Tíminn - 03.12.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.12.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. desember 1977 15 Vegurinn heim Jón Helgason: ORÐSPOR Á GÖTU. (Smásögur). Skuggsjá. Hafnarfirði, 1977. 160 bls. Svo er að sjá sem Jón Helga- son hafi um sinn horfið frá ritun sagnaþátta. Kemur nú frá hon- um þriðja smásagnasafnið. Hið fyrsta, Maðkar i mysunni.kom 1970, og Steinar i brauðinu fimm árum siðar. Smásögur Jóns taka með eðli- legum hætti við af sagnaþáttun- um. Hann leitar einkum efni- viðar i mannlífi og lifsháttum fyrri ti"ðar, eða þá lifi sem sprottið er Ur grónum jarðvegi. Ahuginn beinist i sagnaþáttun- um einkum að sérkennilegum örlögum og manngerðum, gjarnan mönnum sem lenda utangarðs. í smásögunum eru slikir einfarar lika oft leiddir fram. Mannlýsingar Jóns eru einfaldar i sniðum, frásagn- arháttur skýr og öruggur, mál- far auðugt og lipurt. Allt blasir þetta við i nýju bókinni. En ég efast um að frá- sagnarháttur Jóns hafi nokkurn tima verið liðlegri en nú: hann hefur fullt vald á viðfangsefni sinu og fipast hvergi. Stillinn er nær talmáli en fyrr og felldur með nærfærni að lifsmynd þeirri og manngerð sem greint er frá. Þetta sést glögglega i fyrstu sögunni, Fengin Fia. Þar segir frá einbúa nokkrum, Arna i Gröf: Hann þarf á ráðskonu að halda og fær til sin mæðgur tvær. Náungi á næsta bæ tælir til sin dótturina en Arni situr uppi með roskna móður hennar. Sagan er mestöll sögð frá sjönarhóli einbúans og verður hann ljóslifandi: einn af þeim búrum sem við þekkjum svo vel úr bókum allt frá Pilti og stúlku. Nokkrar linur úr sögunni verða að nægja til að sýna kankvisan stilsháttinn: „Hann ætlar að stökkva, það erbezt hann reyni þær, þessar, og tiðin gefur svo að sanna, hvort þær lukkast skár en hinar biðja hann að skreppa eftir þessu. Hann kæmist betur frá þvi þannig i kostnaðarlegu tilliti heldur en seti undir þær kaupstaðardrossiu, þvi að þeir eru fram úr hóf i dýrir á þeim til allra vika, leigubilstjórarnir”. Vegur i inyrkri er saga af farmanni á heimaslóðum: hann hlýtur að hrekjast undan vindi og báru og á i rauninni hvergi heima, slitinn úr tengslum við átthaga sina og lifið þar. Hér er vel farið með kunnuglegt efni. Sama má segja um Straumend- ur, nærfærnislega sögu um feiminn sveitastrák og jafn- öldru hans úr kaupstaðnum. Bindur hann vonir sinar við að geta horft með henni á stráum- endur, sem auðvitað láta ekki sjá sig fyrr en hún er farin. — 1 Sakramenti segir frá gömlum bónda sem er að geispa golunni og lætur reka sauði sina fyrir baðstofugluggann svo hann megi leiða þá augum áður en hann skilur við:” ... þeir stóðu þarna eins og ungir guðir og horfðu á hann með velþóknun. Það brá fyrir bliki djúpt i hálf- slokknuðum augum Sigurðar, og slappar varimar bærðust viðlika og máttdregnir vöðvarn- ir væru að reyna að særa fram bros.” Sumardagarer undirfurðuleg frásögn af ungu skáldi sem dvelst við skriftir i sumarbústað og keppir um hylli stúlku á næsta bæ við sambýlismann sinn. Auðvitað lýtur skáldið i lægra haldi. —Mestur húmor er Jón Helgason. isögunni Kvöldin á Kormáksgöt unni.um sérlundaðan ungan úr- smið sem hefur ofan af fyrir mæðgum nokkrum og annast úrsmiðaverkstæði húsbóndans i ganglóumar, sem hann hefur prófað. Og þá er ekki annað betra til ráðs að taka en hringja i Sigga á Flötum, hann hefur jeppann á bæjarhlaðinu, og sjúkralegu hans. Þetta er kimi- leg erótisk saga. Sögukorn úr Geilárdölum er ófrumleg saga af harðskeyttum hreppstjóra og stoltri ekkju. — Einna bezt sögð er siðasta saga bókarinnar, Maður frá Kaldbak, um lifs- harm Nabba Færeyings. Þar heldur höfundur eftirvæntingu lesandans vakandi allt til loka. Þetta sem nú var sagt um sögurnari Orðsporiá götugefur auðvitað litla hugmynd um þær. Þar eru í kunnuglegum föstum sniðum og hnepptar um glögg- lega markaðán kjarna. Þær manngerðir og aðstæður sem hér er lýst þekkjum við flestar vel úr eldri bókmenntum. En hitt er vert að undirstrika, að Jón Helgason er engin eftir- herma. Ef mönnum þykir mannskilningur hans.viðhorf og frásagnarháttur likjast öðrum eldri höfundum, stafar það ein- ungis af þvi að hann er vaxinn úr sama menningarlegum jarð- vegi og þeir. Smásagnaformið lætur Jóni Helgasyni vel, af þvi að áhugi hans beinist að einstaklingnum. 