Tíminn - 09.06.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.06.1978, Blaðsíða 13
12 Föstudagur 9. júnl 1978 Kappreiðar Sörla: ~' ' Óla byrj aður af tur.... Sigurvegarinn i unglingafiokki firmakeppn innar tekur við verðlaunum sinum.Við hliðina á honum er sá sem varð þriðji. Ljósmyndir S.V. Týr og Sigurður Sæmundsson. Gæðingar — „Það er ekkert um þaö aö tala, þetta er meö ljótustu hest- um sem þú sérö”. Þaö er Sig- uröur Ólafsson sem hefur orðið. Hann var einn þeirra fyrstu sem ég hitti á mótsstaö Sörla i Hafn- arfirði á sunnudaginn. Hann hélt i gráan 8 v. hest frá, Kistu- felli í Borgarfiröi, sem hann á og kallar Kulda. Hann var kom- inn meö Kulda til aö leggja hann i 150 m nýliðaskeiði. ,,Ég skelf og titra af hræöslu að ég stend Hafþór Hafdal er einn af okk- ar dugleguungu knöpum. Hann sækir mótstiftoger meö nokkra hesta i hlaupum, þekktastur þeirra er Blákaldur, sem hefur hlaupiö á mörgum mótum viöa um land. Þetta var ekki hans dagur, Blákaldur sat eftir i startinu i úrslitum i 300 m spretti og i úrslitum folahlaups- ins var Hafþór dæmdur úr leik fyrir hávaðasamar hvatningar og fyrir að hafa ásamtöðrum, — sem einnig var dæmdur úr leik, — hindraö keppanda, sem sótti fram á milli þeirra. Hafþór tók þessumótlæti öllu meö stillingu, eins og knapa ber aö gera, þótt ekki færi dult að hann var óánægöur. Sama var ekki hægt aö segja um aðra, sem þótti Hafþór órétti beittur og vildu rétta hlut hans. Þaö er vont fyrir dómnefnd aö þurfa aö liggja undir grófu aökasti áhorf- enda, fyrir aö framfylgja lög- um. Sigurður Ólafsson segir: „Mannasiöi" og Kuldi réttir fram hægri „höndina”. Hrannar og Gunnar Arnarson. varla og hef ekki hugmynd um hvað ég heiti. Ég hef ekki lagt hest á móti i fjögur ár, maður” Kuldi er systursonur Hrolls hans Sigurðar, og enda þótt hann sé ekki beinlinis fagur, er stórýkt að hann sé meö ljótustu hestum. Sigurður var ánægður með þessa keppnisgrein — ný- liðaskeiðið —. Hann var búinn að tala um það i mörg ár, sagöi hann, að það væri ekkert vit i að hleypa byr jendum á móti svona jöxlum, og hann benti á Vafa, sem Erling sonur hans var með þarna rétt hjá, það dregur bára kjark úr bæði mönnum og hest- um. Völlur þeirra Hafnfiröinga er moldarvöllur, gljúpurogerfiöur eftir rigningar eins og verið hafa að undanförnu. Menn gerðu það san þeir gátu til úr- bóta, sléttuðu, völtuöu og tróðu með bilum en þaö dugði ekki til, völlurinn var þungur. Töluverð- ur vindstrekkingur var i fangið á keppendum. Þetta tvennt varð til þess að ekkert kappreiða- hrossanna náði góöum tima. Tafir voru óþarflega miklar milli hlaupa, og nokkur önnur smámistök voru á framkvæmd mótsins. Áhorfendur voru fáir og þul varö mismæli, bað hesta að hafa knapa sina tilbúna o.s.frv. I stuttu máli: dæmigert mót litils félags. En þrátt fyrir allt þetta, eða öllu heldur vegna þessa var mótið skemmtilegt. Þarna var góöur andi og laus við spennu, — meö einum skugga þó. — Þaö er full ástæöa til að benda áhugafólki á Stór-Reykjavikur svæðinu á að sækja mót Hafnfirðinga betur og eiga þar skemmtilegan dag í þægilegu umhverfi. Gunnar Arnarson (t.v.) hefur alvarleg tiðindi að segja Jóhanni Tómassyni. Hann hafði heitið að raka af sér yfirvarar- skeggið ef