Tíminn - 03.11.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.11.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. nóvember 1977 œiiMi 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaðaprenth.f. Dreifingarkerfi sjónvarpsins í tilefni af fyrirspurn frá Steingrimi Hermanns- syni um dreifikerfi sjónvarpsins fóru nýlega fram athyglisverðar umræður á Alþingi. M.a upplýstist þar, að fjárhagsstaða Rikisútvarpsins hafði mjög batnað siðan núverandi menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, tiöfc við yfirstjórn þess- ara mála. Árin 1971-1974 höfðu reynzt Rikisútvarp- inu fjárhagslega erfið. Tolltekjurnar, sem standa undir dreifikerfinu, fóru minnkandi sökum þess að innflutningur sjónvarpstækja varð minni en áður var, og jafnframt var afnotagjaldinu haldið i al- geru lágmarki. Þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, gerði sitt til að fá bætt úr þessu, en án árangurs. Niðurstaðan varð þvi sú, að litið var gert til að styrkja og auka dreifikerfið, og lausaskuldir hlóðust upp i stórum stil. Vilhjálmur Hjálmarsson hófst strax handa um að fá bætt úr þessu. Nú er þvi svo komið að lausaskuldirnar hafa verið greiddar og jafnframt hefur verið hægt að veita verulega auknu fé til dreifikerfisins. Greiðsla lausaskuldanna mun styrkja fjárhagsað- stöðu Rikisútvarpsins til frambúðar, þar sem ella hefði það þurft að greiða verulegar upphæðir i vexti og afborganir. Þetta ætti m.a. að geta komið dreifikerfinu til góða. Stærsta átakið til að afla fjár til dreifikerfisins er þó tilkoma litasjónvarpsins. Með vaxandi inn- flutningi litasjónvarpstækja aukast verulega toll- tekjurnar, sem renna til dreifikerfisins. Það var lika tillaga nefndar, sem Steingrimur Hermanns- son veitti forstöðu og fjallaði um þessi mál, að tekna til dreifikerfisins yrði aflað á þann hátt. Til þess að stuðla að aukinni útbreiðslu litasjónvarps- ins hefur verið varið öllu meira fé á þessu ári en ráðgert var. Einkum hefur verið lögð áherzla á að skapa þvi aðstöðu til litaútsendingar á islenzku efni, svo að það haldi vel hlut sinum i samanburði við erlenda efnið. Þetta mun koma dreifikerfinu til góða, þar sem það mun vafalitið hafa þau áhrif að auka tolltekjur. En þó þannig verði aflað verulega aukins fjár til dreifikerfisins, er ekki liklegt að það nægi til að fullnægja þeirri eflingu dreifikerfisins, sem að- kallandi er. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft, að Byggðasjóður hlaupi hér undir bagga, enda sam- rýmdist slikt vel tilgangi hans. Gagnkvæmur áhugi Það er bersýnilegt af skrifum Visis, að aðstand- endur hans hafa mikinn hug á að endurreisa ný- sköpunarstjórnina. Hvað eftir annað hefur Visir látið i ljós, að ,,annars konar eða viðtækara pólit- iskt samstarf um rikisstjórn væri heppilegra en það, sem nú er við lýði.” Jafnframt hefur verið sagt, að slikt stjórnarsamstarf þurfi bæði að njóta trausts vinnuveitenda og launþega. Von Visismanna um slikt tilhugalif hefur ekki minnkað við þá yfirlýsingu Kjartans Ólafssonar, að „enginn hugsjónagrundvöllur, engin fræði- kenning getur leyst sósialisk stjórnmálasamtök undan þeirri skyldukvöð að takast af raunsæi á við staðreyndir veruleikans hér og nú, hvort sem ver- öldin lætur blitt eða stritt.” Áhuginn er þvi gagnkvæmur. ERLENT YFIRLIT Carillo í Moskvu í boði Brésnjefs Sættast Rússar og Evrópukommúnistar? Santiago Carillo MIKIL hátlðahöld eru þegar hafin i Moskvu vegna 60 ára afmælis Sovétríkjanna, sem verður næstkomandi mánu- dag. M.a. hefur öllum helztu leiðtogum kommúnista verið boðið þangað. Þó hefur ekki frétzt af því, hvort Hua, for- manni kinverskra kommún- ista, og Hoxha, leiðtoga alb- anskra kommúnista, hafi ver- ið boðið. Sérstakt kapp hefur veriö lagt á aö fá leiðtoga kommúnista I Vestur-Evröpu, sem kenndireru við svonefnd- an Evrópu-kommúnisma, til þess að heimsækja Moskvu vegna þessa tilefnis. Orðróm- ur segir, að Brésnjef hafi fengið Kadar, leiötoga ung- verskra kommúnista, til þess að annast hér milligöngu. Hlutverk hans hafi ekki veriö aöeins það að fá leiðtoga Evr- ópukommúnismans tilaðvera viðstadda hátlðahöldin, heldur einnig að reyna að koma á sáttum milli þeirra og leiötog- anna I Kreml, og yröu