Tíminn - 23.05.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.05.1978, Blaðsíða 15
14 Þriftjudagur 23. mal 1978 Þriðjudagur 23. mai 1978 * ki'l'Uiil 15 — viðtal við Boga G. Hallgrímsson, forseta bæjarstjórnar — kallar á miklar framkvæmdir Kristinn Þórhallsson. Skipulagsvandi í tómstundamálum segir Kristinn Pórhallsson Ég held að atvinnu- og tóm- stundamál þurfi á komandi kjör- timabili að njóta nokkurs forgangs, sagði Kristinn Þórhallsson rafvirki og 12. maður á framboðslista Framsóknarfélagsins til bæjar- stjórnarkosninga i Grindavik I samtali við Timann. Stuöla þarf að aukinni fjölbreytni i atvinnumálum, sagði Kristinn ennfremur og tryggja að ekki komi til atvinnuleysis. Þá ber ég fyrir brjósti að eðlilegt viðhald og upp- bygging hafnarinnar veröi tryggt og aðstaða smábátaeigenda bætt. I tómstundamálum, sagöi Krist- inn, hefur ekki verið unniö nógu skipulega. Einstaka menn hafa komið til og unnið mjög gott starf en siðan enginn verið til að taka við þegar slikir hafa einhverra hluta vegna horfið frá. Ég held að eink-, um sé um skipulagsatriði aö ræða og stefna okkar framsóknarmanna er að fá ráðinn mann i hálfu starfi á móti kennaraembætti til aö sinna þessum málum. Vil gera átak í félagsmálum — segir Gunnar Vilbergsson lögregluþjónn Ég held við verðum að reyna að taka okkur á og sinna félagsmálum af fremsta megni og á ég þar helzt við byggingu iþróttahúss, og reyna að fá hús til elliheimilisreksturs, sagöi i viötali við Timann Gunnar Vilbergsson lögregluþjónn I Grindavik. Gunnar skipar 6. sæti á framboðslista Framsóknarfélags- ins til bæjarstjórnarkosninga en hann er fæddur og uppalinn Grindvíkingur, kvæntur Margréti Gisladóttur og eiga þau þrjú börn. Gunnar kvaðst leggja áherzlu á að nú sem fyrst yrði lokið allri undirbúningsvinnu og hafnar framkvæmdir við iþróttahús. Þá kvaðst hann leggja mikla áherzlu á að vegurinn milli hverfa yröi bættur mikið en hann væri ekki nægilega upphækkaður og slæmur vegna mikilla þungaflutninga. Gunnar Vilbergsson Oþrjótandi verkefni og ótrúlegur vöxtur Fjöldi íbúa tvöfaldaðist á áratug segir Halldór Ingvason Halldór Ingvason kennari I Grindavík skipar annað sæti á framboðslista Framsóknarfélagsins til bæjarstjórnarkosninga i Grindavik. Kona Hall- dórs er Helga Emilsdóttir og eiga þau einn son. í viðtali við Timann kvaðst Halldór vilja llta málin raunsæjum augum og sagði aö ekki þýddi að loka augunum fyrir þvi að holræsa- og gatnagerö mundi taka til sin mikiö fé næstu eitt til tvö árin. Or fólksfjölgun hefði átt sér stað I Grindavfk og fóiksfjöldi fyllilega tvöfaldast á siðasta áratug. Þessi öra fólksfjölgun sagði Hall- kvæmdir af hálfu bæjarfélagsins og dór hefur kallað á auknar fram- ég tel að vel hafi veriö aö þeim GRINDAVÍK Þurf um að bæta vinnuskilyrðin segir Gylfi Halldórsson verkstjóri Nú riður mest á að tryggja næga atvinnu og fjölbreytni atvinnuiifs- Gylfi HaUdórsson ins sagði Gylfi Halldórsson verk- stjóri i Grindavik 10. maður á B- lista til bæjarstjórnarkosninga. Gylfi hefur búiö í Grindavik i 9 ár. Hann er kvæntur Guðfinnu Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjú börn. Atvinna hefur oftast verið næg hér sagði Gylfi i samtali viö Tim- ann en árstiðabundin og stopulli nú þegar aflabrestir segja til sin. Auk þess er væntanlegt svo margt yngra fólk á vinnumarkaöinn hér að gera verður einhverjar ráöstafanir til að tryggja meiri og fjölbreyttari atvinnumöguleika. Þá sagði Gylfi að sér þætti full ástæða til að tryggja bætt skilyröi á vinnustöðum og