Tíminn - 03.12.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.12.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 3. desember 1977 Hinn félagslegi þáttur Þegar sagðar eru fréttir af samvinnustarfi, hvort heldur um er aö ræða starfi kaupfélag- anna eða Sambandsins, er fyrst og fremst fjallað um það, sem er að gerast á sviði viðskipta- og atvinnumála. Þetta er góðra gjalda vert og nauösynlegt. Eigi að siður vaknar sú spurning, hvort umræðunum sé ekki markaður of þröngur bás. Það má til sanns vegar færa. Af- leiðingin hefir orðið sú, að margur ætlar að önnur verkefni séu ekki á dagskrá hjá sam- vinnuhreyfingunni. Svo er þó ekki, en þau eru hinsvegar ann- ars eðlis og ekki hversdagslega I sviðsljósinu. Hér er átt við hinn félagslega þátt samvinnustarfsins. Það hefir frá upphafi verið eitt af markmiðum samvinnu- félaganna að annast almenna fræðslu. Þetta kemur greinilega fram i samvinnulögunum frá 1921. Þær raddir heyrast oft og hafa stundum veriö all háværar, að samvinnumenn hafi á siðari árum vanrækt eða jafnvel gleymt þessu atriði. Til þess að meta stöðuna rétt á þessu sviði þarf að litast um og skoða hvaö gert er. Þvi aðeins er gagnryni traust og gagnleg, aö hún sé byggð á réttu mati meginstað- reynda. Til glöggvunar verður reynt að draga hér fram nokkur atriði sem máli skipta i þessu efni. Afmælisár Það eru nú 75 ár siðan kaupfé- lögin stofnuðu Sambandið. Þeg- ar það hafði starfað i 40 ár ritaði Gisli Guðmundsson, alþingis- maður, sögu þess, sem gefin var út 1942. Þetta er myndarlegt rit þar sem i glöggu máli eru dregnir upp meginþættir starfs- sögunnar fyrstu fjóra áratug- ina. Tiuárum siðar, þegar 50 ár voru að baki, var Samvinnan gefin út i bókarformi. 1 eftir- mála þess rits sagöi Vilhjálmur Þór, forstjóri svo: „Héráundan hefir verið sagt i stórum drátt- um frá atburðum úr fimmtiu ára sögu Sambandsins. Með töl- um, frásögnum og myndum eru sýndir sigrar, sem hafa unnizt, erfiðleikar, sem hafa verið yfir- unnir, árangur, sem hefir Samvinnuskólinn að Bifröst náðst”. Og hvað hefir þá gerzt á þessu sviði nú, þegar 75 ár eru að baki? Afmælisárs og starfs var minnzt á eftirminnilegri hátið i Háskólabiói i Reykjavik. For- stjóri Sambandsins rakti þar og rifjaði upp baráttu frumherja, félagsmanna og starfsmanna og gerði á glöggan hátt grein fyrir þýðingu samvinnunnar i fram- farasókn þjóðarinnar á liðnum áratugum. Sérstakt afmælishefti Sam- vinnunnar kom út. Þar er dreg- in upp mynd með örfáum drátt um af 45 kaupfélögum. Getið er forystumanna þeirra og helztu viðfangsefna. Sambandsstjórn hefir ráðið ungan mann, Helga Skúla Kjartansson, til þess að rita sögu samvinnuhreyfingarinnar. Unnið er af kappi að þvi verk- efni og mun þess ekki langt að biða, að það rit verði fullbúið. A þessu ári hefir verið gefið út gagnmerkt rit Páls H. Jónsson- ar um Hallgrim Kristinsson, forstjóra Sambandsins. Þá er Andrés Kristjánsson, ritstjóri, að ganga trá upp- lýsingariti um alla kaupfélags- stjóra og mun það koma út öðru hvoru megin við næstu áramót. Komið hafa út á liðnum árum myndarleg rit um sögu margra kaupfélaga. Þessi rit eru um leið byggðasaga, persónusaga og lifsbaráttulýsing samvinnu- fólks i viðkomandi héruðum. Allt þetta sýnir lifandi starf, sem litið er á lofti