Tíminn - 31.01.1978, Side 16

Tíminn - 31.01.1978, Side 16
16 Þriðjudagur 31. janúar 1978. [ Davi David Graham Phillips: j 127 SUSANNA LENOX JónHélgason ,ðV samt sem áður. Og hvernig átt þú svo að geta skilið mig? Hann var staðinn á fætur. Hann virtist liklegastur til þess að berja hana. Hún benti honum kæruleysislega á dyrnar. Hann sá, að það var tilgangslaust að þreyta lengur leik við hana. Það glytti i hvassar tennur hans undir yfirskegginu, lítil, slægðarleg augun glóðu eíns og rottuaugu. í hamslausri reiði f ataðist honum öll hugsun. Hann rauk á dyr og hljóp niður stigana. Áður en klukkustund var liðin var Súsanna lögð af stað að leita sér atvinnu. Hún átti þess engan kost að snúa við. Hér eftir gat hún ekki einu sinni látið það f lögra að sér að fara aftur til Rodericks. Sá kafli lífs hennar var skrifaður til fulls. Sorg — jú. En sú sorg var áþekk þeirri tilfinningu, sem bærist í brjósti manns, er sér ástvin hljóta frið í andlátinu eftir langan og kvalafullan sjúk- leika. Banvænn sjúkdómur hafði náð tökum á ást hennar til Rodericks fyrsta kvöldið, sem þau voru í New York. ( heiltár hafði hún svifið milli heims og helju, og nú var hún komin í gröfina eftir langvinnt dauðastríð. Það var andlátsstundin, þegar hún valdi á milli kostanna sem raunar var ekki nema einn kostur i vagninum hjá Gide- on. Hvernig sem það hafði verið, þá var hún nú f rjáls. Hún gat hafið sína sigurför. 4. Þegar hún fór að hugsa betur um kringumstæður sínar og skoða hlutina í skýrara og raunhæfara Ijósi nokkrum dögum siðar, iðraði hana þess að hafa haf nað peningum Gideons. Hún var hreykin af því öðrum þræði, en hún óskaði þess innilega, að hún hefði þá nú milli handanna. Auðmýking hennar hefði ekki orðið meiri í hennr augum, þótt hún hefði tekið á móti þeim. Og henni stóð algerlega á sama um það, hvað hann hugsaði um hana. Hún ól í brjósti veika vin um það að fá vinnu við kjóla saum eða kjóla- og hattaskreytingu, því að henni fannst,' að við slíkt myndi hún reynast liðtæk. En hún rak sig fljótlega á staðreyndirnar. Hún gat ekki fengið neina vinnu við þess háttar — það kom ekki til greina fyrr en eftir nokkurra ára vafasamt nám. Dag eftir dag var hún á ferli frá því snemma á morgnana þar til öllum vinnustöðvum var lokað og leitaði og leitaði — þreytt og þó óþreytandi. Hún gafst ekki upp, jafnvel þótt hún væri orðin vonlaus um árangur. Hún hljóp eftir hverri auglýs- ingu, og þrátt fyrir skynsamlegar aðvaranir og ráðlegg- ingar verkastúlkna, sem hún talaði við, lét hún ekki einu sinni framhjá sér fara auglýsingar hinna margvíslegu trúar- og góðgerðastofnana, sem nutu handleiðslu fólks, er aldrei hafði stof nað aðdáun sinni á heiðarlegri vinnu í þann voða að reyna að gera ærlegt handarvik. Það var vinnu að fá en það var hvergi hægt að f á viðhlít- andi kaup, nema hún vildi niðast miskunnarlaust á því fólki, sem vinna átti undir hennar umsjá. En jaf nvel þótt hún vildi takast slíkt á hendur, voru allar framavonir fjarlægarog óvissar. Sjúkdóma, heilsuþrot, vondan mat; og ennþá verri föt átti hún hinsvegar víst þegar i stað Sums staðar var hún strax rekin á dyr við fyrstu sýn. Menn kærðu sig ekki um laglegar stúlkur. Enda þótt þær