hefðu Suöurnesin oröiðnokkuð útundan i þeim efnum á siðustu árum. Núverandi forseti bæjarstjórnar I Grindavlk Bogi G. Hallgrimsson er efsti maður á lista Fram- sóknarfélagsins i Grindavík til bæjarstjórnarkosninga. Bogi er Skagfiröingur að ætt og fluttist til Grinda vfkur fyrir hart nær 30 árum og ætlaði aö kenna þar einn vetur viö Barna- og unglingaskólann. Það hefur teygzt úr þessum eina vetri og er Bogi nú skólastjóri Barna- og unglingaskóla Grindavikur. Kona hans, Helga Helgadóttir, er fædd og uppalin I Grindavik og eiga þau fimm börn. Bogi G. Hallgrimsson skólastjóri i Barna- og ungiingaskólanum I Grlndavfk. Skólinn i baksýn. (Timamynd: Róbert) Bogi hefur öll þessi ár tekiö virk- an þátt i margháttaðri félagsstarf- semi.átt sæti i sveitarstjórn þrjú siðustu kjörtimabil og er eins og áöur greinir forseti bæjarstjórnar. Eins og Bogi segir hefur Grindavik vaxið ótrúlega ört siðustu árin og fólksfjölgun geysimikil. Við spyrj- um hann hvernig tekizt hafi til við uppbygginguna. Þetta er að sjálfsögðu sigilt deiluefni, svarar Bogi. I flestum bæjarfélögum eru verkefnin óþrjótandi og Grindavik er þar siður en svo nokkur undantekning. Það er með bæjarfélögin eins og mannveruna sagði Bogi vaxta- hraðinn á sin takmörk. Við erum að sjálfsögðu óþreyjufull og okkur gremst að geta ekki gert allt eins og hugurinn stendur til. yiö þekkj- um öll börnin sem vilja flýta sér að verða fullorðin og verða þó aö una lögmáli vaxtarins. Abyrg afstaða er fyrir öllu hér sem annarsstaðar, segir Bogi. 1 stjórnmálabaráttunni hefur hver sitt form. Margir vilja vinna verk sin I sviðsljósinu. Þannig fá menn jú góða auglýsingu en slikt hefur þó aldrei verið mér að skapi, það er ekki mitt form. Það er trú min, sagði Bogi að lok- um, að lausn flestra mikilvægra mála ’felist fyrst og fremst i hóg- værri yfirvegun og hávaðinn þvi oftast ónauðsynlegur og með und- antekningum þó. Halldór Ingvason fyrir framan Félagaheimiiiðf Grindavlk. (Tfmamynd: Róbert) staðiö siöastliðin tvö kjörtimabil. Má m.a. nefna holræsafram- kvæmdir sem nú eru á lokastigi, stórframkvæmdir I hafnarmálum, Framhald á bls. 27 Umhverfismálin ofar- lega í huga mínum Sigurður Vilmundsson Grindavík útflutn- ingshöfn — Tíminn á tali við Sigurð V ilmundsson Brýnasta úrlausnarefni Grinda- vfkurbæjar á komandi árum er án efa atvinnumáiin auk þess sem vinna þarf áfram af fullum krafti við þau verk sem nú er unnið að og ólokiö er, sagði Siguröur Vilmunds son, 9. maöur á framboöslista Framsóknarflokksins við bæjar- stjórnarkosningar I Grindavik, I samtali við Tímann. Sigurður Vilmundsson er trésmiður að mennt, kona hans er Salbjörg Jóns- dóttir og eiga þau 4 börn. Atvinnulif hér, sagði Sigurður, er of einhæft og jaörar við atvinnu- Bætt aðstaða til við- halds á bátum — mjög nauð synleg segir Willard Ólason Þrátt fyrir að við eigum nú einhverja beztu bátahöfnina á landinu vantar hér alveg aðstöðu til að taka upp báta til lagfæringar og fer þar mikil vinna og fjármagn út úr by ggðalaginu og tel ég þetta eitt mikilvægari mála tilað ráða bót á næstu árin, sagði VVDIard Ólason skipstjóri i Grindavik i samtali við Timann. Willard skipar fimmta sæti B-listans I Grindavik. Hann er kvæntur Gerði Gisladóttur og eiga þau þrjú börn. Willard sagði að góð höfn i Grindavik hefði lengi verið hans hjartans mál og yrði nú ekki annaðsagtenþeim málum væri velkomiö. Sjávarútvegur, sagði hann, mun án efa verða okkar helzti atvinnuvegur um langt árabil og væri illt til þess að vita hversu aflabrögð hefðu