haldið. Má þó fleira til nefna. Samvinnuskólinn Arið 1918 var stofnað til skóla- halds á vegum samvinnu- manna. Byrjað var smátt en Samvinnuskólinn hefir fyrir löngu unnið sér traustan sess i menntakerfi landsins. Sam- vinnumenn hafa á liðnum ára- tugum lagt stóra fjármuni til skólastarfsins. Verzlunar- menntun var utangarðs i skóla- kerfi lgndsins og margur hafði ekki hinn minnsta skilning á þörf samvinnuskóla. Nú hefir breytt um til batnaðar i þessu efni og skóli samvinnumanna er viðurkenndur hluti mennta- kerfisins. Samvinnumenn hafa búið vel að skóla sinum. Skóla- setrið að Bifröst er þekkt stofn- un og framhaldsdeildin i Reykjavik veitir gagnlega við- bótarmenntun. Samvinnuskól- inn hefir notið handleiðslu úr- valsmanna og þar hafa fjöl- margir einstaklingar stundað nám, sem kvaddir hafa verið til trúnaðarstarfa á mörgum svið- um þjóðlifsins. Bréfaskólinn Svo sem kunnugt er, skiptist Sambandið i nokkrar stórar deildir. Hver hefir sitt afmark- aða hlutverk. Fræðsludeildin er einn þátturinn. Hún efndi til bréfaskóla árið 1940. Starfssvið skólans hefir nýlega verið fært út og alþýðusamtök og Sam- bandið hafa sameinazt um þessa stofnun. Skólinn kennir nú 36 náms- greinar og fjölmargir einstakl- ingar njóta leiðbeininga i skólanum. Þar er jöfnum hönd- um fjallað um fagleg og félags- leg málefni og margbreytilegt námsefni er þar á boðstólum. Þetta er eini bréfaskólinn i landinu. Viða erlendis er saga áþekkrfl bréfaskóla all merk og fullvistmá telja að forysta sam- vinnumanna á þessu sviði hafi verið gagnleg. Samvinnan Raunar má segja að saga Samvinnunnar hefjist með út- gáfu „Ti'marits kaupfélag- anna”, sem út kom 1896. Þótt siðar tæki við „Timarit is- lenzkra samvinnufélaga” og svo „Samvinnan” er hér um að ræða einn og sama þráðinn,sömu hugsjón og kenningar. Fræðslu- deild er vandi á höndum með út- gáfu þessa rits. Til þess eru gerðar margbreytilegar en strangar kröfur. Það hefir notið ritsnilldar og andagiftar mætra samvinnuleiðtoga og oft verið i fararbroddi sóknar og varnar þegar samvinnuhreyfingin hefir þurft á að halda. Ritið hefir reynt að sinna kalli breytilegra tima. Stundum hefir vel til tek- izt en i annan tima miður. Það er staðreynd að til þess- ara þriggja þátta, Samvinnu- skólans, Bréfaskólans og Sam- vinnunnar hefir verið og er var- ið miklum f jármunum og munu útgjöld af slikum toga fátið eða nær óþekkt hjá öðrum fyrir- tækjum. Fleiri þættir Fjarri fer þvi að það sem þeg- ar hefir verið talið sé það eina sem tilheyrir fræðslu- og félags- málaþætti samvinnustarfsins. Nefna má nokkur atriði þvi til staðfestingar. 1 Hamragörðum fer fram margvislegt fræðslu og menn- ingar starf. Mörg kaupfélögin efna til fræðslufunda auk hinna árlegu deilda- og aðalfunda. Fé- lagstiðindi,starfsmannablöð og fréttabréf eru gefin út. Erind- rekar hafa oft gegnt þýðingar- miklum hlutverkum og nöfn þeirra margra eru að góðu kunn. Sú gagnlega starfsemi hefir verið i nokkurri lægð að undanförnu, en aftur á móti kemur að mörg hina stærri fé- laga hafa eða eru að ráða sér- stakan félagsmálafulltrúa, sem ætlað er að nokkru áþekkt hlut- verk þvi sem erindrekarnir höf ðu. Á siðari árum hefir hin fag- lega fræðsla og upplýsinga- starfsemi aukizt og er henni haldið uppi með margvislegum