væru sæmilega skírlífar og hændu að viðskiptavini var reyndin sú, að viðskiptin gleymdust og allt snerist um kynferðismálin. í skrifstofu spillti falleg stúlka aganum oggerði hana að athvarf i fyrirdufl og daður. Hvergi var boðið hærra kaup en f jórir dalir á viku. Alls staðar voru laun kvenfólks miðuð við það, að það annað tveggja byggju hjá venzlafólki sínu eða aflaði aðaltekna sinna með skækjulifnaði, leynt eða Ijóst. Hún átti ekki einu sinni tíu dali eftir. Hún varð að fá vinnu strax. Henni bárust skilaboð frá Jeffries — stutt- orð beiðni um að koma og tala við hann — stuttorð til þessaðdylja það, hveáf jáðir þeir voru að fá hana aftur. Hún tætti miðann sundur. Hún hugsaði sig ekki einu sinni um. Skapferli hennar var þannig að henni kom aldrei til hugar að snúa aftur. Hana skorti bókstaf lega þrek til þess að snúa við, þegar hún hafði einu sinni tekíð nýja stef nU. María Hinkle kom og reyndi að tala um f yr- irhenni. Súsanna hlustaði þegjandi á hana, hristi aðeins höfuðið og fór að tala um eitthvað annað. Áefstu hæð í stóru húsi við Breiðstræti hafði hún upp- götvað spjald, sem á var letrað: „Vanar stúlkur vantar til þess að skreyta hatta". Hún rambaði upp þrjá bratta stiga og kom inn í stóran, loftlágan sal þar sem sjötíu og fimm stúlkur unnu. Hún staðnæmdist í dyrunum og sá strax í hverju starf ið var fólgið — sem sé að festa eitt- hvert skraut á lélega hattkúfa. Við opinn glugga sat ung- ur Gyðingur bólugraf inn og með ótrúlega langt nef. Hún sneri sér til hans og spurði um vinnu. — Eruð þér vön? spurði pilturinn. — Ég get vel gert það, sem stúlkurnar þarna gera. Hann hvessti á hana greindarleg augun, leit svo með fyrirlitningarsvip þangað sem stúlkurnar kepptust við vinnu sina. — Já, þvi getég svosem trúað, sagði hann. — Fjörtíu sent tylftina. Viljið þér reyna? — Hvenær get ég byrjað? — Strax. Skrifið nafnið yðar þarna. Súsanna skrifaði nafnið sitt undir eitthvað sem hún þóttist sjá, að væri einhvers konar samningur. Hún vissi, að í þeim samningi myndi ekki vera neitt, sem henni gat verið hagur að, en margt sem henni var óhagstætt. En henni var alveg sama. Hún varð að komast í vinnu — eitthvað, sama hvað var, ef það gaf henni einhverja óveru í pyngjuna. Innan sundarf jórðungs var hún komin mitt á meðal hinna sveittu þefillu kvenna og farin að keppast við að gera Ijóta hattkúfa enn Ijótari með óásjá- legum baðmullarborða, spennu og tveimur eða þremur gerviblómum. Hún sá brátt, hvað hún myndi vinna fyrir miklu á viku. Henni taldist svo til, að hún myndi geta skreytttvær tylftir hatta á dag, alls tólf tylftir á viku. Ef hún f engi f jörutíu sent f yrir tyf Itina urðu það f jórir dalir og áttatiu sent. Fjórir dalir og áttatiu sent! Minna heldur en hún hafði gert ráð fyrir, að hún þyrfti í mat af þessum tíu dölum, sem hún átti að fá í kaup h já Jef f ries & Jones. Næst henni til hægri handar var miðaldra kona, feit, andstyggilega ólöguleg, hræðilega Ijót — ein af þessum óhamingjusömu manneskjum, sem frá upphafi vega sinna eru dæmdar til þess að fara á mis við mestu gleði lifsins — þá gleði, sem það veitir okkur að vita annað fólk laðast að okkur. Þarna sat þessi kona rýndi gegnum gleraugun sín