Tíminn - 23.05.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 23.05.1978, Blaðsíða 21
Þriöjudagur 23. mal 1978 iw'iiwi'ia 21 iOOOOGOOOi 2363 áhorfendur fóru ánægðir heim af Laugardalsvellinum... Atli og Hðrður voru óstöðvandi Það voru sannarlega ánægðir áhorfendur, sem fóru heim af Laug- ardalsvellinum, eftir að hafa séð Valsmenn og Víkinga leiða saman _______________ hesta sina. Leikur þeirra var einmitt af þeirri gerð- inni, sem við höfum svo sorglega litið af. Hinir 2363 áhorfendur fengu svo sannarlega að sjá spennu, baráttu, hraða, leikbrellur og að sjálfsögðu mörk, en Valsmenn báru sigur úr býtum 5:2. Knötturinn gekk fram manni til manns og einstakir leikmenn voru ófeimnir við að leika á einn til tvo andstæðinga til að auka verulega á hættuna i sókninni. Sem sagt, Valsmenn og Víkingar, sem leika mjög álika knatt- spyrnu i sjálfu sér, sýndu áhorfendum alit það bezta, sem islenzk knattspyrna hefur upp á að bjóða. Leikur þeirra var sannkallaður sýningar- leikur. Það fyrsta sem kom i ljós í leiknum var að Valsmenn virtust staðráðnir að ráða miðvallarspil- inu — og bað tókst beim með til- stilli þeirra Alta Eðvaldssonar þegar Valsmenn unnu sigur - 5:2 yfir Vikingum i glæsilegum sýningarleik rpóii JL 14 ekki við hraða okkar” — sagði Nemes, þjálfari Vals og Harðar Hilmarssonar, sem áttu mjög góðan leik. Þeir unnu hvert einvigið á fætur öðru — og með hraða sinum og leikni tókst þeim að byggja upp sóknarleik Valsmanna, sem léku mjög góða knattspyrnu, þar sem knötturinn var látinn ganga manna á milli. Guðmundur Þorbjörnsson og Al- bert Guðmundsson aðstoðuðu þá Atla og Hörð eftiiv mætti og skiluðu þeir hlutverkum slnum vel. Jón Einarsson og Ingi Björn Alberts- son sköpuðu usla I vörn Vikinga með hraða sinum — og Dýri Guð- mundsson og Sævar Jónsson voru traustir i vörninni. Valsliðið var heilsteyptara en Vikingsliðið — og styrkleika Vals á miðjunni munaði þar mest um. Valsmenn réðu þar lögum og lof- um. Þeir Atli og Hörður voru hreint frábærir — leikni þeirra og hraði er mjög mikill og þarna eru á ferðinni tveir leikmenn, sem leika fyrir Iiðið, með góðum send- ingum og leikbrellum. Það er mikill skilningur á milli leik- manna Vals og er sóknarleikur þeirra þvi vel útfærður og skemmtilegur. Vikingar börðust hetjulega i leiknum og léku þeir oft á tiðum mjög vel en þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Diðrik ólafs- son var mjög traustur i markinu og stöðvuðust markar sóknarlot- ur á honum. Þá var Róbert Agn- arsson sterkur i vörninni, en Gunnar örn Kristjánsson var sá leikmaður sem kvað mest að i Vikingsliðinu á miðjunni. Gunnar Orn er yfirvegaður leikmaður — með góðar sendingar. Leikur Vik- ings byggist mikið á langspyrn- um fram völlinn — til Arnórs Guðjohnsens og Jóhannesar Torfasonar. Arnór er geysilega fljótur og ákveðinn — leikinn með knöttinn og með afbrigðum marksækinn. Þegar þessi 17 ára leikmaður komst á ferðina og nálgaðist mark Valsmanna, skapaöist ringulreið hjá varnar- mönnum Vals. Eins og fyrr segir, þá var leik- urinn mjög spennandi og vel leikinn og skemmtu áhorfendur sér konunglega. MAÐUR LEIKSINS: Atli Eð- valdsson og Hörður Hilmarsson, sem léku mjög vel — stundum virtist þessum snjöllu leikmönn- um vera stjórnað af sama heilan- , um