Tíminn - 24.08.1978, Síða 5
Fimmtudagur 24. ágúst 1978
5
Nýr leikskóli
tekinn í notkun
í Ólafsvík
Alcxander Stefánsson oddviti
SJ —A laugardag var formlega
tekinn i notkun nýr leikskóli i
Ölafsvik á Snæfellsnesi. Ætlunin
er aö leikskólinn verði starfrækt-
ur alla virka daga kl. 8-12 og 13-17.
40 börn geta verið á heimilinu i
senn.
Þuriður Sigurðardóttir frá
Reykjavik, sem veitt hefur for-
stöðu dagvistunarstofnun um
langt skeið, mun starfa meö
starfsfólki leikskólans i ölafsvik i
fyrstu og skipuleggja með þvi
starfsemina. Gréta Jóhannes-
dóttir veitir heimilinu forstöðu.
Leikskólinn kostaöi tæpar 50
milljónir króna. Arkitektar eru
Guðmundur Kr. Guðmundsson og
Ólafur Sigurðsson. Auður Sveins-
dóttir landslagsarkitekt teiknaði
Leikskólinn i ólafsvik er meðal þeirra fyrstu, sem byggöur er eftir 4
samræmdum hugmyndum Menntamáiaráðuneytisins og samstarfs-
nefndar um hvernig æskilegast sé aöslíkar byggingar skuli vera. Gestir skoöa húsiö aö innan
lóðina, sem er 3000 fermetrar og
eru þar möguleikar á ýmsum
skemmtilegum nýjungum.
Við vigslu leikskólans á laugar-
dag fluttu ávörp Alexander
Stefánsson oddviti Gréta
Jóhannsdóttir forstöðukona, sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson
sóknarprestur. Kvenfélag Ólafs-
vfkur gaf leikskólanum kr. 100.000
til tækjakaupa og Verkalýös-
félagið Jökull kr. 50.000. Enn-
fremur gáfu átta ungar konur i
bænum kassettutæki ásamt
magnara og hátalara að verð-
mæti kr. 270.000.
1 ávarpi sinu sagði Alexander
Stefánsson oddviti:
Nýi leikskólinn i Ólafsvik
„Góðir gestir.
Ég vil bjóöa ykkur öll velkomin
— við erum hér samankomin til
að fagna þvi sérstaklega að okkur
hefur tekist aö byggja hér upp
fullkomið leikheimili fyrir litlu
börnin okkar hér i Ólafsvik,
leikskóla sem á að fullnægja
ströngustu kröfum nútimans um
góöan og þroskavænlegan aðbún-
að fyrir litlu börnin og jafnframt
að auðvelda mæðrum að stunda
útivinnu, sem er brýn nauðsyn
fyrir atvinnulifið ekki sist i
sjávarþorpi eins og okkar.”
Og ennfremur:
,,Ég leyfi mér að óska þess af
heilum huga, aö þetta nýja
barnaheimili verði til heilla fyrir
okkar byggðarlag og hafi bless-
unarrik áhrif á okkar ungu
uppvaxandi kynslóö i nútið og
framtiö um leið og það er
menningartákn fyrir byggðarlag-
ið.”
Glæsilegt
ferða-
happdrætti
Frá Dubrovnik i Júgóslaviu.
Framsóknarfélaganna í Reykjavík
Frá Dublin, við ána Liffey , sem rennur i gegnum borg-
<na. Háhýsið er mibstöö Irska alþýöusambandsins.
SJ — Fulltrúaráð Framsóknar-
félaganna efnir um þessar mund-
ir til glæsilegs ferðahappdrættis
til stuönings starfsemi flokksins i
Reykjavik og til þess að standa
straum af nýafstöðnum kosning-
um, sem komið hafa þyngra niður
á flokknum nú en endranær.
Fimmtiu vinningar verða veittir,
ferðir til Irlands, Costa Del Sol og
Júgóslaviu að verðmæti 84.500
26.000 hver vinningur. Heildar-
verðmæti vinninga er 5. 744.000
kr. Dregið verður i happdrættinu
29. september. Hver miði kostar
kr. 500
Miðar hafa verið sendir stuðn-
ingsmönnum Framsóknarflokks-
ins, en þeir fást einnig á skrifstofu
flokksins Rauöarárstig 18.
I