Tíminn - 11.11.1977, Síða 9

Tíminn - 11.11.1977, Síða 9
Föstudagur IX. növember 1977 9 F // A T Ócfýr og rúmgóður 1?5p Aldnir hafa orðið, 6. bindi er komið út Bókaiitgáfan Skjaldborg á Akureyri hefur sent frá sér nýtt bindi i bókaflokknum Aldnir hafa orðið, sem Erlingur Daviðsson hefur skráð. Þau sem segja frá, eru Guðlaug Narfadóttir, Guöni Þórðarson.Hólmsteinn Helgason, Snæbjörg Aðalmundardóttir, Stefán Jasonarson, Þorleifur Agústsson og Þorkell Björnsson. 1 formálsorðum stendur meðal annars: „Það er ekki ofmælt að segja, að Aldnir hafa orðiðhafi hlotið frábærar viötökur hjá al- menningi. Hefur Erlingur Daviösson með þessum rit- störfum sínumbjargaö fráglötun dýrmætum fróðleik, og það kunna bæði ungir sem aldnir lesendur að meta”. Þetta sjötta bindi bókaflokksins er 271 blaðsiða að stærð. Setn- ingu, prentun og bókband annaöist Prentsmiðja Björns Jónssonar Akureyri. Erlingur Davlðsson. Finnur Guðlaugsson, fulltrúi frá tsafjarðarskólaum, I ræðustóli. Menntaskólanemar ræða málefni sín 11. landsþing Landssambands islenzkra menntaskólanema var haldið I Flensborgarskóla i Hafn- arfirði helgina 29.-30. október. Þingið sóttu fulltrúar frá öiium menntaskólum svo og fjölbraut- arskólunum I Breiðholti og Flens- borg. Kristján Bersi ólafsson skólameistari Flensborgar á- varpaði þingið í upphafi þess, óskaði fulltrúunum velfarnaðar i starfi og lét í ljós ánægju sina yfir þvi að þingið skyldi að þessu sinni haldið i Flensborgarskóla. L.t.M. er hagsmunasamtök Is- lenzkra framhaldsskólanema. Arlegt landsþing sambandsins er æðsta valdið I málefnum þess. Þar eiga sæti fimm fulltrúar frá hverjum aðildarskóla. Milli þinga er æðsta framkvæmdavaldið I höndum stjórnar sambandsins, þar sem sitja tveir fulltrúar frá hverjum aðildarskóla, formaður nemendafélags og annar fulltrúi nemenda I skólastjórn. Fram- kvæmdastjórn L.Í.M. sér um daglegan rekstur sambandsins. I henni eru þrir menn, allir úr sama skóla. Siðasta starfsár var framkvæmdastjórnin úr Mennta- skólanum i Kópavogi og nú sam- þykkti þingið að hún skyldi næsta starfsár vera úr Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Meginstarf þingsins fólst i þvi að tryggja virkni og þátttöku að- ildarfélaganna i starfi L.Í.M. í þvi augnamiði var m.a. sam- þykkt reglugerð fyrir Menningar- tengslasjóð L.t.M. en hann á samkvæmt henni að styrkja sam- skiptin milli skólanna, s.s. ferðir Jeikhópa, kóra, hljómsveita og listsýninga. Þá skipti þingið verk- efnum á milli starfshópa I skólun- um. Má þar nefna umfjöllun um menntaskóla/fjölbrautarskóla frumvarp um framhaldsskóla og spurninguna um hvort jafnrétti sé til náms á Islandi. Ýmis hagsmunamál komu til umræðu á þinginu. Þingið benti t.d. á leiðir sem miða að þvi að lækka bókakostnað nemenda á framhaldsskólastiginu, en hann er nú þegar orðinn þungur baggi á mörgum heimilum. Sem dæmi má taka að nemandi i inngangsá- fanga að Islenzkum bókmenntum i M.H. verður að útvega sér bæk- ur sem kosta hátt á ellefta þúsund út úr búð. Væntir þingið þess að gott samstarf takist á milli þeirra aðilja sem hlut eiga að máli og að sýndur verði fullur skilningur á þessu hagsmunamáli nemenda og foreldra þeirra. Þingið bendir á að eðlilegt verði að teljast að rikið greiði öll varanleg tæki til félags- starfs i skólum og leggi til heimil- istæki ýmiss konar sem nauðsyn- leg eru i hverjum skóla þar sem heimavist er rekin. Það ér einnig skýlaus krafa að iþróttaaðstöðu verði komið upp við alla skóla og fyrri aðstaða bætt. Úrvalsbíll sem hentar sérlega vel íslenzkum aðstæðum, veðri og vegum. Ný sending að koma. Nokkrum bílum óráðstafað FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson h.f, SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 85-8-55 reyfarakaup VINNUFATABUÐIN Iðnaðarmannahúsinu UTSÖLU- MARKAÐUR í Iðnaðarmannahúsinu Mikið úrval af: Gallabuxum Flauelsbuxum Kuldaúlpum Blússum Vinnuskyrtum Peysum ósamt miklu úrvali af öðrum fatnaði Stórlœkkað verð — Aðeins í nokkra daga VINNUFATABÚÐIN í Iðnaðarmannahúsinu *

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.