og saumaði hvért sporið af öðru. Súsanna sá undir eins að hún átti ekki einu sinni því láni að f agna, að góð heilsa létti hlutskipti hennar, því að hún var gugg- in á svip og hér og þar á óhreinu hörundinu mótaði fyri dökkrauðum blettum. Ef undanskildar voru örfáar ung- ar stúlkur, þá var hörundslitur allra kvennanna svona. En Súsanna fann ekki til neins viðbióðs, þótt lyktin, sem var miklu verri heldur en af nokkru dýri, því að manndýrin verða þó að vera í fötum, fyllti vit hennar. Hún hafði búið við volæði leiguhverfanna. Hún vissi, að þessi lykt var óhjákvæmilegur þáttur af lífinu þar, því að fólk hafði hvorki tíma til þess né efni á því að þrífc sig. — Ég verð orðin eins og þær eftir fáar vikur, hugsaði r hljóðvarp 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Þórhallur Sigurösson les söguna ,,Max bragða- ref” eftir Sven Wernström f þýöingu Kristjáns Guö- laugssonar (6). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Aður fyrr á árunum kl. 10.25: Agústa Björnsdóttir sér um þáttinn. Morguntón- leikar kl. 11.00: Pierre Fournier og hátiöarhljóm- sveitin f Lucerne leika „Piéces en concert”, svftu í fimm þáttum eftir Coup- erin: Rudolf Baumgartner : stj./ RobertVeyron-Lacroix og hljómsveit Tónlistar- skólans i Paris leika Sembalkonsert i G-dúr eftir Haydn. / Filharmóniu- sveitin i Berlin leikur Sinfóniu nr. 33 i B-dúr (K319) eftir Mozart: Karl Böhm stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Starfsemi á vegum Reykjavikurborgar. Þáttur um málefni aldraöra og sjúkra. Umsjón: Ólafur Geirsson. 15.00 Miödegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn Finnborg Scheving sér um timann. 17.50 AðtafliJónÞ. Þórflytur skákþátt oggerir grein fyrir lausnum á jólaskák- þrautum. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar^ 19.35 Rannsóknir I verkfræði- og raun vfsindadeild Háskóla islands Páll Theódórsson eðlisfræöingur talar um arðsemi rann- sókna. 20.00 Strengjakvartett i C-dúr op. 59 nr. 3 eftir Beethoven. Amadeus-kvartettinn leikur. 20.30 tJtvarpssagan: „Sagan af Dafnis og Klói” eftir Longus. Friörik Þóröarson þýddi. óskar Halldórsson les (6). 21.00 Kvöldvaka a Einsöngur: Elisabet Erlingsdóttir syngur isienzk þjóðlög i út- setningu Fjölnis Stefáns- sonar: Kristinn Gestsson leikur á pianó. b. Skúli Guðjónsson skáldbóndi á Ljótunnarstöðum Pétur Sumarliðason les þátt úr bók hans „Bréfum úr myrkri” og endurtekiö verður viötal, sem Páll Bergþórsson átti viö Skúla 1964 um Stefán frá Hvitadal og kvæði hans „Fornar dyggöir”. Páll les einnig kvæöiö. c. „Þetta er orðið langt lif ” Guörún Guölaugs- dóttir talar viö aldraða konu, Jóninu ólafsdóttur. d. Haldið til haga Grimur M. Helgason forstöðumaöur handritadeildar Lands- bókasafnsins talar, e. Kór- söngur: Arnesingakórinn syngur fsienzk lög. Söng- stjóri: Þuriður Pálsdóttir. 22.20 Lestur Passiusálma Ragnheiður Sverrisdóttir nemi i guöfræðideild les 7. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Harmónikulög Larry Norli og Egil Myrdal leika meö félögum sinum. 23.00 A hljóðbergiBókmennta- verölaun Noröurlandaráös 1978. Ingeborg Donali lektor les úr hinni nýju verðlauna-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.