Tíminn - 26.07.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.07.1978, Blaðsíða 2
1 Miðvikudagur 26. júH 1978 ....... .. Kortsnoj fær sér Kavíar, te og súkkulaði — og Karpov má borða fjólublátt jógúrt Reuter/Baguio. Heimsmeistarinn Anatoly Karpov og áskorandinn Victor Kortsnoj, tefldu svo stutta skák i gær, að heimsmeistaranum gafst enginn timi til að fá sér glas af jógúrti, en nú er loks búið að leysa það mál. Skákin i gær var aöeins 19 leikir og lauk henni meö jafn- tefli. Þaö tók þa kappana einungis örfáar mlniítur að leika fyrstu 13 leikina, en skákin öll tók einn og hálfan tima. Þaö gafst því ekki timi til aö reyna á samkomulagiö um jógiirt-málið fræga, en sam- kvæmt þvi átti þjónn aö færa Karpov fjólublátt jógúrt þegar tveir timar og korter voru liðnir af skákinni. Samkvæmt úr- skuröi yfirdómarans, Lothars Schmidts, þá mátti ekki breyta um lit eöa gerö jógúrtsins án leyfis hans. Kortsnoj hefur hins vegar ekki haft nein vandamál I sam- bandi viö mataræöi sitt meöan á skákinni stendur. Hann fær sér eina dós af kaviar, sem hann kallar heilafæöi, áöur en skákin hefst og svo hefur hann meö sér súkkulaöi ogbrúsameö heitu tei aö skákboröinu. Næsta skák veröur tefld á mórgun og hefur Kortsnoj þá hvitt. Bretland: Fangaverðir fyrír misþyrmíngar ákærðir fangauppreisn stóö fyrir tæpum tveim árum. Reuter/Hull. t gær var þrettán fyrir rétti til aö svara ákærum Meðal hinna 13 fangavarða er fangavöröum skipaö aö mæta varðandi árásir á fanga meöan á aðstoðarfangelsisstjórinn.þeir eru 4. skákin MóL „Kortsnoj gaf Karpov I raun og veru nýtt vandamál i fjórðu skákinni”, sagöi Bragi Kristjánsson, skákskýrandi Tim- ans, i samtali i gær. „Kortsnoj fékk tækifæri til að beita sama leiknum og i annarri skákinni, hafnar þvi og kemur þess I staö með leik sem hann sjálfur sagöi fyrir fjórum árum að gæfi svört- um verra tafl. En hann virðist vera kominn á aðra skoöun núna.” Skákin tefldist þannig: Hvitt: Karpov Svart: Kortsnoj Spánski leikurinn, opna afbrigðiö. 1. e4 e5 2.Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Bc5 10. Rbd2 0-0 11. Bc2 Bf5 12.Rb3 Bg4 13. Rxc5 Rxc5 14. Hel Bh5 í 14. leik sinum breytir Kortsnoj út af þeirri leiö sem hann valdi i 2, skákinni, en þá lék hann d4. Leik- ur áskorandans I þessari skák, Bh5, er þó ekki óþekktur. Flohr lék honum á móti Bronstein árið 1944 og Kortsnoj sjálfur skrifaöi skákskýringar við þá skák fyrir fjórum árum. Skákin tefldist 15. Bg5 — Bxf3 16. Dxf3 — Dxg5 17. Dxd5 og hvitur vinnur manninn til baka og stendur mun betur. „Kortsnoj hlýtur þvi að hafa eitt- hvað i pokahorninu og nú verða aðstoðarmenn heimsmeistarans að finna hvað það er”, sagði Bragi. 15. h3 Nú er sama staðan og I annarri skákinni komin upp og nú á Kortsnoj kost á að leika d4 eins og þá. Það þýðir, að hjálparmenn Karpovs hafa sennilega fundið eitthvað svar við leiknum. Askor- andinn tekur hins vegar ekki boö- inu og leikur þess i staö.... 15. He8 Og nú lýkur skákinni með þrá- tefli. 