Tíminn - 18.01.1978, Síða 5
Mi&vikudagur 18. Janúar 1978
5
Sverrir Bergmann, læknir:
í TILEFNI
PRÓFKJÖRS
Prófkjör í
Reykjavík
Sverrir Bergmann.
k. Alþingi
Kosningaár er hafið. Stjórn-
málaflokkarnir keppast við að
manna framboðslista sina. Við
skipan þeirra verður ekki undan
þvi komizt að velja og hafna.
Prófkjör eru ein leiðin til þess.
Frammi fyrir einu sliku stendur
nú framsóknarfólk i Reykjavik.
1 tilefni þess eru þessar linur
skrifaðar. Sá, sem þær ritar, er
einn þeirra sem gefur kost á sér
til framboðs við alþingiskosn-
ingarnar i sumar.
Eðlilegt er að menn spyrji:
hvað ætlar þessi maður sér á
Alþingi.fái hann til þess stuðn-
ing. Þvi er auðsvarað. I fyrsta
lagi eiga flestir frambjóðendur
sér einhver sérstök áhugamál,
yfirleitt góð málefni og þörf, en
hvort heldur i eðli sinu stór eða
smá, skipta þau sjaldnast sköp-
un, þótt gagnleg séu,fleiri eða
færri. Um þau þarf ekki að
ræða frekar. í öðru lagi láta
flestir frambjóðendur sig ein-
staka málaflokka meiru skipta
en aðra og hvað mér viðkemur
eru það heilbrigðis- og trygg-
ingamál og menntamál eins og
kemur nokkuð eðlilega af sjálfu
sér. 1 þriðja lagi er svo að
standa vörð um stefnu Fram-
sóknarflokksins. Hana ætti að
vera óþarfi að kynna lesendum
þessa blaðs. Hún er stefna sam-
vinnu og félagshyggju, frjáls-
lynd og þjóðleg umbóta- og
framfarastefna. Við, sem skip-
um okkur undir hennar merki,
hljótum að treysta þvi, að hún
geti skapað gott og réttlátt þjóð-
félag og þvi hljótum við einnig
að vinna að lausn allra vanda-
mála á grundvelli þessarar
stefnu og þeirra samþykkta,
sem gerðar eru hverju sinni
eftir þvi sem mál koma upp og
taka mið af grundvallarsjónar-
miðum hennar.
Islendingar búa betur i landi
sinu nú en nokkru sinni fyrr.
Hér rikir almenn velmegun.
Lifskjörin jafnast i flestu á við
það sem bezt er i öðrum lönd-
um. Kynslóðirnar hafa af elju
og samvizkusemi skilað æ betri
arfi i okkar hendur. Mikilvæg
staðreynd, sem aldrei skyldi
gleymast. Allt væri þó hið ytra
skart litils virði ef ekkert byggi
inni fyrir. En þvi fer viðs fjarri.
Við höfum hlotið góðan aðbúnað
i hvivetna og ágæta menntun og
eigum auk þess möguleika fleiri
en áður hefur gerzt. Þjóðin er
dugmikil og sjálfri sér sönn og
sameinuð, ef á reynir. Mér veit-
ist ávallt erfitt að lita framhjá
þessu og þvi sé ég litla ástæðu til
þess að æðrast þótt stundum sé
einhverjum erfiðleikum að
mæta. Vist er efnahagsvandinn
mikill. Verðbólgan er litt beizl-
uð, skuldir eru miklar við út-
lönd og vandamál undirstöðuat-
vinnuveganna margvisleg. En
það er þekkt frá upphafi vega,
að enginn vandi er svo mikill, að
hann verði ekki leystur, ef fyrir
þvi er vilji og einhugur að baki.
