Tíminn - 31.01.1978, Side 13
12
Þriðjudagur 31. janúar 1978.
Hann skoraði sigurmark (2:1)
Lundúnaliðsins á elleftu
stundu á Highbury
Punktar
,Ofur-
mennin
og bréfa
skólinn *
Það er greinilegt aö stjórn H.S.l. og lands-
liðsnefndin i handknattleik eru komnar niður
á jörðina, eftir hina hroðalegu útreið sem Is-
lenzka landsliðið I handknattleik fékk í HM-
keppninni i Danmörku. Landsliðsnefndin er
nú fyrst búin að sjá, að allur undirbúningur
liðsins var vægast sagt skripaleikur frá upp-
hafi.
Birgir Björnsson og félagar hans hafa
vaknað upp við vondan draum, og eftir að
ljóst var orðið, að islenzku landsliðsmennirn-
ir máttu taka pokann sinn og halda heim,
sagði Birgir: — „Það er greinilegr að okkur
hafa orðið á mistök i undirbúningi okkar fyrir
HM-keppnina”.
Já, svo mörg voru þau orð. Þetta kemur
engum á óvart, sem hefur fylgzt með undir-
búningi landsliðsins, en hann hefur verið út i
hött.
Of bjartsýnir.
Þá segir Birgir: — „Við erum engin ofur-
menni, eins og sumir hafa haldið”. Hverjir
hafa haldið það? Jú, eru það ekki landsliðs-
nefndarmennirnir sjálfir, sem hafa haldið
þvi fram með þvi að vera of bjartsýnir? Birg-
ir spáði þvi sjálfur fyrir HM-keppnina, að is-
lenzka liðið mundi leika um 5. sætið i HM-
keppninni, gegn A-Þjóðverjum. Var það
ekki ofurmannieg bjartsýni?
Undirbúningur landsliösins hefur ekki
verið nógu fastmótaður fyrir HM-keppnina.
Hér á siðunni munum við á morgun lita nán-
ar á allan undirbúninginn fyrir HM og sjá
hvar mistökin voru.
Bréfaskólinn
Tveir handknattleiksunnendur hittust á
förnum vegi- þeir sögðu:
— Undirbúningurinn hjá landsliðinu hefur
ekki verið nógu góður — það hefur nú komið
fram.
— Já, það er ekki nema von. Það má ekki
búast við þvi, að landslið, sem er þjálfað I
gegnum bréfaskóla I Póllandi, nái árangri I
eins harðri keppni og i HM-keppninni i Dan-
mörku.
• • ••
Gífurleg
óánægja
Gifurleg óánægja er nú I Danmörku vegna
árangurs islenzka landsliðsins. Það eru ekki
Danir sem eru óánægðir, heldur hinir rúm-
lega 300 islenzku handknattleiksunnendur,
sem fóru til Danmerkur á vegum þriggja
ferðaskrifstofa hér á landi.
Þegar þeir héldu til Danmerkur, töldu þeir
öruggt að islenzka liðið myndi komast áfram
og keppa um 1-8. sætið eða 9.-12. sætið. 'A
sunnudaginn varð sá draumur að engu, þeg-
ar tslendingar töpuðu fyrir Spánverjum.
Handknattleiksunnendurnir sitja nú eftir I
Danmörku með sárt ennið — þeir þurfa að
dveljast i viku I Danmörku, hundleiðir.
— fsienzka landsliðiö er komið til islands.
■ t
í;
Höfum fyrirliggjandj
Farangursgrindur
og bindingar ó
allar stœrðir
fóiksbíla,
Broncojeppa
og fleiri bíla.
Einnig skíðaboga
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, simi 82944.
