Tíminn - 24.08.1978, Qupperneq 2
2
Fimmtudagur 24. ágúst 1978
Tilkynnt um forsætis-
ráðherratign Da Costa?
Reuter/Lissabon — Antonio Ramalho EaneS/ forseti
Portúgals, boðaði í gær til blaðamannafundar, sem hald-
inn verður í dag, og er búist við að hann muni á fundi
þessum formlega staðfesta aðAifredo Nobre Da Costa
verði næsti forsætisráðherra landsins. Forsetinn hefur
átt mjög undir högg að sækja hjá stærsta stjórnmála-
flokki landsins, sósíalistum, fyrir að fela Da Costa
stórnarmyndun og leysa upp ráðuneyti Soaresar, for-
manns sósialistaflokksins.
Fjórtán
félluí
Nicaragua
Washington 23. ágúst, Reuter— Fjórtán manns féllu og
15 særðust er vinstri sinnaðir skæruliðar réðust inn í
þjóðarhöllina (þinghúsið) í Managua f Nicaragua í gær.
Mörg hundruð manns, þar á meðal tveir ráðherrar og 40
þingmenn voru í þinghúsinu, þegar skæruliðarnir réðust
inn i það.
Reiknaö er með að forsetinn
muni á blaðamannafundinum i
dag leggja áherslu á að hann hafi
miöað allar athafnir sinar við
ákvæði stjórnaskrár og það sé
eftir sem áður i valdi þingsins að
ráða þvi hvort stjórn Da Costa
sitji allt til ársins 1980 eða hvort
nýjar kosningar fari fram fyrir
þann tima.
Hið liklega og umdeilda for-
sætisráðherraefni, Da Costa, lýsti
þvi yfir i stjónvarpsviðtali i
fyrradag, að hann hefði fulla
samúð með málstað sósialista og
stefna hans i forsæti ráðunevtis
mundi ekki vikja langt frá þvi
sem verið hefði i tveggja ára
stjórnartið sósialista. Sósialistar
hafa tekið þessum ummælum fá-
lega og segja að utanþingsfor-
sætisráðherra sé undantekning i
lýðræðisrikjum.
Átök herja Suður-
Afríku og Zambíu
Pretoría, 23. ágúst, Reuter. Níu hermenn Suður-
Afríku féllu í dag í átökum við herlið Zambíu og
skæruliða SWAPO-hreyfingarinnar við landamæri
Namibíu (Suðvestur-Afriku).
Herstjórn Suður-Afriku tiikynnti þetta og jafn-
framt að þetta hefði gerst í árás á borgina Katima
Mulo á Caprivi-tungunni (landræma, sem skerst á
milli Angóla og Botswana að landamærum Zambíu
við Zambesi-fIjótið). Tíu hermenn særðust og voru
fluttir á sjúkrahús.
Varnarmálaráðherra Suður-
Afriku, Pieter Botha, sagði, að
stjórnarflokkurinn hefði gert
viðeigandi ráðstafanir en út-
skýrði ekki nánar við hvað hann
ætti. Talsmaður hersins sagði,
að ekkert herlið hefði verið sent
inn i Zambiu. Hins vegar væri
ekki útilokað, að lið yrði sent inn
i Angóla til að gera árásir á búð-
ir skæruliða SWAPO þar.
Miklar skemmdir urðu er
sprengjum var varpað á
Katima Mulilo, og segja Suður-
Afrikumenn, að þeim hafi verið
skotið frá stöðvum innan landa-
mæra Zambiu. Segja þeir, aö
skæruliðar hafi byrjað árásina,
en siðan hafi herlið frá Zambiu
komið þeim til aðstoðar.
Atök þessi urðu aðeins
nokkrum klukkutimum eftir að
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna,
Martti Ahtisaari fðr frá
Namibiu eftir að hafa verið i
landinu i 16 daga og undirbúið
sjálfstæði Namibiu i samræmi
við tillögur Sameinuðu þjóð-
anna þar að lútandi.
