Tíminn - 24.09.1977, Qupperneq 15

Tíminn - 24.09.1977, Qupperneq 15
Laugardagur 24. september 1977 15 SAMSKIPTI SOVÉTRÍKJANNA OG ÍSLANDS t tilefni af heimsókn Geirs Hallgrimssonar og konu hans til Sovétrikjanna hefur Vladimir Zagvozkin, fréttamaður hjá APN skrifað eftirfarandi grein um samskipti Sovétrikjanna og tslands: í ár hafa Sovétmenn og Is- lendingar undirritað mikilvæg skjöl um samstarf sin á milli. t apríl þegar Iskof, sjávarútvegs- ráðherra Sovétrikjanna var á ferð í Reykjavik, var undirritað samkomulag um visinda- og tæknilegt samstarf á sviöi fisk- veiða og sjávarrannsókna. 1 ágúst var svo undirritað i Moskvu fyrsta langtima sam- komulagið milli sovézka fyrir- tækisins Centrosojus og Sam- bands islenzkra samvinnu- félaga. Sovézki aðilinn mun selja til Islands framleiðsluvör- ur og hráefni en SIS selur skó- fatnað, prjónavörur ofl. til Sovétrikjanna. Þessir samning- ar marka nýjan áfanga i' við- skiptatengslum landanna og sýna fram á góðar framtiðar- horfur. Siaukin viðskipti eru áþreifanlegt dæmi um eflingu efnahagslegssamstarfs sem eru báðum löndunum i hag. A und- anförnum árum hafa Sovét- menn gerzt stærsti kaupandi is- lenzkra fiskafurða og greiða fyrir þær stöðugt verð. Nægir að minna á samning sem undir- ritaður var i upphafi þessa árs milli sovézka fyrirtækisins „Prodintorg” og tveggja is- lenzkra — Sölufélag hraðfrysti- húsaanna og Sjávarafurða- deildar SIS — um sölu á miklu magni af frystum flökum og hraðfrystum fiski. Kaup Is- lendinga á oliu og oliuafurðum frá Sovétrikjunum stuðluðu mjög að þvi að þeir uppliföu ekki orkukreppu á borð við mörg önnur Vesturlönd. Auk þess flytja Islendingar inn frá Sovétrikjunum við, bila (u.þ.b. 10% af bilum islendinga eru sovézkir), tæki og vélar, auk málma. Þegar á heildarviðskipti Is- lendinga er litið kemur I ljós að 10% þeirra eru við Sovétrikin og er sú tala frá 1975 en árið 1972 var hlutfallið 6,5%. Sovétrikin eru i þriðja sæti hvað útflutning varðar og i fjórða sæti af inn- flytjendum. Allt frá árinu 1971 hafa við- skipti landanna byggzt á lang- timasamningum. Frá 1. janúar 1976 er i gildi fimmárasamning- ur um viðskipti, og samstarf þróast með góðum árangri á sviði tækni og visinda, einkum hvað snertir jarðfræðilegar og jarðeðlisfræðilegar rannsóknir. Samstarf rikjanna hefur tekið á sig nýtt og heilladrjúgt form með smiði raforkuversins I Sig- öldu sem Sovétmenn taka þátt i. Þetta orkuver gegnir þýöingar- miklu hlutverki i orkumálum Islendinga. Vélasamstæður orkuversins voru fluttar inn frá Sovétrikjunum og hin fyrsta þeirra er þegar farin að fram- leiða orku. Þess er vænzt að viðskipti landanna verði talsvert meiri á þessu ári en i fyrra. Þá hefur einnig samstarf á sviði menningar, visinda og iþrótta aukizt. Löndin skiptast á sendinefndum af ýmsu tagi, ferðamannahópum og þing- mannanefndum. Sovézkir leik- stjórar og balletmeistarar hafa starfað við islenzka Þjóðleik- húsið og sett þar á svið leikrit Gorkis „Náttbólið” og ballett- inn „Ys og þys út af engu” eftir Tihon Hrennikof. Ekki alls fyrir löngu kom sovézki dansar- inn Maris Liepa heim frá Reykjavik þar sem hann tók þátt I sýningum á þessum balletti. Við komuna til Moskvu sagöi Liepa við fréttaritara blaðsins „Sovétskaja kúltúra”: „Islenzki ballettinn er enn mjög ungur að árum og frumsýningin á þessum gamanleik Shake- speares var fyrsta sýningin i mörgum þáttum sem hann setur á svið. Dansararnir eru einnig mjög ungir. Ég sannfærðist um óvenjulegt næmi, alvöru og framtiðarhorfur þessa hæfi- leikafólks.