Tíminn - 24.09.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.09.1977, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 24. september 1977 Um dreifingu bú- setunnar Þvi er mjög haldiö á lofti aö fólki fækki i Reykjavik og jafnvel á höfuöborgarsvæöinu. Þetta kann aö vera rétt i óverulegum mæli. Hérerekkium fækkun ibúa aö ræöa gagnvart landsbyggö- inni, heldur ber á tilflutningi frá höfuðborgarsvæöinu til útlanda. Orsakireru fyrirþessari tilfærslu eru ekki ljósar. Sennilega ráða hér um atriði, sem eru allri byggöaþróun óviökomandi. Mönnum er mjög tamt aö miöa byggðaþröun viö starfstima byggðasjóös en hann hóf starf- semi sina i núverandi mynd i árs- byrjun 1972. Nú er orðið algengt i hagskýrslum að draga saman Reykjavik og Reykjanessvæöiö sem eina heild. Þetta er m.a. gert af hagræðisdeild Reykjavikur- borgar enda er svæöiö aö veröa ein atvinnuheild þrátt fyrir skiptingu þess i Suöurnes og Inn- nes. Hlutfall Reykjanessvæöisins i ibúafjölda i heild var 1972 59.3% og er 59.2% . Þetta þýðir að Faxa- flóasvæðið heldur svo til óbreyttu ibúahlutfalli, þrátt fyrir nokkra búseturöskun úr landi. A sama tima er ibúahlutfallið á Vestur- landi 6.4% bæöi 1972 og 1976. A Vestfjörðum hefur ibúahlutfall lækkaö úr 4.7% i 4.6%. Norður- landiö hefur hækkaö sigúr 15.5% i 15.6%. Austurlandiö hefur hækkað sig úr 5.4% i 5.6%. En Suöurlandið hefur lækkaö sig úr 8.7% i 8.6%. Sé þetta skoöað i töl- um, hefur fbúaröskun á Faxaflóa- svæöinu veriö 220 manns gagn- vart öðrum landshlutum. Sama þróun er á Vestfjöröum og Suður- landi. Þetta er alls tilfærsla um 660 manns, þar af hefur Norður- land fengið 220 manns og Austur- land 440 manns. Þetta sýnir á ó- tviræðan hátt aö búsetuþróunin stefnir til jafnvægis hægt en markvisst. Um mannaflaaukningu i atvinnurekstri Mannaflanotkun er aö mestu metin eftir slysatryggðum vinnu- vikum. Á timabilinu 1%3-1975 haföi ibúum fjölgað um 17.1% og nýting vinnu þeirra aukizt um 19.65% þ.e. færri Ibúar á bak viö hvert mannár. A Faxaflóa- svæöinu haföi ibúum fjölgað um 23.4%, en mannaflanýtingin aukizt um landsmeöaltal. A Vesl fjöröum fækkar Ibúum aöeins þessu tímabilien mannaflanýtinD vex um 47.5%. A Norðurlandi vestra fækkar Ibúum aöeins en mannaflanýtingin vex um 34.8% A Austurlandi fjölgar ibúum ui 11.6% en mannaflanýtingin eyki um 20.2%. Á Norðurlandi eystr- er fólksfjölgunin um 15.2% og aukning mannaflanýtingar 17%. A Vesturlandi ogSuöurlandihelzt ibúaaukning og aukin mannafla- nýting i hendur. Þetta timabil sem viö er miðaö nær bæöi til samdráttaráranna og uppgangs- áranna eftir 1970 og ætti að sýna rétta mynd af þróuninni. Stað- reyndin er sú aö á Faxaflóa- svæöinu heldur aukning á vinnu- aflsnýtingu ekki i viö fólksfjölda- aukningu. Hins vegar kemur þaö athyglisveröa i ljós aö úti á landi veröur stórbætt nýting á vinnu- afli. Arið 1963 var vinnuaflsnýting bezt á Faxaflóasvæðinu en veru- lega lélegri I öörum landshlutum. Þaö sem hefur átt sér staö er ein- faldlega aö i staö verulegs at- vinnuleysis t.d. á Vestfjörðum og Noröurlandi vestra, er komin full nýting vinnuafls. Reyndar má draga sömu niöurstööur af þróun- inni á Austfjöröum og Norður- landi eystra. Uppgangur þessara landshluta er ekki vegna