Tíminn - 31.01.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.01.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 31. janúar 1978. 3 Nýr hafnar- garður í gagnið - miðað við sama tíma í fyrra Heimilis ánægjan eykst með Tímanum GV- Heildaraflinn frá byrjun loðnuvertiðar i ár var orðinn 46.383 lest- ir sl. laugardagskvöld, en var samtals 105.810 lestir á sama tima i fyrra, og þá höfðu 61 skip fengið einhvern afla. En samkvæmt skýrslum Fiskifélags Is- lands er nú vitað um 49 skip, sem fengið hafa afla. 1 vikunni 22. jan.- 28. jan. varð aflinn 12.435 lestir. Aflahæstu skipin i vikulokin voru 1. Gisli Árni RE 375: 2832 lestir, skipstjórar Eggert Gislason og Sigurður Sigurðsson. 2. Pétur Jónsson RE 69: 2623 lestir. 3. örn KE 13: 2450 lestir. 4. Börkur NK 122: 2261 lest. 5. Gullberg VE 292 : 2188 lestir. Loðnu hefur verið landað á 9 stöðum auk bræðsluskipsins Nor- global og mestu hefur verið landað á Siglufirði, samtals 16.990 lestum og Raufarhöfn 15.742 lest- um. KVIKMYNDAHÁTÍÐ 1 , í Reykjavík í uppsiglingu Arnar HU við bryggju á Akureyri. Mó-Vopnafirði. — Hekla, strana- ferðaskip Skipaútgerðar rikisins, lagðist i gær upp að nýja hafnar- garðinum á Vopnafirði, og er þetta fyrsta skipið sem leggst að þessum garði. Vinna við hann hófst i byrjun ágústmánaðar á siðastliðnu ári og hefur staðið stanzlaust siðan. Vinnu mun ljúka á næstu dögum, en i sumar er ráðgert að leiða lagnir á nýja hafnargarðinn og koma þar upp lýsingu. Ekki hefur enn fengizt fjárveit- ing til þess að steypa þekju á garðinn, en reynt verður að fá til þess fjárveitingu árið 1979. Garðurinn er 250 metra langur. Viðlegukanturinn fremst er 65 metrar. Kostnaður við þann á- fanga sem nú er að ljúka er um 120 til 130 milljónir króna. Mikil bót er að þessum garði, og aðstaða i höfninni öll önnur eftir tilkomu hans. Heimamenn telja þó bráðnauðsynlegt að gera betri aðstöðu fyrir smábáta innan við hafnargarðinn, og er nú veriö að kanna möguleika á að fá fjár- magn i þá framkvæmd. Fyrir helgina varð það óhapp hér á Vopnafirði að bóma brotn- aði á 50 lesta krana, sem var að vinna við hafnargerðina. Mesta mildi var að engin maður varð undir þegar bóman féll. Bezta veður var á Vopnafirði i gær, en i nágrannasveitum og héruðum var hvassviðri og hrið- arveður. 1 gær var þvi ekki flug- veður, en venjulega er á mánu- dögum flogið hingað bæði frá Eg- ilsstöðum og Akureyri. Tvö loðnuskip lönduðu hér á Vopnafirði i gær og önnur tvö á laugardag, og fór fiskimjölsverk- smiðjan i gang á sunnudaginn. Aður hafði aðeins verið brædd loðna hér úr tveimur bátum á þessum vetri, og þykir mönnum það litið, þvi að á sama tima i fyrra höfðu 28 skip landað loðnu hér. GV — Kvikmyndahátiöin i Rvik,|Sem haldin er i tengsium við' Lista hátið s.iöar á þessu ári, veröur opnuö næstkomandi fimmtudag í Háskóiabiói kl. 15.30, og munu borgarstjóri og menntamáiaráöherra flytja ávörp viö þaö tækifæri. Hátiöin mun standa dagana 2.-12. febrú- ar, en á þeim tima veröa frum- sýndar 19 erlendar kvikmyndir frá 14 þjóðlöndum. Meðal er- iendra gesta hátiöarinnar veröa þýzki leikstjórinn Wim Wend- ers, sem kemur með fjórar af þekktustu myndum sinum, og griski ieikstjórinn Vulgaris, sem einnig kemur með verö- launamynd, sem hann hefur gert. Auk þess verður sérstakur is- lenskur þáttur á hátiðinni laug- ardaginn 11. febrúar, þar sem sýndar verða 8 islenzkar mynd- ir, en ein þeirra mun hljóta heiöursverölaun hátiðarinnar. Erlendu gestirnir á hátiðinni munu skipa heiðursverðlauna- nefndina, auk Thors Vilhjálms- sonar og Baldurs Hrafnkels Jónssonar. Miðaverð á hátiðina er það sama og á venjulegar kvik- myndasýningarog verða flestar sýningarnar i Háskólablói. Á blaðamannafundi, sem aö- standendur kvikmyndahátiðar- innar héldu i gær, kom fram, aö höfuðhugmyndin að baki þess- arar hátiðar væri mjög svipuð hugmyndinni á bak við Lista- hátið. Hér eru á ferðinni lista- verk kvikmyndagerðarinnar, sem að öllu jöfnu hefðu ekki borizt til landsins, ef ekki væri fyrir þetta framtak. Þá var þeirri stefnu fylgt við val mynd- anna að þær kæmu sem viðast að og væru sem fjölbreytileg- astar. — Við teljum að við höf- um náð nokkuð góðu sýnishorni