Tíminn - 24.08.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1977, Blaðsíða 9
Miövikudagur 24. ágúst 1977 9 Wvmmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Verð i lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaðaprent h.f. Valddreifing en samráð Verðbólgan á íslandi hefur verið svo langvar- andi og aðsópsmikil i þjóðfélaginu að hún er fyrir löngu orðin meira en efnahagslegt vandamál i þröngri merkingu orðanna. Hún er miklu fremur almennt þjóðlifsfyrirbæri, fastur liður i lifi þjóðarinnar. Það er þvi ekki að undra hve erfitt það hefur reynzt að ná tökum á henni, og það er þannig rangt, sem sumir hafa haldið fram, að helztu rætur hennar sé að finna i óskynsamlegum kjarasamningum einum saman. Að þvi leyti sem verðbólgan á rætur i kjara- ákvörðunum, er þar fyrst og fremst um það að ræða að kjarasamningar byggjast á tortryggni um framtiðina og vantrú á þvi að varanlegar lausnir finnist. Þess vegna hefur verið samið um miklar og hraðar hækkanir sem stæðust að ein- hverju leyti verðlagsþróunina um skeið. Það hefur verið margitrekað hér i blaðinu, að taka verður upp miklu.skipulegri aðferðir en tið- kazt hafa við undirbúning og gerð kjara- samninga. Þessi staðreynd liggur i augurh uppi, og hún skar i augu almennings nú á siðastliðnu vori. Það er full þörf á sérstakri stofnun sem starfar allt árið að kjararannsóknum og samningamál- um undir forstöðu rikissáttasemjara. Skýrari ákvæði þarf um það hvernig boðað verður til vinnustöðvunar. Kjarasamningar eiga að falla að rammasamningi sem spannar allan vinnu- markaðinn og kveður á um launamismuninn i þjóðfélaginu eftir þvi sem aðilarnir koma sér saman um. Sérstök fastanefnd launþega, vinnu- veitenda og rikisvalds á stöðugt að vinna að þess- um málum i tengslum við sáttasemjara. Með þessum hætti er unnt að tryggja rækilegan undir- búning og stöðug samráð til þess að eyða mis- skilningi og koma i veg fyrir óþarfa deilur og átök. Nú hefur það komið fram, að i svo nefndri verð- bólgunefnd rikisstjórnarinnar hafa verið ræddar tillögur sem ganga i þessa átt. Samkvæmt þeim hugmyndum er gert ráð fyrir þvi að fastanefndin hafi mjög viðtæk afskipti af kjaramálum, efna- hagsmálum og jafnvel skattamálum. Þessum hugmyndum ber að veita fulla athygli. Hins vegar er það varhugavert ef gert er ráð fyrir þvi að slik nefnd geti tekið sér eitthvað viðtækt vald. Fastanefnd um samskipti á vinnu- markaðinum getur ekki tekið sér nein þau völd sem að réttu lagi tilheyra stjórnvöldum. Stjórn- völd hljóta eftir sem áður að bera þá ábyrgð sem þeim er á herðar lögð samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins. Á sama hátt getur slik nefnd ekki komið i stað verkalýðshreyfingar og samtaka vinnuveitenda. Áform um að bæta aðferðir við gerð kjara- samninga eiga ekki að fela það i sér að valdinu sé safnað saman i eina greip. Slik samþjöppun valds til nefndar undir forsæti embættismanns stenzt ekki þær lýðræðiskröfur sem þjóðin gerir. Og slikt nefndarforræði samrýmist ekki þvi félaga- og samtakafrelsi sem fyrir er i landinu. Nýskipan samningamála á að miðast við skyn- samleg og hyggileg vinnubrögð innan ramma lýðræðis og félagafrelsis. Það er rangt að vald- dreifing og samningafrelsi launþega og vinnu- veitenda sé i eðli sinu óskynsamlegt. Það veldur alltaf hver á heldur að visu, en skynsamlegar lagfæringar ásamt nægilegri starfsaðstöðu við samningagerð ættu að færa þjóðina nær mark- miðunum en einhver „velferðarnefnd” sam- ábyrgðar og samþjöppunar valdsins yfir kjörum fólksins. JS ERLENT YFIRLIT Nýr yfirmaður banda rískrar leynilögreglu Carter þykir hafa heppnazt valið vel Frank Johnson ÞAÐ TÓK Carter forseta meira en hálft ár að ráða nýj- an yfirmann bandarisku leynilögreglunnar, Federal Bureau of Investigations, sem venjulega gengur undir skammstöfuninni FBI. Það er hlutverk FBI að njósna um hvers konar glæpastarfsemi innanlands. Engin bein tengsli eru milli FBI og CIA, sem annast njósnastarfsemina ut- an Bandarikjanna. Val á nýj- um yfirmanni FBI þótti nú sérlega vandasamt sökum þess, að mikil gagnrýni hefur beinzt gegn stofnuninni sið- ustu árin, þar sem hún er talin hafa farið út fyrir verkahring sinn með þvi að stunda póli- tiskar njósnir. FBI tók til starfa 1924. Edgar Hoover stjórnaði henni frá upphafi og þangað til hann lézt 1972 eða i 48 ár. Hann hlaut mikla frægð fyrirstjórn sina framan af, en eftir að siðari heimsstyrjöld- ina greip hann mikill ótti við kommúnista og þóttu störf stofnunarinnar bera mikinn keim af þvi, að hann gerði oft litinn mun á frjálslyndi og kommúnisma og hafði þvi ýmsa menn undir óréttmætum grun um byltingarfyrirætlan- ir. Þetta hefur verið