til- flutnings fólks heldur vegna þess aö meö uppbyggingu framleiöslu hefur atvinnuleysi verið útrýmt og vinnuafliö er nýtt heima fyrir i staö þess aö hverfa i aöra lands- hluta. Um staðsetningu þjón- ustustarfseminnar Sé mannaflaþróun eftir slysa- tryggöum vinnuvikum athuguö, kemur i ljós, aö notkun vinnuafls i landbúnaði og sjávarútvegs- greinum minnkar, og stendur í staö I úrvinnslugreinum. Þaö er hlutfallslega samdráttur i al- mennum iðnaði og samgöngum, en aukning i byggingaiðnaöi. Um 58.45% þess fjölda sem leitaði inn á vinnumarkaöinn 1963-1975 fór i þjónustugreinar, þar af 30.25% i opinber þjónustustörf. Sé litiö á Reykjavik eina sér, kemur I ljós að88.8% af nýju vinnuafli leitaöi i þjónustugreinar, þar af 42.7% i opinbera þjónustu. Alls var aukn- ing i þjónustugreinum 15946 mannár, þar af voru þau i Reykjavik 9489, eða 59.5% af aukningu I þessum greinum. 1 viðskiptum var mannaflaaukning 5059 mannár, og þar af i Reykja- vik 3142 mannár eöa 60.9%. 1 þjónustu var aukningin 2636 mannár og þar af 1779 i Reykja- vik, eða 67.4% af aukningu. Þessi samanburður tekur af allan vafa um hvar báknið er staösett i þjóö- félaginu. Um 62.6% af vinnuafli i þjónustugreinum er staösett i Reykjavik, og um 12.4% af vinnu- afli i þessum greinum er staösett á Reykjanessvæöinu. Faxaflóa- svæðiö er með 75.5% af þjónustu- starfsemi I landinu. Þetta sýnir þaö svo ekki veröur um villzt, aö þróun Faxaflóasvæöisins byggist á þjónustugreinum, eða með öör- um oröum á þjóöfélagsbákninu. Þetta er máski ástæöan til aö for- ráðamenn Reykjavikur eru mjög uggandi um sinn hag. Þaö er hins vegar alveg ástæöulaust, á meö- an landsbyggöin annast fram- leiðsluaukninguna. Um þróun i framleiðslu- greinum Það hefur komið fram i mál- flutningi forvigismanna Reykja- vikurborgar að samdráttur i sjávarútvegsgreinum hafi átt stóran þátt i hnignun atvinnulifs i borginni. A timabilinu 1963-1975 hafa sjávarútvegsgreinar dregiö til sin um 6.3% af vinnuaflsaukn- ingunni i landinu, en hlutur þeirra i heildarvinnuafla þjööarinnar hefur lækkaö um 2.9%. t Reykja- vik lækkaöi hlutur þessara greina um 3.64% og mannárum fækkaöi um 817 i sjávarútvegsgreinum. Heföi Reykjavik haldiö óbreytt- um hlut sjávarútvegsgreina i heildarmannafla i borginni, eöa 6.7%, hefði átt aö vera i þessum greinum 2881 mannár 1975, i staö 2153 mannára. Þetta er aukning um 728 mannár, sem er 42% af mannaf laaukningu i þessum greinum I landinu á timabilinu. Ef miöaö er viö landshlutana utan Faxaflóasvæöisins myndi þetta nema um helmingi af vinnuafls- aukningu I þessum greinum. Sé miðað viö aö fólki fjölgi ekki i þessum greinum verulega, heföi þessi tilfærsla þýtt samdrátt á landsbyggöinni. Þetta heföi þýtt gömlu dagana, þegar hundruö manna þyrptust suöur i atvinnu- leit. Ljóst er að þetta leysir ekki vanda höfuöborgarsvæöisins, en getur kippt fótunum undan fram- leiðslustarfsemi dreifbýlisins og þjóöfélagsins um leiö. Þaö var- hugaveröa viö vinnuaflsþróunina i landinu er, hve vinnuaflsnotkun i byggingaiönaöi hefur aukizt úti um landið, um 46% mannafla- aukningar i þessari grein er utan Faxaflóasvæöisins, þar af tæp- lega helmingur á Suðurlandi. Um tekjuþróunina Þvi hefur verið haldiö fram að tekjuaukning hafi veriö