Tíminn - 18.01.1978, Side 8
8
Hl'illl'lUU
Miðvikudagur 18. janúar 1978
„Hafnaði” talmyndun-
um.
leiklist
Leiðir Chaplins og stjörnuiðn-
aöarins i Hollywood skildu i
raun og veru með tilkomu tal-
myndanna, en Chaplin hafnaði
Á jóladag siðastliðinn andað-
ist i hárri elli einn eftirminni-
legasti persónuleiki þessarar
aldar, leikarinn Charlie
Chaplin, tæplega niræður að
aldri.
Með honum er horfinn af sjón-
arsviðinu merkiiegur og sannur
listamaöur, þótt vitaskuld iifi
hann lengi enn i tugum kvik-
mynda, ef ekki hundruðum, sem
hann kom fram i, lék i eða
samdi.
Byrjaði 8 ára að leika á
leiksviði.
CHAPLIN
sinni, söng ekki einasta eins og
hún, heldur lika eins og söng-
kona, sem er að missa röddina á
versta tima, og sagt er að
áheyrendur hafi ætlað bókstaf-
lega að rifna af hlátri, og þeir
köstuðu peningum upp á senuna
til þessa undarlega barns.
Chaplin tók þessu öllu rólega.
Tindi upp alla smápeningana á
sviðinu, og þegar þvi var lokið,
þá lauk hann við sönginn.
Kvikmyndir Chaplins frá
þessum árum skipta hundruð-
um.
I þá daga voru kvikmyndir
stuttar. 15-20 minútur og snerust
oftastum eitthvað þröngt atriði,
sem einhverjum hafði dottið i
hug. Siðan var unnið Ut frá þess-
ari hugmynd, og þá var enginn
betri en Chaplin. Þá voru kvik-
myndirnar þöglar, ekkert orð
var sagt, og þá varð að vera lif i
tuskunum, en áhorfendur velt-
ust um af hlátri.
Má likja kvikmyndum þessum
við stutta sjónvarpsþætti eins og
núna eru stundum gerðir. Lang-
ar dýrar kvikmyndir komu ekki
fyrr en siðar.
Alltaf að segja eitt-
hvað.
Chaplin ólst upp í sárustu fá-
tækt i fæðingarborg sinni Lond-
on og byrjaði að koma fram á
alls konar stöðum svo að segja
frá þvi að hann gat staðið upp-
réttur. Hann skemmti nágrönn-
um sinum i portum og bakgörð-
um, raunar hvar sem var. Þetta
fólk, sem bjó við sömu neyð og
hann sjálfur bókstaflega grét af
hlátri, þegar hinn kostulegi
sveinn tók að likja eftir ýmsum
úr nágrenninu. Hann lék kaup-
manninn á horninu, bakarann,
húseigandann og ýmsa, sem
máli skiptu og höfðu örlög þessa
fólks i hendi sér og hann dansaði
og söng.
Vegna þessara einstæðu hæfi-
leika, fékk Chaplin sitt fyrsta
sviðshlutverk aðeins átta ára að
aldri. Fyrir það fékk hann þó
aðeins örfáa skildinga, en
brautin var ráðin. Hann hélt
áfram að skemmta mönnum i
London þar til hann fluttist til
Bandarikjanna árið 1910.
Charlie Chaplin var þó ekki
frá upphafi i hinu fræga gervi
sinu. — I ofstórum skóm, dálitið
viðum og fyndnum buxum,
þröngum jakka, með kúluhatt
og hitlersskegg sem ásamt
stafnum myndaði gervið ein-
stæða. Nei hann kom fram i alls
konar múnderingum, eftir þvi
sem við átti, en það var ekki
fyrr en árið 1914, að hann kom
fram i fyrstu kvikmyndinni,
sem var i fullri lengd.
Reyndar er til ágæt lýsing á
þvi, þegar Chaplin kom fram i
fyrsta sinni á leiksviði. Móðir
hans og faðir voru leikarar.