1 sumum sagnaþáttum sínum hefurhann brugðið upp viðtækri aldarfarsmynd, en það lánast ekki eítis vel og þeir þættir sem eru hnitaðir um æviferil og örlög sérkennilegs manns, kyn- legs kvists. 1 þessu fer Jóni likt og mörgum öðrum sagnamönn- um okkar. Persónusagan hefur löngum verið Islendingum hug- leikin. 1 smásögum sinum er Jón laus við skorður heimilda og getur gefið mannskilningi si'n- um frjálsan vettvang. 1 nútimasamfélagi hefur smá- sagnaformið átt örðugt uppdráttar. Það er eins og sú reynsla sem samtiðin færir mönnum að höndum rúmist illa i afmörkuðu, luktu formi. Nú virðast fáir leggja rækt við smásöguna, og sagt er að ýmsir útgefendur fúlsi við slikum bók- um. Timarit eru lika flest dauð, en þau voru kjörinn vettvangur smásagnahöfunda. Jón Helga- son leggur þó ótrauöur rækt við þetta form. Ég hygg að beztu sögur hans myndu sóma sér vel i úrvali islenzkra smásagna. Væri raunar gaman að efna til sliks úrvals, enda rúmir tveir áratugir siðan það var siðast gert. Orðspor á götu minnir á þessá bókmenntagrein og er til marks um það hvernig enn er hægt að segja sögur á Islandi. En ef smásagan á eftir að lifa nýtt blómaskeið verður hún með öðrum svip en höfundar af kyn- slóð Jóns Helgasonar hafa gætt sinar sögur. Þá myndu sögurn- ar fá örari hrynjandi og veröa fjölþættari myndir af hraðfara lifi nútiðar, sem hefur rofið þá einingu manns og náttúru er ráðiðhefur svipmóti bókmennta okkar bókmennta ökkar fram á siðustu tima. Gunnar Stefánsson. bókmenntir Aðstandendur Galleris Sólon tslandus á blaðamannafundi. Aðstandendur Gallerís Sólon íslandus sýna í tilefni árs afmælis SSt — í dag, 3. des. verður opnuð i Galleri Sólon tslandus Aðalstræti sýning og að þessu sinni eru það aðstandendur Gallerisins sem sýna verk sin. A sýningunni verða margs konar myndverk og listmunir til sölu og má þar nefna málverk, klippmyndir, kermik og textil- vefnaður. Þessi sýning er haldin i tilefni þess að 3. des er liðið ár frá þvi að Galleriið var opnað. Aðstandend ur þess sögðu á blaðamannafundi að nokkuð væri á huldu með framtið Gallerisins og það væri ekki, sizt undir þessari sýningu komið að halda mætti áfram þessari starfsemi, en hún var og er nokkur nýlunda i listlifi borg- arinnar og hefur almennt hlotið góðar viðtökur. Þessi sýning er sérstök að þvi leyti, að um leið og verk seljast verða önnur ný hengd upp og efgestir sýningarinnar ákveða að kaupa verk taka þeir þau með sér heim þegar þeir hafa skoöað sýn- inguna. Sýningin verður opin allan desembermánuð og mun opn- unartimihennar verða sá samiog verzlana rétt fyrir jólin, en virka daga verður hún opin frá 1-6. Vöruafgreiðsla innan- landsflugs flytur áþ — Um þessar mundir standa yfir breytingar f afgreiðslu Flug- leiða á vörum til útlanda. Vöru- móttaka hefur verið fram að þessu I vöfuafgreiðslu innan- landsflugs á Reykjavikurflugvelli en flyzt nú um helgina að Bilds- höfða 20. Vörumóttakan þar opn- ar n.k. mánudagsmorgun. Um þessar mundir eru rúm tvö ár liðin siðan Vöruafgreiðsla Flugleiða fluttist að Bildshöfða 20, en hafði áður verið á fjórum stöðum í borginni. Nú standa fyrir dyrum breytifigar á vöruaf- greiðslunni og veröur hún að nokkru endurskipulögð. M.a. verður tekin i notkun tölva sem mun flýta fyrir allri afgreiðslu. GIRMI hraðsuðupottar Verð kr. 14.355 Verð kr. 12.750 Sendum i póstkröfu RAFIÐJAN KIRKJUSTRÆTI 8 - SÍMI (91) 1-92-94

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.