Tíminn - 08.10.1977, Page 5

Tíminn - 08.10.1977, Page 5
Laugardagur 8. október 1977 5 á víðavangi RéttarfarsmisfeUur? Þessa dagana er um fátt meira talaö og ritaö en réttar- höldin sem loks eru hafin i Geirfinnsmálinu svonefnda. Þettaeralls ekki einkennilegt, þvi aö annars vegar er hér um aö ræöa óvenjulega viötækt glæpamál og harösniina söku- nauta, en hins vegar hefur máiiö, af allt öörum ástæöum, veriö gert aö aldeilis ótrúlegu pólitisku árásarefni á menn sem hvergi koma viö máliö, fyrir nú utan þau ósköp sem duniö hafa á saklausum mönnum sem haföir voru fyrir sökinni. Undanfarna daga hafa verj- endur sakborninga veriö aö gera grein fyrir málstaö þeirra fyrir réttinum. Þaö, sem vekur einna mesta at- hygli i ræöum þeirra, eru hin- ar alvarlegu ásakanir sem þeir bera fram á starfsháttu og vinnubrögö lögreglu og rannsóknardómara. Ef verj- endurnir hafa á réttu aö standa er þar um mjög alvar- legtmál aö ræöa, vankant sem er algeriega óþolandi. t raun og veru eru verjendurnir ekki aö gera athugasemdir viö réttarfarskerfiö almennt i landinu, heldur er svo aö sjá sem einstakir starfsmenn lög- reglu og dómstóla hafi farið út fyrir valdssviö og verkssviö sitt. Slikt er aö sjálfsögöu algerlega óþolandi I þjóöfélagi sem viil halda mannréttindi og lög i heiöri. A þessum vettvangi skal ckkert fuilyrt um þetta efni, enda engin tök á þvi. Þaö skal aðeins sagt, aö i réttarfari má alls engin misfeila vera sem gefi tilefni til efasemda af þvi tagi sem lögmennirair hafa gert i málflutningi sinum i Geirfinnsmálinu. Hugsanleg skýring á þessu öllu er sú, aö starfsmenn rétt- argæzlu og rannsóknarlög- reglu hafi veriö svo óvanir málum af þessu tagi og söku- nautum af þvi tagi, sem virö- ist vera i þessu máli, aö starfsmennirnir hafi hrein- lega ekki rábiö viö málið og missttök á þvi. Hvaö sem ööru liður bendir flest til þess, aö hinir nafntoguðu áhugamenn sem sáu um frumrannsókn hvarfs Geirfinns á Suðurnesj- um hafi klúöraö málinu illi- lega. Er nú þess að vænta aö greitt veröi úr öllum þeim spurningum sem upp hafa komið i þessu voöalega máii. Myndbirtingar Alþýðublaöiö vikur aö þessu máli I forystugrein nú sl. fimmtudag, en frá ööru sjón- arhorni en hér hefur veriö gert. Alþýöublaöiö segir: ,,Nú standa yfir i Reykjavik réttarhöldí málum ungs fólks, sem hefur veriö ákært fyrir margvislega glæpi, allt frá þjófnuöum og til manns- morða. Rannsókn I málum þessara ungmenna, gæzla þeirra og eftirlit hefur kostað þjóöfélagiö tugi, ef ekki hundruð milljóna króna. Mál þeirra hafa verið á sföum dag- blaöanna svo mánuöum skipt- ir og ugglaust fátt eftir, sem ekki hefur veriö sagt frá. Samkvæmt ákærum hefur þetta fólk unnib samfélagi sinu margvislegt tjón, valdið ættingjum sinum ómælanlegri sorg og brotiö herfilega gegn landslögum. Þaö er þvi veru- lega hvimleitt og nánast óviö- eigandi, aö myndir skuli birt- ast af þeim i dagblööunum, þar sem þau ganga um bros- andi meö brosandi lögreglu- menn sér viö hlið. Hér er ekk- ert gamanmál á ferðinni, heldur iokaþáttur hörmulegra atburða, sem endurspegla viröingarleysi fyrir lögum og lifi, og vafalitiö sjúkt sálarlif. íslendingar hafa veriö mild- ir i dómum sinum, þegar átt hafa i hlut afbrotamenn, nema vera skyidi I meöferö á smá- þjófum. Lifstiöarfangelsis- dómar endast lengst i 8 til 16 ár. Þetta hefur fremur veriö kostur en galii á islenzku þjóö- félagi, og hefur mótast af mannúö. Þaö er hins vegar ekkert mannúölegt viö þaö, aö draga upp einhverjar hetju- myndir af fólki, sem er ákært fyrir alvarlegustu afbrot, er islenzk