Móðir hans var þá að syngja, en
röddin gaf sig og hún varð að
hætta við skemmtiatriðið sitt.
Chaplin kom þá i staðinn inn á
sviðið og byrjaði að syngja
sönginn, þar sem móðir hans
hafðiorðið að láta staðar numið.
Chaplin hermdi eftir mömmu
Efni þessara kvikmynda fjall-
aði mjög oft um þá, sem undir
höfðu orðið i lifsbaráttunni. Þótt
myndir frá þessum tima væru
ekki pólitiskar i þeim skilningi,
sem siðan hefur verið lagður i
margar af kvikmyndum Chapl-
ins, þá var samúðin með þeim
sem minna máttu sin, ávallt
inntak þeirra, að einhverju
leyti, a.m.k. Chaplin var —
þrátt fyrir allt grinið — ávallt að
segja okkur eitthvað, og við tók-
um afstöðu með honum, óafvit-
andi.
Einhvers staðar er sagt frá
þvi, að i rauninni fari maðurinn
aðeins einu sinni i leikhús um
ævina, en það er i fyrsta sinn.
Hann bíður þess aldrei bætur.
Eitthvað svipað gildir um
kvikmyndir, verður maður að
ætla. Það eru margir, sem ekki
muna aðrar kvikmyndir frá
æskudögum sinum, en Chaplin
myndirnar, en þær voru ávallt
sýndar fyrir fullu húsi þegar ég
var barn.
Auðvitað voru þessar myndir
fyndnar, en eftir á að hyggja, tel
ég að sú staðreynd, að börnin
áttu samleið með Chaplin, til-
finningalega, hafi lika ráðið
talsverðu um vinsældir hans á
dögum þöglu myndanna.
Onnur staðreynd, sem gjarn-
an er klifað á, er sú, að i raun og
veru þá langi alla gamanleikara
til þess að leika „alvarleg” hlut-
verk. Flestir þeirra munu jafn-
vel álita sig fyrst og fremst hæfa
i alvarleg hlutverk, en flókin or-
sakakeðja hefur aðeins dregið
þá fram á sviðið i gervi trúðsins
og hláturinn frammi i salnum
nistir þá gegnum merg og bein
og veldur þeim aðeins þjáningu
og sorg.
Þeim er það i raun og veru
aðeins soigleg skylda að
skemmta öðrum, og fá þá til að
hlægja.
CHARLIE
talmyndunum i fyrstu. Hann
notfærði sér þó leikhljóð i fyrstu
myndunum. Hann gleypti
flautu, sem sat föst i hálsi hans
og flautaði hún þegar hann
hóstaði og flautaði svo við hinar
óskemmtilegustu aðstæður
Siðan beygði hann sig fyrir
tækninni — eins og aðrir, og
hann gerði margar frægar tal-
myndir og samdi þá yfirleitt allt
sjálfur, handrit, texta, tónlist,
og hann stjórnaði myndum og
lék i þeim veigamestu hlutverk-
in.
Eftir að Chaplin hóf sjálf-
stæða kvikmyndagerð, breyttist
still hans. Kvikmyndin varð
pólitiskari en áður. Hann hædd-
ist að bónuskerfinu, valdakerf-
inu, snobbinu og valdagræðg-
inni i heiminum og myndir hans
hlutu ekki aðeins aðsókn og lof,
heldur urðu þær gagnlegar al-
menningi, sem sá i þessum
myndum nýja hlið á lifi sinu og
örlögum.
Það fór ekki hjá þvi að Chap-
lin eignaðist óvini fyrir ótima-
bær stjórnmálaafskipti sin, en
hann var óhikandi við að segja
stjórnvöldum til syndanna, ef
honum sýndist svo.
Iþádaga varmargtá ruglingi
i veröldinni. Þeir sem höfðu
samúð með fátækum og þeim
sem orðið höfðu harkalega fyrir
barðinu á stjórnvöldum, voruað
ósekju taldir hættulegir rikinu,
og árið 1952 var Chaplin tjáð, að
vera hans i Bandaríkjunum
væri óæskileg, en þetta-.var á
tfmum McCarthy-ismans al-
ræmda.