meiri i öðrum landshlutum en Reykja- vik. Þetta getur veriö rétt, ef ein- göngu ermiöaö við hlutfallstölur. Á árunum 1972-1975 hækkuöu meðaltekjur á ibúa um 166% aö meðaltali i landinu. Aukningin var mest á Austurlandi 182%, þar næst á Vestfjörðum um 180%, Noröurlandi vestra um 180%, Noröurlandi eystra um 173% og Reykjanesi 169%. Meöaltekjur á ibúa voru 1975 kr. 542 þús. i land- inu. Þær voru hæstar i Reykjavik kr. 571 þús. á ibúa, þar næst á Reykjanesi kr. 554 þús. á ibúa og á Vestfjörðum 548 þús. á ibúa. Aðrir landshlutar voru unair landsmeðaltali. Sú breyting sem átti sér stað á þessum árum er sú aö Vestfiröir voru nú hærri en landsmeðaltal, en ekki 1972. Ariö 1972 féllu i hlut Reykjavikur 43% framtalstekna einstaklinga en 1975 40.8%. Þetta er tilfærsla um 2.2%. Reykjanes hefur hækkað um 19.7% I 21.2% eöa 1.5%. önnur tilfærsla er óveruleg, 0.1% til Vestfjarða og Noröurlands vestra. Til Noröurlands eystra 0.4%, Austurlands 0.3%. En á Suðurlandi lækkaði hlutfalliö um 0.2%. Þetta sýnirað tekjutilfærsl- an er mest til nágrannabyggö- anna. Þess er einnig aö geta, að Reykjavik er með hærra hlutfall i tekjum en ibúafjölda, um 2.2%. Reykjanes einnig um 1.5% Vesturlandið nær þessu ekki. Vestfirðir eru með sama hlutfall. Noröurland vestra vantar upp á þetta. Noröurland eystra einnig, svo og Suöurland og Austfiröi. Þetta sýnir ljóslega aö ekki hefur tekizt að rétta tekjuþróunina við dreifbýlinu i hag. Þó hefur bilið minnkaö. Ibúatekjur eru lang- hæstar I Reykjavik. Reykjavik fær i sinn hlut stærri skerf en sem svarar eölilegu hlutfalli. Um tekjuþróun eftir starfsgreinum Þaö er eftirtektarvert i hvaöa greinum tekjuaukning lands- byggöarinnar kemur fram. Tekj- ur framteljenda í frumgreinum hækkuöu 1972-1975 aö meöaltali um 162%. Mest var aukningin á Vestfjöröum 188%, á Noröurlandi vestra um 185%, á Noröurlandi eystra um 171% og Austurlandi um 170%. Aörir landshlutar ná ekki landsmeðaltalshækkun á framteljanda i frumgreinum. 1 úrvinnslugreinum er dæmiö þannig: Landsmeöaltal hækkaöi um 161%. Mest var aukningin á Austurlandi 177%, Noröurlandi vestra og Suöurlandi 169% og á Noröurlandi eystra 163%. Þetta sýnir ljóslega aö stóraukin fram- leiösla og úrvinnsla I þessu sam- bandi hefur átt drýgstan þátt í þvi aö lyfta landsbyggöinni. Þetta ber vott um heilbrigða stefnu I at- vinnumálum, þar sem byggt er upp neöan frá. Viö frekari samanburökemur i ljós, aö fram- leiösluþróunin hefur haft örvandi áhrif á tekjur þeirra framtelj- enda úti á landsbyggðinni, sem stunda þjónustustörf. Meöaltals- hækkun á framteljenda I þjón- ustugreinum var 156%. A Vest- fjörðum reyndist hækkunin var 179%, á Noröurlandi vestra 169%, Noröurlandi eystra 167% og Austurlandi 166%. Þrátt fyrir að þetta sé mjög gleöileg þróun, er ljóst að tekjujöfnuöur hefur ekki náðst á milli landssvæða. Reykja- vik og Reykjanessvæöi hefur yfir- buröi i tekjuöflun, þar falla til hærri meðaltekjur á ibúa og er eini hluti landsins, þar sem tekju- hlutfall er hagstæöara en ibúa- hiutfall. Um sérréttindi i tekju- öflun Þaö er ekki nóg meö þaö, aö I hlut Reykjavikur komi hærra tekjuhlutfall en ibúahlutfall, heldurer verulegur munur á hlut- falli borgarinnar i álagningar- tekjum sveitarfélaga og Ibúahlut- falli. 