Tíminn - 31.01.1978, Side 6

Tíminn - 31.01.1978, Side 6
6 Þriöjudagur 31. janúar 1978. Veigamikil breyt- ing á starfsemi byggingarsióðs Á fundi neðri deildar aiþingis i gær mælti Ingvar Gislason (F) fyrir frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um Húsnæðismála- stofnun-rikisins. Flutningsmaður ásamt Ingvari er Tómas Arnason (F). 1 framsöguræðu sinni sagði Ingvar að i frumvarpinu fælist fyrst og fremst veigamikil breyting á starfsemi Byggingar- sjóös rikisins. Lagt væri til að meðal aðalverkefna sjóðsins verði að lána fé til kaupa á gömlu húsnæði, ennfremur að hann sinni að jöfnu þeim aðalhlutverkum að lána til endurbyggingar húsa og nýsmiöa. Taldi Ingvar að nauðsyn væri á almennum umræðum um skipan húsbyggingarmála og varöveizlu gamalla húsa og þá ekki sizt meðal byggingarmanna. Hann benti á að viðhorfin viða erlendis séu nú, að þjóðhagslega hag- kvæmt sé að halda við og gera upp gamalt húsnæði i stað þess að þenja byggðina stöðugt meira út með nýbyggingum. Kvaðst Ingv- ar telja eins og frumvarpið bæri með sér, að þjóðhagslega réttværi hér á landi að beina nú f jármagni i rikari iriæli til uppbyggingar og viðhalds á gömlu húsnæði en ver- ið hefur. Ingvar ræddi nokkuð um húsa- friðun og kvað nokkuð hafa veriö gert i þeim efnum hér á landi. Húsafriðunarsjóður hefði unniö giftudrjúgt starf, en verkefnin sem fyrir hendi væru.væru marg- föld miðað við fjármagniö. Mörg sorgleg dæmi væru þó til, sagði Ingvar um það að gömul hús og heil hverfi slikra húsa væru látin drabbast niöur, þegar meö óverulegu viðhaldi hefði mátt bjarga þeim og nota. Á Islandi, sem viða erlendis, væri hafin nokkur umræða um þessi mál, en þó vildi brenna við að ýmsir álitu einhverja sérvizku búa aö baki. Oft stafaöi það af þvi aö einblint væri um of á einstaka þætti vandamálsins eins og t.d. Bernhöftstorfuna, en málið ekki athugað i heild sinni. Fólk þyrfti að gera sér grein fyrir þvi að við erum að ganga á eignir okkar með þvi að láta gömul hús standa ónotuö til þess eins að drabbast niður og með þvi að rifa þau. Ellert B. Schram (S) tók næstur til máls og kvaðst styðja málið mjög eindregið. Hann kvaðst taka undir flest það sem Ingvar sagði i framsöguræðu sinni og ekki hvað sizt það sem Ingvar hafði sagt um gildi gamalla húsa. Þá sagðist Ellert álita að stjórnvöld hefðu fyrir löngu átt að vera búin að viðurkenna tilveru- rétt Bernhöftstorfunnar og standa aö viðgerðum og upp- byggingum húsa þar. Ellert kom að lokum með þá hugmynd að þegar kæmi að endur skoðun á tekjuöflun Byggingar- sjóðs til að standa undir auknum lánaveitingum i samræmi við frumvarpið, þá yrði athugaöur sá möguleiki aö gera lánin riflegri, en þau yrðu hins vegar aðeins Ingvar Gislason Ellert B. Schram veitt einu sinni, þ.e.a.s. þegar fólk er fyrst að koma sér upp þaki yfir höfuðið og á ekki aðrar fasteignir til að selja upp i andvirðið. Hann kvaðst álita, að þegar menn ættu hús eða ibúð fyrir, væri siður á- stæða fyrir Byggingarsjóð að lána til annarra byggingar við- komandi. Gils Guðmundsson (Abl.) lýsti einnig stuðningi við meginhugsun frumvarpsins og kvað málið fyrir löngu vera orðið brýnt úrlausnar- efni. Þá lýsti hann yfir þeirri skoðun sinni að mjög fljótlega mundi þjóðhagslegur sparnaður leiða af framkvæmd frumvarps- ins þótt i