lög ná til. Þaö er ástæðulaust, aö apa eftir út- lenzkri blaöamennsku eöa heimskulegum Hollivúdd- myndum, þar sem giæpamenn eru nánast tignaöir. Sölusjón- armiðin hjá blööunum mega ekki ráöa ferðinni I einu og öllu”. JS Myfff Böövar Valgeirsson lætur nú af störfum hjá Samvinnuferöum aö eigin ósk. Framkvæmdastjóra- skipti hjá Samvinnuferðum Böövar Valgeirsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða frá því fyrirtækiö tók tilstarfa voriöl976, lætur af starfi sfnu um þessar mundir að eigin ósk. í starfi framkvæmdastjóra hef- ur verið ráöinn Eysteinn Helga- son, viöskiptafræðingur sem und- anfarin tvö ár hefur veriö fram- kvæmdastjóri Sölustoínunar lag- metis. Eysteinn Helgason er 29 ára fæddur 24.9 1948. Hann lauk stúdentsprófi 1969 og útskrifaöist úr ViöskiptadeildHáskóla íslands 1973. Á námsárunum starfaöi hann aö feröamálum fimm sum- ur. Eiginkona hans er Kristin Rútsdóttir og eiga þau tvö börn. Sendiherrann á haus tf agnaði Hinn árlegi haustfagnaður íslenzk-ameriska félagsins verður aö Hótel Loftleiöum laugardaginn 15. október n.k. og hefst með borðhaldi kl. 20. Islenzk-ameriska félagiö hefur um árabil haldið haustfagnaöi sem næst degi Leifs Eirikssonar sem hefur verið lögskipaöur i Bandarikjunum þann 9. október ár hvert. A fagnaðinum i ár mun sendi- herra Bandarikjanna á Islandi, James J. Blake, flytja ávarp og Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari Sinfóniuhljómsveitar Is- lands, leikur einleik á fiölu og siöan veröur dans. James J. Blake Sunnudagaskóli KFUM A sunnudag kl. 1030 f.h. hefst vetrarstarfsemi Sunnudagaskóla K.F.U.K. i húsi félagsins aö Amt- mannsstig 2B. A þessum vetri veröa liöin 75 ár frá þvi aö Knud Zimsen fyrrverandi borgarstjóri stofnaði sunnudagaskólann. Hann veitti sunnudagaskólanum siöan forstööu á fjóröa áratug. Um langt skeiö hélt Sunnudagaskóli K.F.U.M. einu barnaguösþjón- usturnar, sem haldnar voru innan kirkjunnar. Nú eru haldnar fjöl- margar barnaguösþjónustur viöa um bæinn, enda hefur bærinn stækkaö mikiöá þessum árum og áhugi vaxið fyrir starfi meöal barna. Sunnudagaskóli K.F.U.M. hefur samt starfaö i gamia miö- bænum fram til þessa. Margir eru þeir sem eiga góðar minningar frá bernskuárunum úr sunnudagaskólanum, og margir þeirra vilja vafalaust senda börnin sin þangaö. Þar er böm- unum flutt orð Guðs og sagöar fallegar og lærdómsrikar sögur, sýndar myndir og kenndir fall- egir söngvar. Nú á þessum timum verða börnin fyrir margvislegum og misjöfnum áhrifum i uppvext- inum. Mörgum foreldrum er það áhyggjuefni. En þvi geta for- eldrar treyst, aö þau áhrif, sem börnin verða fyrir á barnaguös- þjónustum, eru þeim holl og góö. Þess vegna er óhætt að hvetja foreldra til að senda böm sin i sunnudagaskólann eöa barna- guðsþjónustur. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPÍTALINN FÉLAGSRAÐGJAFI óskast til starfa á geðdeild Barnaspitala Hringsins, Dalbraut 12, frá 1. desember n.k. Umsóknir, með upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna, Eiriksgötu 5 fyrir 7. nóvember n.k. KÓPA V OGSHÆ LIÐ ÞROSKAÞJÁLFÁR óskast i vakta- vinnu, hlut'i úr fullu starfi kemur til greina. AÐSTOÐARFÓLK óskast til starfa á hinar ýmsu deildir spitalans. Upp- lýsingar um störf þessi veitir for- stöðumaður hælisins. simi 41500. TJALDANESHEIMILIÐ STARFSKRAFTUR óskast i vakta- vinnu. Upplýsingar gefur forstöðu- maður, simi 66266. Reykjavik, 7. október, 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Eiriksgötu 5 — Sími 29000 Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.