Tíminn - 31.01.1978, Qupperneq 9

Tíminn - 31.01.1978, Qupperneq 9
Þriðjudagur 31. janúar 1978. 9 á víðavangi BILLEGT BRAGÐ Þessa dagana eru sumir stjórnarándstæðingar ásamt siðdegisblöðunum í Reykjavik að reyna að æsa sig upp i há- vaða yfir þvi að fyrir dyrum standi aðgerðir stjórnvalda til þess að verja lifskjör al- mennings andspænis þeirri ó- heillaþróun sem þegar er haf- in i efnahagsmálum. TUþrif siðdegisbiaðanna og mál- gagna stjórnarandstöðunnar eru merkileg m .a. fyrir þá sök, að öllum er fyrir löngu Ijóst að mikiU vandi var á höndum eft- ir þróun kjaramálanna á sið- ara hluta fyrra árs, og hefur um fátt reyndar verið meira skrifað i blöð frá þvi fyrir há- tiða r. Vissulega eru horfur ekki þær að óðaverðbólgan nái á þessu ári þvi hástigi sem hún hafði náð i upphafi núverandi stjórnarsamstarfs. Það sýnir á hinn bóginn með öðru hverjum árangri núverandi rikisstjórn hefur náð i þessum efnum, þrátt fyrir allt, að fólk vill ekki sæta þvi að verðbólg- an aukist aftur frá þvi stigi sem náðst hafði á fyrra hluta siðasta árs. Þá hafði tekizt með samræmdum aðgerðum að ná verðbólgunni niður i 26% á ári, en nú eru horfur á þvi að hún komist aftur upp undir 40% á þessu ári. Vitanlega er fullur vilji meðal þingflokka rikisstjórn- arinnar á þvi að verja al- menning gegn slíkri þróun, og vitanlega ættu stjórnarand- stæðingar einfaldlega að fagna þvi að umræður munu hafnar um varnar- og sóknar- aögerðir. Það sýnir einvörð- ungu hugarástand stjórnar- andstæðinga. að þeir virðast ætla að reyna að þyrla upp moldviðri ofstækis fyrir fram, og væntanlega i þvi skyni að torvelda skynsamlegar og nauðsynlegar aðgerðir sem ætlaðar eru til þess að verja lifskjör fólksins og þeirra lægst launuðu fyrst og fremst. Enda þótt stjórnarandstæð- ingar haldi ef til vill sumir að almenningur geri sér ekki Ijóst hvað af nýrri óðaverð- bólgu leiðir, þá verða þeir að horfast i augu við þá stað- reynd að fólkið i landinu hefur þegar reynslu af þvi, að þvi lengursem aðgerðum er frest- að og þvl vægar sem tekið er á þessum málum, þegar illa horfir, þeim mun harkalegri vcrður kjaraskerðingin og þeim mun lengra liöur unz fólkið fær hana aftur bætta. Það er alrangt að ríkis- stjórninhafii hyggju að starfa að þessum málum án samráðs við alþingi eða almannasam- tökin i landinu. Þvert á móti hefur mikið starf þegar verið unnið að athugun og undirbún- ingi i svo nefndri „verðbólgu- nefnd” og er þess að vænta að stuðzt verði við niðurstöður hennar og álit þegar til kast- anna kemur. Gert er ráð fyrir að nefndin skili áliti nú innan hálfs mánaðar, að þvi er heimildir greina og væri stjórnarandstæöingum nær að biða þess að sjá til hvaða úr- ræða gripið veröur fremur en að hef ja útsölusöng og ýfingar meðan unnið er aö undirbún- ingi. Afstaða stjórnarandstæðinga til efnahagsmála Um siðdegisblöðin mun fátt annað að segja en það að enn völdu þau billega leiö til að auka söluna. JS PROFKJÖR FRAMSÓKNARFLOKKSINS í REYKJAVÍK Að gefnu tilefni vill kjörnefnd Fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna i Reykjavik taka fram eftir- farandi: 1. Að kosningu lokinni 22. janú- ar s.l. var að vonum mikill áhugi á, að talning færi strax fram og bráðabirgðaniðurstöður lægju fyrir siðari hluta nætur, að kosn- ingu lokinni Kjörnefndin varð við þessari ósk enda þótt vitað væri að bráðabirgðaniðurstaða um kosningaþátttökuna yrði að byggjast á upplýsingum, sem munnlega voru gefnar af starfs- liði 20 kjördeilda á 1 klst fresti en endurskoðun á skýrslum kjör- deilda gat af gildum ástæðum ekki farið fram fyrr en siðar. 2. Sakir þess hve litlu munaði á mönnum i 3. og 5. sæti listans fór fram talning á atkvæðum i þessi sæti daginn eftir, en frekari loka- talningu og endurskoðun frestað. 3. Nú hefur farið fram endur- talning á öllum atkvæðum, sem greidd voru i prófkjörinu, svo og endurskoðun á fylgiskjölum hinna mörgu talningahópa. Var hún framkvæmd af kjörnefndinni með aðstoð þriggja bókbindara á tveim dögum, enda algjör endur- talning á prófkjöri i þvi formi, sem hér um ræðir, mikið starf. Endurskoðunin leiddi i ljós: a. Talningu kjósenda i kjör- deildum skakkaði að jafnaði um 1-4 kjósendur á tveim dögum. Alag i kjördeildum var geysimik- ið er kjörsóknin var mest, auk þess sem kjördeildarmenn skipt- ust á um að fara i mat og þá fálið- að i deildum. b. Frágangur fylgiskjala taln- ingahópa var i einstaka tilfellum alls ófullnægjandi og stór mistök komu fram við skráningu at- kvæða Kristjáns Benediktssonar. 