Tíminn - 09.06.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.06.1978, Blaðsíða 9
Fóstudagur 9. júnl 1978 9 á víðavangi Sækjast sér um líkir Það er ekki að undra að for- ystumenn Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna telja sig eiga ýmsar sakir óupp- gerðar við prófessor doktor Ólaf Ragnar Grimsson. Ekki á þetta sizt við i Austurlands- kjördæmi en þar var próf. dr. Óiafur Ragnar I framboði fyrir Samtökin siðast. Andri tsaksson sáifræðingur sem nú er frambjóðandi Sam- takanna þar eysira, hefur þetta um próf. dr Ólaf Ragnar að segja i kjördæmisblaði sinu: „ t kosningunum 1974 buðu Samtökin fram á Austurlandi ungan mann sem margir töldu efnilegan, ólaf R. Grimsson háskólakennara I stjórnmála- fræðLólafur komst ekki á þing en náði hins vegar að verða varaþingmaður. Skyldi glæsi- leiki þessa manns i ræðustóli hafa terið eitthvað meiri en traustleikinn i innviðum per- sónuleikans? Óyggjandi heimildir eru fyrir þvi að i september 1974, aðeins rúm- um tveimur mánuðum eftir kosningar fór Ólafur við ann- an mann i yfirreið um fjórðunginn og sótti heim helztu stuðningsmenn og trúnaðarmenn Samtakanna. Erindið var að segja þeim aö það þýddi ekkert að vera að þessu. Menn ættu bara að ganga I- Alþýðubandalagið. Þegar trúnaðarmennirnir undruðust slika ræðu og sögðu þetta ekki koma til nokkurra mála að sjálfsögðu, enda stæðu engin rök tU sliks, þá sagði stjórnmálafræðingurinn aðeins þetta litillátur aö vanda: Þið verðið þá bara að athuga það að ég tek með mér 90% aðfylginu! Svo mörg voru þau orð. Þetta var virðingin fyrir kjósendum, slik var skoðun mannsins á þvi að austfirskir kjósendur væru traustir hugsandi menn sem vægju stöðuna og mætu og gerðu það sem þeim sjálfum þætti réttast. Rúmum tveimur mánuðum eftir yfirreið sina lét þessi maður boðskap sinn á Austur- landi ekki aftra sér frá þvi að taka kjöri hinn 1. desember 1974, sem formaður fram- kvæmdastjórnar Samtakanna en það er ein helzta trúnaðar- staða flokksins. Sumarið 1975 var hann tiður gestur á rit- stjórnarskrifstofum Þjóðvilj- ans. Vorið 1976 hóf hann að skrifa þriðjudagsgreinar undir dulartákninu —A i sama blað. Jafnframt tók hann sér fyrir hendur i náinni sam- vinnu við Karvel Pálmason að gera f r amk væ md as t jórn Samtakannaóstarfhæfa — en sá hins vegar enga ástæðu til að segja þvi starfi af sér enda þótt hann gegndi erindum annars stjórnmálaflokks. Loks kom þar i október 1976 að framkvæmdastjórnin ákvað að leggja niður störf. Þetta gerðu þeir Ólafur og Karvel sem áttu frumkvæði að gjörð- inni til þess að fá frimiða til grasgefnari stjórnmálahaga. Aðrir framkvæmdastjórnar- menn gerðu þetta flestir til að aflétta óviðunandi ástandi til þess að geta hafið endur- reisnarstarf á nýjaleik. 1 nóvember 1976 innan mánaðar frá þvi að hann reyndi að svæfa Samtökin svefninum langa gekk Ólafur Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i uppsetningu Rása 2, 3, og 4 og einangrun og áklæðningu á Rásir 1.2,3, og 4 i varma- orkuver I i Svartsengi. trtboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut lOa, Keflavik og á verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásveg 12, Reykjavik, frá og með föstudeginum 9. júni gegn 20. þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 26. júni á skrifstofu H.S. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið með 4 hjóla drifi og nokkrar ógangfærar bifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 13. júni, kl. 12—3. