Tíminn - 18.01.1978, Side 13

Tíminn - 18.01.1978, Side 13
Miðvikudagur 18. jamiar 1978 13 15.00 óperutdnlist: Atriði lir „Töfraflautunni” eftir Mo- zart Evelyn Lear, Roberta Peters, Lisa Otto, Fritz Wunderlich, Dietrich Fisc- her-Dieskau og fleiri syngja með útvarpskór og Fflhar- moniusveit Berlinar, Karl Böhm stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Hottabych” eftir Lazar Lagin Oddný Thorsteinsson les þýðingu sina (17). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestur I Utvarpssal: Erling Blöndal Bentsson sellóleikari leikur Einleiks- svitu op. 87 eftir Benjamin Britten. 20.00 Á vegamótum a. Sigrún Gestsdóttir syngur lög eftir Sigursvein D. Kristinsson. Philip Jenkins leikur á p- ianó. b. Manuela Wiesler, Siguröur I. Snorrason og Nina G. Flyer leika „Klif” eftir Atla Heimi Sveinsson. 21.00 „Átján ára aldurinn”, smásaga eftir Leif Panduro HalldórS. Stefánsson þýddi. Helma Þórðardóttir les. 21.35 Stjörnusöngvarar fyrr og nú Guömundur Gilsson rekur söngferil frægra þýzkra söngvara. Annar þáttur: Erika Köth. 22.05 Kvöldsagan: „Sagan af Dibs litla” eftir Virginfu M. Alexine Þórir S. Guöbergs- son byrjar lestur þýöingar sinnar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Svört tónlist Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 18. janúar 18.00 Daglegt lif I dýragarði. Tékkneskur myndaflokkur. 18.10 Björninn Jóki Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýöandi Guöbrandur Gislason. 18.35 Cook skipstjóri Bresk myndasaga. 17. og 18. þátt- ur. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. 19.00 On We GoEnskukennsla. 12. þáttur frumsýndur. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Vaka(L) Þáttur um list- ir. Stjórn upptöku Egill Eövarösson. 21.10 Til mikils að vinna (L) (Glittering Prizes) Nýr, breskur myndaflokkur i sex þáttum. Handrit Frederic Raphael. Leikstjórn Waris Hussein og Robert Knights. Aöalhlutverk Tom Conti, Barbara Kellermann' Leonard Sachs og John Gregg. Hópur ungs fólks er viö háskólanám i Cambridge þegar sagan hefst, áriö 1953, og henni lýkur áriö 1976. Sögumaöur- inn, Adam Morris, er af gyöingaættum. Hann er nýbyrjaður háskólanám, og herbergisfélagi hans á stúdentageröinum er af tignum ættum. 22.25 Sekt og refsing Heimildamynd um afbrot og refsingu i Danmörku. Rætt er viö lögmenn, af- brotamenn og eiturlyfja- neytendur um hugtakið „sekt” og spurt m.a. hvort afbrotamönnum sé refsaö á réttan hátt. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. (Nord- vision — Danska sjón- varpið) 23.10 Dagskrárlok SÚSANNA LENOX ennþá minna borð/ sápuskál og ein krús. Á veggnum var snagafjöl. Á gólfinu var gömul og furðu-óhrein ábreiða en ofan á hana hafði verið látin hreinleg str/áábreiða er náði alveg frá dyrunum að rúminu og þvottaborðinu. Súsanna litaðist um — eitt augnakast var nóg. Hún sá allt sem þarna var og sá líka hvernig það var. Hún var komin aftur í leiguhjall. Hana hryllti við umhverf i sínu. — Þetta er ekki sérlega glæsilegt, sagði f rú Tucker, — en svona herbergi leigjast venjulega á fimm dali á viku. Þakið var brennheitt í sólskininu og loftið í þessu súðarherbergi var eins og í kjallara