Tíminn - 04.01.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1978, Blaðsíða 1
Fyrir vöru Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu— dri Timamynd: Gunnar. — öll skipakaup frá Noregi rannsökuð KEJ — Enn er unnið i skipakaupamálinu og mikilvinna framundan, sagði Garðar Valdi- marsson skattrannsókn- arstjóri i samtali við Timann i gær. Málið snýst eins og kunnugt er um hugsanlegt misferli i kaupum tæplega 60 skipa frá Noregi á sl. sex árum. Þegar, sagði Garðar, hafa sézt dæmi um að hluti af uppgefnu kaupverði skips hafi far- ið til einkaafnota en rannsókn málsins bein- ist einmitt hvað helzt að þeim möguleika. Þá sagði Garðar, að ákveðið hefði verið að kanna öll skipa- kaup frá Noregi á þessu timabili, enda þótt fyrir lægi i mörgum til- vikum að allt væri með felldu. • Ennfremur væri ljóst, að algeng- ast væri að öll umsótt gjaldeyris- yfirfærsla færi til skipsins og það sem væri umfram raunverulegt kaupverð rynni til kaupa á ýms- um tækjabúnaði. Auk þess sem málið er i rann- sókn hjá skattrannsó'knastjóra hefur Gjaldeyriseftirlitið þaö til athugunar. Spurningu Timans um hvort skipakaup frá öðrum löndum verði ekki rannsökuð i framhaldi af þessu, svaraði Garðar á þann veg, að i þeim til- fellum sem slikt væri mögulegt yrði það sjálfsagt gert. Það er þó helzt á Norðurlöndunum á grund- velli gagnkvæmrar upplýsinga- skyldu, en einnig verður leitaö til annarra landa, sem gott samstarf er við i þessum efnum; t.d. Þýzkalands. Nýtt ár—gottár! Guðbjörg ÍS aflahæst þriðja árið í röð GV — Skuttogarinn Guðbjörg ÍS frá tsafirði er nú þriöja árið I röð afla- hæst minni skuttogara á landinu með 4.641 tonn, og er skipta verðmæti heildaraflans 368,640 miUjónir. Skipstjóri á Guðbjörgu IS er Asgeir Guðbjartsson. 6 Skuttogarinn Gyllir ÍS frá Flat- eyri, kemur næstur á eftir Guö- björgu tS hvað afla snertir, með 4.286 tonn, og er skiptaverðmæti aflai.s 315 milljónir, að þvi er Guðvarður- Kjartansson hjá tJt- gerðarfélagi Flateyrar tjáöi blað- inu i gær. Hásetahlutur með inni- földu orlofi af heildarafla Gyllis reynist vera 6,600 milljónir. Þriöji afli aflahæsti togarinn af minni gerð er Július Geirmunds- son IS með 4.060 tonn. Að þvi er Þórir Guömundsson hjá Fiskifélagi Islands tjáði blað inu i gær, þá er ögri aflahæstur stærri skuttogara með 4.848 tonn, næstur er Vigri RE með4.817 tonn og þriðja aflahæsta skipið á árinu 1977 var Harðbakur EA sem land- aði 4.682 tonnum. Að sögn Þóris hafa fjórir aðrir skuttogarar af stærri gerðinni aflaö yfir 4 þús. tonn á árinu sem leið. ' " -. - . ' “«»- Jk ..... . , - ■ > • • . Inneignir í tveim dönskum bönkum: Fáir eigendur og lágar upphæðir SKJ — Upplýsingar þær e: bárust frá danska rikisskatt stjóraembættinu skömmu fyr ir jóleru nú til athugunar hj« isienzkum skattyfirvöldum Garðar Vaidimarsson skatt rannsóknastjóri sagöi aö héi væri um óverulegar upphæðii að ræða miöaö viö þær fjár hæöir sem voru á reikningum tslendinga I Finansbanken Inneignirnar sem nú eru til umf jöllunar eru aðeins i tveim bönkum, og sagði Garðar að þeir Islendingar, sem ættu reikninga i þeim, væru sárafá- ir. Engar fyrirspurnir hafa enn verið sendar út til þeirra reikningseigenda er hér um ræðir, þvi enn er veriö aö yfir- fara skattframtöl þeirra. Ríkissjóður greiðir bændum 518 millj. AÞ — Nýlega var lokiö á vegum Hagstofunnar endurskoðun á út- flutningsbótum vegna landbúnað- arafurða. Athugunin náöi yf ir slð- astliðin þrjú ár. Utkoman varö sú að bændum verða nú greiddar tæpar 518 milljónir króna. Fyrir verðlagsárið 1975 til 1976 greiddi rikissjóður um 40 milljón- ir króna, fyrir 1976 til 1977 voru greiddar rétt um 408 milljónir króna, og vegna yfirstandandi verðlagsárs 47 milljónir króna. Þá koma til viðbótar 23 milljónir króna, sem eru vegna innkaupa á hráefni til sælgætisgerðar. Með þessari endurskoðun er út- flutningsbótarétturinn, frá 1975, nýttur að fullu. Þessar 518 milljónir dreifast nú til þeirra aðila, sem áttu ógreidda reikn- inga á viðkomandi vörum. Bænd- urfá siðan greiðslur fyrir tilstilli sláturleyfishafa og mjólkursam- laga. Væntanlega kemur nú til end- urskoðunartakaþess verðjöfnun- argjalds af kindakjöti, sem Stétt- arsamband bænda samþykkti á siöasta aöalfundi sinum. Skipakaupamálið: Bakgreiðslur til einkanota

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.