Þetta eru einmitiþau einkenni sem gefa bjartastar vonir I sambandi við framtiö is- lenzka ballettsins”. Um kynni sin af íslendingum segir Maris Liepa: „Ég varð fyrir ógleymanlegum áhrifum af samskiptunum við þetta fólk, sem er gestrisið, vingjarnlegt og mjög vinsamlegt i garð Sovétmanna. I stuttu máli sagt, þessar tvær heimsóknir til Is- lands færðu mér mikla gleði, bæði frá sjónarhorni listarinnar og einfaldlega manneskjulegu sjónarhorni”. Gagnkvæmar heimsóknir og tengsl stjórnmálamanna hafa einnig mikla þýðingu i sam- bandi við eflingu vinsamlegra samskipta rikjanna 20. sept. s.l. kom Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra tslands i opin- bera heimsókn til Sovétrikj- anna. Þetta er önnur heimsókn hans til Sovétrlkjanna en þangað kom hann árið 1971, þegar hann var borgarstjóri Reykjavikur. I viðtali við sovézka blaðið Isvestia sem birt var á föstu- daginn var, sagði Geir Hall- grimsson, að „tslendingar eru hlynntirslökun spennu á alþjóð- legum vettvangi... Þeir fylgja stefnu áframhaldandi bætts andrúmslofts i alþjóðamálum, i anda Helsinkisáttmálans”. Einnig lét forsætisráðherrann i ljósi þávonaðheimsókn hans til Sovétrikjanna yröi til þess að efla enn frekar friðsamlegt og vinsamlegt samstarf landanna tveggja. Jákvæð reynsla af þróun sovézk-islenzkra samskipta á undanförnum árum er til vitnis um raunhæfa möguleika á efl- ingu samstarfs milli rikja sem búa við ólik þjóðfélagskerfi. Mikilvægt er, aö þetta samstarf er eitt af áþreifanlegum *já- kvæðum dæmum um raunhæfa framkvæmd á slökun spennu i alþjóðamálum, i samræmi við Helsinkisáttmálann og hags- muni Evrópuþjóða. Kristján B. Þórarinsson: Opið prófkjör er lýðræðislegt Nú er senn komið að þvi að is- lenzkir stjórnmálaflokkar fari að ganga frá vali frambjóðenda ( sinna i hinum ýmsu kjördæmum landsins. Viða er það þannig að full- trúaráð, kjördæmaráð eða flokksfélög ráða vali frambjóö- enda. Sum þessara félaga eöa sérsambanda flokkanna hafa efnt til prófkjörs, en önnur hafa ákveðið röðun frambjóðenda sinna á þann hátt, að fámennir, einangraöir hópar manna ganga frá uppstillingu lista sinna. Þar er Alþýðubandalagið fremst i flokki. Aðrir flokkar hafa prófkjör, sem bundin eru við flokksfólk eingöngu, eins og til dæmis Framsóknarflokkur- inn. Opin prófkjör, eins og Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa notazt við, þykja heppi- legri að þvi leyti til, að almenn- ingur á kost á aö velja sér fram- bjóðendur, án tillits til þess, hvort það er flokksbundið eða ekki. Lokuð prófkjör, eins og Framsóknarflokkurinn viöhef- ur, eru ekki til þess fallin að opna hann, heldur einangra. Það eru ekkimargir sem áhuga hafa á að flokksbinda sig til þess eins að fá aö styðja einhvern ákveðinn mann. Heyrzt hefur að Framsóknar- félögini Reykjavik muni ætla að efna til prófkjörs i haust, og til þess að forðast örtröð og smöl- un, verði reynt að hindra inn- töku nýrra félaga. Prófkjörið yrði þvi takmarkað við þá félaga, sem flokksbundnir væru, er áskorun um prófkjör kæmi fram. Mér finnst, eins og mörgum öðrum, að ekki megi eiga sér stað að takmarkaður fjöldi flokksbundinna manna fái rétt til að ákvarða hverjir vera skuli frambjóðendur flckka i kosn- ingum. Það útilokar fjöldann allan af fólki, sem reiðubúið er að kjósa flokkinn i almennum kosningum, ef farið væri að á þann hátt, að allir sem vildu, gætu stutt við bakið á þeim, er þeirvildu fá sem fulltrúa sina á þingi. Þannig væri komið til móts við þá hugmynd, aö fólk fengi að kjósa persónubundinni kosningu. Mér finnst það bera vott um þröng sjónarmið og úreltan hugsunarhátt að láta fámenna sérhagsmunahópa, eða þá tak- markaða hópa áhugamanna um stjórnmál, ráða þvi, hverjir gæta skuli fjöreggs islenzku þjóðarinnar. Með þessuerég ekki að segja, að þeir sem sitja á þingi, séu ekki vel að þvi komnir, eða þá að þeir séu ekki störfum sinum vaxnir. Mér finnst einfaldlega, að enginn geti litið svo á, að um leið og hann kemst á þing, eigi hann að sitja þar unz yfir lýkur, heldur eigi hann að veita kjós- endum tækifæri, i lýðræðisleg- um kosningum, tilað dæma þau störf, er hann hefur innt af hendi. Það hlyti að verða við- komandi þingmanni, sem hlotið hefði endurkosningu, styrkur og örvun til að halda áfram störf- um sinum. Sagt er, aö þegar ungur mað- ur, fullur af áhuga á að láta að sér kveða i mótun stefnu þjóðar- innar, komi á þing, sé hann lit- inn