Tíminn - 08.10.1977, Page 6
6
ISÍiiÍilí
Laugardagur 8. október 1977
— Svo er þaft svolitib annab.... en
þaö mun gera þig svefnlausan.
Ííg segi þér þab á morgun.
Hefur yöur veriö refsaö fyrr?
— Nei, aöeins á eftir.
— Og hittir þú svo manninn þinn
á grimuballinu, en gaman.
— Læt ég það vera, ég hélt aö
hann væri heima aö passa börnin.
,í New York eru
,gamaldags”
föt mest móðins!
Viö Madison Avenue í Manhattan í New York er verzlun, sem
heitir „Lydia's Vestiti Antichi" (Vestiti Antichi = gömulföt).
Þangað koma nú í stríðum straumum margar glæsikonur New
York borgar og víðar að. Það sem þessi verzlun hefur á boð-
stólum er einkum og sér í lagi gömul og fín föt sem Lydia
Gordon eigandi verzlunarinnar hef ur í mörg ár safnað að sér.
Lydia var uppalin i ítaiskri f jöiskyldu í Brooklyn og segist hún
vel muna etrir Tinu TOTunum, sem TrænKur nennar og móðír
gengu í á þessum tíma. Síðar varð Lydia söngkona í nætur-
klúbbi og á leiksviði var hún söng- og dansmey í söngleiknum
„Gentlemen Prefer Blondes". Lydia giftist Herbert Gordon,
sem var vel stæður veitingahúsaeigandi árið 1957. Þau
eignuðust þrjú börn og þá vann Lydia ekki annað en á heimili
sínu en síðar missti maður hennar heilsuna og sneri hún sér að
því að fara að verzla með gömul föt. Árið 1973 kom hún á fót
þessari búð sinni og hef ur jaf nt og þétt aukizt umsetningin hjá
henni. Margir eiga f ullt af gömlum fötum hjá sér uppi á háa-
lofti, og sjá sér nú leik á borði að fá peninqa fyrir allt þetta
dót sem áður fyrr var ekkert við að gera nema ef hjálpræðis
herinn vildi hirða það handa klæðalitlum vesalingum. Nýlega
kom Joanne Woodward leikkona í verzlunina og þar sá hún
náttskyrtu frá aldamótunum sem hún var ekki sein á ser að
kaupa handa Paul Newman eiginmanni sínum. Carrie Fisher,
leikkona kemur oft í Vestiti Antichi og alltaf til að skoða —og
kaupa — hatta frá þvf um 1920. Nýlega var Diahnne Abbot
(Mrs. Robert De Niro) þarna á ferðinni. Diahnne varð f ræg í
söngleiknum New York— New York, þar sem hún kom fram í
a stund en vakti óskipta athygli og aðdáun fyrir söng og
framkomu. (Sbr. frásögn í Spegli Tímans 4. okt. Hún ,,stal
senunni" frá Lizu...) Diahnne varð hugfangin af gömlu fötun-
um hjá Lydiu og gerði innkaup á sig,mann sinn og börn fyrir
yfir 1.000 dollara. Hún sést hér í glæsilegri kvöldkápu og
rósóttum síðum kjól frá því á árunum 1920-30 og með henni á
myndinni er Carrie Fisher í klæðnaði frá því um aldamót.
Einnig stillti Diahnne sér upp í glugga verzlunarinnar ásamt
tveim sýningardömum og þá var hún í öðrum kvöldkjól innan-
undir kápunni góðu. Á litlu myndinni sjáum við eiganda
verzlunarinnar Lydiu, þar sem hún er að klæða sýningar-
stúlku í undirföt frá því um 1890. Stúlkan í blúndubuxunum
heitir Cassie Parson og er frænka Lydiu og meðeigandi í þess-
ari blómlegu verzlun.
í spegli tímans
/
I