Hrannar ynni gæð- ingakeppni eöa næði 23,5 sek. á skeiði — og nú verður það að falla. A-flokkur Hafnfirðingar hafa oft getaö státaðaf góðum gæðingum. Svo var einnig nú, og sá sem stóð efstur nú er hinn þekkti vekr- ingurHrannar. Hrannarer 12 v. rauður, frá Guðnabakka i Borgarfirði, undan rauöum heimahrossum þar, knapi og eigandi er Gunnar Arnarson. Hrannar fékk 8,60 í meðaleink- unr.. Arinar varð Týr frá Garða- bæ, 7 v. rauður, undan Hyl frá Kirkjubæ og Gránu frá Brekku i Þingi. Hann er sameign þeirra Eggerts Hvanndal og Sigurðar Sæmundssonar og Sigurður sat Tómas og Þróttur verða aö viöurkenna yfirburöi kvenkynsins og sætta sig viö aö sjá bara aftan frá þegar Friöa og Loka koma i mark. Og hér sést fegurö þeirra B-flokkur Þar varð efstur Rektor, 6 v. mórauður frá Vatnsleysu I ~m---------------------—► Lisbeth Gerestig og Rektor sigruöu i B-flokki gæðinga og kvennaf lokki firmakeppninnar og auk þess fékk Lisbeth knapa- verðlaun mótsins. Hún gat varla haft hönd á öilum bikurunum, sem Ellert Eggertsson formaö-' ur Sörla afhenti henni. hann. Einkunn: 8,50. Þriðji varð Svipur 7 v. brúnn frá Veðra- móti, faðir er Sörli 653, eigandi Sigurður Adolfsson en Trausti Þ. Guðmundsson var knapi. V. Föstudagur 9. júnf 1978 13 'j Þjóðleikhúsið: Leikárinu senn að ljúka Skagafirði, faðir er Ljósvaki 794 og móðir Blökk 3061 frá Kylju- holti. Eigandi og knapi er Lisbeth Gerstig, Einkunn: 8,22. t öðru sæti varð Stigur, 15 v. jarpur úr Skagafirði, eigandi Ólafur Eyjólfsson, knapi Jón P. Ólafsson. Hann hlaut 8,13. Þriðji varð tslandus 6v. rauðtvistjörn- óttur frá Breiðavaöi, Hún., faðir Ýr frá Kirkjubæ, móðir Spóla frá Breiðavaði,eigandi ogknapi er Sigurður Sigurösson. Hann fékk i einkunn 8,00. Þessir sex gæðingar verða fulltrúar Sörla á landsmótinu og knapar þeirra verða að þjálfa vel og samvizkusamlega undir eftirliti Sigurðar Sæmunds- sonar. Verði misbrestur á þjálf- uninni, hefur Sigurður umboð félagsstjórnar tii að visa viö- komandi úr keppnissveitinni og taka inn varahest. Nú eru aðeins eftir tæpar þrjár vikur af leikári Þjóðleikhússins og er sýningum að Ijúka á þeim leikritum, sem enn eru i sýningu. A fimmtudagskvöldið verður siðasta sýning á þessu leikári á Mæörum og sonum, tveim ein- þáttungum á Litla sviðinu, sem sýndir hafa veriö 10 sinnum viö góöa aösókn og afbragösdóma gagnrýnenda. Þá eru aðeins eftir þrjár sýningar á italska gamanleikn- um Laugardegi, sunnudegi. mánudegi. sem sýndur hefur verið viðgóða aðsókn i vor. Með aðalhlutverk i þessum italska fjölskylduleik fara Herdis Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson, en margir helztu leikarar leikhússins koma fram i sýningunni. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson. Leikritið veröur sýnt á föstudagskvöldiö og eru þá aðeins eftir tvær sýningar á verkinu. Ennþá er Káta ekkjan sýnd fyrir fullu húsi og verður sýnd fram til 24. júni, en þá lýkur leikárinu. Myndin er úr Laugardegi, sunnudegi, manudegi. Herdis Þorv. Róbert Arnfinnsson, Hclgi Skúlason og Steinunn Jóhannesdóttir. Kappreiðar Fannar var skráður i skeið- keppnina, en mætti ekki og Hrannar lá hvorugan sprettinn. Vafi sigraði á 25,2 sek. og Týr, sem varð annar I A-fiokki gæö- inga varö einnig