Tíminn - 03.11.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.11.1977, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 3. nóvember 1977 19 flokksstarfið .. ' . !". . -. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi, verður til viðtals á skrif- stofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18 laugardaginn 5. nóvember kl. 10-12. Vesturlandskjördæmi Kynningartundir, vegna skoðanakönnunar Framsóknar- flokksins í Vesturlandskjördæmi verða á eftirtöidum stöðum: Samkomuhúsinu Grundarfirði, föstudaginn 4. nóvember kl. 21.00. Röst, Hellissandi, laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Frambjóðendur til skoðanakönnunarinnar mæta allir á fund- unum, en þeir eru: Alexander Stefánsson, oddviti, Ólafsvik. Dagbjört Höskuldsdóttir, skrifstofumaður, Stykkishólmi. Halldór E. Sigurðsson, ráðherra Borgarnesi. Séra Jón Einarsson, Saurbæ. Jón Sveinsson, dómarafulltrúi, Akranesi. Steinþór Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri, Búðardal. Akureyri Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar varður haldinn að Hafnarstræti 90 fimmtudaginn 3. nóvember og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjör- dæmisþing. önnur mál. Stjórnin Árnesingar Hin árlega þriggja kvölda spilakeppni hefst I Aratungu föstudag- inn 11. nóvember kl. 21.00. Góð kvöldverðlaun. Heildarverðlaun eru ferð með Samvinnu- ferðum fyrir tvo á Smithfieldsýninguna I London í desember n.k. Ávarp flytur Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður. Stjórnandi Garðar Hannesson. 18. nóvember verður spilað að Borg og þann 25. að Arnesi. Framsóknarfélag Arnes sýslu Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 sunnudaginn 6. nóvember kl. 16.00. Þetta er 1. vistin i 3. spila keppni, sem sérstök heildarverðlaun verða veitt fyrir. Fjölmennið á þessa Framsóknarvist og verið með frá upphafi. Ollum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Hótel Varðborg Akureyri 5. og 6. nóvember. Þingið hefst laugardaginn 5. nóvember kl. 10.00 f.h.. Auk venjulegra starfa verður fjallað um framboö flokksins til næstu alþingiskosninga. Stjórn K.F.N.E. Vínarkvöld Vinarkvöld Austurrikisfara sunnudaginn 13. nóvember verður i veitingahúsinu Þórscafé. Borðhald hefst kl. 19.00. Bingóspjald innifalið i matarmiöa. Skemmtiatriði: Ferðabingó, glæsilegir vinningar. Kvikmynda- sýning. Dansflokkur? Hljómsveitin Galdrakarlar leikur fyrir dansi. , , Borðapantanir i sfma' 23333 milli kl. 13.00 og 16.00 daglega. Upplýsingar i sima 24480. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Reykjavik. flokksstarfið Heybrnni G.ó.-Sauðárkróki — 1 fyrrinótt kom upp eldur i hlöðunni að Vals- gerði i Seyluhreppi, en i hlöðunni voru um 800 hestar af heyi. Slökkviliðið I Varmahliö og frá Sauðárkróki fóru á vettvang og tókst að verja hlööuna en heyið mun hins vegar ónýtt af völdum eldsins. Heyið var vátryggt en hlaðan ekki. Kjördæmisþing Austurlandskjördæmis Kjördæmisþing framsóknarmanna I Austurlandskjördæmi verður haldið I félagsiundi Reyðarfiröi 5. og 6. nóvember. Þingiðhefstlaugardaginn 5. nóvember kl. 2 e.h. með venjuleg- um þingstörfum. Fjallað verður um framboðsmál. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, ræðir stjórn- málaviðhorfið. Á laugardagskvöld verður skemmtun I Félagslundi og hefst hún kl. 10. Vilhjálmur Hjálmarsson flytur ávarp. Jóhann Briem skemmtir. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. A sunnudag verður þingstörfum haldið áfram og hefst þingið kl. 10.30 f.h. Þá flytur Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri, erindi um vega- mál. Stjórn kjördæmissambandsins. Listasafn ASÍ í nýtt húsnæði F.I. Reykjavik. — Listaskáli Al- þýðu heitir nýstofnaö félag, sem hefur þann megintilgang að styrkja listaverkasafn A.S.l. og koma þvi i viðunandi húsnæði. Hluthafar eru úr langflestum verkalýðsfélögum landsins og hefur hlutafjársöfnun gengiö ágætlega. Að sögn Arna Guðjóns- sonar hrl, sem sæti á I sjö manna aðalstjórn félagsins, er búið að festa kaup á þriðju hæð hússins við Siðumúla 37, en sú hæð mun Búist O sem hefur hreyfst hvað mest. Páll Einarsson jaröfrasðingur var staddur á skjálftavaktinni i Mývatnssveit og sagði hann að mælarnir sýndu enga skjálfta. Hann sagöi landris vera byrjað á nýjan leik á Kröflusvæðinu og at- burðinn svipaðan