Tíminn - 31.01.1978, Blaðsíða 5
ílíiiljjM'iIí-]
Þriðjudagur 31. janúar 1978.
5
4,5 milljarðar teknir
að láni í Japan
— Fjármagnið notað til rikisframkvæmda
AÞ —Matthias A. Mathiesen,
fjármálaráðherra undirritaði i
gær, fyrir hönd rikissjóðs,
samning við japanska fyrirtækið,
Nikko Securities, um lántöku i
Japan að upphæð 5 milljarðar
yena. Það jafngildir um 4,5
milljörðum islenzkra króna.
Fjárins er aflað með beinni
skuldabréfasölu á innanlands-
markaði i Japan. bað er til 12 ára
og eru vextir 7,3%. Fyrirhugað er
að nota þetta fjármagn til fram-
kvæmda á vegum rikisins sam-
kvæmt lánsfjáráætlun.
Markaður fyrir lántöku i Japan
hefur stóreflzt undanfarið og er
mikið um að erlend riki og fyrir-
tæki bjóði þar skuldabréf sin til
sölu. Þannig munu m.a. á næstu
mánuðum öll Norðurlöndin bjóða
út lán i Japan, og einnig Oslóborg,
Manitoba fylki i Kanada og
frönsku rikisjárnbrautirnar, en
þetta er i fyrsta sinn sem islenzka
rikið aflar fjár með þessum hætti
i Japan.
Utboð -
Skólabygging
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða i viðbygg-
ingu við Lækjarskóla
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 20
þús. kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtu-
daginn 16. febrúar, kl. 11.
Bæjarverkfræðingur
ENGAR ODYRAR LAUSNIR!
Fjarstýring
'jcture no. 3006
Picture no. 3003
Fó/k er misjafnt,
svo og litsjónvörp.
Sérhver ákveður,
hve mikid er
fjárfest / /itsjón-
varpi. Samt sem
áður er enginn
vafi á, að (náin)
tengs/ eru mi//i
verðs og gæða.
Bang & Olufsen
litsjónvörp eru ekki
meðai þeirra ódýrustu
á markaðinum.
Þú munt fljótlega
uppgötva hvers vegna.
Bang & Olufsen
littækin hafa ti/ að
bera gæði, sem öruggt
er að sumir vi/du ekki
vera án — og sem
aðrir framleiðendur
geta ekki boðið.
Bang&Olufsen
Varanleg
litgæði:
Leiðrétta
litstillinguna
50x á sekúndu
Skipholti 19 R
S. 29800 (5 línur)
27 ár i fararbroddi