Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 5
/
Sunnudagur 21. ágúst 1977
5
f
t hinum miklu fjörum eru börnin aö leika flesta daga.
A Hlésey er mikiö af húsum meö þaraþökum, en timbriö I mörgum gömlu húsanna er úr strönduöum
skipum. Hin elztu þessara húsa eru 300 ára.
„þau eru öll
aS I æra
aU sfe$ja á réttíi hnappana
- enda aiðvelt méS oiivetti skólaritvélinni
oliuetti
Hléseyingar hafa sina þjóödansa frá fornu fari. Bak viö stúlkurnar
sést I Byrumkirkju, sem er frá þvi um 1200.
2.6.800,- 31.040,-
31.Q4Qr-
Skrifstofutækni hf.
Tryggvagötu 121 Reykjavík
Box 454 - Sími 28511
Hlésey,
þar sem
Ægir bjó
Fólk flykkist á yfirfullar baö-
strendur, hangir f krám og
stendur fasti bilalestum og þyk-
ist vera fer^öafólk. Einhvers
konar hjarðhvöt viröist stjórna
ferðum fiestra. En svo eru
kannski friðsælir staöir, fagrir
staöirog sérkennilegir, skammt
undan, án þess aö nokkur gefi
þeim gaum, nema þá einhverjir
sérvitringar.
Hlésey er i Kattegati. Það eru
ekki nema nokkur þúsund ár
siðan hún reis úr sæ, og þá tók
Ægir sér þar bústað, segja forn-
ar þjóðsögur. Seinna kom skog-
urinn og siðan maðurinn, og það
varð arðvænlegt að vinna þar
salt úr sjónum. Til þess þurfti
eld, og það varð skóginum dýr-
keypt. Menn vildu græða, þá
eins og nú, og ekki var hófs gætt
fremur en enn er gert. Allur
skógurinn fórundir saltpottana.
Fyrir svo sem tveimur
mannsöldrum var Hlésey svo að
segja sandauðn, en nú er svo
komið, að landbúnaður og skóg-
rækt eru þar mikilvægar starfs-
greinar og koma næst á eftir
fiskveiðum.
Óneitanlega koma margir
ferðamenn til Hléseyjar. En
menn hafa stillt sig um að setja
þar upp spjöld til þess að aug-
lýsa pylsur og kókakóla, og ann-
að þess háttar, sem viða er til
mikillar óprýði og leiðinda.
Hlésey er talin 114 ferkiló-
metrar að stærð. 1 rauninni er
hún mun stærri. Þar er útfiri
mikið, og fjörurnar eru að
minnsta kosti jafnviðlendar og
eyjan sjálf, þegar lægst er í sjó.
Fyrir þá, sem bera sig um á
reiðhjólum (þeir eru enn til) er
þessi eyja sannkölluð paradis.
Eyjan er ákaflega flatlend, þar
eru engar hæðir, og er mjög
auðvelt að komast leiðar sinnar
á hjóli á eggsléttum vegum.
Hlésey á merka sögu, og Hlés-
eyingar bera virðingu fyrir
sjálfum sér. Mörg skip hafa
siglt þar i strand á liðnum öld-
um, þar á meðal Margrét, sem
var drottning um 1400. í þakk-
lætisskyni fyrir, að henni var
bjargað, gaf hún öllum konum á
eynni góðan búning, og varð
þess konar búningur einn hinn
fegursti þjóðbúninga og siðan
viðhafnarklæðnaður á Hlésey.
A Hlésey var það karlmanns-
verk að róa til fiskjar og bjarga
strönduðum skipum. Konur
önnuðust jarðræktina og bú-
störfin. Þó að fiskimönnum væri
slysahætt, stóðu ekkjurnar ekki
uppi allslausar, þvi að þær
höfðu búið og voru vanar að sjá
um það. Ef til vill hefur þetta
orðið til þess, að konur urðu
sjálfstæðariog fengumeiri ráð i
sinar hendur en annars staðar
gerðist, tildæmis á átjándu öld.
Þó að eyjan sé ekki stór,
ganga áætlunarbilar hana endi-
langa frá austri til vesturs og öf-
ugt. Áningarstaðir eða við-
komustaðir eru engir, en bil-
stjórarnir hleypa fólki út og
taka það upp, þar sem það vill.
Vilji kaupmaður senda vörur
heim til viðskiptavina sinna,
reisir hann upp stöng með
danska fánanum, og þá veit bil-
stjórinn hvers kyns er. Hann
leggur stöngina út af og fer inn i
búðina til þess að sækja varn-
inginn og skilar honum siðan
þangað, sem hann á að fara.
Þannig er mannlifið á Hlésey,
kyrrlátt og þægilegt, og sam-
hjálp rik i eðli fólks.