Tíminn - 22.08.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1978, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 22. ágúst 1978 5 Þaö tók Peter Langelund meira en ár aóskrifa bókina slna. Hann umskrifaði hana sex sinnum.Loks þorði hannað gefahanaút, — heilu ári seinna. Gert 15 ára — athyglisverð bók eftir ungan rithöfund Peter Langelund er ungur rit- höfundur frá Alaborg i Dan- mörku. Hann er aðeins 17 ára en hefur nú gefið út fyrstu skáldsögu sina, sem nefnist Gert-15 ára. Þessi bók hefur vakið töluverða athygli i Danmörku vegna þess hve viðfangsefni hennar er sér- stætt og rithöfundurinn ungur, en sagan fjallar um drengi og vandamál þeirra, einkum til- finningaleg vandamál þeirra á gelgjuskeiði. 1 þessari skáldsögu sinni gerir Pétur eins konar uppreisn gegn viðteknum hug- myndum fólks um eðli, hugsanir og tilfinningalif drengja. Hann af- neitar þvi að strákar séu að upplagi hugrakkir, sterkir og harðir af sér. Þá langi allt eins að vera viðkvæmir, bliðir og tilfinn- ingasamir — Og þá langar jafnvel til að háskæla stundum. Hann segir: „Strákar fá oft ómann- eskjulegt uppeldi. Þeim er kennt að standa sig með þvi að slást, með þvi að nota líkamlega krafta sina til að komast áfram. Þeir gráta aldrei og mega umfram allt ekki sýna tilfinningar sinar, nema þá gegnum reiði og frunta- skap. Þeir eru oft afskiptir til- finningalega, alin upp i þeim harkan, þegar systur þeirra eru kjassaðar og sýnd hin mesta samúð ef þeim liður illa. Að sýna viðkvæmni ber vott um heigulshátt og veiklyndi. Þetta er óréttlátt og heimskulegt þvi viö erum alls ekki svona undir niðri.” Skáldsagan Gert- 15 ára fjallar um dreng, sem veröur einn eftir hjá móður sinni, þegar pabbi hans deyr i umferðarslysi. Gert er mjög einmana, bældur tilfinn- ingalega og seinn að kynnast. Þetta skapar honum vandræði i félagahópnum, þvi duglegur strákur lætur ekki i ljósi tilfinn- ingar sinar... Þó flestum sálfræöingum og öðrum þeim sem með mál ung- linga fara séu kenningar Péturs engin tiðindi, þá er saga þessi mjög athyglisverð og lærdómsrik fyrir alla þá sem láta sig uppeldismál varða. Pétur er nefnilega sérlega hreinskilinn og opinskár og byggir söguna aö öllu leyti upp af eigin reynslu og vina sinna. Hann reynir að gera sögu- hetjuna eins sannfærandi og raunverulega og honum er unnt, trúr þeirri vissu að strákar séu að upplagi ekki öðruvisi en stelpur. Og vist er að margir drengir hafa þekkt sig i sögupersónunni Gert, þvi i Alaborg, þar sem Pétur er uppalinn hafa farið fram miklar umræður um bókina og áhuga- samastir á þeim vettvangi eru strákarfrá 15ára aldri til tvitugs. ,,Ég er alveg eins og aörir strákar, segir Pétur. „Ég græt örsjaldan og ég er fremur feiminn við að láta tilfinningar minar i ljós en mér finnst nauðsynlegt að við strákar lærum að skilja hver annan og bera virðingu fyrir til- finningum hvers annars og viö sé- um ekki feimnir við að láta i ljós ást okkar og vináttu. Peter Langelund hefur alltaf haft gaman af aö skrifa og starfar nú sem blaðamaður viö unglinga- blaðið „Ung Nu”. Hann ætlar sér að skrifa fleiri bækur og er þegar kominn með hugmynd að nýrri, sem fjalla mun um ástarsamband milli drengja. Hann segir um þessa nýju bók: „Ég tek ekki bara fyrir huglægt samband milli þessara stráka, heldur einnig kynferöislegt. Flestir strákar hafa átt sin á milli náið likamlegt samband á einhverju aldurs- skeiði, kannski við einn, kannski við fleiri — ég er einn þeirra, en fæstir vilja viöurkenna það. Ég vil vekja skilning fólks á þessu og um leið breyta viðhorfi stráka til tilfinninga, ástar og kynlifs. Kannski leysast þá mörg vanda- mál þeirra og þeir verða betri menn og hamingjusamari”. (Þýtt og endurs. Bö) Matvöruverslun — Kjötvinnsla Til sölu er verslun með kjöt, matvöru, mjólk og brauð, einnig með kjötvinnsluað- stöðu og tveir reykofnar. Gott tækifæri fyrir kjötiðnaðarmann. Upplýsingar i sima 3-63-74 og 4-26-50. AC50 SUZUKI Eigum fyrirliggjandi létt vélhjól. Mest selda 50 cc. hjólið 1977. Góð varahlutaþjónusta. ^SUZUKI Ölafur Kr. Sigurðsson HF. Tranavogi 1. S. 83484 83499. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi við Sogaveg — Símar 8-45-10 & 8-45-17 TRABANTINN er þekktur á íslandi frá árinu 1%3 og eru all- margar Trabant bifreiðar af þeirri árgerð enn i notkun. Ef miðað er við verð, afskriftir og eyðslu er ódýrara að aka Trabant en að fara i strætisvagni. Fólksbilar eða station á verði sem er ótrúlegt i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.