og jarðfræð- ingar gerðu ráð fyrir, nema hvað þeir áttu von á meiri umbrotum. — Það þýðir að nú verður styttra I sams konar viðburði, sagöi Páll, — það gæti oröið eftir eina þrjá daga, þá verður landið áítur komið i sömu hæð og þaö var I morgun. — Þetta var ákáflega góð æfing, og það komu ekki fram neinir gallar á skipulagi almannavarna, sagði Jón Illugason oddviti, — við hættum að hafa stöðuga vakt I stjórnstöð almannavarna um klukkan fimm, en þá hafði litið sem ekkert gerzt frá hádegi. Fimm vaktmenn voru við vinnu I Kisiliöjunni og sagði Jón, að þeir hefðu allir verið komnir „niður i hverfi” um klukkan sjö. Vinna hófst aftur i Kisiliðjunni um há- degi og um svipað leyti i Létt- steypunni. Stöðugt er unniö að vegagerö milli Reykjahliðar og Geiteyjar- strandar og má búast við að undirbyggingu vegarins ljúki i næstu viku. Ping O kvæmd löggjafarinnar áður en ráðizt veröur i útgáfu reglugerð- ar. Þá má geta þess, að núgild- andi lög eru mjög itarleg, eins og reyndar fyrri lög á þessu sviði, en aldrei þótti ástæða til þfess aö setja nánari ákvæði I reglugerð um framkvæmd þeirra 'og voru þau þó i gildi i um 40 ár. Af þess- um ástæðum get ég ekki fullyrt, hvenær slik reglugerð verður til- búin. í 1. gr. fyrrnefndara laga frá 1975 segir svo um ráðgjöf og fræðslu: „Gefa skal fólki kost á ráögjöf og fræðslu varöandi kyn- lif og barneignir. Landlæknir hef- ur með höndum yfirumsjón meö framkvæmd og uppbyggingu slikrar ráðgjafar og fræðslu.” Þá greindi ráðherra frá þvi, aö ákveöið hefði verið aö hefja þetta starf með útgáfu fræðslu- bæklinga og fylgja þvi siðan eftir með skipulegri ráðgjöf og þjón- ustu á heilbrigðisstofnunum. „A vegum landlæknisembættisins”, sagði hann, „voru á árinu 1976 þýddir og staðfærðir þrir sænskir bæklingar, um getnaðarvarnir. Þeirkomuút áþessuáriog heita i islenzku þýðingunni fyrsti: „Spurningarog svör um pilluna”, annar „Spurningar og svör um lykkjuna”, þriðji „Spurningar og svör um smokkinn”. Enn fremur er nú unnið að fræðsluriti um hettuna og er þaö væntanlegt á næstu mánuðum”. Tenging O svæðum, og þau svæði munu trú- lega kólna fyrst. Til þessa höfum við notað vatn úr vatnsleiðslu okkarofan af meginlandinu, enda er þaö ekki litiö vatn, er við höf- um þurft á að halda en komi að þvi, að miklu meira þurfi, má væntanlega nota sjó á sama hátt. Að þvi er stefnt að allur Vest- mannaeyjabær fái orku til upp- hitunar úr hrauninu, og er for- vinna að þvi I fullum gangi, en hversu fljótt þetta getur orðið, er háð þvi, hvort fyrirgreiðsla um lán veröur viðhlitandi. Það hefur klingt, að hitaveitur séu þess eðlis að stuöla beri að þvi af fremsta megni.aðþeim sé komiö upp, þar sem möguleikar eru á, og er ótrúlegt annað en þaö taki einnig til hitaveitu, sem fengin er með gufu úr hrauni. Í&SBB Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsia frá upphafi hafa verið ætluð lista- safninu. Fyrstu hæð hússins á Al- þýðubankinn og aðra hæðina á A.S.Í. Listasafn Alþýðusambands Is- lands hefur til þessa verið til húsa að Laugavegi 31. Safnið er að meginhluta gjöf frá Ragnari Jónssyni i Smára og hafa sýning- ar á þess vegum ekki verið bundnar við Reykjavik, heldur verið haldnar viða um land. Salarkynnin á þriðju hæð húss- ins við Siðumúla 37 munu verða innréttuð þannig, að hæglega megi þar starfrækja fundahöld, flytja tónlist og koma saman yfirleitt. Kaffistofa verður á staðnum. Tónlistar- mál í Norræna húsinu Sænski tónlistarfræðingurinn GÖRAN BERGENDAL fiytur tvo fyrirlestra i Norræna húsinu um helgina: laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00 flytur hann erindi um sænska nútimatón- skáldið Allan Petterson, og kynnir hljómplötur, og sunnu- daginn 6. nóvember kl. 16:00 talar hann um starfsemi Riks- konserter i skólum ■ Sviþjóð. Göran Berbendal hefur komið nokkrum sinnum áður til ts- iands. Hann hafði árum saman umsjón með vinsæium tón- listarþáttum i sænska útvarp- inu, og þótti einkum snjali við kynningar á nútfmatónlist. Hann starfar nú hjá Rikskon- serter, sem er rikisrekin dreifingarmiðstöð tónlistar i Sviþjóö. ♦MWtWtlMMMMHWIHMMI \ Auglýsícf | í Tímanum Kaupmenn — innkaupastjórar Skartgripir og gjafavörur í úrvali Heildsölubirgðir. Goðafell umboðs- og heildverzlun, Hallveigarstíg 10. Simi 1-47-33.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.