Þá fluttistChaplin til Evrópu,
þar sem hann bjó eftir það.
Hann bjó þó ekki á Bretiands-
eyjum, heldur i Sviss.
Englendingar sýndu honum
ýmsan sóma. Hann var t.d. aðl-
aður af Bretadrottningu og
fleira gerðu Bretar til þess að
votta honum hollustu.
Chaplin gerði margar frægar
stórmyndir. Siðust þeirra var
Sviðsljós (Limelight), en hún
fjallar einmitt um gleymdan og
vonsvikinn trúð, sem misst
hefur sjónar af þvi, að það er
hláturinn, sem skiptir mestu
máli.
Hann deyr með bros á vör og
hláturinn úr salnum fyllir sál
hans unaði og friði.
Margar bækur hafa verið
skrifaðar um Chaplin, lika þús-
undir greina. Eina bók a.m.k.
skrifaði hann sjálfur, en það er
sagan um betlarann, sem varð
milljónamæringur: saga hans
sjálfs.
Frægustu myndir hans eru
taldar hafa verið: Shoulder
Arms (1918), The Kid (1920)
Gullæðið (1925) Borgarljós
(1931) Modern Times (Nútim-
inn) (1936), Einræðisherrann
(1940), Monsieur Verdoux
(1947), og siðan Sviðsljós, sem
gerð var árið 1952.
Jónas Guðmundsson.
Sinfóníu
hljóm-
sveitin
með
tónleika
*
í
Keflavík
Pau A- Kristinn
Pálsson Hallsson
AÞ — Klukkan nfu annaö kvöld
heldurSinfóniuhljómsveit Islands
hljómleika i Félagsbiói I Kefla-
vik. Einsöngvari er Kristinn
Hallsson, en stjórnandi hljóm-
sveitarinnar er Páll A. Pálsson.
Hljómleikarnir eru á vegum Tón-
listarfélagsins i Keflavík.
A efnisskrá eru verk eftir
marga þekkta listamenn, inn-
lenda sem erlenda. Má nefna
m.a. verk eftir Mozart, Katsatur-
ian, Rossini, Sigfús Halldórsson,
Eyþór Stefánsson og Arna Thor-
steinsson.
íslenzka j árnblendif élagið:
Háðgast við f jölmiðla
um upplýsingamiðlun
SSt — í gær boðaöi Jón Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Islenzka
járnblendifélagsins til fundar
með ýmsum fulltrúum fjölmiðl-
anna til að ráögast og ræöa við þá
um, hvernig æskilegt myndi vera
aö koma upplýsingum frá fyrir-
tækinu um starfsemi þess og ann-
að sem þaö snertir, á sem skil-
merkilegastan og öruggastan
hátt til fjölmiðla. Er þaö vafa-
laust nýlunda, aö forsvarsmenn
stórra fyrirtækja hérlendis ráðg-
ist við fjölmiðla um gagnkvæm
samskipti og hvernig miðla eigi
upplýsingum frá þeim til fjöl-
miðla.
Það kom fram á fundinum, að
framkvæmdastjórn Járnblendi-
Jón Sigurðsson
félagsins taldi æskilegt að geta
snúið sér til eins ákveðins manns
á hverjum fjölmiðli, og myndi
það auðvelda öll samskipti. Þaö
er þó ýmsum vandkvæðum háö
fyrir fjölmiðla og kemur þar til
mannfæð, skortur á sérhæföu
starfeliði og vaktavinna. Einnig
kom til umræðu á fundinum að
efna til kynningarferöar upp á
Grundartanga einhvern tima á
næstunni fyrir fréttamenn, þar
sem starfsemi fyrirtækisins yrði
kynnt : og framkvæmdir þær
sem standa yfir nú. Auk þess var
talið nauösynlegt að útbúa og
dreifa kynningarbæklingum um
starfsemi Járnblendifélagsins til
að auka mönnum skilning á þvi
sem þar fer fram.