Auðvitað þarf forystu og
ákveðna stefnumótun og ég trúi
þvi, að á grundvelli stefnu
Framsóknarflokksins náum við
beztum árangri. Efalaust þarf
að hyggja að margvislegri
endurskipan i uppbyggingu at-
vinnuveganna, hið s.n. bákn
þarf að reka af sem mestri hag-
kvæmni, skipuleggja þarf og
raða framkvæmdum og hyggja
vel að arðsemi þeirra hluta,
sem lán eru til tekin og raunar
ráðizt i yfirleitt. Og auðvitað er
það vandaverk i senn að draga
umtalsvert úr verðbólgu en
tryggja um leið fulla atvinnu og
hægja ekki um of á nauðsynlegri
uppbyggingu i landinu öllu.
A erfiðum timum bera töfra-
menn blóm. Leiti menn slikra til
þess að ieysa allan vanda þá
þýðir litið að kjósa mig. Ég trúi
litt á töfralækningar. Sagan
hefur sýnt, að takmarkaðar ein-
faldar lausnir hafa sjaldnast
verið farsælastar og sjálfur er
ég svo gamaldags að halda, að
samvinna, þolgæði og þraut-
seigja skili beztum árangri um
siðir, enda séu sett ákveðin
stefnumörk og raunar hefur
sagan sannað það einnig.
Breytingar hafa verið örar
undangengin ár. Þjóðfélagið
hefur breytzt á skömmum tima
og þjóðlifið er allt margbreyti-
legra en áður og einangrun
landsins er löngu rofin. Það
getur margt farið úrskeiðis i
umhleypingasamri tið. Maður-
inn hefur verið breyzkur frá
upphafi og fullkominn verður
hann seint. Þeir siðferðisbrest-
ir, sem hér sjást nú alltof viöa,
eiga auðvitað nokkra skýringu i
mannlegum veikleika, breyttri
þjóðfélagsmynd og nýjum
manngildishugmyndum. Kyndi-
afl verðbólgunnar er jafnt stó-
arinnar þar neðra. En það er
með þetta eins og aðra sjúk-
dóma. Þá verður að reyna að
lækna. Skera meinin i burtu
miskunnarlaust, þau skemma
ella frá sér. En heilsugæzlan er
mikilvægari, uppeldið sjálft og
sönn takmörk i lifinu, ábyrgðar-
tilfinning og skilningur á þvi,
sem mönnum er til trúað. Og
vist gætu þeir, sem með forráð
okkar fara, stuðlað að betra sið-
gæði með ýmsum athöfnum.
Þar skiptir oft hið smáa jafnvel
meira máli en hið stóra. Vel
rekið bákn, réttlátt skattakerfi,
að ógleymdri krónu, er skapaði
mönnum verðskyn, væru hér
dæmi. Þrátt fyrir þessi orð þýð-
ir ekki að kjósa mig sem væri ég
siðapostuli. Ég er jafn breyzkur
og nágranni minn og gæti rétt
eins runnið i hálkunni eins og
hann.
Þetta má kallast kosninga-
spjall. Ég held þó að ég hafi
ekki fallið i þá freistni að fara að
lofa einhverju. Allt hefur sinn
dag. Meira er þetta að gera
grein fyrir hugrenningum min-
um um það, sem nú ber hæst.
Ég hvet framsóknarfólk til
virkrar þáttöku i þeirri baráttu,
sem framundan er á árinu. Ég
vil einnig hvetja allt fram-
sóknarfólk i Reykjavik til þess
sérstaklega að taka þátt i próf-
kjörinu 21. og 22. janúar n.k.
Það er sanngjarnt og eðlilegt,
að það fólk, sem heldur uppi
starfsemi flokksins hér af dugn-
aði og trúmennsku, hafi um það
úrslitavald, hverjir veljast til
framboðs. Þess vilji á að ráða
og ég hef engan áhuga á þvi, né
heldur tel það rétt, að taka sæti
á framboðslista gegn þeim
vilja.
Björk Jónsdóttir:
Hvert erum
við að fara?
Hér áður fyrr var það talið
konu sérstök dyggö og kapps-
málaö eiga fallegt heimili hrein
og hraust börn og heilsu til að
geta þjónaö þeim. En ástandið i
þessu þjóðfélagi er orðið svo-
leiðis I dag, að það eru rekin upp
stór augu ef kona er heima hjá
börnum sinum. Þá er talað um,
að hún vinni ekkert, meira aö
segja börnin tala um þaö sln á
milli, að mamma þessara og
hinna séekkertaö gera og segja
alveg steinhissa: ,,Er hún
heima?” Enda ekki nema eðli-
legt þvi nú tiðkast ekki að hafa
fyrirvinnu.
