Tíminn - 08.10.1977, Page 9
Laugardagur 8. október 1977
9
Útgcfandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á
mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Charles W. Yost:
Hættan fer vaxandi
í Austurlöndum nær
Begin byggir á úreltum sjónarmiðum
Útrétt hönd
Allir vita að verkföll eru siðasta þrautarráðið
sem gripið er til i vinnudeilu. Allir launþegar vita
að engir tapa á verkfalli meira en þeir sjálfir. Og
flestir vita það einnig, þótt þeir vilji ef til vill ekki
segja það opinberlega, að verkföll eru úrelt sem
tæki til að knýja fram viðurkenningu á réttmætum
hagsmunum i þjóðfélaginu. Jafnan fer það svo að
tapið við verkfall verður meira en sá ávinningur
sem næst.
Hin tiðu verkföll á íslandi sýna það svart á hvitu
hve mikið starf er óunnið að þvi að bæta vinnu-
brögðin við gerð og undirbúning kjarasamninga.
Þau sýna enn fremur að afstaða vinnuveitenda er
ekki sem skyldi, og að verkalýðsforystan er of
hrædd við upphlaupsmenn innan félaganna.
Enn einu sinni er nú ástæða til að vekja umræður
um þessi mál. Enn einu sinni vofir sú hætta yfir að
fjölmennir starfshópar leggi niður vinnu til að
knýja fram viðurkenningu á kröfum sinum.
Hver einasti maður veit að verkfall opinberra
starfsmanna, ef það skellur á, mun valda stór-
felldri röskun i samfélaginu. Það myndi valda
verulegum skaða þegar i byrjun, og er reyndar
mjög hæpið að fram næðist svo mikil kauphækkun
að opinberum starfsmönnum sjálfum yrði bættur
skaðinn sem þeir verða sjálfir fyrir ef til verkfalls
kemur.
Opinberir starfsmenn þurfa og að huga að þvi að
með verkfalli munu þeir ekki einvörðungu minna á
mikilvægi sitt og starfa sinna i þjóðfélaginu. Hætt
er við að verkfall gæti orðið til þess að óánægja
margra með rikisbáknið beindist að einhverju
leyti að þeim. Einkum verður hætta á þessu ef
vinnudeilurnar dragast á langinn.
öll málsatvik hniga eindregið að þvi að allt kapp
verði að leggja á það að samkomulag náist án
vinnustöðvunar. Það sem á milli ber er ekki meira
en svo, þrátt fyrir allt, að það hlýtur að finnast leið
til að jafna ágreininginn án þess að valda öllu
þjóðfélaginu skaða.
Það hefur komið fram að nú snýst deilan fyrst og
fremst um þrjú atriði: í fyrsta lagi hækkun lægstu
launaflokkanna, i öðru lagi ákvæði um rétt til að
krefjast endurskoðunar samninga ef kjör verða
skert með lögum eða öðrum aðgerðum stjórn-
valda.
Forystumenn opinberra starfsmanna verða að
gera sjálfum sér og félagsmönnum sinum það ljóst
að svigrúm til að auka rikisútgjöldin er raunveru-
lega ekki fyrir hendi eins og mál hafa þróazt á
landi hér. Kröfur opinberra starfsmanna eru að
flestu leyti eðlilegar miðað við allar aðstæður og
njóta almenns skilnings. Það er samtökum opin-
berra starfsmanna mikilvægara en flest annað að
halda þessum almenna skilningi i gegnum
samningana.
Rikisstjórnin hefur nú tekið af skarið um það að
hún vill einskis láta ófreistað til þess að samningar
geti tekizt. Rikisstjórnin hefur rétt Bandalagi
starfsmanna rikis og bæja sáttahönd. Það er auð-
vitað ljóst að hvorugur aðili fær allt sitt fram, og
nú er beðið eftir jákvæðum viðbrögðum forystu-
manna opinberra starfsmanna.
JS
STERKAR likur benda til
þess, að á næstu tveimur til
þremur mánuðum muni það
ráðast, hver verður þróun
mála i Austurlöndum nær,
strið eða friður.
Að visu er ekki liklegt að
styrjöld brjótist út að þeim
tima liðnum, eða i náinni
framtið, en svo kann að fara,
að allt það sem áunnizt hafði
siðan 1973, og til friðar hefur
horft, verði að miklu leyti unn-
ið fyrir gig — það andrúmsloft
vonar sem Kissinger, og sfðan
Carter, lögðu sig svo fram um
að skapa, hafi svo spillzt, aö
tækifærið til að koma á varan-
legum friði gangi monnum úr
greipum áður en nokkurn var-
ir.
Þær fjórar rikisstjórnir
Bandarikjanna, sem setið
hafa siðan 1967, hafa gert sér
ljóst, að langvarandi ágrein-
ingur milli Araba og tsraels-
manna gæti ekki einasta
reynzt banabiti vinarins og
bandamannsins Israel, heldur
einnig ógnað öryggi Banda-
rikjanna sjálfra, Vest-
ur-Evrópu og Japan. önnur
styrjöld við botn Miðjarðar-
hafs gæti valdið oliuskorti i
þessúm löndum og stórskaðað
þannig efnahagskerfi þeirra,
og jafnvel komið af stað at-
ómstriði milli Rússa og
Bandarikjamanna.
