Tíminn - 24.08.1978, Síða 7
Fimmtudagur 24. ágúst 1978
7
Jón frá Pálmholti, formaður Leigj endasamtakanna:
Hafa leigjendur lífsrétt?
Fyrri grein um málefni leigjenda og samtðk þeirra
Þaö eru sjálfsögð mannrétt-
indi i samfélagi eins og okkar,
aö hver fjölskylda geti búiö i
viðrniándi húsnæöi og við nokk-
urt öryggi þar. Þetta er jafn
mikilsveröur réttur og það, aö
hafa mat til hnifs og skeiöar, föt
aö klæöa sig i eöa frelsi til aö tjá
hugsanir slnar og bera fram
skoðanir sinar. Allt er þetta
skilyröi fyrir heilbrigöu og
ánægjulegu lifi, forsenda þess
aö fólk geti notiö þeirrar einu
ævi sem þvi er meö vissu gefin.
Stundum hvarflar aö manni,
aö þeir sem ráöiö hafa málum
okkar þjóöar um alllangt skeið
hafi taliö húsnæðismálum
alþýöu hérlendis betur borgið en
gerist I öörum löndum sem
kennd eru viö menningu. Aö
minnsta kosti hafa þeir ekki
talið aö neitt þyrfti aö gera hér
til úrbóta i likingu viö þaö, sem
tiökast hefur annars staöar á
Norðurlöndum og viöar. A þetta
jafnt viö um marga þá sem ver-
ið hafa i fyrirsvari fyrir alþýðu,
eins og þá sem ráöiö hafa
málum þjóðarinnar i heild.
Annaö hvort er, aö þessir menn
hafa meira um annað hugsaö en
hag alþýöu, eöa samband þeirra
við almenning hefur ekki veriö
betra en svo að þeir hafa talið
alla þjóðina búa við sömu kjör
og þeir hafa sjálfir gert.
Ekki má þó gleyma bygg-
ingum verkamannabústaöa,
bæöi fýrr á árum og i seinni tlö i
Breiðholtshverfum. Þær hafa
vissulega leyst vanda margra.
Einnig lét Reykjavikurborg
reisa fyrr á árum ibúöir fyrir
fátækt fólk, en sú starfsemi er
löngu aflögð og borgin hefur nú
sleppt hendinni af stórum hluta
þessaraibúöa og sett þær á hinn
frjálsa markað.
Mikið vantar á
Þrátt fyrir þetta veröur ekki
framhjá þvi gengiö aö mikiö
vantar á aö húsnæöisvandi
alþýöu hafi veriö leystur svo
viöunandi sé. Til dæmis er út-
borgun sú sem krafist er hjá
framkvæmdanefnd verka-
mannabústaða (20%) ofhá fyrir
þá sem hafa lágar tekjur og
greiða háa húsaleigu. Þá eru
óeðlilega margar af þessum
ibúöum of litlar og af þeim sök-
um ekki fullnægjandi fyrir fjöl-
skyldur meö börn. Þeim sem
enn velkjast i vafa um þetta
ástand, má benda á ritgerö eftir
Jón Rúnar Sveinsson félags-
fræðing um þessi mál, en hann
rannsakaöi ástand húsnæöis-
mála i Reykjavik fyrir nokkrum
árum. Samkvæmt þeirrikönnun
bjó þá tæpur fimmtungur
Reykvikinga i leiguhúsnæði á
eigin vegum. Kemur þaö heim
við þær upplýsingar Hagstofu
aö um 20% Islendinga búi i
leiguhúsnæöi.
Þar sem flestir leigjendur eru
láglaunafólk, sem ekki hefur
haft ástæður til aö eignast ibúö,
er vlst aö hjá félögum i Alþýöu-
sambandi Islands er þessi hlut-
fallstala mun hærri. Þetta
sfyður m.a. athugun sem Auöur
Styrkársdóttir þjóöfélags-
fræðingur geröi á vegum starfs-
stúlknafélagsins Sóknar áriö
1976. Samkvæmt þeirri könnun
bjuggu þá um 27% Sóknar-
kvenna I leiguhúsnæði á eigin
vegum, en þá höföu veriö teknir
út úr könnuninni unglingar sem
bjuggu I foreldrahúsum.
Áhugaieysi ríkir
Þaö er til marks um áhuga-
leysi ráöandi manna á þessum
Jón frá Pálmholti.
málum, aö áriö 1965 samþykkti
alþingi aö tillögu þáverandi
félagsmálaráöherra, aö fella úr
gildi húsaleigulögin, sem gilt
höföu frá þvi fyrir 1920, eöa þaö
sem eftir var af þeim, þvi
nokkrum sinnum haföi alþingi
gert á þeim breytingar, sem
allar miðuðu aö þvi aö rýra gildi
þeirra fyrir leigjendur. Var þá
löngu hætt að sjá til þessaö eftir
þeim væri fariö. Ekki minnist
ég þess að hósti væri rekinn upp
eða stuna, þegar húsaleigulögin
voru afnumin. Þeir sem til
þekkja á Noröurlöndum geta
hugleitt hvort slikt gæti átt sér
stað þar.
