Tíminn - 21.08.1977, Blaðsíða 18
ii
9ílí. *
Sunnudagur 21. ágúst 1977
menn og málefni
Atvinnumálaskýrslan er þung
ádeila á einkareksturinn
og íhaldsmeirihlutann
£>ung ádeila
Skýrsla sú, sem Hagfræ&i-
deild Reykjavikurborgar hefur
gert um atvinnumál borgarinn-
ar er athyglisverö á margan
hátt. Þött Morgunbla&iö og
önnur málgögn Sjálfstæ&is-
flokksins láti i veöri vaka aö
skýrsla sýni fyrst og fremst a&
siöustu árin hafi hallaö á
Reykjavikurborg
vegna byggöastefnunnar, sýnir
hún ótvírætt, aö aörar orsakir
hafa vegið miklu meira. 1
skýrslunni felst þung ádeila á
einkareksturinn, ef hann skortir
félagslega leiðsögu og aöstoö. í
skýrslunni felst einnig þung
ádeila á borgarstjórnarmeiri-
hlutann vegna afskiptaleysis og
aðgerðaleysis hans i atvinnu-
málum. Megintillaga höfund-
anna er, aö borgarstjórnin auki
alls konar afskipti til eflingar
atvinnulifi i borginni.
Þetta skýrir þaö vel, aö borg-
arstjórinn færöist undan þvi aö
ræða skýrsluna i borgarstjórn-
inni, þegar Björgvin
Guðmundsson, fulltrúi
Alþýöuflokksins, hvatti til þess
aðþað yröi gert. Borgarstjórinn
gerði sér ljóst, aö skýrslan er 1
raun þung ádeila á stjórn hans
og félaga hans i meirihluta
borgarstjórnarinnar. Aö sjálf-
sögðu hefur skýrslunni ekki
verið ætlaö aö vera þaö. Höf-
undarnir skýra hins vegar rétt
frá ýmsum staðreyndum. Þaö
eru þær, sem eru eins óþægileg-
ar borgarstjórnarmeirihlutan-
um og veröa má.
Hér á eftir veröur greint frá
nokkrum atriöum skýrslunnar
þessu til sönnunar.
Kynslóða-
skiptin
A bls. 9 segir svo i skýrlunni
um vandamál atvinnureksturs i
borginni:
„Vandinn gagnvart atvinnu-
rekstrinum i borginni er i höfuö-
atriöum tviþættur, þar sem
annars vegar er um aö ræöa
fyrirtæki i rekstri, en hins vegar
stofnun nýrra. Þessum vanda
veröa ekki gerö skil i einstökum
atriðum, en nefnd skulu af
handahófi fjögur atriöi, sem
skipta máli i þessu sambandi.
1. Kynslóðaskipti eiga mikinn
þátt i hægari vexti, stöönun,
eða hnignun gróinna fyrir-
tækja i borginni. Þau eru flest
i' einkaeign og sú skoðun er
rfkjandi, aö eignarinnar veröi
ekki notið nema i starfi við
hana. Eigendur og erfingjar
þykja þvi oft standa I vegi
fyrir ráðningu hæfra starfs-
manna og viðhald fasteigna
situr fyrir áhættusömum
rekstri og nauösynlegri
endurnýjun búnaðar.
2. Nýiönaðartækifæri eru flest
þvi marki brennd, aö nauö-
synlegar athuganir eru yfir-
leitt kostnaöarsamar og
timafrekar, árangur tiöum
óviss og af þeim sökum veitist
einstaklingum erfi&ara aö
afla fjár til slikra verkefna en
ef stofnaö væri til framleiðslu
á einhverju, sem reynsla er
þegar fengin af hérlendis.
3. Fjáröflun til eflingar eöa ný-
breytni ,reynist oft torveld
þrátt fyrir örfandi niöurstöö-
ur athugana vegna tiðra
sveiflna I fslenzku atvinnu- og
efnahagslifi, Svo viröist sem
áhættufjármagn sé ekki til
ráðstöfunar i þessu skyni.
4. Of t eru bornar fram kvartan-
ir um kvaöir hins opinbera,
ósveigjanleika og seinagang I
allri afgreiðslu.”
Fjárfesting í
húseignum
A bls. 10 i skýrslunni segir
svo:
„Leitað var munnlegs álits
kunnugra á ástandi i nokkrum
helztu greinum sjávarútvegs og
iðnaðar i Reykjavik og á
höfuöborgarsvæöi og skulu hér
tilgreind nokkur atriöi úr svör-
um:
l.Innan sjávarútvegs eru út-
gerðar- og vinnsluhættir lak-
arien viöa annars staöar. Fer
þar saman gæöarýrari afli,
lakari aflameðhöndlun og
lakari nýting i vinnslu.