Hiö mikla bákn sem við dag-
lega nefnum kerfi, býður ekki
upp á annað en að vera annað
hvort einstætt foreldri eöa
námsmaður. Hjónhafa sáralitla
möguleika til að fá inni fyrir
börn sin á dagvistunarheimilum
eða leikskólum. Skýrslur Sum-
argjafar sýna það, að langflest
börn, sem þar eru eru annaö
hvort börn námsmanna eða ein-
stæðra foreldra. Þó er undan-
tekning frá þeirri reglu.ef um er
aðræða erfiðar heimiiisástæður
og annað það er veldur brýnni
þörf fyrir hvert einstakt tilfelli.
Þá mun vera möguleiki á aö
hýsa viökomandi hjá þessum
stofnunum, annars eru eins og
áður hefur verið sagt, börn ein-
stæðra eða námsmanna látin
hafa algeran forgang um vistun
á heimilum. Aðsóknin er það
mikil, að hundruð barna eru á
biðlista um inngöngu á þessar
stofnanir.
Astandið i þessum málum
versnar og versnar. Tölur
sýndu, að bara I Breiðholts-
hverfunum voru um áramótin
1976-1977 yfir þrjú hundruö börn
á biölista, og þá eingöngu til
þess að komast 1/2 daginn á
leikskóla. Að visu voru þá ekki
komnir tveir nýir leikskólar
sem reistir hafa verið f Hóla-
hverfi og Seljahverfi, en ljóst er
að þessir tveir leikskólar hafa
bætt vel úr ástandinu i þessum
málum, þótt þeir séu hvergi
nærri þvl að leysa vanda þann
sem I þessum málum rlkir, þar
sem ibúaaukningin I Breiðholti
er ör og alltaf bætist viö börnin,
sem eðlilegt er þar sem barna-
fjölskyldur eru I miklum meiri
hluta þeirra, sem flytjast i
Breiöholtshverfin.
Ef fariö er I gegnum skýrsiur
Sumargjafar. þá segir þar sam-
kvæmt yfirliti yfir biölista að
hlutfall barna sem búa i Breið-
holtshverfunum sé langhæst. 1
ljós kemur að 41.3% barna á
biðlista eru i Breiðholti. Til nán-
ari glöggvunar hefur biðlisti
veriö athugaður með tilliti til
barnafjölda og leikskólarýmis I
hverjum borgarhluta.
Eins og oft áður eru það tölur
úr Breiðholtshverfunum, sem
mesta eftirtekt vekja. Einnig
kemur i ljós, að hlutfall leik-
skólarýmis er afar lágt miöaö
við f jölda barna I þessum hverf-
um. Hvernig á að bregöast við
þessum vanda? A aöfjölga dag-
heimilunum og leikskólunum?
Ef svo væri gert, er þá næsta
skref fyrir gift fólk aö slita sam-
búð til aö eiga möguleika á að
vista börn sin á þessum stofnun-
um, þar sem börn einstæöra for-
eldra ganga fyrir og meö slíkum
rétti aö börn giftra foreldra eru
rekin frá þessum stofnunum,
séu þau þar fyrir, og sé um
hörgul á plássi að ræða?
