Tíminn - 15.07.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.07.1978, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. júli 1978 15 OOOOQQOO ”Það er alltaf iafn skemmtilegt. að skora mörk” — segir Ingi Björn Albertsson, sem leikur sinn 200. leik með Valsliðinu gegn Vikingi — Viö mætum til leiks meö aðeins einu hugarfari að ll.umferð 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu verður leikin um helgina. LAUGARDAGUR: 1. deild: Kl. 14 Þróttur — Fram Kl. 14 Breiðablik — Akranes Kl. 14 KA — FH Kl. 20 Vestm.ey. — Keflavlk 2. deild: Kl. 14 Þróttur N. — Haukar Kl. 17 Austri — Armann SUNNUDAGUR: 1. deild: Kl. 20 Valur — Víkingur Knatt- spyrna — um helgina sigra — sagði Ingi Björn Albertsson fyrirliði Vals- liðsins sem mætir Víking- um á Laugardalsvellinum annaö kvöld í 1. deildar- keppninni í knattspyrnu. Ingi Björn leikur þá sinn 200. leik með Valsliðinu en hann hóf að leika með Val 1970. Valsmenn geta sett nýtt met annað kvöld — ef þeir vinna sigur yfir Víkingum vinna þeir sinn 11. leik i röð í sumar og slá þar með met KR-inga sem þeir settu 1959, þegar þeir unnu 10 leiki i röð og unnu 1. deildarkeppnina með fullu húsi — 20 stig. Valsmenn jöfnuðu þetta met I Eyjum á fimmtudagskvöldiö. — Viö hugsum ekki um þetta met, þegar við mætum til leiks heldur um leikinn sjálfan — og ef okkur tekst að leggja Vikinga aö velli verður gaman aö vita til þess að við skiljum eftir okkur met, — sagði Ingi Björn. — Hvaða leikur er þér eftir- minnilegastur i 1. deildarkeppn- inni? — Það er tvimælalaust leikur okkar gegn Akureyringum 1970, sem fór fram á Laugardalsvellin- um. Sá leikur var afar skemmti- legur og lauk með naumum sigri okkar — 6-5. Þess má geta að Ingi Björn skoraði 2 mörk i þessum leik en hann hefur nú alls skorað 75 mörk i 1. deildarkeppninni siðan að hann skoraði sitt fyrsta deildar- mark i Eyjum 1970. — Hvaða mark er þér eftir- minnilegast? — Það er alltaf jafnskemmti- legt að skora mörk, ég nýt þess að sjá á eftir knettinum hafna i net- inu. Það mark sem mér er efst I huga núna er mark sem ég skor- aði gegn Vikingi 1976. Þá fékk ég knöttinn fyrir utan vitateig og lét skotið riða af, ég sá á eftir knettinum hafna efst uppi i mark- horninu á marki Vikinga, — sagði Ingi Björn. Valsmenn sigruðu (3:2) i þess- um leik og sköraði Ingi Björn þá tvö mörk. —SOS (INGI BJÖRN... tekst honum og félögum hans að setja met á Laugardalsvellinum annað kvöld? SIGURLAS ÞORLEIFSSON....hinn marksækni leikmaður Vestmannaeyjaliðsins, sést hér skjótast framhjá Atla Eðvaldssyni, þegar Eyjamenn mættu Valsmönnum á fimmtudagskvöldið I Eyjum. Dýri Guðmundsson, miðvörður Vals, sést I baksýn. (Timamynd Villi) J Hrönn settí héraðsmet — I spjótkasti á Héraðsmóti USAH á Skagaströnd Hrönn Eðvinsdóttir, Ungmenna- félaginu Hvöt setti nýtt héraðs- met i spjótkasti um sl. helgi á Héraðsmóti Ungmennasambands A-Húnvetninga sem fór fram á Skagaströnd. Hrönn kastaði spjótinu 28.93 m. Umf. Fram vann yfirburðar- sigur á Héraðsmótinu — hlaut 226 1/2 sfig en Umf. Hvöt hlaut 93 stig, Umf. Geislar 80 1/2 stig og Umf. Bólstaðarhlíöar 67 stig. Ingibergur Guðmundsson Umf. Fram varð stigahæstur karla — hlaut 43 1/2 stig. Hann varð sigurvegari i 100, 200 og 400 m hlaupi, þristökki og spjótkasti og annar i kringlukasti og lang- stökki. Valdis Valdimarsdóttir Umf. Fram varðstigahæst kvenna — 28 1/2 stig. Hún varð sigurvegari i 200 og 400 m hlaupi og hástökki. 1 öðru sæti i 100 m hlaupi og þriðja i langstökki. Ingibergur vann besta afrek samkvæmt stigatöflu hjá körlum — kastaöi spjótinu 49.40 m og Hrönn vann besta afrek kvenna kastaöi spjótinu 28.93 m. FRAM-DAGURINN — verður haldinn i dag á félagssvæði Fram Fram dagurinn verður haldinn I dag á félagssvæði félagsins við Safamýri. Þessi árlegi Fram- dagur er skipulagður til að kynna velunnurum Fram hina fjöl- breyttu starfsemi félagsins. Allir keppnisflokkar félagsins verða I sviðsljósinu og verður keppt við önnur félög i knattspyrnu, hand- knattleik og körfuknattleik. Fram-dagurinn hefst kl. 13.00 og honum lýkur með leik Fram og Vikings i „Orvalsdeildinni i knattspyrnu, sem hefst kl. 17.00. Allir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta, sjá það sem boöið er upp á — og rabba samanL yfir kaffibolla, en Fram-konur sjá um veitingar i félagsheimilinu frá kl. 15.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.