hætti. Fundir eru haldnir með starfsmönnum kaupfélaganna. Stundum eru þar að visu eink- um sameiginleg innkaup á dag- skrá eða verið er að kýnna nýj- ungar. Þessi starfsemi tilheyrir nú hinu daglega lifi. Arlegir fundir kaupfélagsstjóra með starfsliði Sambandsins hafa um nær 40 ára skeið styrkt og eflt samvinnustarfið. Skrifstofurnar erlendis eru skóíi fyrir unga starfsmenn. Samstarfið við er- lend samvinnusamtök hafa oft gegnt svipuðu hlutverki. Þannig má áfram nefnaýmisatriði sem rækilega sýna, að fræðsla er verulegur hluti hins daglega samvinnustarfs. Deila má um það, hvernig til hefir tekizt og vafalaust má á ýmsum sviðum enn betur gera. Af framanrituðu ætti hinsvegar að vera ljóst að hinn félagslegi þáttur sam- vinnustarfsins hefir ekki gleymzt. Samvinnumaður Fjáröflunarnefnd Styrktarfélags vangefinna heldur þessar skemmtanir á morgun sunnudag 4. desember Barnaskemmtun í Sigtúni kl. 14.30 Kynnir: Geröur Pálmadóttir Skemmtiatriði: 1. Unglinga lúðrasveit Garðahrepps leikur létt lög. 2. Söngflokkurinn Visnavinir. 3. Hl jómsveitin Alfabeta (Börnin fá að dansa). 4. Jólasveinar koma í heimsókn. Lukkupokar Aðgangur kr. 300.00 fyrir alla. Að- göngumiðar seldir í Sigtúni f dag kl. 2-4 og á morgun við innganginn. Aðgöngumiði gildir sem happdrættis- miði. Vinningar: Tjald, þríhjól/ svefnpoki og fl. Kvöldskemmtun að Hótel Sögu kl. 20.30 Kynnir: Frú Sigríður Ingimarsdóttir Skemmtiatriði: 1. Ávarp: Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrv. útvarpsstj. 2. Söngur: Sieglinde Kahman og Sig. Björnsson 3. Dansarar úr íslenzka dansflokkn- um. 4. Ómar Ragnarsson og Magnús Ingi- marsson. Málverkahappdrætti 15 málverk gefin af þekktum íslenzk- um málurum. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 2-4 í anddyri Hótel Sögu og á morgun við innganginn. Borð tekin frá um leið. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leik- ur fyrir dansi. Allur ágóði rennur til stofnana Styrktarfélags vangefinna Skólamálaumræða í nýju skólablaði Kennaraháskólans F.I. — Nemendaráð Kennarahá- skóla islands hefur nú hafið út- gáfu nýs skólablaðs iþvi skyni að leggja eitthvað af mörkum til skólamálaumræðu i landinu. Er stefnt að þvi i hinu fyrsta tölu- blaði að gera skólamálastefnu stjórnmáiafiokkanna nokkur skil og fá fram þeirra viðhorf. Einnig er rætt viö einstaklinga sem kunnir eru af gagnrýnum viðhorf- um sinum til þessara mála. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna, sem tjá si i HEÐI eru Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra og alþingismenn- irnir Ragnar Arnalds, Gylfi Þ. Gislason og Magnús Torfi Ólafs- son. Aðrir viðmælendur eru Jónas Pálsson skólastjóri Æfingaskól- ans og Bragi Jósepsson námsráð- gjafiog fyrrverandi deildarstjóri i menntamálaráðuneytinu. I beinu framhaldi við viðtal Braga er hluti úr skýrslu Arnórs Hannibalssonar, sem mjög var umdeild á sinum tima. Efni hennar hefur ekki áður komið fyrir augu almennings svo vitað sé. Að lokum er grein, sem unnin er upp úr félagsfræöibók, Peters- reglan. Fjallar hún um einkenni þjóðfélags vorra daga. Skólablaðið HöÐUR er 34 siður i stóru broti. Abyrgðarmenn eru Gisli Asgeirsson og Haukur Vigg- ósson. Svansprent sér um prent- un.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.