af þvi sem er einna merkast i samtimakvikmyndaiist, sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur, en hann er i undirbúnings- nefnd hátiðarinnar. Það kom fram á fundinum i gær aö til hliðar þvi aö Kvikmyndahátiöin varö aö raunveruleika, hefði það tvennt áunnizt að kvik- myndastyrkur Menntamála- ráðs hefði hækkað töluvert og að frumvarp til laga um kvik- myndasjóð verði sennilega lagt fram á þingi á meðan á hátið- inni stendur, fyrir tilstuölan menntamálaráðherra Vil- hjálms Hjálmarssonar. Háskólabió kl. 21.00 Kona undir áhrifum Föstudagur 3.2. Háskólabió kl. 17.00 Strozek Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabió kl. 21.00 Ameriski vinurinn Háskólabió kl. 23.30 Frissi köttur Tjarnarbió kl. 19.00 1 tímans rás Laugardagur 4.2. Háskólabió kl. 14.00 Kona undir áhrifum Háskólabió kl. 17.00 Sæt mynd Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabió kl. 21.00 Strozek Háskólabió kl. 23.00 Frissi köttur Tjarnarbió kl. 19.00 Hræösla mark varðarins við vitaspyrnu Sunnudagur 5.2. Háskólabió kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Óðurinn um Chile Háskólabió kl. 19.00 Ameriski vinurinn Háskólabió kl. 21.00 Ættleiðing Háskólabió kl. 23.00 Kona undir áhrifum Tjarnarbió kl. 14.00 Afleikur Mánudagur 6.2. Háskólabió kl. 17.00 Hempas bar Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabió kl. 21.00 Fjölskyldulif Þriðjudagur 7.2 Háskólabió kl. 17.00 Fyrirheitna landið Háskólabió kl. 19.00 Veldi tílfinninganna Háskólabió kl. 21.00 Sæt mynd Háskólabió kl. 23.00 Frissi köttur Miðvikudagur 8.2. Háskólabió kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Kona undir áhrifum Háskólabió kl. 19.30 Pólskar teiknimyndir Háskólabió kl. 21.00 Ánægjudagur Fimmtudagur 9.2. Háskólabió kl. 17.00 Giliap Tjarnarbió kl. 21.00 Róm óvarin borg Föstudagur 10.2. Háskólabió kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Seigla Háskólabió ki. 19.00 Anægjudagur Háskólabió kl. 21.00 Óðurinn um Chile Háskólabió kl. 23.00 Veldi tilfinninganna Laugardagur 11.2. Háskólabió kl. 13.00 isl. kvikmyndir Háskólabió kl. 17.00 Fjölskyldulif Háskólabió kl. 19.00 Sao Bernardo Háskólabió kl. 21.00 Seigla Háskólabió kl. 23.00 Kona undir áhrifum Sunnudagur 12.2 Háskólabió kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Ættleiðing Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabió kl. 21.00 Fyrirheitna landið Háskólabió kl. 23.00 óákveðiö auglýst siðar. Tjarnarbió kl. 15.00 Veldi tílfinninganna Þvi miður reyndist rúm ekki nægilegt til að kynna einstakar myndir fyrir lesendum í blaðinu i dag. En þær verða kynntar frá degi til dags á meðan á hátiðinni stendur. Dagskrá Kvikmyndahátíðar Fimmtudagur 2.2. Háskólabió kl. 15.30 Opnun hátiðarinnar Háskólabió kl. 19.00 Strozek F.v. Friörik Þór Friðriksson, ritstjóri dagskrár, Davlö Oddsson for- maður framkvæmdastjórnar Listahátlöar ’78 og Hrafn Gunnlaugs- s°n og Thor Vilhjálmsson (myndin), sem eiga báðir sæti I undir- búningsnefnd Kvikmyndahátiðarinnar, á fundi með blaðamönnum I Norræna húsinu I gær. í undirbúningsnefnd eru af hálfu kvikmynda- gerðarmanna, Gisli Gestsson og Þrándur Thoroddsen. Vopnafjörður: Heildarloðnuaflinn helmingi minni í ár Viðgerð á Arnari HU að ljúka GV — Viðgerð á Arnari HU, eina togara Skagstrendinga er nú að ljúka, og er ráðgert að hann sigli úr Akureyrarhöfn I kvöld. Togar- inn hefur ver ð I viðgerð hjá Slipp- stöðinni h/f á Akureyri frá því um miðjan nóvember eftir að miklar skemmdir urðu á togaranum i eldsvoða og af völdum reyks, þar sem hann lá i höfn á Akureyri.Að sögn Sveins Ingólfssonar fram- kvæmdastjóra Skagstrendings h/f, útgeröarfélags togarans, skemmdust öll ibúðarherbergi á neöri gangi skipsins I brunanum, svo og eldhús, borðsalur og ibúð skipstjóra. Einnig urðu skemmd- ir á tækjum i brú af völdum reyks. Beinn viðgerðarkostnaður hefur verið i kringum 30 milljón- ir. — Viðgerðin hefur gengið mjög vel og hefur verið vel unnið að henni i slippstööinni, sagði Sveinn. Vonandi veröur skipið til- búið á þriðjudagskvöld og þá sigl- um við beint heim á Skagaströnd, sækjum veiðarfærin og förum beint á veiðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.