þvl all- ar meiri háttar deilur milli þessara aðila látnar falla nið- ur, en þær hafa verið talsverð- ar um skeið. Rússneskir fjöl- miðlar hafa deilt á Evrópu- kommúnismann og bent á hugsjónalegar veilur hans, einsog það hefur verið kallað, en leiðtogar Evrópukommún- ismans hafa aftur á móti gagnrýnt sitthvaö I rússnesku stjómarfari. Sá, sem lengst hefur gengið i þessum efnum, er Santiago Carillo, leiðtogi spánskra kommúnista. Hann hefur gengiö svo langt að semja og gefa Ut sérstaka bók um Evrópukommúnismann, þar sem verulega var deilt á Sovétrlkin. Rússneskir fjöl- miölar tóku þetta óstinnt upp og gagnrýndu bókina harð- lega, en Carillo svaraði aftur fullum hálsi. Þetta gerðist á slöastliðnu sumri. Brésnjef viröist þó slður en svo ætla að erfa þetta, þvi að fyrir nokkru lét hann einn af fulltrúum sln- um færa Carillo sérstakt boð um aö koma til Moskvu og vera viðstaddur hátlöahöldin. Carillo þáöi boöið og mun hann nú annað hvort vera kominn þangað eða væntan- legur um helgina. HVORT sem það er tilviljun eða ekki, mun Carillo leggja . lykkju á leið sina, þegar hann heldur heimleiðis, þvl að þá mun hann hafa viðkomu i Bandaríkjunum. Ýmsir llta á þaö sem yfirlýsingu um, að hann ætli að halda áfram að vera óháður. Þó þarf það ekki aö vera, þvl að hann mun hafa verið . boðinn til Bandarlkj- anna áður en hann fékk boöið frá Brésnjef. Annað gerði Car- illo hins vegar fyrir Moskvu- ferðina, réttáöur en hann hélt eða heldur til Moskvu. Hann flutti ræðu á fundi I félagsskap þeirra hægri manna I Madrid, sem eru taldir einna lengst til hægri, og var kynntur þar af engum öðrum en Manuel Fraga, sem nú er leiðtogi helzta ihaldsflokksins á Spán- arþingi, en Fraga átti eitt sinn sæti i stjórn Francos sem upplýsingaráðherra. Ræða Carillos fjallaöi um Evrópu- kommúnismann. Sagt er, að henni hafi ekki verið sérlega vel tekið af fundarmönnum, en hitt þykir samt tiöindum sæta, að þeir skyldu bjóða honum að halda ræðu I félagi sinu og hann skyldi þiggja það. Það hefði einhvern tlma þótt óllklegur spádómur, að sllkt ætti eftir aö gerast. En Carillo virðist ekki lengur vera hinn eldheiti byltingar- maöur sem hann var á upp- vaxtarárunum. A þingi hefur hann oft reynzt Suarez forsæt- isráðherra, leiðtoga Mið- flokkabandalagsins, hinn hjálplegasti og m.a. hjálpað honum til að afstýra van- trausti, sem sósialistar fluttu á einn ráðherrann. Nýlega hefur svo flokkur hans gerzt aöili að samkomulagi um bráöabirgðaaðgerðir I efna- hagsmálunum, en að þvi standa Miðflokkabandalagið og sósíalistar, ásamt kommúnistum. ÞAÐ MÁ segja um Carillo, sem nú er orðinn vinsæll hjá ýmsum hægri mönnum en gagnrýndur I Moskvu, að hann megi muna tlmana tvenna. Hann geröist ungur róttækur kommúnisti og komst ótrúlega ungur til metorða I borgara- styrjöldinni 1936-1939. Þannig var hann ekki nema 21 árs, þegar hann var gerður aö eins konar lögreglust jóra lýð- veldissinna I Madrid rétt áður en hersveitir Francos hröktu þá þaðan. Hann átti þá aö stjórna flutningi á pólitískum föngum, sem lýðveldissinnar hugðust hafa með sér frá Madrid, en þeir voru allir drepnirá leiðinni. Þetta er tal- ið með óhugnanlegustu at- burðum borgarastyrjaldar- innar, og hafa ýmsir kennt Carillo um, en hann hefur mótmælt þvl og sagt þetta hafa veriö gert án sinnar vit- undar. Við lok borgarastyrj- aldarinnar 1939 geröist Carillo landflótta og kom ekki heim til Spánar aftur fyrr en I april slðastliðnum, fyrst I óþökk spánskra stjórnarvalda, en slðar veittu þau honum land- vist. A þessum útlegðartlma hefurhannflækztvittum lönd, gengið undir ýmsum nöfnum og notað mismunandi vegabréf. Lengst mun hann hafa dvaliö I Sovétrikjunum, en auk þess verið I Bandarikjunum, Mexl- kó, Argentinu, Portúgal, Marokkó, á Kúbu og vlöar. Slðustu útlegðarárin dvaldi hann mest i Frakklandi og stjórnaði þaðan leynistarf- semi kommúnista á Spáni. Vegna deilna hans við leiðtoga rússneska kommúnistaflokks- ins að undanförnu, vekur för hans til Moskvu sérstaka at- hygli og ýmsir fréttaskýrend- ur spyrja, hvort hún geti leitt til sátta milli leiðtoganna I Moskvu og leiðtoga Evrópu- kommUnismans. Þ.Þ. Fraga býöur Carillo velkominn Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.