1 hlut Reykjavikur komu 1976 um 44% af öllum álagningar- tekjum sveitarfélaga, sem er 5.8% hærra en nemur ibúahlut- falli. Þetta lætur nærri aö vera 772 millj. kr. Þar af er tilfærsla frá sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæöinu 51 millj.eöa 6.6%. Sé Reykjaneskjördæmið reiknaö sem heild, er tilfærslan um 2%. Tilfærslan frá öðrum landshlut- um er sem hér segir: Vesturland og Norðurland vestra 19% hvort, Suðurland 21%, Noröurland eystra 18% og Austurland 15%, Vestfiröir 6%. 1 hlut Reykjavikur kom 41.2% allra útsvara, um 46.2% allra fasteignaskatta og 54.4% allra aðstööugjalda I land- inu. Forskot Reykjavikur I tekju- öflun stafar aö mestu af þvl, hve abstaða borgarinnar til álagning- ar fasteignaskatta og aðstöðu- gjalda er betri en úti um landið. Matsverð fasteignaskatta er verulega hærra en annars staðar á landinu. Verulegur hluti aö- stöðugjaldanna er vegna aðstöðu höfuðborgarsvæðisins. Arið 1972 fékk Reykjavik i sinn hlut 9.5% stærri sneið af tekjuköku sveitar félaga en ibúahlutfall 1973 var þetta 8.5%, og 1974 var talan 7.2% en 1975 var hlutfalliö 6.5% og 1976 5.8%. Þetta sýnir ljóslega, að höfuðborgin býr viö forréttindi um álagningarmöguleika, sem að verulegu leyti byggjast á höfuö- borgaraðstöbunni. Þessi munur fer hægt minnkandi og þarf aö hverfa i framtiöinni. Þaö gerist ekki nema meö breyttum reglum jöfnunarsjóðs. Þessi samanburö- ur sýnir ljóslega, aö ekki þarf Reykjavik að kvarta yfirhlut sin- um gagnvart öörum sveitarfélög- um. Um endurskoðun reglna jöfnunarsjóðs Eins og kunnugt er var jöfn- unarsjóöi sveitarfélaga ætlað aö jafna aöstööuna á milli sveitarfé- laga. Hins vegar hefur raunin oröið sú, aö mestum hluta af fé hans er úthlutað eftir höföatölu- reglu. Nú á siðari árum er aö vaxa skilningur á þviaönauösyn- legt sé aö nota fjármagn sjóösins til þess að jafna greiðslubyröi á millisveitarfélaga, og til aö jafna kostnað við tiltekin verkefni. A siöasta ári var i fyrsta sinn farið að úthluta aukaframlögum úr sjóðnum með þaö í huga að skapa álagningarjöfnuö, mibaö við aö eðlileg tekjunýting næðist. Þessu veröurað fikra i áttina til þess aö sem mestur jöfnuöur náist, þegar tekjustofnar eru fullnýttir. Einn meginvandinn i álagningarmál- um sveitarfélaganna er hve aö- staöa þeirra til álagningar aö- stööugjalda er misjöfn. Tilfærsl- an á þessum tdtjumöguleika til Reykjavikur er um 354 millj. kr. Vlða úti um land er aöalálagn- ingarstofninn sjávarútvegur, sem er lögverndaður gagnvart að- stöðugjaldi i sambandi viö aörar greinar. Nú er komin svonefnd flöt útsvarsprósenta og fastir fasteignaskattar meö álags- heimildum. Það virðist þvi eðli- legt aö eins verði meö aðstööu- gjöldin. Akvæöi verði um fasta prósentu, sem megi vikja frá til hækkunar eöa lækkunar. Það leynir sér ekki að sum sjávar- sveitarfélögin búa af þessum ástæöum viö óeðlilega þrönga álagningaraðstööu, miðað við þau sveitarfélög, sem geta lagt að- stöðugjöld á iðnað og verzlun. Um nýskipan byggða- mála A fyrra ári tók til starfa byggðadeild innan Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Þegar er komin nokkur reynsla á starf- semi byggðadeildar, sem bendir til þess aö þessi skipulagsbreyt- ing hafi