Tíminn - 31.01.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. janúar 1978.
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
F'ramkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifsfofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á
mánuði. , ,
Blaðaprent h.f.
Ráðstafanir gegn
atvinnuleysi og
kj arasker ðingu
Það mun sammæli allra, sem fást við kaup-
mennsku, að jólaverzlunin svonefnda hafi aldrei
verið meiri en að þessu sinni. Það er augljós vitnis-
burður um, að kaupgeta almennings hefur sjaldan
eða aldrei verið meiri. Margt fleira er merki um
þetta, eins og mikil ferðalög til útlanda. Það er að-
eins litið dæmi um þau, að mörg hundruð íslending-
ar urðu sjónarvottar að þvi óhappi islenzka hand-
knattsliðsins að tapa fyrir Spánverjum eftir að hafa
næstum staðizt rússnesku meisturunum snúning.
Hundruð íslendinga dvelja nú stöðugt á suðlægum
sólarströndum. Bilainnflutningur til landsins mun
aldrei hafa orðið meiri en á siðastl. ári. Þannig
mætti rekja þetta áfram. Fáar þjóðir búa við jafn-
góð kjör og íslendingar um þessar mundir, þótt
finna megi ýmis dæmi um misjöfn kjör, sem rekja
rætur til sérstakra ástæðna, og þjóðfélagið hefur
enn ekki bætt sem skyldi.
Það er áreiðanlega gild ástæða til þess fyrir Is-
lendinga að fagna þvi, hve góð lifskjör þeirra eru
miðað við flestar þjóðir aðrar. Það er ótviræður
dómur um, að stjórn landsins hafi ekki mistekizt
einsstórlega og öfgafyllstu andstæðingar hennarvilja
vera láta. Hin góðu lifskjör íslendinga rekja rætur
til þess, að hér hefur fyrir atbeina stjórnarvalda
verið haldið uppi mikilli atvinnu, svo að atvinnu-
leysi má heita óþekkt. Jafnframt hefur verið reynt
með ýmsum hætti að dreifa þjóðartekjunum, þótt
enn fái ýmsir stóran hlut. En hins verður að gæta og
gæta vel, að hvorugt þessa, þ.e. næg atvinna og
sæmileg lifskjör, hvila á sterkum grunni. Þetta
hvort tveggja hefur fengizt með þvi að ganga svo
nálægt afkomu útflutningsatvinnuveganna, að
framtiðarrekstur þeirra hvilir á veikum grunni.
Hjá sumum greinum þeirra er þegar um halla-
rekstur að ræða, en hjá öðrum vofir hallarekstur yf-
ir. Þá hefur hinn mikli verðbólguvöxtur á siðasta
ári þrengt að ýmsum iðngreinum og má þar ekki
sizt nefna byggingariðnaðinn, þar sem fyrirsjáan-
legur virðist mikill samdráttur að óbreyttum að-
stæðum. Komi til stöðvunar vissra greina útflutn-
ingsins og dragist byggingariðnaður saman, blasir
við atvinnuleysi, sem fljótlega gæti orðið tilfinnan-
legt og haft samdráttaráhrif út frá sér á alla vegu.
Þá er úr sögunni sá grundvöllur, sem velmegun
þjóðarinnar byggist á um þessar mundir.
Þess vegna er það nú meginverkefni rikisstjórnar
og Alþingis að gera ráðstafanir, sem nægi til að af-
stýra samdrætti umræddra atvinnugreina, tryggja
með þvi næga atvinnu og óbreytta kaupgetu. Sum-
um kann að finnast i fyrstu, að slikar ráðstafanir
kunni að vera liklegar til að valda kjaraskerðingu,
og þvi verði reynt að koma af stað æsingum gegn
þeim með ýmsum hætti. En allt væri það byggt á
fölskum forsendum. Tilgangurslikraráðstafana er
einmitt fyrst og fremst að tryggja næga atvinnu og
að koma i veg fyrir kjaraskerðingu.Án slikra ráð-
stafana myndi koma til atvinnuleysis og i kjölfar
þess kjaraskerðing með margvislegum hættum. Nú
er um það að ræða, hvort stjórnvöld hafa áræði til
að gera raunhæfar ráðstafanir til að afstýra at-
vinnuleysi og kjaraskerðingunni, sem þvi myndi
fylgja.
Þ.Þ.
Stórkostlegt hneyksli i Michigan:
Eitur í fóðurbæti
sýkti fólk og fénað
Jafnað til stórhneykslanna i Minimata i Japan
og Sevesó á Ítalíu
t Michigan i Bandarikjunum
búa niu milljónir manna. Mik-
ill fjöldi þessa fólks er með
meira eða minna af eitri i lík-
ama sínum. Það er afleiðing
dæmalausrar mengunar.