að upplýsastmeira ogmeira eftir fráfall hans. Nixon gekk illa að finna eftirmann Hoovers, fyrst setti hann William C. Ruckelshaus til bráðabirgða, en hann þótti ekki duga, og sama gilti um Patrick Gray, sem einnig var settur til bráðabirgða. Að lokum skip- aði Nixon þekktan lögreglu- stjóra, Clarence M. Kelley, sem yfirmann stofnunarinnar, en hann hefur ekki þótt dug- andi stjórnandi. I forseta- kosningunum i fyrra deildi Carter á Kelley og lýsti yfir þvi, að hann myndi ekki láta hann stjórna FBI áfram, ef hann yrði kjörinn forseti. Kelley sá þvi' þann kost vænst- an að segja af sér og hættir hann um áramótin. ÞAÐ ER fyrst i vik unni sem leið, að Carter til kynnti valið á hinum væntanléga yfirmanni FBI. Fyrir valinu varð Frank John- sor. yfirdómari i Alabama. Sagt er, að Carter hafi boðið honum þetta embætti á siðastl. vetri, en Johnson þá hafnað. Carter skipaði þa nefnd til að annast val á yfir- manni FBI. Nefndin kynnti sér feril ekki færri en 235 manna, sem allir þóttu koma til greina, og valdi svo að lok- um 'úr hópnum fimm menn, sem hdni taldi alla vel hæfa. Enginn þeirra fann samt náð fyrir augum Carters eða Bell dómsmálaráöherra og varð þvi niðurstaðan sú, að Carter sneri sér til Johnsons aftur og lét hann þá loks tilleiðast. Oldungadeildin verður að staðfesta skipun Johnsons i embættið og þykir liklegt að húnmunigera það. Helzt þyk- ir liklegt, að Suðurrikjamenn muni beita sér gegn til- nefningunni, enda þótt John- son sé Suðurrikjamaður. Astasðan er sú, að Johnson hefur fellt ýmsa úrskurði, sem hafa bætt hlut blökkumanna i Alabama, og varð hann fræg- ur fyrir þessa úrskurði um öll Bandarikin á sinum tima. A þessum árum reis m.a. hörð deila milli hans og George Wallace, sem nú er rikisstjóri i Alabama en þeir Johnson og Wallace voru skólafélagar. Þegar þetta gerðist var Wallace undirdómari i Ala- bama, en Johnson hafði ný- lega verið skipaður yfirdóm- ari. Wallace ætlaði þá að nota dómaravald sitt til að leggja ekki fram kjörgögn, sem þóttu mikilvæg vegna deiiu, sem reis vegna kosningaréttar blökkumanna. Johnson hótaði honum þá hörðu og lét Wallace að lokum undan. Þeim Jenti oftar saman eftir að Wallace var orðinn rikisstjóri og hélt Johnson jafnan hlut sinum. Þrátt fyrir þessar deilur þeirra, hefur Wallace látið i ljós ánægju með útnefning- una. Jafnhliða þvi, sem Johnson hefur orðið þekktur fyrir frjálslyndi sitt i málum blökkumanna, hefur hann þótt strangur dómari, sem gengi fast fram i þvi að halda uppi lögum og rétti. Einum þekkt- um lögfræðingi varð að orði, þegar hann frétti af tilnefn- ingu Johnsons í embættið: Guð hjálpi Mafiunni. Meðal þeirra mála, sem Johnson hefur látið sig miklu varða, er meðferð fanga i Ala- bama. Hann hefur hvað eftir annað fellt dóma, þar sem að- búnaður fanga hefur verið vittur og úrskurðaður ósam- rýmanlegur þeim rétti, sem þeir eiga i stjórnarskránni. FRANK Johnson er 58 ára að aldri, fæddur 29. október 1918. Faðir hans hafði talsverð af- skipti af opinberum málum og var um skeið eini repubiikan- inn, sem átti sæti i fulltrúa- deild þingsins i Alabama. Frank Johnson hefur alltaf fylgt repúblikönum aö málum og réðu þvi ekki flokkslegar ástæður tilnefningu hans. Hann var alinn upp i héraði, þarsem bændur voru yfirleitt svo efnalitlir, að þeir höfðu ekki einu sinni efni á að hafa blökkumenn i þjónustu sinni. Johnson var strax á unga aldri hliðhollur blökkumönnum. Hann var i hernum öll styrjaldarárin og tók m.a. þátt i innrásinni i Normandi. Eftir heimkomuna las hann lög, og lét jafnframt talsvert til ein taka i hinum frjálslyndari armi repúblikana, sem studdi framboð Eisenhowers 1952. Eisenhower galt honum vel stuðninginn, þvi að hann skip- aði hann yfirdómara i Ala- bama 1955 og var Johnson þá yngsti maður, sem gegndi svo mikilvægri dómarastöðu i Bandarikjunum. Hann hefur nú gegnt þessari stöðu i meira en 20 ár við góöan orðstir. Johnson er sagður lifa ein- földu ogóbrotnu lifi. Hann hef- ur undanfarið búið i borgar- hverfi, þar sem búa bæði svartir menn og hvitir. Kona hans er kennari að menntun og kenndi hún um skeiö við skóla, þar sem eingöngu voru þeldökkir nemendur. Þau urðu fyrir þvi áfalli fyrir tveimur árum, að einkasonur þeirra, sem var orðinn 27 ára, fyrirfór sér. Það gefur nokkra hugmynd um þá stofnun, sem Johnson fær til yfirráða um áramótin, að starfslið hennar er talið vera um tuttugu þúsund manns. Sá maður,.sem stjórn- ar svo stórfelldu njósnakerfi, þarf bæði að vera dugandi og réttlátur. Af ummælum blaða má ráða að Carter þykir hafa tekizt vel, þegar hann valdi Johnson til þessa ábyrgðar- mikla starfs. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.