Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 40
? fíSMMi > '
1 * 18-300 Auglýsingadeild Tímans. Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR
Sunnudagur 21. ágúst 1977 . W&Ð .
Guðbjörn
Guðjónsson
Heildverzlun SfAumúU 22'
Slmar 85494 & 8S29S
Nútima búskapur þarfnast
JBHUSR
haugsugu
Alhirt
um miðj-
an ágúst
— Um miöjan ágústmánuö
var búiö aö alhiröa svo aö
segja alls staöar austan fjalls,
sagöi Helgi Haraldsson á
Hrafnkelsstööum f Hruna-
mannahreppi, er hann leit inn
^ skrifstofur blaösins. Hey-
fengur mun vera nærri meöal-
lagi, og heyin eru góö. Hefur
árferöi á Suöurlandi veriö sér-
lega gott sföan um höfuödag i
fyrra og allt fram til þessa.
Þaö er til dæmis um sfðastliö-
inn vetur.aö þá sást aldrei
snjótittiingur viö hús eöa bæi.
Nú er yfirleitt hætt að tvislá
tún, og kemur hvort tveggja
til, að þau eru svo til alls staö-
ar orðin svo stór og auk þess
eru þau notuð til beitar handa
kúm og lömbum. Bera margir
á snemmslegnar sléttur, og
þar fæst forlátabeit. En mjög
er algengt, að lömb, sem ætluð
eru til slátrunar, eru tekin frá
ánum og sett á túnin, en ánum
sjálfum og liflömbum sleppt i
úthaga, þegar þær koma af
fjalli.
— Að þessu sinni verður féð
sótt á afréttú. september, viku
fyrr en venjulega, og gildir sú
regla um allt Suðurland. Þeir,
sem farið hafa á fjall, segja,
að fé liti mjög vel út, enda
hafa grös verið aö gróa á af-
rétti fram að þessu. Kemur
hér fram, að kalt var til fjalla i
vor, en mikil hlýindi hafa ver-
ið að undanförnu, upp i átján
stig á Hveravöllum.
Hjá okkur á Hrafnkelsstöð-
um, sagði Helgi, eru þrir
bændur, og túnin á fjórða
hundrað dagsláttur. Hver
þessara þriggja bænda keypti
tilbúinn áburð fyrir meira en
eina milljón króna i vor. Einn
bændanna setti fjörutiu til
fimmtfu kýrfóður i votheys-
hlöðu, og vinnubrögðin hjá
honum eru þau, að tvær drátt-
arvélar eru i gangi. Með ann-
arri er slegið, og sópast grasið
jafnóöum upp i vagn, sem
steypt er úr i votheyshlöðuna.
Inni i henni er svo annar mað-
ur með dráttarvél og treður
grasið með henni og þjappar
úr þvi loftinu.
— Þetta eru mikilfengleg
vinnubrögð, sagði Helgi, og
ólik þvi, þegar staðiö var á
velli með orf, ljá og hrifu.
Efsta myndin er af nokkrum
dvalargestum aö Laugalandi,
ásamt Jóni Sigurgeirssyni,
sem er einn forstööumanna
hvildarheimilisins.
A myndinni til vinstri eru
Sonja Helgason, Arni Gunn-
laugsson og Jónatan Ólafsson i
einum trjálundinum á Lauga-
landi.
A myndinni hér fyrir neöan er
Kristján Jóhannsson söngvari
aö skemmta dvalargestum, og
Kári Gestsson viö hljóöfæriö.
Timamyndir: KS
KS-Akureyri —Hvildar- og hress-
ingarheimili er nú starfrækt aö
Laugalandi i Eyjafiröi annaö áriö
i röö. Upphafsmenn og forstööu-
fólk fyrir heimilinu eru hjónin
Asta Guövaröardóttir og Úlfur
Ragnarsson læknir, ásamt Jóni
Sigurgeirssyni, skólastjóra á
Akureyri.
Hvildarheimilið varrekiö um 12
vikna skeið i fyrrasumar, og
vegna þeirrar góðu reynslu, sem
fékkst af starfseminni, þá var
ráðizti að halda henni áfram I ár.
Nú hófst starfsemin 24. júni og
henni lýkur 3. september. Jón
Sigurgeirsson sagöi i viötali, að
stefnt yrði að þvi að starfrækja
slikt heimili á næstu árum ef
mögulegt væri, þar sem reynsla
þessara tveggja sumra gæfi
vissulega tilefni til þess. Aðsókn
hefur verið góð I sumar, en þó
mun vera hægt að fá einhver
dvalarpláss þær vikur, sem eftir
eru I sumar.
Fréttamaöur kom viö að
Laugalandi fyrir skömmu og hitti
þá m.a. þá Jónatan Ólafsson, og
Arna Gunnlaugsson, en þeir höfðu
þá dvaliö vikutima á hressingar-
hælinu.
— Hvernig likar ykkur dvölin
hér að Laugalandi og i hverju er
hún fólgin?
— Þessi dvöl er ólikt öllu þvi
sem ég hef reynt áður, en ég hef
þó viöa farið og mörgu kynnzt,
segir Arni. Hér er áherzla lögð á
það, að fólki lfði sem bezt á allan
hátt, bæði á sál og likama. Fólkið
hér, jafnt gestir sem starfsfólk, er
eins og stór samstillt fjölskylda,
þar sem allir keppast viö að gera
hver öðrum lifið sem þægilegast.
Hér eru stundaðar daglega jóga-
æfingar undir stjórn frú Astu
Guðvarðardóttur, þá er sundlaug
hér á staönum, sem fólkið notar
eftir vild og ekki má gleyma um-
hverfinu meö fallegum trjálund-
um og öörum skemmtilegum
stöðum.
Þá eru helgistundir hér á
hverju kvöldi, sem allir dvalar-
gestir taka þátt i, og þær eru eink-
ar hugljúfar með fallegri tónlist
og almennum söng. Ég get-alveg
sagt þér, að ef ég ætti að velja á
milli sólarlandaferöar og dvalar
hérna veldi ég hiklaust dvölina
hér.
— Já ég er sammála Arna i
þessu, sem hann hefur sagt, segir
Jónatan. Ég var búinn að frétta af
þessu i fyrra og hve ánægjulegt
væri að dvelja hér og þvi dreif ég
mig hingað. En þetta fór fram úr
öllum minum vonum. Hér fer
fram sannkölluð mannrækt, þar
sem góðmennska og kærleikur
sitja I fyrirrúmi, án allra öfga. Og
eins og Arni nefndi áöan, er um-
hverfi staðarins sérstaklega
skemmtilegt, og hér rikir ætiö
kyrrð og friöur, og maður er laus
við hávaða og eril borgarsam-
félagsins.
Hér er dásamlegt að vera, og ég
get sagt þér það, að viö Arni erum
báðir búnir að framlengja dvöl
okkar hér, svo þú getur rétt
imyndað þér hvernig okkur likar
staðurinn sagði Jónatan. Þá má
geta þess, að dvalargestir hafa
aðgang að bókasafni, og pianó og
plötuspilari eru I dagstofunni,
sem þeir hafa einnig aðgang aö.
Þeir Arni og Jónatan sögðu að
lokum, að þeir vildu þakka mjög
þeim er stæöu fyrir starfseminni
á Laugalandi og óskuðu henni alls
góðs i framtiðinni. I sama streng
tóku þær Sonja, Gunnlaug og
Hulda, en þær bar að i þann mund
er fréttamaður var að búast til
heimferðar.
Þetta er mannrækt og’
o
góðvildin í fyrirrúmi
— segir fólk á hvíldarheimili að Laugalandi í Eyjafirði