2. Þjónustufyrirtæki sjávarút-
vegs, einkum innan málmiön-
aöarins, hafa litlum sem
engum framförum tekið á
sama tima og stórstigar
framfarir hafa orðið hjá
hliðstæöum fyrirtækjum
annars staöar.
3. Fjárfesting I húseignum situr
tíðum fyrir eölilegum rekstr-
armarkmiðum I smáiönaöi.
Þetta á fremur við á
höfuðborgarsvæði en utan
svæöis þar, sem húseignir
reynast ekki jafn trygg fjár-
festing. Almenn lánaskilyrði
gera þennan mun minni en
ella.
4. Mannaflanotkun bygg-
ingariðnaðarins er meiri en
þörf væri á með bættu skipu-
lagi og er búizt við fækkun
starfsmanna i þeirri grein aö
dbreyttum umsvifum.”
Gallar einka-
rekstrarins
Þeir tveir kaflar úr skýrsl-
unni, sem eru birtir hér að
framan, fela vissulega I sér
þungar ádeilur á einkarekst-
urinn, þegarhann er ekki háður
neinni félagslegri forustu, sem
leitast viö aö beiná honum aö
þeim verkefnum, sem mestu
skipta. Þar hafa kynslóöa-
skiptin vissulega mikið aö
segja, en þeirra gætir miklu
meira i einkarekstri en félags-
legum. Mörg blómleg einka-
fyrirtæki hafa sundrazt eða
hreinlega lagzt niöur við
kynslóðaskiptin. Sérgróöasjón-
armiöiðer svo annar annmarki
einkarekstursins. Vegna sér-
gróöasjónarmiösins snýr einka-
reksturinn sér einkum að þeim
verkefnum, sem eru auöveldust
og gróðavænlegust i svipinn.
Þess vegna veröa nýjar at-
vinnugreinar, sem kunna að
verða erfiöar i byrjun, oft út-
undan, en ofþensla skapast i
eldriatvinnugreinum, sem voru
arövænlegar um stund. 1 höfuð-
borginni eru svo húsbygging-
arnar sérstakur kapituli út af
fyrir sig, eins og bent er á i
skýrslunni. Fjárfesting i hvers
konar skrifstofuhúsnæði hefur
verið gifurleg og raunar einnig i
ýmsu iðnaöarhúsnæði, þótt oft
hafi skort atvinnurekstur til aö
nýta þaö. Þannig hefur gifurlegt
fjármagn sogazt úr atvinnu-
rekstrinum I fasteignir, þar sem
verið var aö koma fyrir verð-
bólgugróöa. Þetta hefur að
sjálfsögöu dregiö úr atvinnu-
rekstrinum og þvi fjármagni,
sem hann gat fengið til ráöstöf-
unar.
Afskipti
s veitars tj ór na
Þeir annmarkar einka-
rekstursins, sem hér hafa verið
raktir, koma aö minni sök en
ella, ef bæjar- og sveitarst jórnir
hafa nægilegt frumkvæöi um að
beina honum að réttum verk-
efnum. Aö þessu er vikið i
skýrslunni á bls. 19 með þessum
orðum:
„Það lætur aö líkum, aö mjög
eru skiptar skoðanir um það,
hver skuii vera afskipti sveitar-
stjórna og annarra opinberra
aðila af atvinnumálum, en
venjulega á slikur ágreiningur
rætur aö rekja til óliks mats á
atvinnuástandi. Þess er þvi aö
vænta aöafskiptin ráöist frem-
ur af þörf en hugmyndum um
óhagganlega verkaskiptingu
einkaframtaks og hins opin-
bera. Helzta ályktun, sem
dregin verður af þessari skýrslu
er sú, aö þörf sé á að auka þessi
afskipti og þykir rétt aö fara
nokkrum óröum um helztu leiðir
til þess. thlutun opinberra aöila
til áhrifa á samkeppni og staö-
setningu atvinnureksturs er
viða vel þekkt og skulu hér
nefndar nokkrar helztu aðgerð-
ir, sem gripiö er til i þessu
skyni.”
Siðan eru nefndar ekki fyrri
en 24 aögerðir, sem sveitar- og
bæjarfélög geta beitttileflingar
atvinnulifinu. Þessum aðgerð-
um hafa sveitar- og bæjarfélög
utan Reykjavikurbeittmeira og
minna á undanförnum árum
meöan borgarstjórnarmeiri-
hlutinn hefur haldið aö sér
höndum.