MacDonald var
hetja Arsenal
Þennan laugardag hvildu Bret-
ar sig á deildakeppninni en tóku
þess I stað til við 4. umferö bikar-
keppninnar. Þar voru á dagskrá
margir að þvi er virtist jafnir og
skemmtilegir leikir, en veðriö
gerði heldur betur strik I reikn-
inginn, — fresta varð 7 af 16 leikj-
um, þar á meðal leiknum, sem
allir biðu eftir, Nottingham For-
est — Manchester City á City
Ground I Nottingham. En þeir á
Highbury i London áttu ekki i
neinum vandræöum meö veöriö,
og gat leikur Arsenal og Wolves
farið fram á grasteppinu þar.
Arsenal liöið virtist sterkara
framan af leiknum, og um miðjan
fyrri hálfleikinn skoraði Alan
Sunderland mark á móti sinum
gömlu félögum I Wolves. En þeg-
ar dómarinn var i þann mund aö
flauta til leikhlés skoraði Kenny
Hibbitt meö glæsilegu skoti af um
25 metra færi og jafnaöi þannig
metin.
1 seinni hálfleik sköpuöu bæöi
liðin sér góð færi, Richards skaut
framhjá eftir aö hafa komist einn
inn fyrir vörn Arsenal og Rix
skaut yfir mark Wolves úr dauöa-
færi. En á 89. minútu leiksins
gerðist margt. Bob Hazell úr liði
Wolves var vikið af velli fyrir að
slá til Pat Rice, er hann var i
þann mund að taka hornspyrnu.
Þetta varðtilþess að Liam Brady
tók hornspyrnuna, sendi góðan
bolta fyrir markiö, þar skallaðí
Young að markiog Macdonald sá
um aö skalla knöttinn framhjá
Bradshaw og i mark. 2—1 sigur
Arsenal á siðustu stundu en að
öllum likindum verðskuldaður
sigur.
Bikarmeistarar Manchester
United skoruðu einnig mark á 89.
minútu i leiknum á Old Trafford
á móti WBA, en þaö mark dugöi
þeim aöeins til jafnteflis, þar sem
tiu minútum fyrr hafði Willie
Johnston skorað fyrir WBA eftir
mikla þvögu inn I vitateig Man-
chester liðsins. United var mun
sterkari aðilinn I fyrri hálfleik, en
Tony Godden i marki WBA varði
allt sem að markinu kom. 1 seinni
hálfleik færðist örvænting i leik
Manchester liðsins, þegar leik-
menn sáu, aö þeim tókst ekki að
brjóta niður sterka vörn WBA, og
þegar WBA skoraði er tiu minút-
ur voru til leiksloka virtist saga
Manchester United i bikarnum
þett?, árið vera á enda. En á loka-
minútunni skoraði Steve Coppell
meö skoti af 20 metra færi, sem
fór I þverslána, þaöan i mark-
vörðinn og inn, og lið United fær
annað tækifæri á The Hawthorns
á morgun.
Enn eitt lið sem skoraði mikil-
vægt mark á 89 . minútu var lið
Walsall, en þá skoraði fyrrum
leikmaður Liverpool, Aston Willa
og Wolves, Alun Evans, gott
mark fyrir Walsall, mark sem
vann sigur á 1. deildar liði Leic-
ester. Annars var það mikil
heppni, sem hafði haldið liöi
Leicester á floti þetta lengi í
leiknum, Walsall átti hreinlega
allan leikinn, en tókst ekki að
koma knettinum framhjá Wall-
ington I marki Leicester fyrr en
eins og áður sagði á lokaminútu
leiksins.
Saga markanna á 89. minútu
Sigur hjá
Aston Villa
John Deehan tryggði Aston
Villa sigur (1:0) yfir Bristol City I
ensku 1. deildarkeppninni á
laugardaginn — með góðu marki
og er nú lið Bristol City að færast
nær fallsætunum.