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNARLIÐSEIGNA Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla R. Grimsson I Alþýðubanda- lagið. Ari siðar var hann orðinn formaður fram- kvæmdastjórnar i þeim flokki. Þessi saga er hér sögð i tvennum tilgangi. Annars vegar eiga kjósendur rétt á að vita sannleikann. Hins vegar hefur sagan siðferðisboðskap fram að færa. Til þess að stjórnmálastarf geti orðið til þjóðþrifa þarf viss heilindi i mönnunum sjálfum. Sagan er um hcilindi manns sem kunni ekki við sig i stjórnmálaflokki sem honum fannst litill. 1 stað þess að segja sig strax úr flokknum makkaði hann árum saman við annan stjórnmála- flokk, Alþýðubandalagið og vann Samtökunum miska á sama tima. Það er slikur maður sem Alþýðubandalagið býður þjóðinni fram sem nýtt afl og þingmannsefni. Það er þessi maður sem Lúðvik Jósepsson hefur tekið sérstak- lega upp á arma sina til að tryggja honum frama og áhrif. Sækjast sér um likir eöa hvað? ** Hæpið verður að telja að Andri Isaksson fari rangt með staðreyndir i þessari grein sinni. Sagan er lærdómsrik. JS Bændur. Safnið auglýsingunum. Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr. 4-’76. |S . CLAAS MARKANT 50 Heybindivélin # Vinnslubreidd 150 sm. # Góð þjöppun. 75 slög/mín. # Vídd þjöppunarstrokks 46, breidd 36 sm. 0 Lengd bagga stillanleg 40—110sm. # Þyngd vélar alls u.þ.b. 1120 kg. # Breidd í flutningsstöóu 248 sm. # Leiöbeiningabók á íslensku. CLAAS MARKANT 50 heybindivélin nýtur sérstaks álits vegna öruggs hnýtibúnaðar og mikilla afkasta. BAGGAFÆRIBÖND FYRIRLIGGJANDI. BAGGATÍNARAR FYRIRLIGGJANDI. Leitið upplýsinga um verö og greiðsluskilmála í næsta kaupfélagi eða hjá okkur. |I>/u££éa4véla^t A/ SUOURLANDSBRAUT 32- REYKJAVlK* SiMI 86500- SlMNEFNI ICETRACTORS Auglýsið í Tímanum FRAMBOÐSLISTAR Til alþingiskosninga í Reykjanes- kjördæmi 25. júní 1978 A-Iisti Alþýðuflokksins 1. Kjartan Jóhannsson, verkfræöingur, Jófriftarstaóavegi 11, Hafnarfirfti. 2. Karl Steinar Guftnason, form. Verkalýfts- og sjómannafélags Keflavikur, Heiftarbrún 8, Keflavik. 3. Gunnlaugur Stefánsson, guftfræftinemi, Austurgötu 29, Hafnar- firfti. 4. ölafur Björnsson. útgerftarmaftur, Drangavöllum 4, Keflavik. 5. Guftrún Helga Jónsdóttir, bankamaftur, Digranesvegi 40, Kópavogi. 6. örn Eiftsson. fulltrúi, Hörgslundi 8, Garftabæ. 7. Jórunn Guftmundsdóttir, húsmóftir, Hliftargötu 31, Sandgerfti. 8. Reynir Hugason, verkfræftingur, Arnartanga 66, Mosfellssv. 9 Jón Hólmgeirsson, skrifstofumaftur, Túngötu 5, Grindavik. 10. Emil Jónsson, fyrrv. ráftherra, Kirkjuvegi 7, Hafnarfirfti. B-listi Framsóknarflokksins 1. Jón Skaftason, alþingismaftur, Sunnubraut 8, Kópavogi. 2. Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, Ðrekkubraut 5, Keflavlk. 3. Ragnheiftur Sveinbjarnardóttir, húsfreyja, Hólabraut 10, Hafnaríirfti. 4. Haukur Nieisson, bóndi, Helgafelli, Mosfellssveit. 5. Sigurftur J. Sigurftsson, skrifstofumaftur.-Austurbraut 4, Kefla- vik. 6. Dóra Sigurftardóttir, hjúkrunarfræftingur, Tjarnarbóli 4, Sel- tjarnarnesi. 7. Halldór Ingvason, kennari, Asbraut 2, Grindavik. 8. GylfLGunnlaugsson, gjaldkeri, Sufturgötu 38, Sandgerfti. 9. Valtýr Guftjónsson, fyrrv. útibússtjóri, Sufturgötu 46, Keflavik. 10. Hrafnkell Helgason, yfirlæknir, Vlfilsstöftum, Garftabæ. D-Iisti Sjálfstæöisflokksins 1. Matthias A. Mathiesen, fjármálaráftherra, Hringbraut 59, Hafnarfirfti. 2. Oddur ölafsson, alþingismaftur, Hamraborg, Mosfellssveit. 3. ólafur G. Einarsson, alþingismaftur, Stekkjarflöt 14, Garftabæ. 4. Eirikur Alexandersson, bæjarstjóri, Heiftarhvammi 12, Grindavik. 