svo samrýndir voru þeir. Arnþór öskársson dæmdi leik- inn og gerði hann það vel. Hörður Hilmarsson var bókaður. —sos. SOS-Reykjavik — Ég var mjög ánægður með strákana, þeir léku góða knattspyrnu og hraðinn var mikill í leik þeirra, sagði Jan Nemes, hinn ungverski þjálfari Vals- manna, eftir leik þeirra gegn Vikingi. — Mið- vallarspilið var mjög gott og Atli Eðvaldsson hreint frábær — hann lék tvö hlutverk þ.e.a.s. bæði varnar- og sóknar- leikmann og skilaði því mjög vel. — Ég get ekki annað en verið ánægður með leik strákanna, sem gáfu aldrei eftir gegn ákveðnum Vikingum, sagði Nemes. — Hvernig fannst þér leikur Vikings-Iiðsins? — Vikingar léku dæmigerða enska knattspyrnu. Þeir voru harðir og leikur þeirra byggðist upp á langsendingum fram völl- inn, þar sem hinn efiiilega Arnór Guðjohnsen átti að vinna úr þeim. GUÐMUNDUR ÞORBJÖRNSSON, sóknarleik- maður Vals, hafði þetta að segja um leikinn: — Þetta var stórgóð- ur leikur og ég er mjög ánægður með leik okkar Valsmanna. Við héldum okkar striki Ut allan leik- inn. Ég er sérstaklega ánægður með, að við slökuðum ekkert á þegar Vikingar minnkuðu mun- inn i 2:3 — við héldum áfram að spila yfirvegað og siðan kom markið hans Jóns Einarssnar, sem gerði út um leikinn, sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að leikaöferð Valsmanna hefði heppnast mjög vel, þar sem völlurinn var mjög góður og knötturinn hefði runnið vel. — Við vorum fljótir að snúa vörni sóknog þeir Atli og Hörður Hilmarsson áttu stórgóðan leik — vorufljótir fram með knöttinn og þegar fram var komið beittum við leikbrellum, sem heppnuðust vel. ur Valsmanna Vikinga og skoraði fjórða mark Vals skorar örugglega úr vitaspyrnu á 74. min. sem var dæmd á Magna Pétursson fyrir að fella Arnór Guð- johnsen inn i vitateig. Diðrik ver víti Diðrik ólafsson varði stuttu sið- ar (80. min.) vitaspyrnu frá Inga Birni Albertssyni, með þvi að kasta sér niður og handsama knöttinn. Vitaspyrna var dæmd á Magnús Þorvaldsson fyrir að fella Guð- mund Þorbjörnsson. 0 4.2.... Róberti Agnarssyni, miðverði Vikings, verða á mistök á 82. min., er hann missir knöttinn til Jóns Einarssonar, hins fljóta leik- manns Vals, sem kemst inn fyrir vörn Vikings og skorar örugglega fram hjá Diðriki sem kom út á móti honum. Þetta mark Jóns gerði út um leikinn. • 5:2... Albert Guðmundsson tekur aukaspyrnu fyrir utan vita- teig Vikinga á 86. min. Hann spyrn- ir föstum knetti fram hjá varnar- vegg Vikinga — knötturinn stefnir að marki, en hafnar i Ragnar Gislasyni, bakverði Vikings — þannig að knötturinn breytti um stefnu og fór framhjá Diðriki sem átti ekki von á breytingunni á knettinum — hann hafði kastað sér niður og ætlaði að handsama knött- inn. , Mörg önnur marktækifæri sköp- uðust i leiknum og átti óskar Tómasson (Vikingi) t.d. skot i stöng af stuttu færi, þegar staðan var 3:1 fyrir Val og einnig átti Arnór Guðjohnsen skot i hliðarnet, eftir að hann hafði komizt einn inn fyrir mark Vals. Valsmaðurinn Guðmundur Þorbjörnsson komst þá einn inn fyrir vörn Vikinga — en skaut yfir markið. —SOS. ARNÓR GUÐJOHNSEN... hinn efnilegi leikmaður Vikings (t.v. skoraði fyrra rnark Vikinga. Sævar Jónsson , ungi mið- vörðurinn hjá Val, sést ih. (Timamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.