1. DEILD:
Aston Villa —BristolC ....1:0
2. DEILD:
Cardiff — Sunderland.....5:2
Cardiff kom á óvart meö góðum
leik. — Mörk liösins skoruðu þeir
Buchanan (2), Went (2) og
Bishop.
fyrir Wrexham á móti Newcastle
tryggði velska liðinu jafntefli og
annan leik á móti Newcastle I
Wales. Eftir markalausan fyrri
hálfleik skoraði John Bird fyrsta
mark leiksins fyrir Newcastle i
upphafi seinni hálfleiks, en ekki
leið á lögnu þar til McNeil hafði
jafnaö fyrir Wrexham. Blackhall
náði aftur forystunni fyrir New-
castle, 2—1, en eins og áður sagði
jafnaöi McNeil i 2—2 fyrir Wrex
ham og jafntefli voru sanngjörn
úrslit, litill munur virtist á þess-
um liðum þótt annað þeira leiki i
1. deild, en hitt i 3. deild.
Ennþá eitt mark var skorað á
89. minútu, en I þetta skiptið hafði
það mark ekki nein áhrif á úrslit
leiksins. Þetta var annað mark
Everton á móti Middlesbrough,
sem hafði þegar skorað þrjú
mörk, og úrslit leiksins urðu 3—2
fyrir „Boro”. Middlesbrough náði
strax á fyrstu tiu minútunum
tveggja marka forystu með
mörkum frá Mahoney og Mills.
Þegar i upphafi seinni hálfleiks
skoraði Mills aftur fyrir Middles-
brough og dagar Everton virtust
taldir. Telfer skoraöi hins vegar
fljótlega fyrir Everton, 3—1 og
það sem eftir var leiksins sótti
Everton stift. Uppskeran varö
hins vegar aðeins mark frá Lyons
á 89. minútu og Everton varð að
sætta sig við 2—3 tap, og hafa þvi
bæöi Liverpool liðin verið slegin
út úr bikarnum þegar i 4. umferð.
Orslitin i 4. umferð ensku
bikarkeppninnar, sem háð var á
laugardaginn urðu þessi:
Arsenal — Wolves..........2—1
Bristol R — Southampton .... 2—0
Ipswich — Hartlepool......4—1
Mán.Utd. — WBA...........1 — 1
Middlesb. — Everton......3 — 2
Newcastle — Wrexham.......2—2
Orient — Blackburn........3—1
Walsall —Leicester ........1—0
West Ham — Q.P.R..........1—1
West Ham og Q.P.R. mættust á
Upton Park i London og úr varð
skemmtilegur leikur, þar sem
sóknarleikurinn var hafður I há-
vegum. En markverðir beggja
liða stóðu sig afbragösvel og urðu
úrslitin aðeins l-l jafntefli, en 4-4
eð 5-5 hefði sýnt betri mynd af
gæðum þeirar knattspyrnu, sem
liðin léku. Billy Bonds skoraði
mark West Ham á 40. minútu
leiksins, en þegar stundarfjórð-
ungur var til leiksloka jafnaði
Ernie Howe fyrir Q.P.R., eftir
frábæra sendingu frá John Holl-
ins, sem gerði ekki mistök allan
leikinn, og var bezti maöur vall-
arins, jafnvel Trevor Brooking
féll i skuggann fyrir honum. West
Ham og Q.P.R. reyna aftur með
sér I kvöld á Loftus Road, i Lond-
on.
Orient vann 3—1 sigur yfir liði
Blackburná Brisbane Road, I leik
þar sem betra liöið tapaði. Black-
burn náði forystunni I leiknum á
67. mlnútu og var það Metcalfe,
sem skoraöi markið, eftir að lið
Blackburn hafðihreinlega átt all-
an leikinn. En aðeins 4 mínútum
siöar jafnaði Peter Kitchen fyrir
Orient, eftir mikil varnarmistök
hjá Blackburn. A siðustu fimm
minútunum skoraði Orient siðan
tvivegis, fyrst Kitchen aftur og
siðar Mayo, og 3—1 sigur Orient
var frekar óverðskuldaður, ef
hægt er aö tala um sllkt i bikar-
keppni.