5. Salome Þorkelsdóttir, gjaldkeri, Reykjahlift, Mosfelissveit. 6. Sigurgeir Sigurftsson, bæjarstjóri, Miftbraut 29, Seltjarnarnesi. 7. Asthildur Pétursdóttir, félagsmálafulltrui, Flfuhvammsvegi 39, Kópavogi. 8. Hannes H. Gissurarson, stud. phil., Hjallabrekku 3, Kópavogi. 9. Ellert Eirlksson, verkstjóri, Langholti 5, Keflavik. 10. Axel Jónsson, alþingismaftur, Nýbýiavegi 52, Kópavogi. F-listi samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1. Steinunn Finnbogadóttir, form. Ljósmæftrafélags tslands, Gnoftarvogi 64, Reykjavik. 2. Þorgerftur J. Guftmundsdóttir, hárgreiftslumeistari, Faxabraut 3, Keflavik. 3. Sigurftur Konráftsson, tæknifræftingur, Engjahjalla ’, Kópavogi. 4. Hannibal Helgason, járnsmiftur, Melgerfti 20, Kópavogi. 5. Dóra Sigfúsdóttir, Ijósmóftir, Alfaskeifti 90, Hafnarfirfti. 6. Guftleifur Guftmundsson, kennari, Þinghólsbraut 39, Kópavogi. 7. Jens J. Hallgrimsson, kennari, Borgarholtsbraut 70, Kópavogi. 8. Sigurjón Ingi Hilariusson, kennari, Hjallabrekku 15, Kópavogi. 9. Margrét Pálsdóttir, fóstra, Rauftahjalla 15, Kópavogi. 10. Andrés Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri, Digranesvegi 107, , Kópavogi. G-listi Alþýðubandalagsins 1. Gils Guftmundsson, alþingism^þur, Laufásvegi 64, Reykjavik. 2. Geir Gunnarsson, alþingismaftur, Þúfubarfti 2, Hafnarfirfti. 3. Karl G. Sigurbergsson, skipstjóri, Hólabraut 11, Keflavik. 4. Bergljót S. Kristjánsdöttir, kennari, Holtsgötu 20, Hafnarfirfti. 5. Svandis Skúladóttir, fóstra, Bræftratungu 25, Kópavogi. 6. Björn ölafsson, verkfræftingur, Vogatungu 10, Kópavogi 7. Albina Thordarson, arkitekt, Reynilundi 17, Garftabæ. 8. Kjartan Kristófersson, sjómaftur, Heiftarhrauni 49, Grindavfk. 9. Njörftur P. Njarftvik, dósent, Skerjabraut 3, Seltjarnarnesi. 10. Magnús Lárusson, trésmiftur, Markholti 24, Mosfellssveit. S-listi Stjórnmálaflokksins 1 Eirlkur Rósberg, tæknifræftingur, Þverbrekku 2, Kópavogi 2. Sveinn Sigurjónsson. verkamaftur, Sufturgata 42, Keflavlk. 3. Vilborg Gunnarsdóttir, húsmóftir, Hlégarfti, Mosfellssveit. 4. Davlft ölafsson, bilasali, Miftvangi 41, Hafnarfirfti. 5. Einar Dagbjartsson, skipstjóri, Vfkurbraut 22, Grindavfk. 6. Anna Kristjánsdóttir, húsmóftir, Digranesvegi 38, Kópavogi. 7. Asgeir Heiftar. sölumaftur, Melabraut 42, Seltjarnarnesi. 8. Sigfús Eiriksson, múrari, Miftvangi 6, Hafnarfirfti. 9. Sigriftur H. Jóhannesdóttir, læknaritari, Kársnesbraut 36, Kópavogi. 10. Sigurftur Þorkelsson, iftnrekandi, Fifuhvammsvegi 23, Kópavogi. V-Iisti óháðra kjósenda 1. Sigurftur Helgason, viftskipta- og lögfræftingur, Þinghólsbr&ut 53, Kópavogi. 2. Dr. Vilhjálmur Grimur Skúlason, prófessor, Arnarhrauni 30 Hafnarfirfti. 3. GIsli Kristinn Sigurkarlsson, fjölbrautarskólakennari, Græna- garfti 6, Keflavik. 4. Sigurpáll Einarsson, skipstjóri, Staftarvör 12, Grindavik. 5. Sigurftur Héftinsson, skipstjóri, ölduslóft 16, Hafnarfirfti 6. Július Sigurftsson, pipulagningameistari, Njarftholti 7, Mosfells- sveit. 7. Kristján Sveinn Kristjánsson, trésmiftur, Háteigi 12, Keflavik. 8. Valgerftur Sveinsdóttir, verkakona, Bræftratungu 7, Kópavogi. 9. Ingólfur Pétursson, vélstjóri, Miftbraut 1, Seltjamamesi. 10. Guftni Jónsson, kennari, Sufturbraut 1, Kópavogi. AÐSETUR YFIRKJÖRSTJÓRNAR A KJÖRDEGI VERÐUR í LÆKJARSKÓLANUM 1 HAFNARFIRÐI. TALNING ATKVÆÐA FER FRAM ÞAR OG HEFST AÐ LOKNUM KOSNINGUM Hafnarfirði, 25. júni 1978 Yfirstjórn Reykjaneskjördæmis, Guðjón Steingrimsson, form., Bjöm Ingvarsson, Tómas Tómasson, Þormóður Pálsson, Jón Grétar Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.