4. Hér fylgja með skýrslur um bæði prófkjörin. Kjörnefndin full- yrðir og lýsir yfir, að þær séu réttar. Um leið vill hún undir- strika, að þegar hún gaf upp bráðabirgðatölur um heildarþátt- tökuna i prófkjörinu, aðfaranótt 23. þ.m., var eftir að ganga úr skugga um: a. hve margir fengu nýja seðla vegna mistaka við út- fyllingu, og b. að kanna endan- lega skil kjördeilda á ónotuðum seðlum og c. þátttakan var mis- jöfn i prófkjörinu til alþingis- og borgarstjórnarkosninganna, sem byggðist á þvi, að sumir vildu fremur taka við öörum seðlinum en báðum, og skila öðrum auðum. Að lokum leggur nefndin áherzlu á, að allir þeir, sem tóku þátt i prófkjörinu, bæði frambjóö- endur og kjósendur, geta verið öruggir um, að þær afstemmdu skýrslur um bæði prófkjörin, sem hér fylgja eru i öllum atriðum réttar. Kjörstjórnin vill nota þetta tækifæri til að þakka þeim fjöl- mörgu sjálfboðaliöum sem að- stoðuðu við framkvæmd próf- kjörsins, bæði i kjördeildum og við talningu atkvæða, við hinar erfiðustu aðstæður. Prófkjörsnefndin. Atkvæðatölur í prófkjörinu um f rambj óðendur til Alþingis: Nöfn eftir sætaröö Kristján Friðriksson Einar Ágústsson Sigrún Magnúsdóttir Guðm. G Þórarins. Jón A. Jónasson Þórarinn Þórarinss. Geir Vilhjálmsson Sverrir Bergmann Brynj. Steingrímss. 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4.sæti Samtals 2254 1362 615 496 4727 1776 812 643 596 3827 603 688 638 567 2496 191 629 1096 1065 2981 359 847 708 761 2675 59 801 844 798 2502 529 321 359 422 1631 104 268 520 666 1558 27 174 479 531 1211 5902* 5902 5902 5902 23608 Auðir seðlar voru 119 og ógildir 260, eða samtals 379, sem þýðir að 6.281 hafa tekið þátt í prófkjörinu. Atkvæðatölur í prófkjörinu um framboð til borgarstjórnar: Nöfn eftir sætaröð Jónas Guðmundsson Kristján Benediktss. Alfreð . borsteinss. Gerður Steinþórsd. Björk Jónsdóttir Eirikur Tómasson PáM ,R- Magnússon Valdimar K. Jónss Kristinn Björnsson 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti Samtals 2639 886 409 291 4225 553 1475 1303 681 4012 772 1194 734 469 3169 248 668 798 829 2543 293 481 736 726 2236 1056 392 295 284 2027 68 301 603 951 1923 69 214 543 1042 1868 77 164 354 502 1097 5775 5775 5775 5775 23100 Auðir seðlar voru 225 og ógildir 259, eða samtals 484, sem þýðir að 6.259 hafa tekið þátt í prófkjörinu. (Mismunur- inn milli þátttöku í próf kjörunum stafar af því, að sumir óskuðu aðeins að faka þátt í öðru þeirra). Vestmannaeyjar: Formlega gengið frá samræmingu framhaldsmenntunar 011 framhaldsmenntun i Vest- mannaeyjum hefur verið sam- ræmd á yfirstandandi skólaári, en s.l. miðvikudag var formlega staðfestur samningur milli Menntamálaráðuneytisins og Vestmannaeyjakaupstaðar um rekstur samræmdrar framhalds- kennslu i Vestmannaeyjum. 1 framhaldsskólum Vestmanna- eyja eru nú starfræktar eftirtald- ar námsbrautir. Almenn bók- námsbraut, uppeldis- viðskipta- og heilsugæzlubraut, iðnnám, vélstjóranám og stýrimannanám. Kennsla á fiskvinnslubraut er fyrirhuguð i haust. Samningarnir, sem undirritað- ir voru á dögunum, fela i sér á- kvörðun um formlega stofnun framhaldsskóla i Vestmannaeyj- um fyrir skólaárið 1978-1979. Hákon Torfason, fulltrúi úr verk- og tæknimenntunardeild Menntamálaráðuneytisins kom með samninginn fyrir hönd menntamálaráðherra, Vilhjálms Hjálmarssonar, en Páll Zóphóni- asson, bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Vest- mannaeyjakaupstaðar, að við- stöddum forseta bæjarstjórnar, Reyni Guðsteinssyni, Jóhanni Björnssyni, form, skólanefndar, Birni Bergssyni form. undirbún- ingsnefndar um stofnun fjöl- brautarskóla i Vestmannaeyjum og Hermanni Einarssyni, skóla- fulltrúa i Vestmannaeyjum. Sitjandi f.v. Páll Zophaniasson, Hákon Torfason, standandi f.v. Hermann Einarsson, Reynir Guðsteinsson, Björn Bergsson, Jóhann Björnsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.