Er ekki orðinn annarlegur
keimur af slíkum málum sem
þessum að þegar fullorðnir ein-
staklingar kjósa sér það llfs-
form, að eiga maka þá er þeim
hegnt fyrir. Það borgar lang-
stærstan hluta þeirra peninga
sem til samneyzlu fara, langt
umfram námsmenn og ein-
stæða foreldra. Samt er þvi út-
skúfaö úr kerfinu I þessum mál-
um. Þar sem þessi stefna hefur
verið tekin i dagvistunarmál-
um. væri hægt að ráöa ofurlitla
bót á hlutskipti þeirra, er valið
hafa sér maka og heimili til að
hugsa um. Mætti ekki koma á
fót heimili fyrir börn, er þyrftu
timabundna pössun 1-3 klukku-
stundir á dag? Það er nú einu
sinni svo,að kona, sem valið hef-
ur þann kost að vera heima og
sinna manni slnum og börnum,
þarf oft aö taka að sér ýmsa
snúninga fyrir heimilið annað
hvort vegna fjarveru eigin-
manns við vinnu, hún getur lika
orðið lasin og þurft að leita
læknis, og er þá ekki alltaf gott
að gripa barnfóstru alveg i
hasti. Nú, svo getur eitthvert
barnið orðið fyrir meiðslum,
hún þarf aö hlaupa hvernig sem
aðstæður eru, en hvað á hún aö
gera við þau börn sem hún þarf
að fara frá? Taka þau með sér?
Það er ekki alltaf rétt lausn.
Þá kæmi sér vel, ef til væru I
borginni á 1-3 stööum heimili,
heimili sem gætu tekið börnin I
Björk Jónsdóttir
gæzlu ca. 1-3 tima gegn ákveð-
inni staðgreiðslu.
Viö, sem erum heima, mynd-
um fagna þess konar stofnun
mikiö, þar sem við gætum haft
börn okkar á öruggum stað en
þyrftum ekki að flækjast með
þau i bllum og strætisvögnum á
meðan við sinnum utanaökom-
andi heimilishaldi. Ég teldi
svona stofnun ekki siður nauö-
synlega en bHastæði og vildi
gjarnan vinna að því aö koma
sfiku heimili á fót.
Einnig hefur mikiö veriö rætt
um aö húsmóðirin einangrist
of mikið frá umheiminum og
þurfi að bæta úr þvi og hefur
veriö boðið upp á alls konar
námskeið bæði I handavinnu og
leirvinnu alls konar, eins lík-
amsrækt. En hvernig á húsmóö-
ir aö notfæra sér þetta, þar sem
annað hvort er slikt námskeið
um miöjan dag.eða þegar komið
er kvöld,en kvöldin eru aðal-
hvlldartimi húsmæðra þegar
börnin eru komin i ró og hún
getur fariö að hugsa um sjálfa
sig og maðurinn kominn heim
úr vinnu? Þá á hún aö fara út og
hressasjálfa sig og auöga til að
hleypa nýju blóði inn I fjölskyld-
una. Það hefur einfaldlega
gleymzt, að ekki er vlst, aö hún
eigi uppkomin börn til að líta
eftir þeim yngri á daginn, svo
hún geti sótt þessi námskeiö.
Ekki er vist að allir yrðu ánægð-
Prófkjör í
Reykjavík
stj órn
ir, ef hún mætti meö börnin með
sér. Þá erum viö á sama punkt-
inum og áöan. Lausnin er sú, að
hún verður aö vera heima.
Hér eru nokkrar tölur til
glöggvunar á ástandinu. Um
áramót 1976-77 var fjöldi barna
ádagheimilum 786börn, þar af
börn
einstæðra foreldra 518 eða 65.9%
háskólastúdenta 139 eða 17.7%
annarra námsmanna 103 eða
13.1%
giftrafóstra 16eða 2.0%
vegna erfiðra
heimilisástæöna lOeöa 1.3%
En á biölista fyrir dagheimili
voru:
Einstæðirforeldrarmeð214börn
háskólastúdentar með 142börn
giftar fóstrurmeð 1 barn
vegna erfiðra
heimilisástæðna 6börn
Ástand þaö,er ég hef reynt aö
lýsa hér aö framan og sem töl-
urnar I skýrslu Sumargjafar
sanna, er ef til vill orsök þess,
að svokallaðar dagmömmur
hafa skotið upp kollinum um
alla Reykjavík. Mömmur þess-
areru að visumesta þarfaþing.
Félagsmálastofnun Reykjavlk-
ur hefur eftirlit meö þeim og
veitir þeim atvinnuleyfi eða gef-
Framhald á bls. 19.