Ipswich vann öruggan sigur á
næst neösta liöi 4. deildar, Hartle-
pool, 4—1. Það kom mest á óvart I
leiknum hve góða knattspyrnu
4. deildar liðið lék, og i fyrri álf
leik var liö Ipswich i vandræðum
oft á tiðum. Viljoen og Mariner
komu Ipswich I 2—0, en rétt fyrir
hlé minnkaði Downing muninn i
2—1 með glæsilegu marki. í seinni
hálfleik kom leikreynsla 1.
Framhald á bls. 19.
★ Síðasta
mínútan
örlagarík á
mörgum
víg-
stöðvum í
ensku
bikar-
keppninni
COLIN VILJOEN..
hinn snjalli leik-
maður Ipswich, er
fullkomlega búinn
að ná sér eftir fót-
brotið og á nú
hvern stórleikinn á
fætur öðrum.
Þriðjudagur 31. janúar 1978.
13
HM-draumur tslendinga varð að martröð
í Thisted á sunnudaginn
KH-ingar sluppu með „skrekkinn” gegn
ungu liði Framara
HM-draumur tslendinga varð að
engu um helgina á HM-keppninni
i handknattleik i Danmörku.
tslendingar fengu mikill skell —
þeir töpuðu stórt 14:21 gegn Dön-
um i Randers og siðan máttu þeir
bita I það súra epli, að tapa fyrir
Spánverjum á sunnudaginn i Thi-
sted 22:25 — úrslit sem engan ór-
aði fyrir. Þar með var þátttéka
islenzka landsliðsins búin i HM-
keppninni — leikmenn liðsins
tóku saman poka sina i Dan-
mörku i gær og komu heim í gær-
kvöldi.
Margar spurningar hafa vakn-
að upp vegna hins slæma ár-
angurs islenzka liðsins, sem var
greinilega ekki nægilega vel und-
irbúið fyrir slaginn i Danmörku.
Leikmenn og forráðamenn liðsins
voru mjög bjartsýnir fyrir leikina
gegn Dönum og Spánverjum, en
þegar út i alvöruna kom — liktust
þeir „taugabuntum”, sem náðu
Sama sagan gegn Spán-
verjum.
Leikurinn gegn Spánverjum
var algjör martröö fyrir islenzka-
liðið og þá 500 tslendinga, sem
sáu leikinn. Það gekk ekkert hjá
Islenzka liðinu og náðu Spánverj-
ar mjöggóðu forskoti fyrir leikhlé
— 15:10, en i siðari hálfleik mátti
sjá tölur eins og 21:14 og 23:16
fyrir Spán. Þá vaknaði islenzka
liðið af vondum draum — leik-
menn liðsins náðu að minnka
muninn i eitt mark 23:22 og fengu
siðan tækifæri til að jafna, þegar
Viggó Sigurðsson brunaði upp
völlinn stuttu fyrir leikslok — en
hann var of fljótur á sér og brást
bogalistin. Spánverjar skoruöu
síðan tvö siöustu mörk leiksins og
tryggðu sér sigur — 25:22.
Mörk islenzka iiðsins skoruðu:
Axel 7 82), Björgvin 6, Gunnar
aldrei að vinna saman.
Islenzka liðið var gjörsamlega
brotið niður af Dönum, sem
mættu til leiks eins og grenjandi
ljón, ákveðnir að gera stóra hluti.
Þeir sýndu frábæran leik og léku
sér að tslendingum, eins og köttur
að mús — islenzka liðið var eins
og stjórnlaust rekald. Varnar-
leikur islenzka liðsins var mjög
lélegur og sóknarleikurinn tilvilj-
unarkenndur og máttlaus. Þá
voru stjórnendur utan vallar
mjög óöruggir i skiptingum og
fyrirskipunum.