Aukin opin-
ber afskipti
Þaö er svo meginniöurstaöa
höfunda skýrslunnar, að komiö
skuli upp sérstakri „atvinnu-
máladeild” hjá Reykjavikur-
borg og yrði henni f höfuð-
atriöum ætluö fjórþætt verk-
efni:
1. „Greiöa fyrir auknum sam-
skiptum stjórenda borgarinn-
ar, fulltrúa atvinnulifs I þvi
skyni a& örva fyrirtæki i arö-
vænlegum greinum til vaxtar
og aukinna umsvifa þannig,
að saman fari markmið at-
vinnureksturs um ábatavon
og markmiö borgarinnar um
aukið atvinnuöryggi.
2. Hvetja til nýbreytni i at-
vinnurekstri eftir þvi, sem
frekast eru föng á.
3. Vera til ráðuneytis um val á
aðgerðum og greiða fyrir af-
greiðslu erinda úr atvinnu-
li'finu og vinna þeim réttan
farveg.
4. Annast sjálfstæöa
upplýsingaöflun um helztu
þætti atvinnulifsins og treysta
tengsl viö þær stofnanir rikis-
valdsins, sem fjalla um at-
vinnumál.”
Þá er sundurliðað nánar
hvernig störfum deildarinnar
skuli háttaö, en m.a. er henni
ætlað aö gera áætlun um fjár-
framlög tilsérstakra verkefna á
vettvangi atvinnulifsins.
Bersýnilegt er, að hér er gert
ráð fyrir stórauknum opinber-
um afskiptum til eflingar at-
vinnulífsins. Atvinnumáladeild-
inyrði stórstofnun og umfangs-
mikil, ef hún ætti að geta
fullnægtöllum þeim verkefnum,
sem höfundar skýrslunnar ætla
henni.
Álit minni-
hlutans
A slöasta borgarstjórnarfundi
var nokkuð rætt um áðurnefnda
skýrslu að frumkvæöi Björgvins
Guðmundssonar. Hér i blaöinu
hefur áður verið sagt frá ræðu
Kristjáns Benediktssonar viö
þaö tækifæri. Skal þvi aöeins
minnzt á ummæli talsmanna
hinna tveggja minnihlutaflokk-
anna. Björgvin Guömundsson
sagði, að það væri rétt, aö fram-
kvæmd byggöastefnunnar hefði
með nokkrum hætti bitnað á
höruöborginni en veigamesta
ástæðan fyrir því hvernig komið
væri, væri hins vegar aðgeröa-
leysi borgarstjórnarmeirihlut-
ans I atvinnumálum s.l. 10 ár
a.m.k. Flestar tillögur til úrbóta
heföu sem minnihlutaflokkarnir
hefðu flutt undanfarin ár, heföu
veriö felldar eða þeim eytt.
Minnti ræðumaöur m.a. á till.
sem hann hefði flutt um aukinn
iönaö og útgerö. Þessi óheilla-
þróun heföi átt sér staö til fleiri
ára, en borgarstjórnarmeiri-
hlutinn hefði ekkert gert nema
aö láta búa tii skýrslu um staö-
reyndir, sem öllum væru kunn-
ar. Bar ræðumaður saman aö-
búnaö Akureyrar aö Útgerðar-
félaginu þar og Slippnum og
Reykjavikurihaldsins að Bæjar-
útgerö Reykjavikur og skipa-
smlðum. í Reykjavik eru iön-
fyrirtæki hrakin til nágranna-
byggða þvi þau fá ekki lóðir.
Ekki er það byggðastefnunni að
kenna.
Sigurjón Pétursson, talsmað-
ur-Alþýðubandalagsins, sagðist
geta tekiö undir margt, sem
Björgvin heföi sagt en vera þó
ánægður með skýrsluna. Hún
gæfi gott yfirlit yfir stöðu at-
vinnumála i Reykjavik. Hins
vegar væri byggðastefnan höfö
fyrir rangri sök. Það væri stað-
reynd, að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn hefði beinlinis hrakið
iðnfyrirtæki burt úr borginni.
Skeifan hefði átt að vera iðn-
aðarsvæði, en þriðja hverju
svæði þar væri úthlutað til
verzlana. Ekki yrði sú úthlutun
skrifuð á reikning byggðastefn-
unnar. Afleiðing þessa væri
m.a. sú, að iðnfyrirtæki, sem
hér hefði verið, væri uppistaöan
i heilum iðnaöarhverfum, sem
upp væru að risa annars staðar.
Fækkun fólks f framleiðslu-
greinum i Reykjavik væri hrein
afleiðing af stefnu borgarstjom-
armeirihlutans. Iðnfyrirtækin
biða þess ekki að kaupmenn
byggi yfir þau og leigi þeim svo
húsnæði, þau flytja úr borginni.
eins og reynslan sýnir, sagði
Sigurjón Pétursson.
Þannig ber ihaldsmeiri-
hlutinn, en ekki byggðastefnan,
meginábyrgð á þvi, hvernig
komið er i atvinnumálum
Reykjavikur.
Þ.Þ.