreyfingu flokksins, þá skuli
formaðurinn vera látinn vera
við völd eftir aftaníoss-stefn-
una við komma. Ólafur er,
eins og margoft hefur sannast,
algjört barn í utanríkismálum,
einskonar prúðbúin dansmær,
sem býður eftir næsta herra.
Það er ósköp skiljanlegt að
slíkar stásspíkur falli fyrir
glæsilegum æfintýramanni og
kaldlyndum glæframanni eins
og Magnúsi.
VESÖL
STJÓRNARANDSTAÐA
Það er margsannað, að ö!l
þjóðin þ.e. sá hluti hennar
sem skiptir máli er andvigur
utanríkisstefnu stjórnarinnar,
undir leiðsögn Magnúsar og
með blessun Ólafs. Stjórnar-
andstaðan er óvenjulega aum
og óákveðin í þessum efnum.
Alþýðuflokkurinn, sem er
reyndar nær þurrkaður út, hef-
ur enga skoðun en Jóhann Haf
stein telur sig einfæran að
standa upp í hárinu á stjórn-
inni. Þetta er Jóhanni ofviða
og hjálp sú er hann fær af
Ellert Schram og öðrum nýlið-
um á þingi nægir ekki til að
þjappa saman andstöðunni
gegn ríkisstjórninni og stefnu
hennar í þessu máli.
Er ekki tími til kominn, að
málið sé lagt fyrir dóm almenn
ings eða er meiningin að
draga þá ákvörðun svo á lang
inn, að um seinan sé?
Kakali
Framhald af 4. síðu.
sem höfðu forsjálni til þess
að panta Tsér betri sæti í
himnariki ÁÐUR en miðar
voru seldir almenningi.
Það er síður en svo, að
við séum að hneykslast á
þessum viðskiptum og við-
horfum peningadeildar
Morgunblaðsins. Langt því
frá. Um áratuga skeið hefur
Mbl. verið kyndill hins
frjálsa framtaks, sverð þess
og skjöldur og því má
þakka, að enn örlar pinulítið
á hinum frjálsu samskiptum
í þjóðfélaginu og þeirri
blessun, að einstaklingar fá
að sýna mennt sína án í-
hlutunar hins opinbera.
Það er einmitt vegna
þess arna, að við fellum tár
er Mbl. birtir langlokur um
„gulu pressuna", sem er
fyrirgefanlegt, þvi Mbl. ger-
ir engan mun á gulu press-
unni, sem grasserar i Eng-
landi, Frakklandi, USA og
Þýzkalandi, og fæst ein-
göngu við kynferðismál,
uppijóstranir einkamála,
kynvillu heimsþekktra aðila,
skilnaði, framhjáhöld og
aðra persónulega hluti er
varða fræga einstaklinga
— og svo hinsvegar sensa-
sjón — pressunnar — upp-
sláttarpressunnar — sem
slær upp fréttum i æsistíl
sbr. Vísir og Alþýðublaðið
oftar en ekki lengtum meira
en efni tiltekinnar fréttar
gefur tilefni til. Morgunblað
ið getur ekki beinlínis skilið
þennan mismun, sem eina
blaðið, sem er milliliður í
vændi og okri, blygðunar-
laust, og þénar á hvoru-
tveggja. Má vera, að það sé
hinn duldi sjarmi við Mbl.
og hornsteinn í óhemjuleg-
um tekjustofni þessa jarls
í íslenzkri blaðamennsku.
Eins og Styrmir stúfur
komst einu sinni að orði:
Morgunblaðið tekur ekkl
allt á sínar heilögu og sið-
sömu síður.
Gallinn er hinsvegar sá,
að til þessa hefur enginn
getað fundið þau takmörk,
sem Mbl. setur — ef ann-
arsvegar er pólitisk „sann-
færing“ eða hinsvegar bein
harðir peningar í skjóli aug-
lýsinga og algers frjálsræð
is blaðamennskunnar.