minnkað. Hann teldi þó að með samstilltu átaki mætti snúa þessari þróun við og aukin fjölbreytni I fiskiðnaði sem tengdist sjávarútvegi ætti að geta skapað næga atvinnu I Grindavik næstu árin. Ymis önnur mál, sagði Willard, eru mér hugleikin, t.d. bætt aðstaða til iþróttaiðkana. Til að vinna að þeim málum treysti ég bezt efstu mönnum á lista Framsóknarfélagsins enda hafa þeir á undanförnum árum verið þar i fararbroddi. ar, að hér mætti margt betur fara. Grindavik er stórt og dreift byggðarlag sem stendur fyrir opnu hafi. Stórviðri og flóö hafa hér oft sett ljótansvipá umhverfiö og hef- ur það stundum þótt hvað frétt- næmast héðan. Þá sagði Svavar, að með sam- stilltu átaki bæjarbúa væri vanda- litið að halda bænum og umhverfi hans hreinu og fallegu. Þar settu að sjálfsögðu svip á umhverfið hinar miklu framkvæmdir sem átt heföu sér stað s.l. tvö kjörtimabil, ekki sizt holræsa- og hitaveitufram- kvæmdir. Þær bæru það llka með sér aö til Grindavikur hefði fólk viljað flytja og svo yrði vonandi um næstu framtið. Til þess, sagði Svavar, þarf þó til að koma fjölbreyttara atvinnulif, léttur iðnaður, verksmiðjufram- leiösla og þess háttar. Atvinna viö sliktgætit.d. hentaö fólki komnu af léttasta skeiði og unglingum sem nú eru að koma út i atvinnulifiö. „Þessum málum svo og öðrum mun B-listinn beita sér fyrir á næsta kjörtimabili og I framtið- inni”, sagði Svavar aö lokum. Aðalbaráttumálið er íþróttahús — segir Hallgrímur Bogason Yngsti maður á framboös- listum til bæjarstjórnarkosninga I Grindavlk nú er Hallgrlmur Bogason, 23 ára, sem skipar 3. sæti á lista Framsóknarfélags- ins. Kona hans er Þórhildur Rut Einarsdóttir og eiga þau einn son. Hallgrimur sagði I viötali viö Timann að sitt aðal- baráttumál væri að vinna að bættri félagslegri aðstöðu fyrir unga fólkið og þá fyrst og fremst að tryggja það atriði I stefnu- skrá framsóknarmanna að koma upp iþróttabúsi á kjör- timabilinu, Iþróttahúsi sem tryggt geti góða aðstöðu til fjöl- breyttra iþróttaiðkana. „Auðvitað mun ég reyna að vinna vel að hverju þvl máli er ég tel til heilla fyrir byggöar- lagið og leggja mitt af mörkum til að B—listinn verði trausts þeirra veröur er styöja hann,” Hallgrimur Bogason. leysi nú, sem m.a. sézt af þvi að aldrei hafa fleiri hús veriö til sölu hér I Grindavik en nú. Við þurfum að fá meiri breidd i atvinnulifið og getum þá betur staðið af okkur þær sveiflur sem alltaf verða i sam- bandi við sjávarafla. Siguröur kvaðst þó bjartsýnn á að ef rétt væri á málum haldið stæöi Grindavikurbær vel aö vigi við uppbyggingu atvinnulifsins. Orkan á Reykjanesi og i Svarts- engi gæfi kost á margs konar iðnaðarstarfsemi og forráðamenn bæjarins þyrftu aöeins að vera vakandi yfir þvi aö hlutur Grinda - vlkur yrði ekki fyrir borð borinn i þeim efnum. Stuðla þyrfti aö þvi að góöur vegur yrði byggður frá Grindavik út á Reykjanes og byggja Grindavikurhöfn upp sem útflutningshöfn, einnig fyrir þær verksmiðjur sem risa kynnu I nágrenni bæjarins. ,,Ef vel verður á þessum málum haldið er Grindavik borgiö um ókomna framtið”, sagði Sigurður Vilmundsson að lokum. — segir Svavar Svavarsson „Það mun verða eitt af þeim mörgu verkefnum, sem eru á stefnuskrá okkar að beita okkur fyrir fegrun og snyrtingu Grinda- vikurbæjar og næsta nágrennis”, sagði Svavar Svavarsson þegar Timinn heimsótti hann s.l. mið- vikudag. Svavar er fjórði maður á lista Framsóknarfélagsins til bæjarstjórnarkosninga, múrara- meistari að mennt og hefur búið i Grindavik I 15 ár. Kona hans er Maria