Tíminn - 03.12.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 3. desember 1977 erlendar f réttlr Neyðar- ástand á Bermuda Hamilton, Bermuda-Reuter. Lýst var yfir neyðarástandi á Bermunda eftir að blökkumenn efndu tii óeirða vegna aftöku tveggja þeldökkra morðingja i dögun í gær. Brezki landsstjórinn Sir Peter Hamsbotham hefur sett á útgöngubann frá klukkan 18.00 til 0.00 til að koma í veg fyrir að atburðir siðustu 24 klukkustunda endurtaki sig. Mennirnir sem hengdir voru, hétu Erskin Burrow 33 ára og Larry Tacklyn 26ára en aftakan var hin fyrsta á Bermuda i 30 ár. Burrows var dæmdur árið 1975 fyrir morð á fyrrum landstjóra, Sir Richard Sharples og báöir hinir hengdu voru dæmdir fyrir morö á tveim starfsmönnum kjörbúðar, árið 1973. beldökkir unglingar fóru i göngu um Hamilton með kröfu- spjöld gegn dauðadómunum. Til átaka kom milli lögreglunnar og unglinganna á meðan lögfræðing- ar reyndu að fá dómunum breytt i fangelsisvist. Ramsbotham lýsti yfir neyðarástandinu og staðfesti fréttina siðan á blaðamannafundi en neitaði að svara nokkrum spurningum. tJtgöngubannið gildir jafnt fyrir erlenda ferðamenn og Bermúdabúa. 1 gær hafði tekizt aö koma á friði og spekt i Hamil- ton en lögreglumenn vopnaðir kylfum og táragasi börðust við óeirðaseggi. betta eru mestu óeirðir i Bermuda siðan þar kom til pólitiskra átaka 1968. Bermuda sem er leikvöllur bandariskra auðkýfinga hlaut sjálfstjórn 1968, en landsstjóri hefur með að gera þau málefni sem varða öryggi, utanri'kismál og varnir. Burrows sem var sjálfskipaður foringi allra sem berjast gegn ný- lendustjórninni á Bermuda, sagði við réttarhöldin að með morðinu á landsstjóranum hefði hann ætlað að koma 54.000 ibúum Bermuda i skilning um illsku ný- lendustjórnarinnar, en Bermuda er elzta nýlenda Breta. Norræn nefnd fjalli um Suður- Afriku Helsinki-Reuter. Finnska þingið hcfur staðfest ályktun stjórn- arinnar þess efnis að erfitt sé fyrir finna að halda uppi sam- bandi sinu við Suður-Afriku. i ályktuninni er hvatt til aukinnar aðstoðar við frelsishreyfingar hlökkuinanna i Suður-Afriku, og skipan norrænnar nefndar til að athuga leiðir til að beita efna- hagslegum þrýstingi við Pretoriu. Talsmaður utanrikisráðuneyt- isins hefur hins vegar neitað þvi að uppi séu hugmyndir um að sli'ta stjórnmálasambandi við Framhald á bls. 23 Stjórnir Ástraliu og Vietnam: Deila um flóttamenn Eitt flóttabarnanna frá Vletnam. Melbourne-Reuter. Andrew Pea- cock, utanrikisráðherra Astraliu, hefur neitaö beiðni víetnamskra yfirvalda um að framselja flótta- menn, sem rændu togara og sigldu honum til Astraliu. 175 manns voru um borð I togaran- um, þar af 151 flóttamaður og 21 sem voru á skipinu sem áhöfn. Þrir vietnamskir verðir úr hern- um, sem áhöfnin yfirbugaði, eru enn lokaðir inni I togaranum. 80 börn eru meðal flóttamann- anna sem komu til Astraliu með eigur sinar i litlum tágakörfum. Strax og flóttamönnunum var leyft að stiga fæti á ástralska grund gekk sendiherra Vietnams i Canberra.