16. Bf4 Re6 17. Bd2 Rc5 17. Bf4 Re6 19. Bd2 Hérna var samið um jafntefli, þannig að hvorugur hefur enn unnið skák. sagðir hafa barið og misþyrmt föngum eftir uppreisn þeirra dag- ana 30. ágúst til 5. september. Meðan á uppreisninni stóð, þrömmuðu meir en 150 fangar um bygginguna, kveiktu i dýnum og lökum, rifu niður reykháf til að hindra lögreglumennina i að komast þannig inn. Sakamennirnir, sem höfðu i tvo daga stóran hluta fangelsins á sinu valdi, voru að fara fram á opinbera rannsókn varðandi of- beldisverk fangavarða á föngum. Sex fangaverðir og þrir fangar særðust meðan á uppreisninni stóð. Réttarhöldin hef jast i lok næsta mánaðar og verður þá skorið úr um hvort verðirnir verða ákærð- ir, en þeim hefur verið visað frá störfum. Enn eru 6 millj ónir erlendra verkamanna í EBE-löndunum i|. — þó er þar mikið atvinnuleysi, en ekki meðal innflytjendanna Eftirfarandi grein er tekin upp úr fréttabréfi Sameinuðu þjóðanna og fjallar hún um vandamál, semer oröiðrótgróið i iðnaðarveldum Vesturlanda, þ.e. tilvera innfluttra verka- manna, sem fá ekki aðra vinnu en þá erfiðustu, óþrifalegustu og verst launuðu. Það varupp úr 1960, að verka- fólk fór að streyma frá ýmsum hinna fátækari Evrópulanda til auðugu iðnaðarlandanna I Vest- ur-E vrópu. F lestir sérf ræðingar voru þá þeirrar skoðunar, aö fólkið mundi hverfa til heim- kynna sinna aö nýju eftir nokk- ur ár. Nú fimmtán til tuttugu árum siðar er ljóst, að þorri þessa fólks ætlar sér að vera um kyrrtog þráttfyrir atvinnuleysi allviða, hefur meginhluti þess enn atvinnu. Mjög verulega hef- ur dregiö úr streymi verkafólks til iðnvæddu landanna, en engu að siöur er það svo samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild ILO, að i niu aðildarrikjum Efnahagsbandalagsins eru um sex milljónir erlendra verka- manna. I sömu andrá má geta þess að tala atvinnulausra i þessum niu löndum náigast það nú einmitt aö vera svipuð, eða um sex milljónir. 1 júll siöast- liðnum voru aðeins um 300 þús- und þessara erlendu verka- manna skráðir atvinnulausir. Hver er skýringin? Megin- skýringin er sú, að flestir er- lendu verkamennirnir vinna erfiöustu, óþrifalegustu og verst launuðu störfin. Störf, sem fólk- ið i þessum löndum vill ekki vinna sjálft. Atta af hverjum tiu byggingarverkamönnum I Frakklandi eru þannig út- lendingar, annað hvort Norð- ur-Afrikumenn, Portúgalar eða Spánverjar. I Belgiuer næstum helmingurinn af öllum námu- verkamönnum i landinu út- lendingar. I fyrra vantaði starfefólk til að vinna við rekst- ur sporvagnannal Briissel. Fólk var ekki að fá, enda þótt at- vinnuleysið I landinu væri tæp- lega 7 prósent. Þrátt fyrir erfiðleika i Vest- ur-Þýskalandi hefur engum af þeim erlendu verkamönnum, sem vinna við gatnahreinsun eða þvi um likt verið sagt upp störfum. I Sviss er það þannig, aðsvogott sem allt þjónustufólk á ferðamannahótelum er ýmist frá Spáni eða Itallu. 