Tíminn - 15.07.1977, Síða 7

Tíminn - 15.07.1977, Síða 7
Föstudagur 15.. júll 1977 7 Allt í réttri röð, segir Elke Flestir þeir, sem eitthvað hafa séð af svokölluðum „djörfum kvikmyndum" kannast við Elke Sommer Hún er sögð góð leikkona, en þó einkum og sér í lagi fræg fyrir sinn mikla kynþokka, — oq er reyndar stolt af því sjálf . Hún segir sjálf, að af kvenlegum eigin- leikum leggi hún mest upp úr því að konan hafi kynþokka, — það er fyrsta skilyrði fyrir hamingjusömu hjóna- bandi, segir Elke. Konur þurfa ekki endilega að vera laglegar, en þær geta flestar lært að vera „sexy" eins og það er kallað. Jæja, af öðrum góðum eiginleikum, sem konur eiga að prýða, segir leikkonan að næst komi það að vera góð eiginkona, þar næst góð móðir, og í f jórða lagi góð húsmóðir. Þetta er rétt röðun á kostum kvenna, segir Elke Sommer, sem við sjáum hér í bikini- baðfötum, sem auðvitað undirstrika hennar „bezta eiginleika". I þessu sambandi kemur okkur í hug maðurinn, sem sagði alltaf, þegar hann hafði látið í Ijós sitt álit á einhverjum hlut: — Þetta er mín skoðun, og hún er rétt! En það voru nú ekki alltaf alíir á því, að hann' hefði rétt fyrir sér, þó honum þætti svo sjálfum, og líklega eru ekki allar konur sammála þokkadísinni um í hvaða röð þessu skuli raðað. Mér sýnist þetta vera varöbátur landhelgisgæzl- unnar skipstjóri! Svalur, ■ ég ætla ekkiaö bíða eftir þeim! Tíma- spurningin Hver er afstaða þín til lífs- ins og tilverunnar, ef þú ætti að tjá það í einu orði eða einni setningu? Gu&mundur Ibsen, fyrrv. sjóm: Ætli þetta sé nú ekki eins og hlut- verk i stórum leik, og veldur hver á heldur. Ingi B. Halldórsson: Undursam- legt. Guörún Helgadóttir, gjaldkeri: Ofbo&slega skemmtilegt. Agústa Gisladóttir, innheimtustj: Þaö er yndislegt aö lifa. Guölaug Narfadóttir, skrifstofu- stúlka: Þetta er ágætt, sæmilegt lif, en þaö mætti vera betra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.