Hér á landi er enginn aöili
sem úrskurðað getur i deilum
sem upp koma milli leigjenda
og leigusala, nema þá hiö al-
menna dómskerfi. Hér gilda
ekki sérstök lög um þessi
mikilsverðu viöskipti, hér eru
engar húsaleigunefndir og hús-
eigendum frjálst að bjóöa hús-
næöi til leigu á þvi veröi sem
þeim sýnist og i hvaöa ástandi
sem er. Svo á aö heita aö frjáls
samningsréttur riki, en I reynd
er þaö oftast réttur neyöarinn-
ar. Má þvi segja aö timabært
hafi veriö fyrir leigjendur aö
skipuleggja sig i formlegum
samtökum, sem þeir geröu
þann 18 mai s.l. Leigjendasam-
tökin fóru af staö i góöum
meðbyr. Ýmsir frammámenn i
verkalýöshreyfingu lögðu mál-
inu liö, ekki sist úr verka-
kvennafélögunum. en einnig
fólk úr öðrum verkalýösfé-
lögum. Frá þvi samtökin
voru stofnuö hefur stjórn
þeirra haldið vikulega fundi i
húsnæöi Sóknar, þar til nú fyrir
skömmu aö Leigjendasamtökin
tóku á leigu húsnæöi aö Bók-
hlööustig 7 og er ætlunin aö hafa
þar opiö einhverja tima á dag,
eftir þvi sem hægt er. Þaö er
fyrirhugaö aö koma á fót leigu-
miölun er veröi ókeypis fyrir
félagsmenn og reka kvörtunar-
þjónustu, en þaö hefur sýnt sig
aö full þörf er fyrir hana. Frá
þvi Leigjendasamtökin voru
stofnuð hefur ekki liöiö svo vika
að ekki hafi borist kvörtun eöa
kvartanir til stjórnarmanna
vegna viðskipta leigjenda viö
leigusala.
Geríst félagar
Leigjendasamtökin eru
févana félagsskapur, sem
vinnur fyrir þaö fólk sem verst
ersett i þjóöfélaginu og að sjálf-
sögöu eru öll störf á þeirra
vegum unnin i sjálfboöavinnu.
Stjórnarmenn þurfa því aö reka
erindi félagsmanna i fritima
sinum, eöa stelast til þess i
vinnutimanum. Þetta gerir okk-
ur erfiöarafyrir en annars væri,
aö koma fram þeim málum sem
viö stefnum aö til frambúöar og
aö hjálpa þeim sem meö þurfa
oft fyrirvaralitiö. Ég vil þó ein-
dregið hvetja fólk til að hafa
samband viö okkur ef vandræði
koma upp vegna leigumála. Til
þess erum við að koma Leigj-
endasamtökunum á fót. Þá vil
ég eindregiö hvetja leigjendur
til að gerast félagar i samtökun-
um, en það er hægt með þvi aö
hafa samband viö stjórnina aö
Bókhlööustig 7, þar sem haldnir
eru opnir fundir hvert mánu-
dagskvöld. Félagsgjöld má
greiða inn á reikning nr. 63746 i
Alþýðubankanum með þvi aö
kaupa giróseöil i næsta banka
eða pósthúsi.
Þaö er yfirlýst stefna
Leigjendasamtakanna aö vinna
aö þvi áö koma hér á húsaleigu-
lögum sambærilegum við þaö
sem tíökast annars staöar á
Norðurlöndum, og því kerfi
húsaleigunefnda og dómstóla,
sem þarerualls staðar úrskurö-
araöilar i þessum málum. Þá tel
ég að hér ættí aö koma til húsa-
leigustyrkur i svipuðu formi og
tiökast t.d. I Noregi og
Danmörku. Ég hallast siður að
sænska kerfinu, sem greiöir
öllum svonefndan húsnæöis-
styrk upp aö vissu tekjumarki,
án tillits til þess hvort viðkom-
andi býr í leiguhúsnæði eöa
ekki. Ég tel niöurgreiöslu á
húsaleigu margfalt ódýrari og
komi um leiðþeim fátækustu aö
mun meira gagni en niöur-
greiðsla á matvörum til allra
án tíllits til aöstæöna.
Kristhm Snæland:
Að vinna, Bjðm
1 greip minni ,,AÖ skemmta
skrattanum” frá 11/8 skýröi ég
frá heillavænlegu verkalýðs- og
samvinnustarfi sem unniö var
af ,,hægri” öflum Framsóknar-
flokksins á timum Möðruvalla -
hreyfingar.
Sú grein var skrifuö til þess aö
sem flestumFramsóknarmönn-
um mætti veröa ljóst, aö þaö eitt
að kalla sig vinstri mann er litil-
vægt en hitt hvaö gert er hefur
þýöingu.