þar sem ofn væri glóðkyntur. En Súsanna vissi að hún hafði verið fram- úrskarandi heppin. — Hér er hreinlegt og þokkalegt, sagði hún — og ég er yður mjög þakklát fyrir, hvað þér eruð sanngjörn. Og til þess að útkljá þessa samninga, borgaði hún strax hálfs mánaðarleigu. — Ég bæti við þetta þegar ég er búin að vera eina viku í verzlunarhús- inu. — Það liggur ekkert á, sagði frú Tucker sem velti peningunum milli f ingranna og starði á þá feginsamlegu og þakklátu augnaráði.— Við fátæklingarnir eigum ekki að vera harðbrjósta hverjir við aðra — þótt hamingjan viti að sa væri ekki lengi fátækur er gæti verið það. Þér sendið auðvitað eftir eigum yðar? — Ég á ekki annað en þetta sagði Súsanna og benti á töskuna á borðinu. Það kom skelfingarsvipur á frú Tucker. — En ég hef góða atvinnu, f lýtti Súsanna sér að segja. — Ég fæ tíu dali á viku. Og eins og ég sagði þá flyt ég undir eins burt ef ég get ekki staðið í skilum. — Ég hef tapað miklu á óorðheldnum leigjendum, sagði frú Tucker afsakandi. — Ég veit ekki hvar það lendir. Svo birti yfir henni. — En það fer allt einhvern veginn og sjálfsagt vel. Ég hlífi mér ekki og reyni að forðast að beita neinn ranglæti. — Þér gerið það ekki heldur,það er ég viss um, sagði Súsanna sannfærandi. Trú hennar á þær dyggðir sem henni höfðu verið inn- rættar frá bernsku hafði oft orðið að ganga gegnum miklar eldraunir. En hún hafði aldrei leyft sér annað meira en að efast snöggvast um það að eina úrræðið til þess að komast áfram í lifinu væri að vinna og erfiða. Vegna þeirrar viðleitni sinnar að vera Spenser sem minnst til byrði hafði hún tamið sér mjög mikla spar- semi. Hún hafði vanið sig á að gefa sér góðan tíma til allra kaupa. Hún hafði farið búð úr búð og borið saman verðog vörur. Hún hafði athugað nákvæmlega notagildi matvara og fatnaðar og þannig hafði hún komizt að raun um, hversu gífurlegum f járhæðum fólk sóar af fávizku einni. Hún haf ði komizt að raun um þau sannindi sem eru undirstöðuatriði listarinnar að lifa sparlega að það er aðeins þegar svo óvenj ulega hittist á, að góð vara er ódýr að ódýr vara er góð. Við yfirheyrslur sínar hafði Spenser uppgötvað hve mikla hagsýni í meðferð fjár- muna hún var búin að tileinka sér. Og honum var skemmt. — Timaeyðsla var hann vanur að segja. — Borgaðu bara það, sem það vill fá og hugsaðu svo ekki meira um það. Honum hefði ef til vill dottið í hug að bera henni á brýn nízku ef örlæti hefði ekki verið eiginleiki sem var einna mest áberandi í fari hennar. Nú voru f járráð hennar orðin minni en unnt var að lifa af á sómasamlegan hátt — því lífi sem venjulegur borgarbúi gerir kröf ur til. Hún sneri sér undir eins að þvi að notfæra sér hina miklu hagrænu þekkingu sína. Henni reið á að gleyma hörmum sínum. Undir eins og f rú Tuck- er var farin afklæddi hún sig og burstaði föt sín hengdi þau upp á snaga og fór i þunnan slopp, sem hún hafði tekið með sér. Hinn hræðilegi hiti i þessari litlu kytru varð nú bærilegri og auk þess hlífði hún fötum sinum við sliti. Hún settist við borðið og skrifaði eins konar f jár- hagsáætlun á blað. Fyrst af öllu varð hún að draga þrjá dali og þrjátíu sent f rá kaupi — upp i