1 Regio Emilia á Norður-ítaliu eru um 200 Egyptar, sem starfa einkum i málmiðnaöi. Stjórnir fyrir- tækja á svæðinu hafa skýrt frá þvi, að hvað eftir annað hafi árangurslaust verið reynt að ráöa ítali i þessi störf. Samt er ein miiljón manna skráð at- vinnulaus á Italiu og rúmlega tvær milljónir Itala eru við störf I ýmsum löndum. Talið er, aö á árunum 1973 og 1974hafium 1300 þúsund erlend- ir verkamenn snúið heim til sin frá iönvæddu löndunum i Vestur Evrópu. Þetta hefur samt sára- litil áhrif haft á fjölda erlendra verkamanna i Vestur-Evrópu, en sé þar allt talið með, þaö er að segja allir f jölskyldumeölim- ír, þá mun talan vera hátt i þrettán milljónir, eða fleiri en nemur samanlagðri ibúatölu Sviss og Sviþjóðar. Talið er að árið 1985 muni er- lenda verkafólkinu hafa fjölgað um nokkrar milljónir, aö minnsta kosti. Ekki er þó talið að þeim, sem vinnu stunda, muni fjölga verulega, heldur verði þessi fjölgun þannig til komin að fjölskyldur, konur og börn erlendra verkamanna flytji tii þeirra I rikari mæli en verið hefur undanfarin ár. Einnig er talið að tiðni fæðinga hjá þessum hópi sé stórum hærri, en hjá fólki yfirleitt, sem þessi lönd byggir. Um þessar mundir telja sérfræöingar, að 250 þúsund börn á ári fæðist i fjölskyldum aðfluttra verka- manna I Vestur Evrópu. Ekki fer hjá þvi að ýmis vandamál, sem þessu er sam- fara, hafi oröið til þess að rikis- stjórnir velta nú fyrir sér hvernig skuli leysa vandann. Meðal þess, sem hefur komið til greina, er að setja verulegar hömlur á innflutning verka- fólks, afturkalla vinnuleyfi og að vi'sa erlendu verkafólki úr landi. Flest af þessu hefur verið reynt. Meira að segja á Norður- löndunum. Sérfræðingar ILO hafa varað við þvi aö beita sllk- um ráðum i allt of rikum mæli. Sumsstaðar hefur verið fariö inn á þá braut að verðlauna sér- staklega þá erlendu verka- menn, sem af eigin vilja fara til síns heimalands. Þetta þykir heldur ekki hafa gefið allt of góða raun. Meginsjónarmið sér- fræðinganna eru, að það geti haft býsna alvarlegar afleiöing- ar, ef peim erlendu verkámönn- um, sem vinnu hafa.sé visað úr landi. tbúar þessara landa vilja greinilega margir fremur vera atvinnulausir,enað taka að sér aðvinna þau störf, sem erlendu verkamennirnir hafa haft meö höndum. Þvi geti það beinlinis dregið úr framleiðslu og fram- leiðni sé þeim visaö burt, og það getihaftiförmeð sérað stöðum fækkar. Að minnsta kosti, ef þetta er gert á mjög skömmum tima. Það sem verra er, segja sérfræðingarnir, er aö ef þessi leið væri farin, þá gætu erfiö- leikarnir breiðst út og valdið auknu atvinnuleysi i öörum greinum, þar sem ekki vinna endilega erlendir verkamenn. Sérfræðingar Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar eru þeirrar skoðunar að i þessum efnum verði að lita til lengri tima. Helst beriaö bera sig þannig að, að það verði þá ekki eins hag- kvæmt og verið hefur fyrir út- lendinga að sækjast eftir vinnu, eöa þá að marka stefnu, sem hafa muni i för með sér atvinnu- aukningu í heimalöndum að- fluttu verkamannanna. En eigi hið siðarnefnda aö heppnast þá þarf ekki aðeins til að koma aukin og hagkvæmari þjóðleg verkaskipting en nú er við lýöi, heldur verður lika að búa þann- ig um hnútana, að þau störf, sem nú eru unnin af erlendum verkamönnum verði meira að- laðandi fyrir þegna þess lands, sem um er að ræða, og frá þvi sem er i dag, þarf þar aö verða veruleg breyting á. Flestir erlendu verkamennirnir búa I sumum verstu hverfum stór- borga Evrópu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.