Danir tóku leikinn strax i sinar
hendur og var staðan orðið 10:6
fyrir þá i leikhléi og siðan mátti
sjá 17:10 fyrir Danmörku. Þar
með voru úrslitin endanlega ráö-
in.
Mörk islenzka liðsins skoruðu:
Þorbergur 4, Geir 2, Axel 2(1),
Einar 1, Janus 1, Gunnar Einars-
son 1, Björgvin 1, Jón Karlsson og
Arni 1.
StMON ÓLAFSSON... var maðurinn á bak við góðan leik Framara'
gegn KR. (Timamynd Róbert.
Axel Axelsson.... bezti leikmaður lslendinga i HM-keppninni i Dan-
mörku.
Einarsson 4, Geir 2, Viggó 2 og
Arnil.
Úrslitakeppnin.
Þær þjóðir sem taka þátt i
keppninni i 8-liða úrslitunum,
eru: V-Þjóðverjar, Jógóslavar,
Rúmenar, A-Þjóðverjar, Danir
og Rússar, sem gerðu jafntefli
16:16, Sviar og Pólverjar. Fjdrar
siðasttöldu þjóðirnar leika saman
i riðli. Þær þjóöir sem keppa um
9.-12. sæti eru: Ungverjar, Spán-
verjar, Japanir og Tékkar.
— og knúið fram sigur gegn KR-ingum”, sögðu Fram-
ararnir Símon Olafsson og Guðsteinn Ingimarsson
— Þaö var sárt að geta ekki fyigt hinni góðu byrjun eftir
og knúið fram sigur gegn KR-ingum, sögðu þeir Símon
ólafsson og Guðsteinn Ingimarsson — Landsliðsmenn-
irnir sterku úr Fram, eftir að þeir og félagar þeirra úr
Fram máttu bíta í það súra epli, að tapa fyrir KR-ingum
81:84 í 1. deildarkeppninni í körfuknattleik. óheppnin elti
Framara, sem náðu mjög góðri byrjun gegn
KR-ingum og komust 17 stig yf ir um tíma. Það
var ekki fyrr en á lokasprettinum að KR-ingar náðu að
jafna og tryggja sér sigur.
— Aðalástæðan fyrir þvi að við
misstum leikinn úr höndunum á
okkur, var villuvandræðin — fjór-
ir af leikmönnum okkar voru
komnir með fjórar villur, þegar
lokabaráttan hófst og hræðslan
um brottrekstur var þvi eins og
snara um hálsinn á okkur. Við
þurftum að einbeita okkur i vörn-
inni og forðast að fá fimmtu vill-
una — það bitnaði á sóknarleikn-
um, sögðu þeir Simon og
Guðsteinn. Simon sagði að þá
hefðu strákarnir ekki trúað þvi,
að þeir gætu unnið sigur á KR-
ingum — og þvi fór sem fór, sagði
Simon.
Glæsileg byrjun
Framarar byrjuðu mjög glæsi-
lega gegn KR-ingum — þeir skor-
uðu fyrstu 8 stig leiksins, áður en
Einar Bollason náði að skora
fyrir KR-liðið. Framarar juku
forskot sitt smátt og smátt, og
þegar 9 min. voru búnar af leikn-
um, voru þeir búnir að ná 19 stiga
forskoti — 31:12. KR-ingar voru
þá mjög ráðvilltir, þegar liðstjóri
Vesturbæjarliðsins, Kolbeinn
Pálsson, bað um að leikurinn yrði
stöðvaður til þess að KR-ingar
gætu rætt saman. — „Það þýðir
ekkert að gefast upp — við verð-
um að berjast”, sagði Bjarni Jó-
hannsson þá við félaga sina I KR
Framarar léku mjög vel I fyrri
hálfleik, með þá Simon, Guðstein,
Björn Magnússon og Þorvald
Geirsson, sem aðalmenn. Vörn
þeirra var mjög sterk, þar sem
Þorvaldur lék aðalhlutverkið. Þá
var sóknarleikur þeirra liflegur
og hittni leikmanna mjög góð.