VEGNA þessa hafa fjórir sið-
ustu forsetar Bandarikjanna
reynt hver á sinn hátt að
stuðla að friðarsamningum.
Carter og utanrikisráðherra
hans Vance, hafa stefnt
eindregið að þessu marki
undanfarna 8 mánuði. Fyrsti
áfanginn er að kalla á ný til
Genfarráðstefnu, þar sem
þátttakendur geta ræðzt við
milliliðalaust. Israelsmenn
hafa verið mjög áfram um
slikar viðræður i þrjá áratugi,
og Arabar hafa nú loks komið
til móts við þá.
En ekki hafði þessari hindr-
un fyrr verið rutt úr vegi og
málsaðilar lýst hátiðlega yfir
vilja sinum að þinga „skil-
málalaust”, en báðir tóku að
lýsa opinberlega afstöðu sinni
til ýmissa deilumála, og það
svo afdráttarlaust og ein-
strengingslega að efi hlaut að
setja að andstæðingnum um
það að ný ráðstefna yrði til
nokkurs. Andrúmsloftið er nú
orðið mjög svo lævi blandið.
Viðræður þær sem fara fram i
Washington og New York i
Begin
þessum mánuöi, eru e.t.v. sið-
asta tækifærið til að hindra
það að horfur um frið i náinni
framtið fari gjörsamlega út
um þúfur.
Hvernig stendur á þessum
versnandi horfum? Þær eiga
fyrst og fremst rætur að rekja
til gagnkvæmrar óhagstæðrar
þróunar i innanrikismálum
Israela og Araba. Allt frá
þeim tima, þegar Sadat gerði
það heyrum kunnugt i febrúar
1971, að hann væri fús að gera
friðarsamninga við tsraels-
menn, en þó einkum siðan
Arabar endurheimtu sjálfs-
traust sitt og álit i styrjöldinni
1973, hefur hinn hófsamari
meirihluti þeirra, fyrst og
fremst Egyptar, Jórdanir,
Saudi-Arabar og jafnvel Sýr-
lendingar smám s.aman nálg-
ast það að viðurkenna tilveru-
rétt Israelsrikis, og sýnt auk-
inn vilja til að ræða milli-
liðalaust við Israelsmenn um
viðtæka samninga. Þetta er
geysistórt skref, sem Arabar
hafa tekið i framfaraátt, en
hefur alls ekki verið metið til
fulls af ísraelsmönnum. Þessi
gjörbreytta afstaða Araba jók
þá von að ef takast mætti að
koma á laggirnar ráðstefnu i
Genf og halda henni gangandi
i eitt til tvö ár, mætti koma á
varanlegum friði, a.m.k.
drægist á langinn að til styrj-
aldar kæmi.
ÞESSAR framtfðarvonir hafa
stórum dvinað eftir kosn-
ingarnar i ísrael sl. mai. Þá
komst til valda, þvi sem næst
fyrir tilviljun og vegna stefnu
sinnar i innanlandsmálum,
maður sem er öfgafullur á-
hangandi þeirra skoðana, sem
eru algjörlega ósamrýman-
legar friðarsamningum við
Araba. Hann vill innlima allan
vesturbakka Jórdanár i Isra-
elsriki og neitar að viðurkenna
tilverurétt rikis Palestinu-
manna i einni eða annarri
mynd.
Margir álita, að Begin muni
reynast fús til að slaka að
nokkru á öfgafullri afstöðu
sinni, þegar hann finnur til
þeirrar ábyrgðar sem völdun-
um fylgir. Honum býðst tæki-
færi til þess i viðræðum utan-
rikisráðherranna i Washing -
ton i þessum mánuði, en til
þessa hefur opinber afstaða
hans ekki vakið bjartsýni
manna. Þær fréttir sem kviz-
ast hafa af áætlun þeirri, sem
Dayan hafði með sér til
Bandarikjanna, benda til
þess,að i henni sé farið fram á
allt það af Aröbum sem tsra-
elsmenn setja á oddinn, en
Aröbum synjað um það, sem
þeir fara fram á i staðinn.
Ef kafað er dýpra virðist
vandamálið vera það, að Beg-
in gerir sér ekki grein fyrir þvi
að timarnir eru breyttir, hann
hrærist af hug og hjarta i and-
rúmslofti Gamla testamentis-
ins annars vegar, þar sem
„land hinnar útvöldu þjóðar”
var stærra en það getur með
nokkru móti orðið núna, 2000
árum siðar, og hins vegar i
andrúmslofti eftirstriðsár-
anna, þegar Israelsmenn áttu
i fullu tré við hina vanmáttugu
og sundruðu andstæðinga
sina.
Þessi hugsunarháttur Beg-
ins er úreltur. Hann styrkir þá
kenningu, sem Arabar hafa
lengi haldið fram, að Israels-
menn séu óforbetranlegir i út-
þenslustefnu sinni. Og hann
gleymir þeirri staðreynd aö
vald Araba vex stöðugt, og
þeir fara fram úr tsraels-
mönnum áður en langt um liö-
ur.
Er ennþá einhver leið úr ó-
göngunum? Er hægt að koma
aftur á andrúmslofti
samningsvilja og málamiðl-
unar áður en það verður um
seinan? Um það mun ég fjalla
i næstu grein.
(H.Þ. þýddi)
Carter á i vök að verjast
I