Smábarnahneyksli
Framhald af 1. síðu.
aldrei hafa unnið ærlegt, lík-
amlegt starf, þóttust menn til
að slást, sem var hörmulegur
misskilningur. Smástelpurnar,
að venju kvenna, hvöttu bar-
dagamennina, en hefði senni-
lega sjálfar getað flengt þá.
NÝ „SALTVÍK"?
Ekki bólaði á lögreglu eða
gæzlu yfirleitt. Enginn kom út
úr Tónabæ til eftirlits með
börnum, sem þessi æskulýðs-
búlla hvetur til að koma þang-
að. Hér er um að ræða borg-
arskömm og skandala og
engu líkara en að forráða-
menn Æskulýðsráðs séu hér
að efna til nýrrar Saltvíkur.
Hve lengi verður þetta látið
viðgangast? Því geta aðeins
borgarvöldin svarað.
Marco Polo
Framhald af 5 síðu
viðskiptastríð milli Feneyja og
honuxn varpað í fangelsi í Genoa.
Hann notaði tímann vel. Hann bað
um ferðanótur sínar og sagði fyrir
endurminningar sínar meðfanga
sem reit þær niður.
VIÐURKENNING
Aldir liðu áður en lærðir menn
og landkönnuðir fóru sömu leiðir
og Marco hafði farið og sögðu frá
því, að ferðabók hans væri stórkost-
leg og ótrúlega rétt. Að lokum var
bókinn þýdd á hvert einasta mál í
menningarlöndum, „Ferðir Marco
Polo" og varð ómissandi heimild
handa landkönnuðum, landfræðing-
um, söguspekingum og kortagerðar-
mönnurn, auk þess sem hún varð
djásn allra þeirra sem ferðast eða
dreyma um það.
LOKIN
Samt vissi Marco Polo aldrei að
hann hefði ritað klassískt verk.
Þegar verk hans var birt, þá var
það hætt, svívirt og hlegið að því
sem heilaspuna einum saman. Náfn
hans varð samnefnari lyga og ýkna.
í aldarfjórðung gat ekkert sveigt
Marco Polo frá þeirri skoðtur sinni,
að bók hans væri ekki annað en
hreinar staðreyndir. í janúar 1324
er hann lá deyjandi, þá hvatti
prestur hann, sálu sinni til hjálpar,
að draga til baka eða draga úr
sumum af mestu fullyrðingum sín-
um. Næstum í andarslitunum sagði
hann: „Ég hefi ekki sagt helming-
inn af því sem ég sá".
Genoa. Marco var yfirmáður gal-
eiðu og skip hans var hertekið og
Dr. Hafþór
Frajmihald of síðu 1.
allt fyrir aðgerðir Lögmannafélagsins, og vissra sýsl-
unarmanna og valda-aðilja. Ekki sakar að geta þess,
að umræddar aðfarir gegn doktornum kveður hann
eiga rót sina að rekja til þess, að hann hafi starfað
að því „að bjarga bágstöddum mönnum og fyrirtækj-
um undan fjárplógsmönnum og fjársvikurum11, og oft
án minnsta þakklætis viðkomenda, eða eyrisborgunar
til sín.
Segja má, að hér sannist, að margar eru raunir rétt-
láts manns!-----------
Mánudagsblaðið vill vekja sérstaka athygli lesenda
á væntanlegum greinum og frásögnum, sem birtar
verða í blaðinu á næstunni. Mun sitthvað óvænt verða
upplýst um gerðir og störf þeirra manna, sem kallaðir
eru þjónar réttvísinnar og stjórnsýslunnar á íslandi í
dag — auk þess sem harmsaga dr. Hafþórs verður
rakin.
Vél látum þetta nægja sem prologus . . .
E. G.
Svar við getraun
Þegar Fordney heyrði skrjáfið í undirkjólum Rachelar þegar
hún gekk yfir til hans, þá vissi hann, að það hefði verið úti-
lokað fyrir hana að hafa gengið yfir sólarherbergisgólfið án
þess að frú Morgan hefði heyrt í henni. Þá vissi hann einnig,
að hinn þykki gólfdúkur hefði alveg dregið úr skóhljóðum
Ronalds, Ronald játaði.