Vegna hirðuleysis og stjórn-
leysis var efni, sem firnin öll
voru framleitt af, án þess að
eiturmagn i þvi væri prófað á
viðhlitandi hátt, notað til
ábætis i skepnufóður, og það
dró þann dilk á eftir sér, að
iskyggilegt magn eiturs hlóðst
upp i vefjum gripa og siðan
manna.
Þetta efni er náskylt hinu
iUræmda eitri PCB. Það kall-
ast PBB, og er það stytting
fyrir pólýbróm-fenýl. Það er
upphaflega brunavarnarefni,
sem notað var til þess að eld-
herða harðplast, til dæmis
plast, sem notað er i sjón-
varpstæki.
Ekki er kunnugt, að PBB sé
framleitt nema i einum stað i
heiminum, og er það hjá stór-
fyrirtæki i Michigan. Fyrir-
tækið kallar þessa framleiðslu
sina eldstjórann (Firemast-
er), og seldi það framan af i
tuttugu og fimm kilógramma
pokum með rauðu vörumerki.
Einhvern tima á árum 1972
eða 1973 var þó hætt að nota
þessa sérstöku poka. Þá var
farið að setja það i brúna
poka, án rauðu áletrunarinn-
ar, og voru sams konar pokar
notaðir utan um aðra fram-
leiðsluvöru fyrirtækisins, efni
sem notað var i skepnufóður
(Nutrimaster). Þá tókst ekki
betur til en svo, að brunavarn-
arefninu var blandað i korn til
skepnufóðurs, og var þessum
eitraða fóðurbæti dreift tíl
mikils fjölda gripabænda i
Michigan.
Langur timi leið, áður en
upp komst, hvað i efninu var.
Þegar sumarið 1973 tók að
bera á dularfullum sjúkdóm-
um i gripum á hverjum
bóndabænum af öðrum, en
menn áttuðu sig ekki á þvi,
hvað þessu olli. Nytin i kúnum
minnkaði, og varð sums stað-
ar ekki nema helft þess sem
áður hafði verið, og mikið
fæddist af dauðum kálfum, en
þeir, sem lifðu, voru minni en
eðlilegt var.
Svo hittist á, að einn bænd-
anna, sem fyrir þessu varð,
var efnafræðingur. Hann hét
Harbart. Hann grunaöi, að
ekki væri allt með felldu með
fóðurbætinn, og tók að rann-
saka hann, og svo og mjólk og
kjöt gripa, sem sýkzt ‘HöTðu
En hann lenti á villigöt-
um aö leita einvörðungu að
DDT og PCB, og þess vegna
fann hann ekki neitt grunsam-
legt. Loks sneri hann sér til
rannsóknarstofnunar land-
búnaðar með þetta vandamál..
En þeim komustekki heldur á
sporið — fyrr en seint og um
siðir og þá af tilviljun eða
vegna gleymsku starfsmanns.
Við rannsóknirnar var notað
sjálfritandi tæki, sem mældi
efni þau, er rannsóknin beind-
ist að, þegar þau skiljast frá
öðrum efnum sýnishornanna,
hvert og eitt eftir ákveðinn
tima. Lokst var það, að mönn-
um gleymdist að slökkva á
tækinu, er burt var farið. Þeg-
ar að var komið og farið að
huga að þvi, kom á daginn, að
sjálfritinn hafði risið mjög,
langt upp fyrir það, sem áður
hafði gerzt.
Skýring á þessu fýrirbæri lá
samt ekki á lausu. Harbart
varð að snúa sér til 'annarrar
rannsóknarstofu, og þar var
hann svo heppinn að hitta fyrir
einn þeirra örfáu efnafræð-
inga, sem kunnu skil á PBB.
Hann komst að raun um,
hverskyns var,og þegarhann
sagði Harbart, i hvaða efna-
smiðju það var framleitt fór
menn að gruna margt. Nú
vöknuðu lika stjórnvöldin við
vondan draum, og þegar fullur
poki af brunavarnarefninu
fannst i fóðurblöndunarstöð i
Michigan voriö 1974 komst allt
upp. Efnasmiðjurnar höfðu
selt fóðurblöndunarstööinni
þetta efni, sem raunar var
ekki ósvipað útlits efni, sem
ætlað var til iblöndunar i fóð-
urbætinn.