fyrstu þyrfti að leggja Byggingarsjóði til aukið fjár- magn. Tómas Arnason Gils Guömundsson Margháttaöar breyt- ingar á lögum um almannatryggingar — felast í stjórnarfrumvarpi Matthias Bjarnason heilbrigö- ismálaráöherra mælti i gær fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögutn um almannatryggingar. Frumvarpið er samiö af nefnd, sem skipuö var af ráöherra áriö 1975 til að endurskoða lög um al- mannatryggingar. t framsöguræðu meö frum- varpinu sagði ráðherra m.a.: „Vegna fjölmargra breytinga, sem gerðar hafa veriö á núgild- andi lögum um almannatrygg- ingar, nr. 67 1971, og þar sem ætl- unin er að taka allar greinar trygginganna til endurskoðunar væri æskilegast að unnt væri að leggja fram frumvarp til nýrra almannatryggingalaga á grund- velli heildarendurskoðunar gild- andi laga. A hinn bóginn fjallar nú önnur nefnd um framtiðar- kerfi lifeyristrygginga, þ.e. heild- arkerfi almannatrygginga og lif- eyrissjóöa, og enn fremur er ljóst, Matthias Bjarnason að með breytingum á slysatrygg- ingum verður þörf aðlögunar á öðrum sviðum, sem óhjákvæmi- lega krefst nokkurs tima. Til þess aðnú þegarkomi glögglega fram, hverra ráöstafana verður þörf i þessu efni, hefur nefndin tekið þann kost að setja tillögur sínar fram i formi meöfylgjandi frum~ varps til laga um breytingu á lög- um nr. 67 1971. Jafnframt bendir hún á nauðsyn þess, aö almanna- tryggingalögin verði sem fyrst gefin út i heild, þar sem lagasetn- ing þessi er orðin mjög óaðgengi- leg sökum tiöra breytinga, leið- rétta þarf tilvitnanir i lagagrein- ar o. fl. Helztu breytingar sem lagt er U1 með frumvarpinu að gerðar verðiá gildandi löggjöf eru eftir- farandi: 1. Slysatryggingar verði lagðar niður að mestu sem sjálfstæö grein almannatrygginga. Sem sérstakar slysabætur teljist aðr eins tvær tegundir bóta, þ.e. bætur vegna örorku frá 15% til 50% samkvæmt 34. gr. al- mannatryggingalaga og 8 ára bætur til ekkju eða ekkils sam- Ný þingmál: Stj órnarf rumvarp um þinglýsingarlög í gær var lagt fram á þingi frumvarp til þinglýsingalaga, og er hér um stjórnarfrumvarp að ræða. Frumvarpið er mjög viðamikið, og samhliða þvi lögð fram niu frumvörp til laga- breytinga til samræmis við þær meginreglur, sem frumvarp til þinglýsingalaga byggir á. I athugasemdum við laga- frumvarpið segir m.a.: „Að til- hlutan dómsmálaráðherra hefur dr. Gaukur Jörundsson, prófessor, samið frumvarp það til þinglýsingar, sem nú er lagt fram. Við samningu frumvarps- ins hefur hann notið aöstoðar tveggja starfsmanna dóms- málaráðuneytisins þeirra Þor- leifs Pálssonar deildarstjóra og Þorsteins A. Jónssonar, full- trúa. Frumvarpið byggist i flestum meginatriðum á frumvarpi til laga um þinglýsingar, sem þeir dr. Armann Snævarr og Ólafur A. Pálssonsömdu á sinum tima. Það frumvarp var lagt fyrir Al- þingi á 78. löggjafarþingi 1958- 1959, á 83. löggjafarþingi 1962- 1963 og loks á 84. löggjafarþingi 1963-1964, en hlaut ekki af- greiðslu”. Nánar verður greint frá efni frumvarpsins siðar. Frumvarp að sam- keppnis- og verð- myndunarlöggjöf Lagt var fram i gær frum- varp til laga um samkeppni i verðmyndun og samruna fyrir- tækja. Flutningsmaður er Al- bert Guðmundsson (S) en frum- varpið er samið af fimm manna nefnd sem skipuð er af Verzlun- arráði islands. I athugasemdum