annar i skeið- inu á 25,5 sek. og er þá búinn aö tryggja sér þátttökurétt bæði sem gæöingur og vekringur á landsmóti. Þriöji varö Villing- ur, 6 v. brúnn hestur, sem Berg- ljöt Leifsdóttir á, en Trausti Þór Guðmundsson situr, hann hljóp á 26,7 sek. Nýliöunum gekk misvel i 150 m skeiði, fæstir vildu liggja, en hjá öðrum mátti sjá geysifaílee grip. Sigurður ólafsson og Gunnar Arnarson ræddust við fyrir keppnina, Siguröur sagöist ætla að láta Kulda fara á 15,0 sek. og Gunnar sagöi að það væri i lagi, þvi Fengur færi hjá honum á 13,5 sek., en hvorugur stóð við orð sin. Fengur sigraði á 17,1 sek. annar varð Garpur, sem Sigúrbjörn Bárðarson er með og verður i gæðingasveit Fáks á landsmóti, á 17,4 sek. og Kuldi varð þriðji á 18,7 sek. Friða Steinarsdóttir hleypti Loku, sem sigraði i 300 m stökki á 23,8 sek. og fast á eftir fylgdi Tómas Ragnarsson á Þrótti. Þróttur hljóp á 24,0 sek. Að undanförnu hefur Þróttur verið ýmist skráður á nöfn þeirra feðga, Tómasar eða Ragnars, svo ég spurði Ragnar hvor þeirra væri réttur eigandi og nú er það komið á hreint, Tómas Ragnarssoná Þrótt. Þriðji varð Fengur á 25,4 sek. í folahlaupi sigraði Reykur á 20,1 sek., það er ekki sami Reykur og sigraði á báðum kappreiðum Fáks i vor, þessi er 5 v. ieirljós, eig. Kristján Guð- mundsson, knapi Kristján R. Kristjánsson. Annar var Lykill á 20,3 sek. Tveir hestar hlupu á betri tima, en hlaup þeirra var dæmt ógilt, áns og aö framan segir. Firmakeppni Firmakeppni var háö i sam- bandi við mótið og keppt I þrem flokkum: unglinga-, kvenna og karlaflokki. 1 unglingaflokki sigraði Fifill, knapi Þröstur Ingvarsson og keppti fyrir Góu, sælgætisverksmiðju, Hafþór Hafdal á Blakk varð annar og keppti fyrir Lögmannsskrif- stofu Ingvars Björnssonar og PétursKerúlf. Rektor Lisbethar Gerestig sigraði i kvennaflokki, keppti fyrir Verzlunina Embla. Annar varð Blakkur, sem keppti fyrir Kristján og Geir, knapi Jó- hanna Guömundsdóttir. Valur, knapi Siguröur Sæmundsson, varðefstur i karlaflokki, keppti fyrir Ashúsgögn og annar varð Glókollur Ómars Hallssonar og keppti fyrir Ferdinand Róbert Eiriksson ORTHOP skósmiður. Fimmtiu og átta fyrirtæki tóku þátt i keppninni. S.V. þúflýgurí vestur til New York. Svosuður á sólarstrendur Florida. Flatmagar á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslar í tandurhreinum sjónum. Býrð á lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, eða í hótelíbúð. Shoðar Cape Kennedy Safari Park, Everglades þjóðgarðinn og hin litríku kóralrif Florida Keys. Tekur í hendina á Mikka mús á fimmtugsafmælinu. Snæðir safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). Slærð til og færð þér bílaleigubíl fyrir 19-23 þúsund kr. á viku. Ekkert kílómetragjald. íslenshur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. NÆSTU 3JA VIKNA ferðir verða: 9. júní (Uppseld). 7. júlí, (Konoverhótel og íbúðir) 4. ágúst, (Ivanhoehótel m/eða án eldunaraðstöðu) 1. september (Konoverhótel og íbúðir) Sem dæmi um verð fyrir ferðir og gistingu má nefna kr. 174.800 þann 7/7 og 1/9, og kr. 189.000 þann 4/8. FLUGFÉLAG ÍSLANDS LOFTLEIDIR Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. O 2 3 O X (J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.