á fund utanrikisráö- herra til að krefjast þess aö flóttamennirnir yröu sendir aftur til sins heima. betta er i fyrsta skipti sem ástralska stjórnin flækist i mál- efni flóttamanna frá Vietnam, þrátt fyrir að nokkur hundruö þeirra hafi komið til landsins á undanförnum vikum. Peacock sagði, að hverjum þeim sem ósk- aði eftir að snúa til baka til Viet- nam væri það heimilt. Talsmaður vietnamska sendi- ráðsins hefur lýst atburðunum sem hreinu sjóráni, en reynt hef- ur verið af hálfu ástralska utan- rikisráðuneytisins að þagga niður orðróm þess efnis, að atburðirnir geti valdið alvarlegu pólitisku missætti. Vietnamska sendi- herranum hefur veriö boöið til viðræðna um málið. Palestínuarabar ósáttir í Tripoli Tripoli-Reuter. Innbyrðis deilur Paiestinumanna hafa orðiö þess valdandi, að minnkandi líkur eru á að fundurinn i Tripoli nái þvi takmarki sinu að mynda sterka samstööu meðal Araba gegn stefnu Sadats. Fréttir frá ráð- stefnunni herma að breitt bil sé milli meginþorra Palestinuaraba og öfgasinna i þeirra hópi. betta kom glögglega i Ijós við upphaf viðræðnanna i Tripoli, sem form- lega voru hafnar af Muammar Ghaddafi, leiðtoga Libýu. Yasser Arafat foringi frelsis- samtaka Palestinu, hafði mörg ófögur orð um för Sadats i ræðu sinni, en gaf jafnframt ljóslega i skyn, að leiðtogar samtakanna væru hlynntir samningum, sem myndu binda endi á 30 ára gamla deilu Israelsmanna og Araba. George Habash, sem er foringi öfgasamtaka tii frelsunar Pales- tinu.steighins vegar ipontu til að hvetja alla Araba til að aftaka með öllu samninga sem lausn á deilunni. Deilur Palestinuaraba spegla muninn sem er á þátttak- endum fundarins, en þeir eru leiðtogar Sýrlands, Alsir, Libýu, Suður-Jemen og Iraks. Sýrlenzki forsetinn Hafez Al-Assad, hlustaði þegjandi á skoðanaskipti Palestinuarab- anna, en hann hefur ótvirætt látiö i ljós, að hann vonast eftir þvi að leysa megi deilurnar i Miðaustur- löndum með samningum. Stjórnir Iraks, Alsir, Suð- ur-Jemen og Libýu styðja hins vegar stefnu Habash, og i dag tóku sendimenn Alsir og Libýu til máls og studdu skoðanir hans. Samstaða Araba verður þvi að- eins virk að samstaða náist milli íraksog Sýrlands, en sameinaður hernaðarstyrkur þeirra skapar ógnun viö Israel. Fréttaskýrend- ur telja þó, að litlar likur séu á að stjórnir landanna leysi deilumál sin. brátt fyrir þetta telur gestgjaf- ínn á ráðstefnunni, Muammar Ghaddafi, að sú staðreynd, aö ráðamenn beggja þjóðanna eru mæftir til leiks, séu merki þess, að sterk samstaða muni myndast með andstæðingum stefnu Egypta. Muammar Ghaddafi Croissant í Stammheim: „Mun ekki deyja fyrir eigin hendi” Bonn-Reuter. i siðustu viku sam- þykktu frönsk yfirvöld að fram- selja þýzka lögfræðingiim Klaus Croissant sem var verjandi með- lima hins svokallaöa Baader- Meinhof hóps. í Vestur-býzka- landi mun Croissant koma fyrir rétt vegna meintrar aöildar að pólitiskum ofbeldisaðgerðum að undanförnu. Eftirað Vestur-bjóðverjar tóku við Croissant var hann fluttur til Stammheimfangelsins en þar er öflugri öryggisgæzla en i nokkru öðru fangelsi i Vestur-býzka- landi. 