hálfgerðu hornauga af eldri þingmönnum, og þá gjarna þeim, sem gert hafa þing- mennsku að ævistarfi sinu. Ég skora þvi á framsóknar- menn, hvar sem þeir eru á land- inu, að sýna þann kjark aö leyfa óflokksbundnu framsóknarfólki að taka þátt i vali þingmanns- efna á lista flokksins i öllum kjördæmum landsins. Annað er kjarkleysi, og ekki megum við vera lakari en kratar. Lokur settar í Lagarfljóts- virkjun til að safna vatni GV-Reykjavik. — 1. september voru settar lokur I Lagarfljóts- virkjun til að safna vatni ef unnt væri, vegna mikilla þurrka hér á Austuriandi, sagöi Jón Kristjáns- son i viðtali við Timann. Þetta er gert mánuði fyrren ætlað var, þvi það þótti vissara, en það hefur ekkert safnazt fyrir og er litið vatn í Fljótinu núna.Þessar lokur voru settar upp i fyrsta skipti i fyrra, vegna þurrkana i fyrra- sumar en það verður að taka iokurnar úr á sumrin vegna þess að vatnsboröshæðin hækkar svo, að það flæöir yfir bakka fljótsins. Þetta er náttúruverndarráðstöf- un en lokurnar eru svo settar í á haustin. Auglýsið í Tímanum Byggingaframkvæmd- ir á Egilsstöðum GV-Reykjavik—Hérá Egilsstöð- um eru miklar byggingafram- kvæmdir og er slegizt um hverja hönd. Það vantar vinnuafl eins og er, eins og ofter á haustin, sagði Jón Kristjánsson innkaupastjóri á Egilsstöðum. — Bygging Menntaskóla Austurlands er vel á veg komin, enverið er að steypa upp 1. hæð, mötuneyti og fyrsta á- fanga heimavistarinnar, og byrj- að er að slá upp fyrir annarri hæð hússins. — I sumar var byrjaö á bygg- ingu heimilis fyrir vangef na og er búiö aðgrafa grunninn og steypa undirstööur. Verkið var boðið út i sumar og sér Húsiðjan h.f. á Eg- ilsstöðum um framkvæmdirnar. — Unnið er að byggingu mjólk- urstöövar hér, og veröur þeirri byggingu væntanlega lokið á næsta ári. Byggingin er nú fok- held og er nú vinna inni i bygging- unni hafin. Hér er einnig verið að byggja fjölbýlishús og fjöldi Ibúð- arhúsa er i byggingu. Rafveitur rikisins eru aö byggja hér birgða- skemmu. —■ Um vegagerðarframkvæmd- ir er þaö aö segja að nú er lokið oliumalarlagningu á um hálfs kilómetra kafla, og veröur annar götukafli undirbyggöur I haust. Oliumölin er blönduð heimafyriij og er nú verið að vinna að þvi að blanda og undirbúa lagningu. Nú er einnig veriö að undir- byggja vegarkafla frá Egilsstöö- um að byggðinni handan brúar- innar, Hlöðum. Þaö verk er nú langt komið og verður lögð þar oliumöl næsta sumar. Þetta teng- irþessa tvo þéttbýliskjarna sam- an sagði Jón aö lokum. Kvikmyndasýningar Menningarstofnimar Bandar íkj anna Menningarstofnun Bandarikj- I október eru mjög góðar körfu- anna gengst fyrir kvikmyndasýn- knattleiksmyndir á dagskrá, t.d. ingummeð sama sniði iveturog i The Celts Are Back, Basketball Today og 1975 Masters Golf Tournament. Einnig verður sýnd Wild and Wonderful World of Auto Racing. I nóvember verða m.a. sýndar Saul Bellow — The world of the Dangling man og My old man gerð eftir sögu Hemmingways, og margar fleiri afbragðs kvikmyndir. Fuglaverndunar- félagið með fræðslufund fyrra. Hver mánuöur verður til- einkaður sérstöku efni. I október verða sýndar myndir sem tengd- ar eru iþróttum, i nóvember myndir tengdar ameriskum bók- menntum og I desember kvik- myndir um ferðalög. Myndirnar verða sýndar alla þriöjudaga kl. 17.30 og 20.30. Aðgangur er ókeypis. Fyrsti fræðslufundur Fugla- verndarfélags Islands á þessu starfsári verður i Norræna húsinu fimmtudaginn 29. september kl. 8.30 Sýndar verða eftirtaldar kvikmyndir: Dýralif Skozku hjálandanna (25 min), brezk. Fúrður hafdjúpanna ( 12 min.) amerisk. Starinn og lifnaðar- hættir hans (19 min) brezk. Eftir hlé verða sýndar: Náttúrulif Iv Norð-Austur Grænlandi (24 min), norsk mynd Mávar og lifnaðarhættir þeirra (25 min) brezk. Kaffi- stofan verður opin. öllum heimiil aðgangur, takið með ykkur'gesti. Ef tök verða á,verða þessar myndir lika sýndar á Akureyri. —■ Stjórnin

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.