Tíminn - 24.08.1977, Qupperneq 10

Tíminn - 24.08.1977, Qupperneq 10
10 Miðvikudagur 24. ágúst 1977 Miðvikudagur 24. ágúst 1977 11 Egilsstaðaþorp á Völlum: Timamyndir : KS. par voru i; ir fáum ár um klapp- arholt :::: y Valaskjáll, félagshcimilið á Egilsstöðum, og jafnframt er þar rekið gistihús. Nú er verið að reisa nýja álmu við bygging- una. Egilsstaðaþorp á Völlum er eitt yngsta kauptún landsins og jafnframt það, sem hvað örustum vexti hefur tekið. Þar hafa húsin bókstaflega þotið upp á liðnum árum, og þar er nú miðstöð alls Fljótsdalshéraðs i svo til öllum greinum, og mun þó fyrirsjáanlega verða svo enn frekar á komandi árum. Og það er ekki aðeins, að Egilsstaðaþorp hafi tekið út mikinn og skjótan vöxt, heldur það getið af sér annað þéttbýli, sem að visu er mikluminna isniðum, i Fellnahreppi handan Lagarfljótsbrúar. Þar kalla menn ýmist Hlað- ir eða Lagarfell. Hér er hafin bygging menntaskóla Austurlands, er vafalaust hefur mikið gildi fyrir Egilsstaðaþorp og Fljótsdalshérað allt ar- sund Kirkjan á Egilsstöðum. Hún stendur á Gálgaás, þar sem forðum var aftökustaður, og eru mannabein frá þeim Uma varðveitt við kirkjuvegginn. Austfirðingafjórðungi. örskammt undan er einn mesti yndisblettur á íslandi, þar sem er Hallormsstaðarskógur. Þegar viðrar fyrir Norðausturland, eins og verið hefur siðustu ár, geta verið nær Miðjarðarhafshlýindi á Egilsstöðum. Á slikum dögum liggur móða yfir héraðinnu eins og gerist á heitum sumar- dögum suður i Evrópu. íbúar á Egilsstöðum nálgast nú óðfluga þús- undið, og getur þúsund- asti ibúinn bætzt við nú svo til hvaða dag sem er. Mun ekki fjarri lagi, að ibúaaukningin sé 5- 6% á hverju ári. Auk þess mun talsvert á annað hundrað manns eiga heima á Hlöðum, jafnvel hátt i tvö hundruð. Mikið af fólki flyzt þangað, en þótt það fólk geti verið á öllum aldri, er ungt fólk á Egilsstöðum hlutfalls- lega margt og stað- urinn barnmargur. Þótt þessi ungi bær Fyrr á timum voru Sey ðisf jörður og Búðareyri við Reyðar- fjörð Héraðsbúum eins konar dyr til umheims- ins. Svo er enn að vissu leyti, en auk þess hefur svo komið flugvöllur- inn á Egilsstöðum og akvegurinn um Jökul- dalsheiði vestur i Þing- eyjarsýslu, að visu ekki fær vegna snjóa allan ársins hring. En jafn- vel það stendur að ein- hverju leyti til bóta. Egilsstaðaþorp er fyrir löngu orðið miðstöð allrar verzlun- ar fjármála og at- vinnulifs á Héraði, þar er miðstöð allrar ferða- mannaþjónustu á Austurlandi, þar eru höfuðstöðvar þess iðnaðar á Austurlandi, sem ekki tengist sjávarafla,og þar er að risa höfuðvigi mennta- lifs og fræðslumála i Nýja mjólkurstööin, sem í byggingu er á Egilsstööum Bærinn séöur frá ööru sjónarhorni. tþróttavöllur til vinstri á myndinni þó vonlaust um, að heitt vatn náist úr jörðu i viðráðanlegri fjar- lægð — i Fellunum handan Lagarfljóts. gerði ekki betur i fram- tiðinni en halda i það fólk, sem þar elzt upp, eða sem þvi svarar, er fyrirsjáanlegt, að byggðin mun enn vaxa til mikilla muna á kom- andi árum og vel getur svo f arið, að þetta verði fjölmennasti bær á Austurlandi. Helzt bagar það Egilsstaðaþorp, að það á ekki völ á heitu vatni til upphitunar á húsum, og stórlega skortir á, að Austurland hafi næga raforku. Ekki er og þar skerast leiðir úr Fellum, Hróarstungu, Hlið og Jökuldal, Eiða- þinghá og Hjalta- staðarþinghá og Borg- arfirði, Skriðdal, Skóg- um og Fljótsdal, og þaðan liggja þrjár leiðir niður — til Seyðisfjarðar, Reyðar- fjarðar um Skriðdal yfir Breiðdalsheiði. Loks er svo fjórða leiðin, sem liggur á firði út af úthéraði — sú til Borgarfjarðar. Þannig er Egils- staðaþorp sérstaklega vel i sveit og kjörinn staður til þess að vera miðdepill margra sveita og viðlendra byggðarlaga. Mjór visir hefur þvi orðið upphaf mikillar sögu, sem þó hefur ekki enn gerzt nema að litlu leyti, þegar Kaupfélag Héraðsbúa hóf verzl- unarrekstur á Egils- stöðum. Mun fæsta hafa grunað þá, að svo ör þróun myndi á eftir fylgja, og kannski eiga lika meiri tiðindi eftir að gerast i byggðar- sögu Egilsstaða á næstu áratugum en við gerum okkur grein fyrir nú. Eitt þeirra stór- virkja, sem menn biða eftir, er gerð nýs flug- vallar i stað þess, sem nú er og liggur mjög lágt, svo að vatnsagi er til baga. Sá flugvöllur verður að visu nokkru fjær bænum en hinn gamli, i grennd við Rauðholt i Eiðaþinghá, en þó skammt undan. Á Egilsstöðum eru krossgötur. Þar um liggur hringvegurinn Egilsstaöaþorp — þaö leynir talsvert á sér, þar sem bæjarstæöiöer mishæðótt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.