Þegar flautað var til leikhlés,
voru Framarar með 16 stiga for-
skot — 48:32.
Erfiðleikar
Fljótlega i sfðari hálfleik, fóru
erfiðleikarnir að hlaðast upp hjá
Fram-liðinu — þegar staðan var
50:36, voru fjórir Framarar búnir
að fá fjórar villur, þeir Simon,
Þorvaldur, Ólafur Jóhannesson
og Guðsteinn. Þetta bitnaði að
sjálfsögðu mjög mikið á varnar-
leik þeirra, og hinir reyndu leik-
menn KR-liðsins fullnýttu sér
þennan veikleika Fram. Þegar
staðan var 71:68 fyrir Fram og 7
min til leiksloka, þurfti Þorvaldur
að yfirgefa völlinn — 5 villur, og
stuttu siðar fór ólafur einnig útaf.
Þetta var mikil blóðtaka fyrir
Fram-liðið. Ofan á þetta bættist
svo, að leikmen Fram voru mjög
óheppnir með skot — hittu ekki
ofan i körfuna úr gullnum tæki-
færum. KR-ingar komust yfir 74-
Arsenal heppið
Dregið í ensku bikarkeppninni
Arsenal hafði heppnina með
sér þegar dregið var I 16-Iiða
úrslit ensku bikarkeppninnar i
gær — þetta fræga Lundúnalið
mætir Walsall á heimaveili
sinum, en annars varð drátt-
urinn i bikarkeppninni þessi:
Millwall eða Luton —
Brighton eða Notts County
Bristol Rovers — Ipswich
Arsenai — Walsall
Newcastle eða Wrexham —
Stoke eða Blynt
Middlesbrough —
Bolton eða Mansfield
Derby eða Birmingham —
Manchester Utd. eða W.B.A.
Orient — Chelsea eða
Burnley
West Ham eða^QPR —
Nottingham Forest eða Man-
ehester City.
Þeir leikir sem var frestað
vegna veðurs i Englandi á
laugardaginn verða leiknir i
kvöld.
73 og siðan 76:73, en Framarar
jöfnuðu 76:76. KR-ingar voru
siðan sterkari á lokasprettinum
og tryggðu sér sætan sigur —
84:81.
Simon Ólafsson, Björn Magnús-
son, Guðsteinn Ingimarsson og
Þorvaldur Geirsson voru beztu
leikmenn Fram-liðsins, en þeir
Jón Sigurðsson, Bandarikja-
maðurinn Piazza og Kristinn
Stefánsson voru beztu menn KR-
liðsins.
Stigahæstu menn liðanna voru:
— KR: Piazza 34, Jón Sigurðsson
23ogKristinn „Jeppi” Stefánsson
12. FRAM: Simon 30, Björn 18 og
Þorvaldur 14. —SOS.
Staðan er nú þessi i 1. deildar-
keppninni i körfuknattleik, eftir
leiki helgarinnar:
KR-Fram.............. 84:81
Valur: Armann......... 112:82
Stigahæstu menn I leiknum
voru: — Valur: Hockenos 25,
Torfi Magnússon 22 og Þórir
Magnússon 17. Armann: Björn
Christensen 29 og Wood 23.
KR ............. 9 7 2 767:635 14
Njarðvík........ 8 7 1 726:617 14
Valur........... 9 7 2 815:741 14
Stúdentar....... 8 6 2 722:689 12
ÍR.............. 8 3 5 675:707 6
Fram............ 9 2 6 711:773 4
Þór............. 8 2 6 543:608 4
Armann.......... 9 0 9 720:922 0
Stigahæstu menn:
Rick Hockenos, Val......... 243
Dirk Dunbar, Stúdent....... 235
Símon Ólafsson, Fram....... 235
„Sárt að geta ekki
fylgt hinni góðu
byrjun eftir...
Spánverjar sendu
íslendinga heim