Nú reið á að finna þau býli,
þar sem eitrið hafði veriö gef-
ið gripum. Það tók langan
tima, og i árslok 1975 höfðu
fimm hundruð slik býli fund-
izt. 1 þeirri hrotu var slátrað
fjörutiu þúsund nautgripum,
fimm þúsund svinum, þrettán
hundruðum sauðfjár og um
hálfri miiljón hænsna. Auk
þess hafði hald verið lagt á
fjörutiu milljónir eggja. Allt
var þetta grafið i afarmikilli
gröf, er tók yfir marga hekt-
ara lands — með þeim afleið-
ingum, að eitrið komst i jarð-
vatnið.
Þetta var ekki nema fyrsti
þáttur þessa harmleiks. Fólk,
sem keypt hafði kjöt, mjólk og
egg frá þeim býlum, þar sem
notaður var eitraöur fóður-
bætir, hafði fengið eitur i lik-
amsvefina, og upp komst, að
sumir bændanna höfðu haldið
áfram aðselja vöru sina beint
i kjötvinnslustöðvar, og meira
að segja i verksmiðjur, sem
framleiddu barnamat, eftir að
upp komst um eitrunina.
Mjólkurbú i einkaeign höfðu
einnig orðið sér úti um ódýra
mjólk af þessum sömu býlum,
en forráðamenn þeirra hafa
varið sig meö þvi að hún hafi
blandazt svo mjög óskaðlegri
mjólk, að hætta hafi verið litil
— helzt engin, segja þeir.
Fyrst i stað var ekki gert
ráð fýrir þvi, að eitrið hefði
skaðað fólk neitt að ráði. En
það var ályktun, sem ekki
stóðst. Þrjátiu og fimm
manna hópur visindamanna
frá heilbrigðismiðstöð i New
York (Mount Sinai Midecal
Center) hefur rannsakað þetta
graumgæfilega, og niðurstað-
an var birt á ráðstefnu i
Lundúnum i desembermánuði
siðast liðnum. Eftir þá ráð-
stefnu sagði fréttaritari frá
þekktu visindariti, New Scien-
tist, að atburðirnir i Michigan
væristórhneyksli af sama tagi
og kvikasilfurseitrunin i Mini-
mata i Japan og
Seveso-hneyksliö á Italiu.
Rannsókn hefur verið gerð á
mörgum þúsundum manna i
Michigan, bæði fólki sem átti
heima á býlum þeim, þar sem
eitrunar gætti, ogannars stað-
ar, þar sem vörur þaðan voru
seldar. Hjá þriðjungi þessa
fólks fundust einkenni, sem
tengdust PBB. Þetta fólk
þjáðist af minnisbresti,
vöðvarýrnun, höfuðverkjum
og svefnleysi. hjá fimmta
hverjum manni bar á húðsjúk-
dómum og viðlika margir
kvörtuðu um magaverki og
niðurgang. Fjórði hver maður
var með bólgu og verki i liða-
mótum. Börn þessa fólks virt-
ust kvefsæknari en önnur.
Einn bóndinn, sem hafði
fengið þennan eitraða fóður-
bæti, var hættur að muna,
hvar hann hafði látið verkfæri
sin —jafnvel hvar hann haföi
skilið við dráttarvélina sina.
Maður á fertugsaldri hafði
neyðzttil þess að hætta vinnu
sinni vegna þess, að hann
mundi ekki lengur, hvar hann
átti að aka út af þjóðveginum
til vinnustaðarins.
Fyrirhugað er, að vísinda-
mennirnir frá New York hefji
nýja rannsókn i vor. Þá mun
athyglin meðal annarsbeinast
að þvi, hvort börn i móður-
kviði biða tjón af eitrinu, og
hversu mikið er af þvi i mjólk
kvenna.
Bandariska umhverfisráðiö
EPA hefur gefið til kynna, að
PBB verði bannað sem bruna-
varnarefni, og framleiðslu
þess er þegar hætt i Michigan.
Meöal fólks, sem vann i
verksmiðjunni eða bjó I
grennd við hana, hefur efnið
meðal annars fundizt i hárinu.
Þaö virðist haldast mjög
lengi, og menn vita nú þegar,
að það er að minnsta kosti
þrjú ár i sumum likamshlut-
um manna. Sem brunavarn-
arefni hafði efniö verið notað
ákaflega viöa áður en ósköpin
dunduýfir haföi verksmiðjan
selt tvær milljónir kiló-
gramma af eitrinu.
Það byrjaði sumarið 1973. Gripir veiktust á hverju býlinu af ööru. Nytin minnkaði, kálfarnir
urðu óeðlilega litlir og oft fæddust þeir dauðir... Seint og um siöir komst upp, að eiturefnum
hafði sökum hiröuleysis veriö blandað i fóöurbætinn.