Stjórn Zambiu hefur visað á
bug fullyrðingum Suður-Afriku-
manna um, aö her frá Zambiu
hafi átt hlut að árásinni.
Sovétmenn gagnrýna
Japani fyrir vináttu-
sáttmála við Kína
Tveir látnir af
völdum
eitraðs lax
Tókió, 23. ágúst, Reuter. — Sovét-
stjórnin hefur afhent japönsku
stjórninni harðorð mótmæli
vegna friðar- og vináttusáttmál-
ans, sem nýlega var undirritaður
milli Japana og Kinverja. t orð-
sendingunni segir, að Sovétmenn
geti ekki annaö en látið sáttmál-
ann til sln taka. Þar hafi Japan
tekið afstööu með Kina og hljóti
þvi að bera ábyrgð á versnandi
sambúð Japana og Sovétmanna.
1 sáttmálunum segir svo i 10.
grein, að aðilar séu andvigir „for-
ráðum einnar þjóöar yfir heims-
hlutum”. Segja Japanir að þetta
eigi einungis við um ríkin tvö,
Kina og Japan, en Kinverjar hafa
túlkað þetta sem gagnrýni á
stefnu Sovétrikjanna.
Reuter/Birmingham — Með
skömmu millibili hafa bresk hjón
látist af völdum matareitrunar,
sem þau fengu af þvi að eta niður-
soðinn lax frá Kanada. Tveir aðr-
ir sem deildu máltið með þeim
iiggja enn þungt haldnir á sjúkra-
húsi. Að sögn breskra heilbrigðis-
yfirvalda hefur niðursoðni laxinn
skemmst vegna iitils ryðgats á
dósinni og hefur ekki þótt ástæða
til að banna sölu á þessari
kanadisku vöru. i Englandi er
hins vegar enn i gildi sölubann á
bandariskum niðursuðulaxi.
Þrælahald er enn við lýði:
Börn vinna víða mikið
JYPJp lítí ð ~ stúlkubörn þurfa að gefa vinnu
v sína • • • og líkama
Reuter/Genf — Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna
sem fjallar um „þrælahald" kom í gær saman til
funda um skýrslu um barnavinnu í fjölmörgum
löndum, m.a. Bandaríkjunum, S-Ameríku og Thai-
landi.
I skýrslu þessari kemur m.a. um. Samkvæmt könnun frá ár-
fram, að þess finnist dæmi i ' inu 1971 unnu u.þ.b. 300 þús.
Bandarikjunum að fjögurra ára börn frá morgni til kvölds alla
gömul börn séu útivinnandi og sjö daga vikunnar.
tólf ára börn vinni öllum stund- Um Thailand kemur fram i
skýrslunni, að lögreglan þar i
landi bjargaði á þessu ári 60
börnum úr verksmiðju, þar sem
þau höfðu veriö látin vinna i 18
klst. á dag alla vikuna fyrir
innan við dollar á viku.
1 Boliviu og nokkrum öðrum
S-Amerikurikjum eru fjölmörg
börn gerð að einskonar þrælum
á heimilum betur stæðra og
meðferðin á þeim er upp og
ofan. Sums staðar eru stúlk-
urnar kornungar hafðar
heimilismönnum til gamans
(kynferðislega ). Börnum
þessum er haldið inni á heimil-
unum við vinnu eftir að þau
eldast, oftast kauplaust og
nánast sem þrælum. Þau fá ekki
að giftast og hendi þau að
eignast börn verður hlutskipti
þeirra afkvæma að feta i fótspor
móðurinnar.
Eins og fram hefur komið er
árið 1979 ,,Ár barnsins” hjá
Sameinuðu þjóðunum og eins og
segir I skýrslunni: „Þetta gefur
okkur sérstakt tækifæri til að
gera öllum ljóst hvert bilið er á
milli laganna og veruleikans,
milli siðgæðislögmála sem við
boðum og aðstæðna sem við lið-
um.”.