Tíminn - 31.01.1978, Blaðsíða 14
14
Þriðjudagur 31. janúar 1978.
|Iþróttir
vfirstíga stór-
an þröskuld”...
..Hefur tekizt að
— sagði Kristín Magnúsdóttir, sem stöðvaði
sigurgöngu Lovísu Sigurðardóttur 1 badminton
SOS-Reykjavík. — Ég er
mjög ánægð — það var
kominn tími til að stöðva
sigurgöngu þeírrar Lovisu
og Hönnu Láru/ sagði
Kristin Magnúsdóttir úr
TBR, sem varð óvæntur
sigurvegari í einlíða leik
kvenna á Tropicana-mót-
inu í badminton á sunnu-
daginn. Þessi 15 ára efni-
lega badmintonkona kom,
sá og sigraöi, því að hún
varð fyrst til að vinna sig-
ur yfir Lovísu, sem hefur
verið ósigrandi sl. 16 ár.
— Nei, ég reiknaði ekki með
þessu. Mér hefur tekizt að yfir-
stiga stóran þröskuld, sagði
Kristin, sem var i sjöunda himni.
Kristin vann fyrst góðan sigur
(11:8 og 11:7) yfir Lovisu, en sið-
an sigraði hún Hönnu Láru örugg-
lega i úrslitum — 11:6 og 11:4.
Englendingurinn Brian Wall-
work varð sigurvegari i einliöa-
leik karla. — Hann vann sigur yfir
Sigurði Haraldssyni i undanúr-
slitum — 15:9 og 15:12 i skemmti-
legri viðureign, en i úrslitum
sigraöi hann Jóhann Kjartansson
örugglega — 15:4 og 15:2.
Þær Hanna Lára og Lovisa
urðu sigurvegarar i tviliðaleik
„Riíínn að gleyma
hvemig er
kvenna, með þvi að vinna sigur
yfir Kristinu Magnúsdóttur og
Kristinu Kristjánsdóttur i úrslit-
um — 17:8, 15:7 og 15:3.
Englendingarnir Brian Wall-
woek og Duncan Bridge uröu
sigurvegarar i tviliðaleik — sigr-
uðu félagana Jóhann Kjartansson
og Sigurð Haraldsson i úrslitum
15:8 og 15:10.
/”
KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR...
| hin efnilega badmintonstúlka,
I sýndi mikla leikni I
I „Trop ica na ”-keppninn i.
1 (Timamynd Róbert)
Hörku-
keppni
Fylkir vann sigur yf ir Þrótti
22:19 i 2. deildarkeppni
karla i handknattleik og
Stjarnan sigraði Leikni 21:17
um helgina.Staðanernú þessi
i 2. deildarkeppninni:
Þróttur ... 12 6 2 4 251:240 14
Fylkir .... 10 6 1 3 199:185 13
HK......... 10 5 2 3 227:203 12
Stjarnan .. 9 5 1 3 198:176 11
KA......... 9 4 1 4 194:184 9
Leiknir ... 10 3 1 6 214:230 7
Þór........ 8 3 0 5 1 59:182 6
Grótta .... 7 1 0 6 132:169 2
llliij Æfingabolir og -skór,
llllli Badmintonbolir, Körfu-
lllll: boltabolir, Frjálsíþróttabol-
illlll ir, Leikfimibolir, Sundbolir
llllll og -skýlur.
IIHII Adidas, Henson og Speedo
l:j:jj vörur.
jlllll Merkin tryggja gæðin!
1|J$ Músik &
lllljfT HAFNARFIRÐI
:j;j’ 1 ^^v^Reykjavíkurvegi 60 — Sími 5-44-87
:::: ^ Hverfisgötu 25 — Slmi 5-28-87
ISljfili!! PÖSTSENDUM!
G/æsilegur
íþrótta
fatnaður
að skora mörk”
segir Marteinn Geirsson
hjá Royale Union
— Þetta er allt að koma
hjá okkur, eftir slæma
byrjun, sagði Marteinn
Geirsson, landsliðsmið-
vörður, sem leikur með
belgíska félaginu Royale
Union frá Brússel, i stuttu
spjalli við Tímann. —
Okkur tókst að vinna sigur
(2:1) yfir' Hassell á sunnu-
daginn og er sigurinn góð
fyrirheit fyrir lokabarátt-
una, sem er nú að hefjast,
sagði Marteinn.
Marteinn og félagar hans hjá
Union eiga möguleika á að taka
þátt i fjögurra liða úrslitakeppni
um tvö 1. deildarsæti ef þeim
gengur vel I siðustu 10 leikjunum i
2. deild, — þ.e.a.s. ef Royale Uni-
on nær flestum stigum úr þeim
umferðum. 1 fjögurra liða úrslit-
unum leikur það liö, sem var efst i
deildinni eftir 10 fyrstu umferð-
irnar, það liö, sem náði flestum
stigum úr næstu 10 umferðunum
og það lið sem nær beztum
árangri úr siðustu 10 umferðun-
um, ásamt þvi liði sem verður
efst i 2. deild.
— Hver er ástæðan fyrir þvi, aö
Union-liðinu hefur gengið illa að
undanförnu?
— Aðalástæðan fyrir þvi er, að
margir af beztu leikmönnum okk-
ar hafa átt við meiðsli að striöa —
t.d. hefur mesti markaskorari
okkar ekki leikið með unanfarna 8
leiki. Hann lék með gegn Hassell
og skoraði sigurmarkið fyrir okk-
ur.
— Þá hefur þjálfunin og skipu-
lagið ekki verið nógu gott. Eg hef
trú á að það lagist, þar sem nýr
þjálfari var ráðinn til félagsins á
laugardaginn — Cornilius, sem er
fyrrverandi leikmaður hjá
Anderlecht.
Verð áfram i Belgiu
— Ertu alveg hættur að skora
mörk?
— Já, blessaður vertu, ég er bú-
inn að steingleyma hvernig farið
erað þvi. Ég leik þannig stöðu, að
ég fer aldrei fram i sókn — ekki
þótt að hornspyrnur séu teknar.
— Nú rennur samningurinn
þinn við Royale Union út I vor.
Ilvað hefur þú hugsað þér að
gera?
— Ég veit það ekki enn þá, en ég
reikna fastlega með að vera hér i
Belgiu 1-2 ár til viðbótar. Ég get
ekki sagt um það fyrr en i marz,
hvort ég verð áfram hjá Union,
eða fer til einhvers annars félags
— það er allt i athugun, sagöi
Marteinn. cr.c
Marteinn Geirsson
KR-ingar sigr-
uðu uppi
KR-ingar unnu sigur
(3:0) yfir Valsmönn-
um I úrslitaleik i inn-
anhússmóti i knatt-
spyrnu, sem fór fram á
Akranesi um helgina.
Þeir Sverrir Herberts-
son (2) og Birgir Guð-
jónsson skoruðu mörk
KR-inga, sem voru
mun sterkari en Vals-
menn.
Gestgjafarnir —
Akranes, voru óheppn-
ir i mótinu. Þeir töpuðu
fyrir Val 2:3 i riðla-
keppninni, eftir að hafa
haft yfir 2:0. Skaga-
menn unnu aðra and-
stæðinga sína með
miklum yfirburðum —
Þrótt 7:1 og Viking 6:1.
Valsmenn mörðu aftur
á móti sigur yfir Þrótti
og Vikingi — 5:4.