um efni frumvarpsins og gerð segir m.a.: „Verðlagslöggjöf annarra þjóða.sem er löggjöf þeirra um samkeppni verðmyndum og samruna fyrirtækja, hefur þann tilgang að tryggja eins og fram- ast er kostur, að allar markaðs- aðstæður hvetji fyrirtæki og ein- staklinga til efnahagslegra framfara. Jafnframt er stjórn- völdum gert kleift og skylt að fyrirbyggja að einstakir aöilar geti hagnýtt sér eða skapað sér aðstöðu til þess að ná óréttmæt- um hagnaði. Til þess að ná þessum mark- miðum er beitt tveim mismun andi aðferðum: 1. Samkeppnislöggjöf. Henni er ætlað að efla og styrkja frjálsa samkeppni, og hindra aðgerðir einstakra fyrirtækja sem kunna að skaða samkeppnina. 2. Verðmyndunarlöggjöf. Henni er ætlað að gera yfir- völdum mögulegt að hindra ó- eðlilega hátt eða lágt verð og jafnvel að hamla gegn verð- bólgu.” 18 ára kosningaaldur Ragnar Arnalds lagði i gær fram frumvarp til stjórnskip- unarlaga um breytingu á stjórn- arskrá lýðveldisins tsiands 17. júni 1944. i frumvarpinu felst að kosningarréttur viö kosningar til alþingis sé lækkaöur i 18 ár. I greinargerð segir: „Löngu er kominn timi til, að kosninga- aldur sé lækkaður i 18 ár. A þeim aldri er ungt fólk almennt farið að móta afstööu sina til stjórnmála og meiri hluti þess er þá kominn til starfa i at- vinnulifi þjóðarinnar. Fólk á þessum aldri hefur margvis- legra hagsmuna að gæta, og þvi ber réttur til að hafa áhrif á stjórn landsins. 1 mörgum nálægum löndum hefur lækkun kosningaaldurs i 18 ár þegar komið til fram- kvæmda. Breyting þess i getur ekki tek- ið gildi fyrir næstu alþingis- kosningar. En með samþykkt þessa frumvarps fyrir kosning- ar og staðfestingu þess á fyrsta þingi eftir kosningar væri þess- ari einföldu breytingu á stjórn- arskránni komið i höfn. 1 frumvarpinu er miðað við að allir, sem ná hinum tiltekna aldri á kosningaári, fái samtim- is kosningarrétt.Þetta er miklu einfaldari og eðlilegri viðmiðun en sú sem i gildi hefur verið aö miða vð afmælisdag hvers kjós- anda. Þessi tilhögun mundi spara opinberum aðilum mikla fyrirhöfn með þvi að heilir ár- gangar kæmu samtimis inn á kjörskrá. Fyrir þinginu liggur annað frumvarp þessu likt á þingskjali 16, en þar er aðeins um að ræða kosningarrétt i sveitarstjórnar- kosningum og einfalda laga- breytingu.” kvæmt a-lið 35. gr. Bætur þess- arverði á vegum lifeyristrygg- inga, er hér eftir verði nefndar lifeyris- og slysastryggingar. 2. Lifeyristryggingar greiði þær bætur sem réttur er til sam- kvæmt 11. kafla almanna- tryggingalaga, enda þótt bóta- greiðsla eigi rót sina aö rekja til vinnuslyss. alþingi 3. Sjúkrahjálp vegna vinnuslysa verði greidd af sjúkratrygging- um eftir þeim ákvæðum, sem um siðarnefndu tryggingarnar gilda. Breyting þessi veitir til- efni til nokkurra breytinga á bótaákvæðum sjúkratrygg- ingakafla laganna. 4. Sjúkratryggingar greiða sömu dagpeninga i veikinda- og slysaforföllum. Jafnframt hækki sjúkradagpeningar til jafns við núverandi slysadag- peninga, dagpeningar greiðist óskertir meðan á sjúkrahúsvist stendur, og breytt verði ákvæð- um um greiðslu dagpeninga til unglinga. 5. Núgildandi trygging ökumanna bifreiða falli niður. en i staðinn verði slysatrygging ökumanns fyrir tiltekinni fjárhæð við ör- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.