orðið til bóta. Nú viröist sem sú stefna byggðadeildar að gera úttektir á staðbundnum vandamálum, sé að vinna sér sess. Þetta eru algjör straum- hvörf frá þeim vinnubrögðum, þegar áætlunargerðin var látin taka mörg ár og meginniðurstað- an var oftast haglýsing nokkurra niðurstaöna, sem oftlega var miðuð við annað ástand heldur en rikir, þegar áætlunargeröinni lauk. Við höfum glögg dæmi um þetta, þar sem er samgönguáætl- un Norðurlands og byggða- þróunaráætlun fyrir Noröur- Þingeyjarsýslu. Þessar áætlanir eru nánast yfirlitsrit, en ekki raunhæfar áætlanir, sem leysa þörf liðandi stundar. Það er engin trygging fyrir þvi aö f jármagns- fyrirgreiðsla fáist sérstaklega til aö vinna aö þessum áætlunum. Svo virðist sem ekki sé nægilegt samspil á milli lánastefnu byggðasjóös og áætlanagerðar i Framkvæmdastofnun. Á meðan svo er, tilheyra áætlanageröirnar frekar bókmenntagerð en byggöaaðgerðum. Óhætt er aö fullyrða, aö þeir menn sem standa fyrir byggöadeildinni stefna að breytingu i þessu efni. Vafalaust er við ramman reip aö dragaað ráða hér bótá tilviljana- kenndri útlánastefnu byggða- sjóös. Um næstu byggða- þróunarverkefni Hér í þessu máli hafa veriö færð rök að þvi, að uppbygging byggö- anna hefur byggzt á framleiðslu- stefnu, sem um leið er atvinnu- bylting I sjávarútvegi. Ljóst er aö draga veröur úr þorskveiðum um sinn, til aö vemda hrygningar- stofninn. Ekki verður hjá þvi komizt, aö sú uppbygging sem átt hefur sér stað i öflun veiðitækja og uppbyggingu vinnsluaðstöðu, er búin að ná hámarki um sinn. Þetta mun þýöa hæga stöövun i atvinnuvali I mörgum sjávarstöö- um, og e.t.v. atvinnuleysi. Þess vegna er nauösynlegt aö lands- byggðin láti ekki hlut sinn eftir liggja að taka þátt i uppbyggingu iðnaðar i landinu. Hér hljóta menn aö leiða hugann aö úr- vinnslu hráefna frá landbúnaöi og sjávarútvegi, og vinnslu jarö- efna. Þetta er stærsta verkefniö i byggöaþróun á Noröurlandi nú. Taliö er aö skapa megi um 1000 atvinnutækifæri I ullar- og skinnaiönaöi á næstu árum. Reynsla erkominá, aö hægt er aö dreifa þessum iönaöi I hæfilegar einingar, meö markaös- og fram- leiöslusamstarfi. Viöa eru ónotuð verömæt jaröefni. A þessu sviöi þarf landsbyggöin aö hefja nýja framleiðslustefnu, sem byggist á Islenzkum hagsmunum. Hins vegar náum viö ekki þessu mark- miöi, ef Noröurlandiö veröur ekki samkeppnisfært I orkubúskap þjóöarinnar. A siöustu árum hef- ur veruleg aukning vinnuafls leit- aö i þjónustugreinarnar. Hér hef- ur landsbyggðin búiö viö skaröan hlut. Þessu verður aö breyta meö eölilegri stofnanatilfærslu, og meö bættri aðstööu fyrir einka- aðila i þjónustustarfsemi aö setj- ast aö utan höfuðborgarsvæöis- ins. Þess vegna er uppbygging þjónustustofnana mikilvægt byggöamál. Niðurlagsorð I upphafi þessarar skýrslu minnar drap ég á að búiö væri að segja sundur friöum byggða- stefnu á íslandi. Sé litið á málið i viöara samhengi markast byggbastefna siðustu hundrað ára af tvennu. 1 fyrsta lagi stefnu Jóns Sigurðssonar, aö byggja upp Framhald á bls. 19. * Askell Einarsson: Byggða an er m LS áJ Annar hluti tefn- Lallr- ar þjóða ri nri lar Ur skýrslu framkvæmdastjóra á Fjórðungsþingi Norðlendinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.