Vilmundsdóttir og eiga þau hjónin tvö börn. Það fer ekki framhjá neinum sem hefur augun opin, sagði Svav- Þarf að byggja leikskóla strax — sagöi Helga Jóhannsdóttir í viðtali við Tímann Helga Jóhannsdóttir húsfrú, 8. maöur á framboðslista Fram- sóknarfélagsins við bæjarstjórnar- kosningar I Grindavlk, kvaðst i við- tali við Timannvilja leggja megin- áherzlu á úrbætur f heilbrigöis- og dagvistunarmálum. Sagði Heiga að nýrisið væri I Grindavlk fyrsta dagvistunarheimilið og það væri þakkarvert Ahittbæriþóaölita að aðsóknin væri svo mikil aö strax væri upppantað fjögur ár fram f timann. Viö þurfum að leysa úr vandræð- um barnafólks sem allra fyrst og ég held að það veröi best gert með þvi aö reisa strax leikskóla meö dagvistunardeild, sagði Helga enn- fremur. Þá væri það sorgleg stað- reynd, sagöihún, hversusjónarmið Ungt fólk sem ég treysti til góðra verka — segir Róbert Tómasson um frambjóðendur á B-lista Þegar við Timamenn vorum á ferð i Grindavlk i siðustu viku hittum við m.a. Róbert Tómas- son rafvirkjanema en Róbert kvaðst vera stuöningsmaður B- listans i komandi bæjarstjórn- arkosningum. Sagði Róbert að á þessum lista væri margt ungt fólk sem hann treysti til góðra verka og hann vissi að væru sér sammála um nauðsyn þess að starfa að æskulýðs- og iþrótta- málum af fullum krafti. Hér vantar eitthvert athvarf fyrir börn, unglinga og fullorðna til ýmiskonar fristundariðkana i staö þess að sofa fyrir framan sjónvarpið á hverju kvöldi, sagði Róbert Tómasson. Róbert Tómaison. Svavar Svavarason Slgurður Svelnbjörnsson Þurfum að nýta kosti Svartengis — segir Sigurður Sveinbjörnsson útibússtjóri Atvinnumálin verða án efa höfuðviðfangsefni næstu bæjar- stjórnar þar sem aflabrestur kallar á fjölbreyttari atvinnu- veg og ég held aö við þurfum að leggja höfuðáherzlu á aö nýta sem bezt þá ónýttu orku sem er að hafa á Svartsengi, sagði Sigurður Sveinbjörnsson i viðtali við Timann i Grindavik i siðustu viku. Sigurður skipar 7. sæti á lista Framsóknarfélags- ins til bæjarstjórnarkosninga i Grindavik. Hann hefur búið i 13 ár i Gríndavik og er þar kvænt- ur Guðrúnu Sigurðardóttur og eiga þau saman fjögur börn. Kvaðst Siurður telja að ekki hefði veriö nóg unnið að at- vinnumálum og m.a. hamlaði húsnæðiseka þvi að ný fyrirtæki risu I Grindavik. Vinna þyrfti skipulega að farsælli lausn þessara mála, sagði hann. Þá sagði Sigurður að nauðsyn bæri til að fá lækni búsettan i Grindavik og bæta þyrfti hluta ibúa Þórkötlustaðahverfisins m.a. með átaki i umhverfismál- um og umbótum á veginum þangað. Helga Jóhannsdóttir. DagvistunarhelmiUð I baksýn. (Timamynd Róbert) atvinnurekenda væru öfugsnúin I þessum efnum. Þeir kjósa fremur að fá til sln aðkomufólk og halda þvi uppi i verbúðum en aö kosta einhverju til dagvistunarmála og sjá þannig til þess að heimavinn- andi húsmæöur i Grindavik geti láuknummæli komist út á vinnu- markaðinn. Konurnar hér i Grindavik fara heldur ekki burt með tekjurnar eins og aökomufólk- ið, sagði Helga Jóhannsdóttir. Þá sagði hún aö i heilbrigöismál- um væri brýnt að vinna að þvi að fá a.m.k. einn búsettan lækni á staðn- um i öryggisskyni.jafnvel þó hann starfaði I Keflavik. A heilsugæslu- stöðinni i Keflavik væri ennfremur nauðsynlegtaöfáfleirilækna, enda væri séð að þeir læknar sem fyrir eru geta ekki lengur annað þeim mannfjölda, sem þeim er ætlaö, og virtist aldrei nægjanlegt tillit tekið til alls aðkomufólksins sem dvelur jafnvelallan ársins hring á þessum stöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.