1 þessu sama fangelsi frömdu fjórir frægustu skjól- stæðingar Croissants sjálfsmorð á siðustu fimm vikum. Croissant hefur valdið frönsk- um stjórnvöldum talsverðum vandræðum og heilabrotum frá þvi hann kom til Frakklands siðastliðið vor. Frönskum vinstri- sinnum fannstsem hér væri um að ræða enn einn pólitiskan flótta- mann sem kæmi til landsins og vert væri að leyfa honum aðsetur i landinu. Vestur-þýzk yfirvöld litu öðrum augum á málið,þvihér var um að ræða lögfræðing og trúnaðar- mann hryðjuverkamanna auk RHODESIA: Viðræður haf nar milli hvítra og svartra Salisbury-Reuter. Forsætisráð- lierra livita minnihlutans, lan Smitli hóf i gær viðræður við tvo leiðtoga hópa þjóðernissinna. Viðræðurnar eru nýjasta til- raunin til að komast að sam- komulagi um vandamál hvitivi og svartra i Rhódesiu. Viðræð- urnar hófust eftir að lan Smith lýsti þvi yfir að hann væri þess fús að blökkumenn i Rhódesiu fengju atkvæðisrétt, en þeir eru 6,5 milljónir talsins, en hvitir aðeins 268.«00. Smith hefur vafalaust i huga að tryggja réttindi hvitra i land- inu, og reynir nú samninga við leiðtoga þjóðernissinna aðra en foringja skæruliða sem eru i út- legð. beir sem koma til við- ræðna eru séra Ndabaningi Sithole, og leiðtogi Sameinaða þjóðarflokks Zimbabwe. Abel Muzorewa biskup sem einnig var boðaður til viðræðnanna, kemur ekki til fundar við for- sætisráðherrann vegna þess að hann boðaði sorgarviku vegna dauða 1.200 blakkra Rhódesiu- búa i árásum Rhódesiuhers inn i Mósambik i siðustu viku. Flokkur Muzorewa sem nefn- Framhald á bls. 23 Klaus Croissant. þess sem talið er að hann hafi átt þátt I að skipuleggja siðustu að- gerðir hópsins. bjóðverjar gáfu út handtöku- skipun á Croissant i júli en eftir að handtökuheimild var gefin út öðru sinni hirti þýzka lögreglan lögfræðinginn. Eftir atburðina á Mogadishu, vildu flestar þjóðir sýna samstöðu með Vestur-bjóð- verjum i striði þeirra gegn hryðjuverkamönnum og Frakkar gátu ekki lengur sniðgengið bón Bonnstjórnarinnar um framsal Croissants. begar franski dómstóllinn fjallaði um framsal Croissants lögðu þeir til hliðar ákærur Vest- ur-bjóðverja þess efnis að hann hefði tekið „virkan þátt” i hryðjuverkastarfsemi en beindu rannsókninniað ákærðum sem ekki voru jafn alvarlegar en vörð- uðu hlutverk Croissants sem tengiliðar milli hryðjuverka- manna sem sátu i fangelsi og félaga þeirra sem gengu lausir. Samkvæmt Bonn-Parisar sátt- málanum um framsal glæpa- manna er nú aðeins hægt að dæma Croissant fyrir vægari sakirnar. Hann getur þó hlotið allt að fimm ára fangelsisdóm. Vestur-bjóðverjar voru að von- um kátir yfir málalokum og kváðu þessi úrslit bera vott um góðan árangur i baráttunni við hryðjuverkamenn. Lögfræðingur Croissants, Marie-France Schmidlin var hins vegar þrumu lostin við úrskurðinn. Hún sagði, að Croissant væri fórnarlamb galdraofsókna þýzku stjórnarinn- ar sem beindist nú gegn lög- fræðingum, þriggja er leitað og einn er i Stammheim fangelsinu. Schmidlin sýndi fréttamönnum miða sem Croissant hefði komið til hennar við réttarhöldin en á honum stóð „Efég dey i Stamm- heim, verður það ekki fyrir eigin hendi”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.