Eins er það vitanlega rétt,
sama hver buxnasidd manna er,
aðalatriðiö er aö vinna til heilla
fyrir þjóöina meö jákvæöu
starfi innan flokks og utan.
Hinir óánægðu
Hinir óánægöu hafa nú fengið
ýms heiti svo sem afturgöngur
frá Möðruvöllum, stuttbuxnaliö
og jafnvel fleira. Nafngift
skiptir ekki máli I þessu sam-
bandi en hitt skiptir máli aö
þessi hópur er óhress meö sitt-
hvaö I sambandi viö flokks-
starfiö og málgagn flokksins.
Efla þarf flokksstarfið segir
Björn Lindal og vonar aö for-
maður fulltrúaráösins hafi þar
forgöngu um.
Hvers vegna gerir Björn Lin-
dal ekki hlutina sjálfur, sem
formaður .FUF. I Reykjavlk
getur hann gengið I að halda
fundi fyrir ungt fólk um hin
margvislegustu málefni, hann
getur haldið skemmtanir fyrir
ungt fólk,hann getur komiö á
kvöldvökum, hann getur komiö
upp umræðuhópum um marg-
vislegustu málefni,hann getur
komið á skemmtiferöum. Allt
þetta og miklu meira getur
Björn Lindal gert i nafni FUF.
Hvers vegna þá að vera aö tala
um að aðrir geri eitthvaö?
Tíminn batnar
Hinir óánægðu með Björn
Lindal I broddi fylkingar segjast
vilja efla Timann, markmiöiö
skipti höfuðmálLleiðirnar kunni
að vera margvislegar,ein sé aö
ráöa nýjan framkvæmdastjóra
að Timanum.
Kristinn Finnbogason, núver-
andi framkvæmdastjóri á aö
hafa ritstýrt Timanum I krafti
fjármálastjórnar sinnar á
blaðinu. Nánari útskýring á rit-
stýringu Kristins hefur ekki
komiö fram, rökstuöning vant-
ar.
Hefur Kristinn stjórnaö
Þórarni og Jóni Helgasyni meö
Kristinn Snæland.
hótunum um launalækkun eöa
hafa þeir lagt skrif sin inn til rit-
skoðunar hjá Kristni áöur en
þau voru birt i blaðinu?
Hafa Þórarinn og Jón Helga-
son látið Kristin segja sér fyrir
verkum um hvaö birta ætti i
blaðinu?
Ekkert af þessu stenst,en hitt
er staðreynd aö Timinn er aö
batna. Þaö eru breytingar á
blaðinu sem allir hafa tekið eft-
ir. Aö bæta Timann meö efni og
efnismeöferð er leiöin.sem fara
þarf til aö efla Timann.þaö er nú
gert af ritstjórunum i krafti
fjármálastjórnar Kristins Finn-
bogasonar.
Það er lika hægt með þvi aö fá
skeleggar greinar frá FUF um
áhugamál ungs fólks og
skammagreinar um and-
stæöinga Framsóknarílokksins,
þegar tilefni gefst til.
Ósk um
ábendingar
Gylfi Kristinsson óskaöi eftir
þvi á fundi Framsóknarfélags
Reykjavikur nýveriö, aö hinir
eldri flokksmenn kæmu meö til-
lögur eöa ábendingar til hinna
yngri um starfsemi FUF.
Benda má á þaö sem ég hef
sagt hér aö framan um félags-
starísemina, kvöldvökur, um-
ræðuhópa.skemmtanir, feröalög
og fundi.allt má hafa þetta meö
margvislegum hætti, en jafn-
framt þarf FUF aö hafa i gangi
útgáfustarfsemi og skipu-
leggja skrif i Timann um
áhugamál ungs fólks. Sem dæmi
má nefna námslánin, skattlagn-
ingu tekna á meöan verið er aö
koma sér upp fyrsta húsnæöi,
kosningaaldur og húsaleigumál.
Fundi n,ætti halda um þessi mál
og rita um þau greinar. Ég vil
svo benda hinum óhressu á aö ef
FUF kemur upp öflugu félags-
starfi i Reykjavik, útgáfustarf -
semi og greinaflokkum i Timan-
um, þá mega þeir vita þaö aö
hinir ánægöu fara líka i gang og
þá þarf ekki að skammast um
eflingu flokksstarfsins eöa Tim-
ans.
Þá er það aðeins aö athuga aö
Timinn er þegar meö forskot —
undir „ritstjórn” Kristins Finn-
bogasonar.
Að lokum
Ég mun ekki einn um aö
harma þær persónulegu deilur,
sem sprottnar eru af uppsögn
Alvars Óskarssonar, en jafn-
framt hafa þær oröiö til þess aö
ég hef hugleitt hve mikið lesefni
það yrði ef deiluaöilar tækju upp
á þvi að skrifa hver um annan
og tiunda alltþaögóöa sem þeir
hafa gert i flokks- og félags-
starfinu. Mikiö gæti t.d. Alvar
skrifað um Þóru Þorleifsdóttur
— og öfugt. Þaö yröi ánægjulegt
lesefni.