húsaleiguna. Þá voru eftir sex dal- ir og sjötíu sent, sem urðu að nægja fyrir öðrum nauðsynjum: mat og fatnaði. Engin aukaútgjöld máttu koma til greina því að hún hafði enga peninga af lögu til þess að mæta þeim. Hún hafði ekki efni á að fara um borgjna i sporvagni, þótt rigning væri: regnfrakki, skó- hlífar og regnhlíf kostuðu meira í upphaf i en það varð þó miklu ódýrara þegar til lengdar lét. Þvotta og línstrok varð hún auðvitað að annast sjálf á kvöldin eða á sunnu- dögum. Af því tvennu sem hún varð að borga með þess- um sex dölum og sjötíu sentum, var maturinn megin-við- fangsefnið. Hvað gat hún komizt af með minnst? Ef hún deildi sjö i þessa sex dali og sjötíu sent varð út- koman níutíu og fimm sent. Það voru peningarnir sem hún hafði til daglegrar eyðslu. Hún varð innan skamms að kaupa sér föt hversu vel sem hún færi með það sem hún átti. Það var mjög lítið að ætla f immtán dali til fata- kaupa fram í októbermánuð. En samt var það sama og að segja að hún yrði að spara fimmtán dali þær þrjár vikur sem eftir voru af júnimánuði, í júlimánuði, ágúst og september — á eitt hundrað og tíu dögum. Hún varð að leggja fyrir hér um bil fimmtán sent á dag. Og fyrir þessa upphæð varð hún að kaupa sér sápu,tannduft,utan- yf irföt, nærföt, kannski hatt og eina skó. Maturinn mátti með öðrum orðum ekki kosta meira en áttatíu sent á dag og það hrökk svo miklu skemmra af því að hún keypti ekki nema góðan mat þar eð reynslan haf ði sannað henni að vondur matur rænir f ólk heilsu og fegurð og meginsök á því að f lestar verkastúlkur taka að fella af, þegar þær eru átján ára eða rúmlega það. Áttatíu á dag! Það var þó ekki sem verst. Einn kakó- bolli á morgnana — heimatilbúið úr beztu tegund sem ekki gefur hörundinu Ijótan blæ — það myndi aldrei kosta tíu sent. Hádegismat varð hún að hafa með sér á vinnustaðinn. Á kvöldin hugsaði hún sér að búa til rif j- asteik eða eitthvað þess háttar á gasvél sem hún ætlaði að kaupa. Sum a daga átti hún að geta lagt fyrir tuttugu eða jaf nvel tuttugu og f imm sent til fatakaupa. Hún var að minnsta kosti staðráðin í því að ganga aldrei framar sóðaskap og tötramennsku á vald hvað svo sem það kostaði. Aldrei framar — aldrei! Þarna sat hún nú við borðið og hafði dregið hlerana fyrir gluggana til þess að verjast illbærilegum sólarhita siðdegisins. Hvilíkur ógnarhiti! Hún lét augnalokin síga — það voru dökkir baugar umhverfis þau og hlustaði á borgarskarkalann úti fyrir, tryllingslegan skarkala sem minnti á sæg hungraðra villidýra. Aðeins fá þúsund af mörgum milljónum borgarinnar lifðu í sólskini siðmenningarinnar. Hinir, þorrinn af fólkinu — þeir lifðu við myrkur og óþrifnað vankunnandi illa haldnir, klæddir aumustu tötrum sem í hæsta lagi var puntað upp á með fáránlegu og einskis verðu prjáli og gátu aldrei gert sér vonir um að eignast betri klænað. Hún vildi ekki vera i þeim f lokki! Hún ætlaði að berjast til sigurs ætlaði að hopa til þess að geta sótt fram. Hún ætlaði að vinna. En sá hiti í þessari kytru! Leyfðist fólki ekki að gera hvað sem var — já hvað sem var — til þess að losna úr þessu helviti?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.