Tíminn - 24.08.1978, Page 11

Tíminn - 24.08.1978, Page 11
Fimmtudagur 24. ágúst 1978 ilJfóiÍ'ÍÍÍi l u BÆRINN VAR EKKI ÞAR SEM BORGIN ER NÚ 1 Landnámabók stendur þessi saga: „Þá var Þórir gamall og blindur, er hann kom út sið um kveld og sá, at maður röri utan I Kaldárós á járnnökkva, mikill og iltilegur, og gekk þar upp til bæjar þess er i Hripi hét, og gróf þar í stööulshliði, en um nóttina kom þar upp jarðeldur og brann þá Borgarhraun. Þar var bær- inn, sem nú er borgin”. * Þessi saga hefur verið talin geyma forna sögu um eldgos er varð er Eldborg I Hnappadal myndaðist. Flestir þeir, er um þetta efni hafa ritað, eru sam- mála um, að sá, sem skráði þessafrásögn (hanaerað finna i Sturlubók Landnámu), eigi viö Eldborgarhraun er hann nefnir Borgarhraun. Hins vegar kem- ur það ekki heim og saman við aldur hraunsins. Þorvaldur Thoroddsen taldi það runnið all- löngu fyrir landnámstið. Jóhannes Áskelsson hélt þvi hins vegar fram, að um tvö hraun væri að ræða, annað eldra, og hefði bærinn Hrip þá staöið i þvi, einhvers staðar, og annað yngra, sem gæti hafa runnið á landnámstið, eða skömmu siðar. 1 siðasta hefti Náttúrufræðingsins (47.ár., 3.-4. hefti) kemst Haukur Jóhannes- son, jarðfræðingur, að þeirri niðurstöðu eftir að hafa kannað Eldborgarhraun, að hraunið hafi runniðfyrir 5000-9000 árum, og er þá útilokað, að sögnin um Sel-Þóri eigi við það,- ef menn vilja á annað borð eigna henni einhvern sannleikskjarna. A hinn bóginn bendir Haukur á, að Rauðhálsahraun, nokkru ofar i Hnappadalnum, hafi runnið um eða skömmu eftir landnám. TILBOÐ ARSINS Eigum kost á að fá í næsta mánuði nokkrar bifreiðar af tegrmdinni DATSUN 260 CUSTOM DELUXE ÁRGERÐ 1977 Þessi bíll er eitt mesta stolt japanska bilaflotans.— Hann er 4ra dyra 6 cil. beinskiptur eða sjálfskiptur 145 ha. með power stýri og bremsum, rafmagnsvindum á öllum hliðarrúðum, glussa opnun innan frá á skottloki og bensinloki, lúxus innrétting o. fl. o. fl. Þrir litir: Grœnn, rauðbrúnn, dökkbrúnn. Allir sanseraðir. VEBÐ CA. KB. 3.800,000 miðað við gengi í dag (verð á árgerð 1978 ca. kr. 5.700.000). Ha£ið strax samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur lúxusbil á ótrúlegu verði - þvi aðeins er um nokkra bila INGVAR HELGASON ^ ^ Vonarlandi v/Sogaveg —• Simar 8-45-10 & 8-45-11 SPARIÐ BENZÍN OG KAUPIÐ \VJ DATSUN

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.